Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 28

Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 Opinber starfsmaður með sjálfstæða starfsemi settur á vatn og brauð Athugasemd vegna skrifa Ágústs H. Bjarnasonar eftir Gest Steinþórsson Samkvæmt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 75/1981 er skattstjóra bannað að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi að skýra óviðkom- andi mönnum frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efna- hag skattaðila. Að ofansögðu má Ijóst vera, að hvorki er unnt að birta almenningi þau skattgögn er til grundvallar meðferð þessa máls liggja, né aðrar þær staðreyndir sem felast í ein- stökum skattgögnum, enda þótt í þeim felist skýring aðgerða þeirra starfsmanna Skattstjórans í Reykjavík, sem vegið er að í tilvitn- aðri grein. í ljósi þeirrar einhliða frásagnar af viðskiptum greinarhöfundar við starfsmenn embættisins verður — innan þeirra takmarkana, sem þagnarskyldan setur — tæpt á nokkrum grundvallaratriðum, sem snerta umrætt málefni: 1. Samkvæmt 91. gr. laga um tekju- og eignarskatt hvflir fram- talsskylda á hveijum manni og skulu allir þeir sem skattskyldir eru afhenda skattstjóra skýrslu í því formi, sem ríkisskattstjóri ákveður, þar sem greindar eru að viðlögð- um drengskap tekjur á síðast- liðnu ári og eignir í árslok, svo og önnur atriði, er máli skipta við skattálagningu. Þá skal fylgja skýrslu þeirra, sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi rekstrar- og efnahagsreikningur. 2. í 1. mgr. 96. gr. segir: „Komi í ljós fyrir eða eftir álagningu að framtal eða ein- stakir liðir þess eða fylgigögn séu ófullnægjandi, óglögg eða tortryggileg, eigi skráð á lög- mætan hátt eða ófullnægjandi undirrituð eða skattstjóri telur frekari skýringa þörf á ein- hveiju atriði, skal hann skriflega skora á framteljanda að bæta úr því innan ákveðins tíma og láta í té skriflegar skýringar og þau gögn, þar með talið bókhald og bókhaldsgögn, sem skattstjóri tel- ur þörf á að fá.“ 3. Þann 9. júní sl. var skorað á viðkomandi greinarhöfund með vísan tíl ofanritaðs ákvæðis, að gera nánari grein fyrir sjö atriðum, sem vörðuðu sjálfstæða starfsemi hans, en eitt fyrrgreindra atriða snerti hinar „óvissu tekjur" sem gerðar eru að umtalsefni í blaðagreininni, en að öðrum kosti var ókleift að ákvarða skattstofna hans. Svarfrestur var hefðbundinn, þ.e. 10 dagar. 4. í 96. grein skattalaga segir einnig að sé eigi bætt úr ann- mörkum á framtali, svar frá framteljanda berist ekki innan til- skilins tíma, send gögn séu ófull- nægjandi eða tortiyggileg, þá skuli skattstjóri áætla tekjur og eign skattaðila svo ríflega að eigi sé hætt við að fjárhæðir séu áætlaðar lægri en þær eru í raun og veru. 5. Þann 25. júní var lokafrestur á skilum skattstjóra á skattgögnum manna til Skýrsluvéla ríkisins, en frá og með þeim degi hófst vélræn álagningarvinna. Fyrir þann dag var m.a. gengið frá áætlun skatt- stofna þeirra manna, sem hvorki höfðu skilað skattframtölum eða svarað þeim fyrirspumum sem vörðuðu ákvörðun skattstofna þeirra. 