Morgunblaðið - 09.12.1986, Síða 34

Morgunblaðið - 09.12.1986, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 Minning: Emil Jónsson fyrr- verandi ráðherra Emil Jónssyni kynntist ég ekki að ráði fyrr en ég tók sæti á Al- þingi haustið 1946. Hann var þá ráðherra í nýsköpunarstjóminni svo nefndu, stjóm Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks og Alþýðuflokks. Ég var þá í hópi þeirra Alþýðu- flokksmanna, sem ekki vom hrifnir af samstarfí við Sjálfstæðisflokk- inn. Og mér er minnisstætt, að ekki var laust við, að það vekti tor- tryggni mína, hversu vel Emil Jónsson lét af samstarfi við Ólaf Thors, sem þá var forsætisráðherra. Þetta var fyrsta ríkisstjómin, sem Emil Jónsson átti sæti í. Löngu síðar, eftir að samstarf okkar Ólafs Thors hófst í viðreisnarstjórninni svo nefndu, sagði Ólafur mér, að hann hefði ekki áður átt betra sam- starf við nokkum ráðherra, utan Sjálfstæðisflokksins, en hann hafí átt við Emil Jónsson í nýsköpunar- stjóminni. Við Áki Jakobsson, sem var atvinnumálaráðherra í nýsköp- unarstjórninni, urðum síðar ná- kunnugir. Hann fór ætíð miklum lofsorðum um Emil Jónsson, og ekki man ég betur en Brynjólfur Bjamason hafi einu sinni sagt mér, að af ráðhermm samstarfsflokk- anna hafi hann metið Emil Jónsson sérlega mikils. Mjög er mér það og minnisstætt, að einhvetju sinni á viðreisnarámnum, þegar Emil Jóns- son var utanríkisráðherra og hart var deilt á hann fyrir ummæli varð- andi landhelgismálið, sagði Bjami Benediktsson við mig, að við skyld- um engar áhyggjur hafa af þessum deilum. Fáir íslenzkir stjómmála- menn nytu eða hefðu notið meiri virðingar en Emil Jónsson. Ef Emil hefði veitt kost á því að verða ráðherra í ríkisstjóm Her- manns Jónssonar 1956, hefði orðið um það algjör samstaða. En hann baðst undan því, og var því kjörinn forseti Sameinaðs Alþingis. Hann var sjálfsagður forsætisráðherra minni hluta stjómar Alþýðuflokks- ins 1959 og hafði mikil áhrif í þeim samningaviðræðum, sem fram fóm um sumarið, annars vegar um efna- hagsmál, en á því sviði tókst samvinna milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks, og hins vegar um kjördæma- málið, en um það mál tókst samvinna milli Sjálfstæðisflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Ólafur Thors lagði á það megin- áherzlu, að Emil Jónsson tæki sæti í viðreisnarstjóminni í árslok 1959. Þá skoraðist Emil Jónsson ekki undan. Eftir að ég kynntist Emil Jóns- syni náið, varð mér auðvitað ljóst, hversu eðlilegar vom þær skoðanir, sem samstarfsmenn hans í ríkis- stjóminni höfðu á honum og ég drap á að framan. Emil tók við formennsku Alþýðuflokksins af Haraldi Guðmundssyni, er hann varð sendiherra í Noregi 1956, en baðst undan endurkjöri 1968. Ég hafði verið varaformaður flokksins 1966—68, en var þá kjörinn for- maður. Auk þess sátum við saman í viðreisnarstjóminni 1959 til 1971. Ég hef sagt það áður, að Emil Jóns- son er einhver gáfaðasti maður sem ég hef átt samstarf við, og á ég þá ekki aðeins við stjórnmálamenn, heldur einnig vísindamenn og lista- menn. Óvenjulegar námsgáfur hans komu snemma í Ijós. Hann varð stúdent aðeins sextán ára að aldri, með mjög hárri einkunn. En gáfur eru miklu víðtækara hugtak en námsgáfur, hæfnin til þess að til- einka sér námsefni! Emil Jónsson skildi alla hluti ótrúlega fljótt og óvenjulega vel, og hann skildi þá ávallt réttum skilningi, yfirveguð- um, rólegum, fordómalausum skilningi. Eg minnist þess ekki, að hafa nokkum tíma séð hann reiðast