Morgunblaðið - 09.12.1986, Síða 35

Morgunblaðið - 09.12.1986, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 35 fulltrúa vamarlausra smáþjóða hafði greinilega mikil áhrif á Emil. Það átti sinn þátt í að móta afstöðu hans til spumingarinnar um aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu. Og þegar Emil Jónsson hafði tekið ákvörðun, sem hann taldi styðjast við yfirgnæfandi rök, var fátt líklegt til að hnika henni. Fimbul- famb dönsku kratanna í vamarmál- um hin seinni misserin hlýtur að hafa komið þeim Hedtoft og Emil spánskt fyrir sjónir. Áratugum saman var nafn Emils og fæðingarbæjar hans, Hafnar- fjarðar, gjaman nefnt í sömu andránni. Emil var gjaman fremst- ur meðal jafningja í hópi þeirra Hafnarfjarðarkrata. Hafnarfjarð- arkrötum, eins og okkur ísafjarð- arkrötum, var eðlilegt að líta á Alþýðuflokkinn sem meirihlutaafl. Vanmetakennd var ekki til í þeirra fari. Þeir treystu sér vel til að stjóma, enda var þeim vel treyst til verka. Emil byijaði pólitískan feril sinn sem bæjarstjóri, ráðinn af meiri- hlutamönnum Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Hann lauk ferli sínum sem ráðherra í Viðreisnarstjóminni, sem setið hefur lengur við völd sam- fellt en nokkur önnur ríkisstjóm á íslandi. Ég hef grun um að honum hafi látið miklu betur að stjóma en að vera í stjórnarandstöðu. Ég gæti því trúað að Emil Jónssyni hafi líkað allvel, þegar Guðmundur Ami og félagar endurreistu meiri- hlutaveldi Alþýðuflokksins við seinustu bæjarstjómarkosningar. Og þá hefur honum trúlega ekki þótt lakara, undir lok æviskeiðsins, að sjá flokk sinn byggjast upp að nýju sem verðandi landsstjómarafl. Emil Jónsson var formaður Al- þýðuflokksins í 12 ár, frá 1956—68. Hann tók við formennskunni af Haraldi Guðmundssyni og skilaði af sér í hendumar á Gylfa Þ. Gísla- syni. Allt formennskutímabil Emils var flokkurinn aðili að ríkisstjóm. Þetta var ekkert landvinningaskeið, en flokkurinn ávann sér traust af góðum verkum. Við leiðarlok vil ég, fyrir hönd Alþýðuflokksins og íslenskra jafn- aðarmanna, þakka Emil Jónssyni langt og farsælt starf í þágu þjóðar- innar og Alþýðuflokksins. Fjölskyldu hans, niðjum og vin- um, flyt ég samúðarkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Emil Jónsson verður jarðsettur í dag frá Hafnarfjarðarkirkju. Með honum er genginn einn af áhrifa- ríkustu og traustustu stjómmála- mönnum þessarar aldar. Jafnaðar- menn kveðja einn af brautryðjend- um þess velferðarþjóðfélags, sem við nú njótum. Alþýðuflokksfólk kveður vinsælan og öruggan leið- toga, sem stóð af sér öll veður. Hafnfirðingar kveðja bæjarmála- frömuð sem ásamt félögum sínum lyfti bænum úr klóm atvinnuleysis og kreppu og með stórhug og bjart- sýni lögðu þeir grunninn að vexti og viðgangi bæjarins. Ferill Emils í námi, starfi og stjómmálum var einkar glæsilegur. Hann lauk stúdentsprófi 16 ára gamall, útskrifaðist sem verkfræð- ingur 23 ára, var ráðinn bæjarverk- fræðingur í Hafnarfirði ári seinna og 27 ára gamall er hann kosinn í bæjarstjórn og jafnframt ráðinn sem bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæj- ar. Fjórum árum síðar var Emil kominn á þing fyrir Hafnarfjörð og sat þar óslitið til 1971. Á árunum 