Morgunblaðið - 09.12.1986, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.12.1986, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 Nokkur orð til Sveins Guð- mundssonar verkfræðings eftirHelgaJ. Halldórsson Kæri verkfræðingur. Ég get ekki látið hjá líða að svara með nokkrum orðum bréfi þínu sem þú sendir mér 1. des. 1985 og nú birtist sem opið bréf til mín ári síðar í Morgunblaðinu 2. des. sl. Tilefni þessa bréfs á sínum tíma var það að ég annaðist þátt um jslenskt mál í Ríkísútvarpinu fyrir íslenska málnefnd og kom þá á framfæri tillögu frá Bergi Jónssyni raf- magnsverkfræðingi, formanni orðanefndar verkfræðinga, um að nota íslenska orðið rafvarp í stað erlenda orðsins radio. í lok bréfs síns segir Bergur: „Orðanefnd vill gjaman heyra dóm þeirra, sem til mála þekkja og áhuga hafa á íslenzkri tungu, hvort ekki fer vel á að segja rafvarps- talsími. .. Mörg orð hljóma undar- lega í eyrum í fyrstu en reynast traust og lipur, ef notuð eru.“ í lok þáttarins, þegar ég las bréf Bergs, sagði ég: „Ef mönnum þykir stirt að láta hljóðin f og v fara sam- an má benda á slík orð sem þegar eru til í málinu: rafveita, rafvél, rafviðnám, rafvirki, rafvæða, Raf- ver, Rafverk." Sveinn Guðmundsson verkfræð- ingur var ekki sáttur við þessa tillögu og stakk upp á að í staðinn fyrir hugtakið radio kæmi orðið vak og sendi mér sitt langa bréf sem nú hefur birst lesendum Morgun- blaðsins. Helgi J. Halldórsson ÞÝSKU KOSTAGRIPIRNIR 1987 ERU KOMNIR Betur búnir en nokkru sinni íyrr V.W. Jetta - HF Laugavegi 170 -172 Simi 695500 frábœr fjölskyldubíll V.W. Golf Verð Crá kr. 446.000.- — mest seldi bíll í Evrópu Verð frá kr. 484.000. Ég kynnti bréf Sveins í þremur þáttum. Og nú ári síðar hef ég ekki við því önnur svör en ég hafði þá. Að sjálfsögðu er ekki þörf á að birta það sem ég las orðrétt úr bréfi Sveins þar sem það hefur nú birst augum lesenda en um efni þess sagði ég meðal annars: „Það er ánægjulegt að kynnast því hve miklir orðlistamenn tækni- menn eru. Þrátt fyrir strembna tækni leikur Sveini á tungu ásta- mál silunga og birkiþrastasveimur Jónasar Hallgrímssonar. Ef til vill lætur þó Sveinn hugarflugið hlaupa með sig í gönur. Hann er svo ákaf- ur í orðmyndun að hann kemur fram með fleiri orð en góðu hófi gegnir þannig að aðalatriðin vilja dofna eða týnast. Stundum leikur vafi á því hvort á ferðinni er spaug eða alvara. En þá er það Orðanefnd- ar rafmagnsverkfræðinga að vinsa úr það sem lífvænlegast þykir. Ýmsu hef ég sleppt." í lokaþætti mínum um þetta mál sagði ég meðal annars: „Það er ekki mitt að koma með úrskurð í þessu máli en mér hefur dottið í hug hvort ekki sé hægt að mætast á miðri leið, nota sem grunnorð, í staðinn fyrir radíó, orðið rafvak. Mynda síðan samsett orð af því öllu eða hlutum þess eftir því sem best hentar í hveiju tilviki. Það er t.d. álitamál hvort betra er að kalla radio amateurs vakhuga eða raf- vakhuga. Ég þekki þetta ekki nógu vel. „Það gerir ekki til þó við látum okkur detta í hug- ýmis orð og komum þeim á framfæri við aðra. Reynslan sker úr því hvaða orð lifa í málinu.“ Nýyrðatillögur Sveins Guð- mundssonar eru misgóðar. T.d. þykir mér tjávak, tjávakaskipti og tjávakstungl miður góð orð. Tjári, sem Sveinn stingur upp á sem þýð- ingu á enska orðinu communicator, virðist myndað af að tjá eins og fjári af sögninni að fjá, hata. En er ekki communicator málvinur og radio communications þá rafvarps- eða rafvaksviðskipti málvina? Vak- viti er gott orð um það sem á ensku nefnist radio beacon þó að raf- vaksviti gæfi fyllri merkingu. Boðviti gæti ef til vill gengið um senda þá sem sjálfvirkir eru, en rafboðviti væri kannski ennþá betra." Það gerir ekki til þó við látum okkur detta í hug ýmis orð og kom- um þeim á framfæri við aðra. Reynslan sker úr því hvaða orð lifa í málinu. Höfundur er kennari. Smásögur eftir Braga Sigurjónsson SKJALDBORG hf. á Akureyri hefur gefið út bókina Leiðin til Dýrafjarðar, smásögur eftir Braga Siguijónsson. Um bókina segir í fréttatilkynn- ingu útgefanda: „Hér syngur háttföst og rödduð norðlenska fyrir eyrum lesandans á hverri blaðsíðu. — Bragi Sigurjónsson fer eigin göt- ur í smásagnagerð, grípur efni úr ýmsum áttum, margbreytilegir ein- staklingar koma fram hjá honum og ýmiss konar atburðir gerast. Stundum er höfundur alvörugefinn í frásögn, stundum gamansamur, stundum háðskur, stundum glett- inn. Oft segir hann frá í fyrstu persónu og hendir þá í leiðinni góð- látlegt gaman að sögumanni. Sumar sögur Braga munu ugglaust hneyksla einhveija, aðrar kitla hlát- Bragi Sigurjónsson. urtaugamar, enn aðrar vekja áleitna umhugsun." 0tU Ó0VB OG $0^ Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRALTT 8 S(MI 84670
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.