alvarlega og láta undir slíkum kringumstæðum frá sér fara órök- studda fullyrðingu — skoðun eða ummæli, sem bæri vott um tilfinn- ingasemi eða jafnvægisleysi. Skynsemin og rökhyggjan sátu allt- af í fyrirrúmi. Þeir eru mjög fáir, sem þetta verður sagt um með sanni. Á menntaskólaárum mínum hélt Emil Jónsson einusinni erindi í Fé- lagi ungra jafnaðarmanna. Auglýst hafði verið, að hann mundi ræða nokkur meginatriði jafnaðarstefn- unnar. Ég sótti fundinn og veitti því athygli, að Emil fjallaði ekki um kenningar Marx og Engels, heldur lýsti kenningum svo nefndra „teknókrata" um nauðsyn skipu- lagningar í hagkerfí og eðli áætlun- arbúskapar. Merkir bandarískir verkfræðingar höfðu um miðjan fjórða áratuginn uppi gagnrýni á óbeizlaða fijálshyggju í fjármagns- hagkerfí og eðli áætlunarbúskapar. Þessar kenningar vöktu um skeið mikla athygli, en stóðust ekki frá hagfræðilegu sjónarmiði. En um- ræðuefni Emils Jónssonar á þessum fundi sýndi glöggt, hversu vel hann fylgdist með í þjóðmálum og að hann var á undan sínum tíma. Emil Jónsson var í hópi þeirra for- ingja evrópskra jafnaðarmanna, sem fyrstir gerðu sér grein fyrir nauðsyn og gildi vestrænnar sam- vinnu í vamarmálum. Einnig í þeim efnum var hann langt á undan sínum tíma, m.a. langt á undan mér. En það var gott fyrir ungan jafnaðarmann að geta smám saman lært af slíkum manni. Hvað menntun snerti var Emil Jónsson verkfræðingur. Ævistarf hans varð fyrst og fremst á sviði stjómmála. Én áhugamál hans voru miklu fjölþættari. Hann var mikill unnandi bókmennta og vel heima, ekki aðeins í íslenzkum bókmennt- um, heldur einnig í heimsbókmennt- um. Bókasafn hans var stórt og vandað. Þess má einnig geta, að hann átti stærsta safn þingvísna, sem ég hef séð óprentað, en þau eru mörg til. í vinahópi var hann spaugsamur og kunni marga góða gamansögu. En illkvittinn var hann ekki. Enginn vafi er á því, að Emil Jónsson var í hópi merkustu stjóm- málamanna íslendinga á þessari öld. Hann naut ekki aðeins virðing- ar samherja sinna, heldur einnig andstæðinga. Hann var einn þeirra, sem reyndust sómi íslenzkra stjóm- málamanna á sinni tíð. Gylfi Þ. Gíslason Emil Jónsson fyrrum alþingis- maður og ráðherra er látinn. Með honum er horfínn af sjónarsviðinu merkur maður og áhrifamikill stjómmálaforingi um áratugaskeið. Suður í Hafnarfirði var hann fæddur 27. október 1902 og því áttatíu og fjögurra ára að aldri er hann lézt. Hann var einkasonur góðkunnra borgara í Hafnarfírði, þeirra Jóns múrarameistara Jóns- sonar frá Sólheimum í Hruna- mannahreppi og konu hans, Sigurborgar Sigurðardóttur frá Miðengi á Vatnsleysuströnd. Þau Jón og Sigurborg höfðu reist sér lítið hús við Suðurgötuna sem þau nefndu Dvergastein. Þar ólst Emil upp við mikla umhyggju for- eldra sinna. Jón og Sigurborg voru með afbrigðum vinnusamt fólk og ekki skyldi á þeim standa við að hjálpa einkasyninum ef námsbraut- in yrði fyrir valinu, sem reyndar varð. Ég minnist þess þegar ég dreng- hnokkinn brá mér í heimsókn til föður míns í verzlun hans að þar stóð Sigurborg oft og átti við hann viðskipti. Hún pijónaði sjóvettlinga og seldi til þess að drýgja tekjumar. Emil Jónsson hóf ungur skóla- göngu. Námið sóttist honum afar vel. Hann lauk prófi frá Flens- borgarskóla 1917 og stúdentsprófí frá MR 1919, aðeins 16 ára að aldri. í Flensborgarskóla kenndi þá stærðfræði Láms Bjarnason, síðar skólastjóri. Emil vakti athygli hans sem afburða góður námsmaður, sér í lagi í stærðfræði. Það stóð ekki á Lárusi að hvetja Emil til frekara náms og aðstoða hann við undirbún- ing þess. Þeir sem á eftir Emil komu til náms í Flensborg gátu stundum heyrt í stærðfræðitímum hjá Lár- usi, að hann hafði ekki gleymt sínum gamla og góða nemanda, en Lárus sagði stundum: „Þetta dæmi hefur enginn getað reiknað síðan Emil var hér.