6. Samkvæmt því sem upplýst er í tilvitnaðri blaðagrein kemst bréf skattstjóra fyrst til vitundar greinarhöfundar þann 27. júní og þann 30 s.m. mætir hann með „öll gögn á skattstofu" (auðkennt hér) að eigin sögn. Þann dag eða eins og áður greinir var álagning manna frágengin og næsti verkþáttur haf- inn þ.e. álagning lögaðila með öllum tiltækum mannafla því skiladagur til Skýrsluvéla ríkisins var 11. júlí. 7. Greinarhöfundi var síðan til- kynnt um höfnun framtals og áætlun gjaldstofna fyrir álagningu, þ.e. með bréfi dags. 23. júlí sl. Kærufrestur var þannig óskertur 30 dagar. 8. Auglýst var að álagningu væri lokið þ. 30. júlí og að kæru- frestur væri til 28. ágúst. Eftir að álagningu var lokið gátu starfs- menn skattstjóra tekið sumarfrí sem að meðaítali er 5 vikur. Það má vera augljóst að þeir starfsmenn sem skiptu með sér verkum í kæru- fresti, yfírmenn sem aðrir, önnuðu eigi öðru en viðtölum og móttöku á þeim rúmlega 4.400 skattkærum, sem bárust í kærufresti. 9. Þann 21. ágúst var móttekin kæra dags. 11. ágúst og síðar þann 26. sama mánaðar var móttekinn efnahagsreikningur frá umræddum greinarhöfundi. 10. Þann 1. sept. var send bráða- HverfeJsanriieikúrinriTatbal^iðlsogusagnirnariumigvðiúiWástarlíflhennarJ ^g?Tf?g«rfntteTirí1 [íamspg® eiginmenniná?JHversiv.egna^varðihún|kvntákn?iHv íter?(íknfi^iiTSíiTiRT? huhlenhþaTá^orum ara rannsoknar- starfi, koma fram ymsar nýjar og áður óbirtar upp- lýsingar sem veita svör við mörgum brennandi spurningum af þessu tegi. , TIMABÆR Gestur Steinþórsson „Því má ljóst vera að aðgerðir starfsmanna skattstjóra eru í rök- réttu framhaldi af framtalsskilum grein- arhöfundar og að- finnslur vegna málsmeðferðar skatt- stjóra verða því einung- is raktar til framtals- skila greinarhöfundar sjálfs.“ birgðaleiðrétting til Gjaldheimtunn- ar, til lækkunar áður áætluðum skattstofnum, þar eð misræmis júlí 1986 og álagningarseðils. 11. Þann 30. sept. sl. barst skattstjóra enn bréf dags. 23. sept., þar sem m.a. voru raktar bréfa- skriftir án þess að nokkuð frekar væri upplýst um efnisatriði. í septembermánuði að loknum sumarleyfum hófst vinna við að úrskurða í kærumálum og þann 6. okt. var kærumái þessa framtelj- anda afgreitt með úrskurði. 12. í umræddum skrifum segir meðal annars: „Að sl. haust leitaði ég ráða á Skattstofu Reykjavíkur vegna þess, að ég átti útistandandi óvissa pen- inga, sem voru í innheimtu hjá lögfræðingi. Fannst mér óþarft (auðk. hér) að telja þá fram fyrr en þeir fengjust greiddir eða fella þá að öðrum kosti undir lið sem nefnist óvissar tekjur. Viðmælandi minn féllst að því ég fékk bezt skil- ið á þetta sjónarmið en bað mig um að gæta þess í athugasemdum í væntanlegu framtali. Varð ég við þeirri bón hans af einskærum bamaskap, illu heilli, því að síðar varð ljóst að ógæfa mín fólst ein- mitt í því.“ Af tilvitnuðum texta greinarinn- ar verður eigi annað ráðið en að gætti milli tilkynningar dags. 23. starfsmanni skattstjóra hafi þrátt fyrir ákveðnar skoðanir greinar- höfundar, tekist að koma honum í skilning um framtalsskyldu hans „sl. haust“. Framtali er síðan skilað l. mars sl. í 2. mgr. 60. gr. tilvitnaðra laga segir: „Tekjur skal að jafnaði telja til tekna á því ári sem þær verða til, þ.e. þegar myndast hefur krafa þeirra vegna á hendur einhveijum, nema um óvissar tekjur sé að ræða.