Morgunblaðið - 09.12.1986, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.12.1986, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 ALVEG EINSTÖK GÆÐI BRÆÐURNIR ORMSSONHF LAGMULA 9 SÍMI 38820 Skemmdarverk og aukníng löggæslu eftir Gunnar G. Schram Tveimur dögum eftir að erlendir skemmdarverkamenn sökktu hval- bátum í Reykjavíkurhöfn og unnu önnur óbótaverk í Hvalfirði fóru fram umræður á Alþingi að mínu frumkvæði um það sem gerst hafði. Var meginefni þeirra umræðna það, á hvem hátt væri í framtíðinni unnt að koma í veg fyrir að slíkir at- burðir endurtækju sig og jafnframt lögð áhersla á nauðsyn þess að koma lögum yfir þá skemmdar- verkamenn sem hér voru að verki. í umræðunum benti ég á að framkvæmd öryggismála okkar innanlands væri ábótavant og lög- gæsluyfírvöld þyrftu að taka upp nýja og breytta starfshætti í ljósi þess að alda hryðjuverka gæti náð til okkar sem annarra þjóða eins og þessir atburðir hefðu sýnt. Aðrir þingmenn tóku í umræðun- um undir þessi sjónarmið. Forsætis- ráðherra gat þess að ríkisstjómin hefði nýlega skipað nefnd sem ein- mitt væri að skoða þessi mál og væri formaður hennar Baldur Möll- er fyrrv. ráðuneytisstjóri. Ynni nefndin m.a. að athugun á því hvemig fylgst væri með erlendum mönnum hér á landi. „Þama er ljóst að bæta þarf á einhvem máta það eftirlit sem nauðsynlegt er. Við er- um ekki laus við slíka hryðjuverka- menn, því miður. Þetta verður jafnframt tekið til mjög alvarlegrar athugunar,“ sagði forsætisráð- herra. „Það er því hinn mesti misskilningur hjá dr. Gunnlaugi að umræð- urnar á Alþingi haf i beinst að því að spilla áliti þeirra löggæslu- manna, sem á þessum vettvangi leggja nótt við nýtan dag.“ í grein sem dr. Gunnlaugur Þórð- arson ritar hér í Morgunblaðið sl. miðvikudag heldur hann því fram að í þeim ummælum mínum að nauðsynlegt sé að auka löggæslu og eftirlit með útlendingum í ljósi þeirra nýju viðhorfa, sem hér hefur verið lýst, felist árás á íslensk lög- gæsluyfírvöld og þá sérstaklega Utlendingaeftirlitið. Það er hinn mesti misskilningur hjá lögmanninum og sætir nokkurri furðu hvemig hann kemst að slíkri niðurstöðu. I ummælum mínum var hvergi gagnrýnt hvemig Útlend- ingaeftirlitið brást við í máli Sea Sheperd-mannanna, en það hafði einmitt fylgst með þeim allt frá 15. október. Þvert á móti lagði ég á það áherslu að í ljósi þeirrar hryðju- verkaöldu, sem yfír gengi annars staðar í álfunni, þyrfti að efla okk- ar eigin innra öryggi. í því hlýtur að felast m.a. það, að auknu fé og mannafla sé veitt til þessara verk- efna á sviði íslenskrar löggæslu og þá ekki síður til Útlendingaeftirlits- ins. Mér er mæta vel kunnugt um það að Útlendingaeftirlitið hefur á unanfömum árum unnið að hinum brýnu verkefnum sínum af dugnaði og samviskusemi undir ötulli og árvökulli stjóm yfírmanns síns, Ama Sigurjónssonar. Er það ekki síst störfum hans að þakka að ekki hefur komið til fleiri atvika í líkingu við hvalbátamálið. Sæti því síst á mér, og öðrum sem til starfa Út- lendingaeftirlitsins þekkja, að kenna því á nokkum hátt um að skemmdarverkamönnum Sea Shep- erd-samtakanna tókst ætlunarverk sitt í byrjun síðasta mánaðar. Það er því hinn mesti misskilningur hjá dr. Gunnlaugi að umræðumar á Alþingi hafi beinst að því að spilla áliti þeirra löggæslumanna, sem á þessum vettvangi leggja nótt við nýtan dag. Hitt sætir nokkurri furðu að svo reyndur lögmaður, sem dr. Gunn- laugur Þórðarson er, skuli ekki Gunnar G. Schram gera sér ljóst að þróun mála í öðrum löndum kallar á uppbyggingu og eflingu löggæslu okkar á þessu sviði og ný vinnubrögð og starfshætti. Á annan hátt er ekki unnt að bregð- ast við þeirri nýju hættu, sem hér hefur skapast vegna árása hryðju- verka og skemmdarverkamanna, sem enga landamærahelgi virða. Sem betur fer eru ekki allir jafn andvaralausir í þessum efnum og þess vegna ber að fagna því að til- lögur um öryggismál eru innan skamms væntanlegar frá þeirri nefnd ríkisstjórnarinnar sem ég gat um hér að ofan. Hefði dr. Gunn- laugi verið nær að kynna sér starf þessarar nefndar og aðra þætti þessa máls áður en hann ritaði grein sína hér í blaðið, sem af engu frem- ur einkennist en venjulegri hvatvísi og vanþekkingu. Höfundur er einn af aiþingis- mönnum Sjálfstæðisfiokksins. Níu lyklar - smásagnasafn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson Jólasaga og litabók Út er komin barnabókin „Jóla- sveinagildran" eftir Brynjar Ragnarsson og Margréti K. Björnsdóttur og er um endurút- gáfu að ræða, en bókin var fyrst gefin út um síðustu jól. Teikning- ar í bókinni eru eftir Brynjar og Ásgeir Bergmann. Bókin, sem er 20 blaðsíður, er í senn jólasaga og litabók því í bók- inni eru teikningar til að lita. Sagan segir frá því, að systkinin Ellý og Úili ákveða að veiða jólasveininn í gildru þegar hann kæmi með eitt- hvað gott í skóinn. Ráðabruggið heppnast og þau kynnast 300 ára gömlum jólasveini. Jólasveinninn JOLASVEINA segir þeim sögur úr hinum stóra heimi og margt ber á góma. tmitjOr jfttMtlM i tXtUTMlÓK NÍU lyklar heitir smásagnasafn, sem Vaka-Helgafell hefur gefið út eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og er J»að fyrsta bók hans. I fréttatilkynningu útgefanda segir m.a. um höfund bókarinnar: „Olafur Jóhann Ólafsson er 24 ára Reykvíkingur. Hann hefur til þessa lagt megináherslu á raunvisindi og gegnir nú ábyrgðarstöðu hjá al- þjóðlega stórfyrirtækinu Sony í Bandaríkjunum. En jafnframt hefur hugur Ólafs ætíð hneigst að húm- anískum efnum og bókmenntum enda af skáldum kominn og alinn upp á miklu bókmenntaheimili. Smásögur Ólafs Jóhanns eru ljós- ar og lifandi, bera skarpskyggni höfundarins glöggt vitni og munu teljast umtalsvert framlag til íslenskrar bókmenntaiðju. Þetta er fyrsta bók höfundarins en hér er engin byijendabragur á sagnagerð, þvert á móti bera sögumar vott um öguð vinnubrögð, látlausa en list- ræna framsetningu." Ólafur Jóhann Ólafsson. Bókin Níu lyklar er unnin hjá Prentstofu Guðmundar Benedikts- sonar en kápuhönnun annaðist Brian Pilkington. . .eru veiðivörur frá Abu Garcia Hafnarstræti 5 Símar 16760 og 14800
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.