“ Emil hóf nám við verkfræðihá- skólann í Kaupmannahöfn og lauk prófí þaðan 1925. Starfaði hann síðan í eitt ár í Danmörku við verk- fræðistörf. Litríkur og umsvifamikill starfs- ferill Emils Jónssonar hófst, þegar heim var komið, 1926. Miklar breyt- ingar höfðu orðið á stjóm bæjar- mála Hafnarfjarðar er Alþýðu- flokksmenn náðu þar meirihluta. Fengu þeir til liðs við sig hinn unga verkfræðing og þar með voru stjómmálastörf Emils hafín. Al- þýðuflokksmenn í Hafnarfírði völdu hann til æðstu trúnaðarstarfa sem þeir höfðu yfir að ráða. Bæjarfull- trúi og bæjarstjóri var hann kjörinn 1930 og alþingismaður 1934. Hann hvarf frá störfum bæjar- stjóra og var skipaður vita- og hafnamálastjóri 1937. Því embætti gegndi hann með frávikum til 1956 að hann varð Landsbankastjóri til 1958. Þegar Ólafur Thors myndaði nýsköpunarstjórnina 1944 varð Emil Jónsson annar af tveimur ráð- herrum Alþýðuflokksins og gegndi síðan fjölmörgum ráðherraembætt- um þar til hann dró sig í hlé frá stjómmálastörfum 1971. Hafði hann þá gegnt þingmennsku fyrir Reykjaneskjördæmi frá 1959. Árið 1956 var Emil Jónsson kjör- inn formaður Alþýðuflokksins og endurkjörinn til þeirra starfa á meðan hann gaf kost á sér. Sama ár var hann kjörinn forseti samein- aðs þings. í desember 1958 myndaði Emil Jónsson minnihlutastjóm Alþýðu- flokksins með stuðningi Sjálfstæð- isflokksins til þess að koma fram breytingum á stjómskipunarlögum. Þegar viðreisnarstjómin var mynduð í nóvember 1959 var Emil í forystu Alþýðuflokksins fyrir þeirri stjómarmyndun og átti alla tíð sæti í þeirri ríkisstjóm. Síðari hluta viðreisnartímabilsins gegndi Emil Jónsson störfum utanríkisráð- herra. Honum voru þau mál mjög vel kunn, enda var hann í hópi þeirra stjómmálamanna, sem að stríðslokum mótuðu þá farsælu og viturlegu utanríkisstefnu sem við höfum haft síðan. í utanríkisráðuneytinu er hans minnst með hlýju. Samtímis fjölþættum stjómmála- störfum sem hér hefur verið að vikið hafði Emil Jónsson mikil afskipti af atvinnu- og félagsmálum. í bæjarmálum Hafnfírðinga og á vettvangi Alþingis og ríkisstjómar var honum falinn fjöldi trúnaðar- starfa. Ég vil sérstaklega minnast starfa hans í stjórn Sparisjóðs Hafnar- fjarðar yfír 20 ár, sem honum eru að Jeiðarlokum þökkuð. Árið 1925 kvæntist Emil Guð- fínnu Sigurðardóttur bónda í Kolsholti í Flóa Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Vigfúsdóttur. Þau eignuðust sex böm sem öll eru á lífí. Frú Guðfinna var hin mætasta kona sem reyndist manni sínum hinn trausti lífsförunautur og sú sterka stoð sem umsvifamikill stjómmálamaður þarfnast. Frú Guðfínna er Iátin fyrir nokkr- um árum. Þegar Emil Jónsson er kvaddur, kveðja Hafnfirðingar áhrifamikinn stjómmálaleiðtoga, sem var í for- ystu bæjarfélags síns um áratuga skeið og setti mjög svip sinn á sam- félag sitt. Honum eru þökkuð fjölþætt störf fyrir land og þjóð. Störf okkar Emils Jónssonar hafa verið á vettvangi stjómmálanna. Við vorum í forystu fyrir sinn hvom stjómmálaflokkinn og oft heitt í kolunum í Hafnarfirði. Það kom ekki í veg fyrir gott samstarf okkar á Alþingi í 12 ár, þar sem saman var unnið að hagsmunamálum þess fólks sem sýnt hafði okkur