“ Samkvæmt áður tilvitnuðu ákvæði 91. gr. er framtalsskyldan ótvíræð, en skattskyldan ræðst af þeim atriðum, sem lesin verða út úr gögnum málsins. Hér skiptir t.d. máli, hvers eðlis krafa er, á hendur hveijum og trygging hennar, þ.e. hvort um er að ræða t.d. launakröf- ur sem ríkisábyrgð er fyrir eða almenna kröfu á hendur þrotabúi. Af athugasemd greinarhöfundar á skattframtali hans varð ekki ráð- ið hvort umræddar tekjur hans gætu talist óvissar eða hvort tekjur þessar skyldu koma til skattlagn- ingar. Og í því sambandi hvort hugsanlega væri hér um að ræða tekjur, sem heimilt væri að draga frá kostnað skv. 1. tl. 31. gr., það er kostnað vegna öflunar tekna í atvinnurekstri. Þá segir í greininni: „Sagði hann mér, að eftir-, grennslun skattstofunnar væri til komin vegna athugasemdar minnar á framtalinu, og kom síðar í ljós, að hún var að undirlagi sama manns og ráðlagði mér að geta hennar þar.“ I þessu sambandi er rétt að fram komi að einu máli gilti hvaða starfs- maður skattstjóra tók afstöðu varðandi höfnum framtalsins, þar eð framtalsgögnin veittu almennt það ófullnægjandi upplýsingar að hlutlægt mat hlaut alltaf að leiða til þess að framtalinu yrði hafnað. Lokaorð Hér að framan hafa verið rakin almenn málsatvik, lagaákvæði og þau úrræði, sem skattstjórar verða að viðhafa, þegar framteljendur m. a. „opinber starfsmaður" og í þessu tilviki jafnframt með sjálf- stæða starfsemi, skila ófullnægj- andi framtalsgögnum, þannig að ókleift er að ákvarða með nokkurri vissu — án fyrirspumar — þá skatt- stofna sem lögum samkvæmt skulu vera gmndvöllur skattálagningar. Því má ljóst vera að aðgerðir starfsmanna skattstjóra eru í rök- réttu framhaldi af framtalsskilum greinarhöfundar og aðfínnslur vegna málsmeðferðar skattstjóra verða því einungis raktar til fram- talsskila greinarhöfundar sjálfs. Hvað viðvíkur þeim atriðum, sem varða innheimtu opinberra gjalda þ.m.t. vaxtaútreikning skal tekið fram, að sá þáttur málsins er skatt- stjóra óviðkomandi. Höfundur er skattstjórí í Reykjavík. Reynslusaga alkóhólista SKJALDBORG hf. á Akureyri hefur gefið út bókina Ég drekk ekki í dag eftir Auðun Blöndal. í fréttatilkynningu Skjald- borgar segir: „Þetta er reynslusa- ga alkóhólista, skáldsaga, sem að grunni til byggist á sönnum atburðum úr lífí höfundar. Jafn- framt er bókin fögur ástarsaga og í gegnum hana lýsir jákvætt hugarfar og vilji til að láta gott af sér leiða, bæta og fegra mann- legt samfélag. Bókin segir frá baráttu Svenna, rúmlega tvítugs Reykvíkings, sem Bakkus hefur fest klær sínar í, kynnum hans af AA, dvöl á Tíunni frægu, á Vífílsstöðum og í Þingeyjarsýslu. En öðru fremur segir þó af sam- skiptum hans við „veikara kynið" og stúlkunum, sem verða bjarg- vættir hans. Þetta er holl lesning þeim, sem Bakkus sækir hart að, og góð lesning öllum þeim sem Auðunn Blöndal lesa vilja um ósviknar ástir.“ Káputeikningu gerði Auglýs- ingastofan Delfí, Bemharð Steingrímsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.