1944—49 sat hann í tveimur ráðu- neytum og fór þá með samgöngu- og viðskiptamál. Hann var forsætis- ráðherra 1958—1959, sjávarút- vegs- og félagsmálaráðherra 1959—1965 og utanríkisráðherra 1965—1971. Vita- og hafnamála- stjóri var Emil með frávikum vegna annarra starfa 1937—1959 og bankastjóri Landsbankans 1957—1958. Störfin voru því fjöl- þætt og öll innti hann þau af hendi með glæsibrag. Auðvitað var stund- um stormasamt og Emil var ekki einungis elskaður og virtur heldur líka umdeildur og átti sér oft harða og óvægna andstæðinga. Stjóm- málabaráttan hefur löngum verið hörð í Hafnarfirði en þó líklega aldr- ei harðari en á fyrstu áratugunum á stjómmálaferli Emils. Á honum mæddi því, enda maðurinn fastur fyrir. Með þessari upptalningu fer þó fjarri því að öll störf Emils hafi verið talin og skal hér aðeins drep- ið á nokkur fleiri. Hann var m.a. ötull talsmaður iðnþróunar og iðn- menntunar. Hann var frumkvöðull og fyrsti skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfírði og fyrsti formaður Iðn- aðarmannafélags Hafnarfjarðar. Hann var hvatamaður að stofnun Rafha og stjómarformaður þess fyrstu 37 árin. Emil var skipaður í hina frægu atvinnumálanefnd „Rauðku" við stofnsetningu hennar og gegndi formennsku í henni á síðari hluta starfstímans. Hann sat oft í sáttanefndum í vinnudeilum og fór orð af hugkvæmni hans á þeim vettvangi. Stofnun Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar var verk Emils og félaga hans í Alþýðu- flokknum. Var Emil kosinn stjóm- arformaður útgerðarinnar frá upphafí 1931 og gegndi því starfí til 1957. Emil var kosinn í miðstjóm Al- þýðuflokksins árið 1930 og var formaður flokksins 1956—1968. Af stjómarferlinum ber hæst árin 1958—1959 þegar Emil myndaði minnihlutastjóm Alþýðuflokksins og síðan þau farsælu stjórnarár svonefndrar viðreisnarstjómar, sem fylgdi í kjölfarið. Um hina fyrri var sagt að hún gerði það sem allir sögðu að þyrfti að gera, þótt flesta brysti hugrekki til framkvæmda. Viðreisnarstjómin braut hins vegar blað í stjómmálasögunni með af- námi hafta- og skömmtunarkerfís í efnahagsmálum og auknu fijáls- ræði í' viðskiptum. Hinu skyldu menn þó ekki gleyma að vinnan við atvinnuupp- byggingu í Hafnarfirði og að atvinnumálum í „Rauðku“ vom merkileg brautryðjendastörf við mjög erfiðar aðstæður. Þótt stjómmálin og félagsmála- starfið tæki drýgstan hluta af starfskröftum Emils fer þó ekki á milli mála að hann hafði jafnframt mikla ánægju af störfum sínum á sviði verkfræðinnar. Þess naut hann lengst sem vita- og hafnamála- stjóri. Ég held að honum hafí þótt vænt um störf sín þar ekkert síður en á sviði stjórnmálanna. Emil ólst upp á hafnfirzku al- þýðuheimili. I minningarbroti hefur Emil sagt frá því að foreldrar hans báðir hafí unnið hörðum höndum, en Vilborg amma gætti bús og bams. Faðir Emils, Jón Jónsson, stundaði sjó, en til að finna sér starf á vetrum tók hann að kljúfa gijót úr Hamrinum í húsgrunna. Lyfti- tæki voru engin, en Jón var „þrautseigur við gijótverkið og vann að því myrkranna á milli". Það var meðal verka snáðans Emils að færa föður sínum kaffíð á Ham- arinn, svo að Jón tefðist ekki frá vinnu sinni. Móðir Emils, Sigurborg Sigurð- ardóttir, var ekki síður