trúnað. Kona mín og ég minnumst frú Guðfínnu og Emils Jónssonar með hlýhug og virðingu og biðjum þeim guð blessunar. Fjölskyldu þeirra sendum við samúðarkveðjur okkar. Matthías Á. Mathiesen Á einum stað í minningaþáttum sínum rifjar Emil Jónsson upp kynni sín af samferðamönnum á námsár- unum í Kaupmannahöfn og kemst þá svo að orði: „Ég eignaðist þar marga vini, sem ég enn í dag, þeg- ar þetta er skrifað, hef samband við mig. Þeir voru allir vinsamlegir og góðgjarnir, margir vel gáfaðir og duglegir til verka." Vel gáfaður og duglegur til verka. Eru það ekki orð, sem lýsa vel manninum Emil Jónssyni og ævistarfi hans? Það sem einkennir ævistarf Emils er, hve vel honum var treyst til verka og hversu mik- ils trúnaðar hann naut meðal samstarfsmanna. í æviminningum Crossmans er þess getið, að samráðherrar Har- olds Wilson kölluðu hann „manninn með reiknistokkinn". Eftir gömlum krata úr Hafnarfírði heyrði ég ná- kvæmlega sömu ummælin um Emil: Hann var maðurinn með reikni- stokkinn — hann vann verk sín af nákvæmni og lagði lítt við hlustir, þegar farið var með skvaldur. Emil var enginn tríbúnus populus; hann var hinn trausti verkstjórnarmaður. Á langdregnum flokksstjómarfund- um sat hann fámál) í forsæti og tottaði pípu sína — lét aðra tala. Þegar nóg var talað, dró hann sam- an aðalatriði og niðurstöður og lét ganga til atkvæða. Hann hafði ekki óþarflega mörg orð um hlutina og lét ekki aukaatriðin vefjast fyrir sér. Starfsferill Emils lýsir manninum vel. Hann var annálaður náms- garpur í skóla; einhver yngsti stúdent sem Lærði skólinn hefur brautskráð, sautján vetra. Hann var í fremstu röð þess fámenna hóps, sem lokið hafði verkfræðinámi á fyrsta fjórðungi aldarinnar. Verk- fræðistörfum gegndi hann sem bæjarverkfræðingur í heimabæ sínum, Hafnarfirði, og sem vita- og hafnamálastjóri í rúma tvo ára- tugi. Ósvikinn áhugi hans á iðnmenntun þjóðarinnar og verkleg- um framkvæmdum birtist m.a. í því, að hann var ekki fyrr kominn heim frá námi en hann stofnaði iðnskóla í Hafnarfírði, sem hann stjómaði í hjáverkum í tæpa tvo áratugi. Aðild hans að stofnun RAFHA í Hafnarfirði og Lands- samtökum iðnaðarmanna, bera þessum áhuga hans og órækt vitni. Alþýðuflokkurinn valdi Emil Jónsson til ráðherrastarfa í ríkis- stjómum í alls 17 ár. Frá 1944—49 og frá 1958—71. Hann var ráð- herra samgöngu- og viðskiptamála; sjávarútvegs- og félagsmála; og loks forsætis- og utanríkisráðherra. Af ráðherraferli hans verður þess sérstaklega minnzt, hversu vel minnihlutstjóm Alþýðuflokksins 1958—59, undir forsæti Emils Jóns- sonar, tókst til við að kveða niður víxlhækkanaverðbólgu, sem þá var að fara úr böndunum. Þetta ár, sem Emil var forsætisráðherra, hækkaði framfærsluvísitala um nákvæmlega ekki neitt á heilu ári. Geri aðrir betur. Það má heita merkilegt um mann, sem var fyrst og fremst tæknimenntaður, og vann störf sín framan af starfsævi á því sviði, hversu góðan skilning hann hafði á grundvallaratriðum utanríkis- og vamarmála. Til þess að leggja áherslu á mikilvægi þessara mála og þá sérstöðu sem landfræðileg lega landsins markar þjóð okkar í viðsjárverðum heimi, kallaði hann minningaþætti sína: „Á milli Wash- ington og Moskvu". Einn eftirminnilegasti kaflinn í þeirri bók lýsir því, þegar Emil gekk fram á Hans Hedtoft, forsætisráð- herra Dana, á götu í Kaupmanna- höfn, nokkmm dögum fyrir valdarán kommúnista í Tékkóslóv- akíu 1948. Samtal þessara tveggja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.