vinnusöm en Jón. Hún gekk til fískvinnu hve- nær sem hana var að fá, en spann, pijónaði og óf á vefstól sinn á vetr- um og annaðist skógerð alla. Allt heimilisfólkið gekk á sauðskinns- skóm hversdags, en „danskir" skór voru ekki notaðir nema á tyllidög- um. Emil fæddist í litlu húsi við end- ann á bæjarfógetahúsinu. Þetta hús var rifið þegar Emil var 7 ára og reistu þá foreldrar Emils það hús, Dvergastein, sem enn stendur á sama stað. í minningum sínum get- ur Emil þess að Moldarflöt hafí svæðið niður að læknum verið nefnt. Var þar áningarstaður ferða- manna. Var það meðal verkefna Emils og annarra stráka í grennd- inni að flytja hesta ferðamannanna í haga og þótti þeim gaman að fá reiðtúr. Það var hins vegar Vilborg amma, sem fóstraði drenginn, kenndi honum að lesa á Nýja testa- mentið og lét hann læra kynstur af kvæðum og vísum sem hún kunni, en þó mest af sálmum og andlegum ljóðum. Hún sá til þess að hann færi með allar bænimar sínar í réttri röð á hveiju hvöldi. Lestrarkennslan gekk vel, því drengurinn var læs þegar hann var fímm ára. Sást þar fyrsti vísir að síðari námsafköstum. Þess getur Emil að hann hafi ungur tekið eftir því að á heimilið hafi þá um árabil komið óvenju margir gestir eftir að dimma tók á kvöldin og spurði hann móður sína hveiju sætti. Hún svaraði því, að þetta fólk væri að tala um verka- lýðsfélag og verkalýðsmái og það vildi ógjaman að það fréttist til atvinnurekendanna. Foreldrar Em- ils voru reyndar báðir meðal stofn- enda verkamannafélagsins Hlífar 1907 og Jón var gjaldkeri þess í. 13 ár. Verkalýðsmálin voru þannig hluti af umhverfi Emils allt frá bemskuárunum. Fyrsti skólinn sem Emil gekk í var í Góðtemplarahúsinu, næsta húsi við Dvergastein. í þennan skóla gekk Emil þegar hann var 7 og 8 ára. Undirstaðan reyndist góð, því Emil lauk síðan barnaskólaprófi 11 ára gamall og var þá þremur árum yngri en bekkjarsystkinin. Reyndar lýsir Emil því í minningum sínum að í eina skiptið, sem hann hafí óttast að falla á prófí hafí verið þegar hann 8 ára þreytti próf upp úr 2. bekk bamaskólans. Síðan lá leiðin í Flensborg og Menntaskól- ann í Reykjavík og loks til Kaupmannahafnar í verkfræðinám. Þar kynntist hann m.a. starfí sósíal- demókrata og er ekki að efa að þau kynni efldu og styrktu trú hans á jafnaðarstefnuna. Á Danmerkurár- unum fann hann líka konuefni sitt, Guðfinnu Sigurðardóttur frá Kols- holti í Flóa. Þau hófu búskap sinn í Odense 1925 en fluttust ári síðar til Hafnarfjarðar. Þau eignuðust sex böm sem öll eru á lífi og bama- bömin og bamabamabömin eru orðin fjölmörg. Guðfínna var hinn trausti lífsfömnautur Emils, sem sá um bú og böm og veitti honum skjól á hlýlegu heimili frá önnum stjómmálavafsturs og annarra starfa. Guðfinna er nú látin fyrir fimm árum. Emil var einkar vel að sér um margvísleg málefni og skarp- skyggni hans var við bmgðið. Hann hlaut góða háskólamenntun á yngri ámm og fylgdi henni eftir með lestri síðar, bæði um verkfræðileg efni og þjóðfélagsmál. Hann var sömuleiðis víðlesinn í íslenzkum bókmenntum. Það var um Emil sagt að honum væri ekki lagið að halda ræður um allt og ekkert. Þær þurftu að vera um eitthvert efni. Hins vegar tóku fáir eða engir honum fram í að gera yfirgripsmikil og flókin mál- efni ljós og glögg í ræðu. Þessu fylgdi að Emil var mjög rökfastur ræðumaður. Þeir sem með honum störfuðu höfðu oft á orði, hve skiln- ingur hans væri óvenjulega skarpur og hugsunin rökvís. Þessir eðlis- kostir nýttust honum til forystu- hlutverks hvar sem hann fór og hvað sem hann starfaði. Nú að leiðarlokum er margt að þakka og margs að minnast. Hafn- firzkt Alþýðuflokksfólk þakkar störfín öll og farsæla forystu fyrir þeirra málum. Ég og fjölskylda mín þökkum ánægjuleg kynni og vin- áttu. Við sendum bömunum og ijölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kjartan Jóhannsson Nú þegar Emil Jónsson, fyrrver- andí formaður Alþýðuflokksins og fyrrverandi ráðherra, er fallinn frá, er margs að minnast. Á opinberum vettvangi hefur þegar verið getið um helstu atriði á löngum og litrík- um starfsdegi þessa merka foringja íslenskra þjóðmála í yfir 60 ár. Hér verða þau atriði því ekki rakin, en með örfáum orðum minnst þess, sem hæst. ber í kynnum okkar úr starfi Alþýðuflokksins og trúnað- arstörfum, sem okkur voru falin. Fyrstu samskipti okkar Emils urðu þau, að mér var falið að fá hann sem framsögumann á fund ungra jafnaðarmanna, en hann var þá ráðherra í svonefndri Nýsköpun- arstjóm, ráðuneyti Ólafs Thors 1946-1948. Ekki fékk ég umsvifalaust svar við þessari bón. Áður en Emil gaf sitt endanlega svar, þurfti hann að vita öll deili á mér, ætt og upp- runa. Það var svo ekki fyrr en þessi uppburðarlitli nemi í múraraiðn hafði stunið upp svörum við spum- ingum, að svarið kom, efnislega á þennan veg. Þið haldið ungu menn, að það eina, sem mig og mína líka vanti séu fleiri fundir, en ég kem nú samt. Þótt ég geti nú ekki, eftir rúm- lega 40 ár, vitnað orðrétt í þessi fyrstu kynni okkar, þá er þetta sú mynd, sem mér er hugstæðust af Emil og störfum hans alla tíð síðan og áttum við þó eftir að eiga ára- tugasamstarf tengt stjómmálum. I fyrstu röð kom hvöss athugun og íhygli og eftir að hafa gefíð sér tíma til að kanna aðstæður, feng- ust hans endanlegu svör, og margir álitu handsal hans betra en vott- festan samning. Það var alllöng leið frá þessum fyrstu samskiptum okkar og til þeirra síðustu á þessu tilverustigi, en þau urðu nú níu dögum fyrir andlát hans á Hrafnistu í Hafnar- fírði. Þar var Emil orðinn aldraður, þreyttur og sjúkur eftir öldurót lífsins, en dökkbrún og festuleg augun vom leitandi og ennþá var sagt: „Segðu eitthvað fréttnæmt úr pólitíkinni." Nokkm eftir, að Emil Jónsson hafði tekið við formennsku í Al- þýðuflokknum af Haraldi heitnum Guðmundssyni, sennilega árið 1960, kom upp umræða í flokknum um að vænlegra myndi að dreifa nokkuð trúnaðarstörfum í flokks- forystunni. Framkvæmdastjóm flokksins þá var samkvæmt gildandi lögum kjör- in af flokksstjóm. Flokksformaður hafði jafnframt ávallt verið formað- ur framkvæmdastjómar. Nú var rætt um það meðal flokksstjómar- manna, að eðlilegra væri, að framkvæmdastjómin veldi sér sjálf formann. Nokkurra ára aðdragandi var að því, að opinskáar umræður kæmust á um málið, en flokkslög höfðu þá engin ákvæði um hvem veg þessum trúnaðarstörfum skyldi skipað. Margir hinna eldri flokksmanna töldu, að fyrir fyrri skipan hefði skapast hefð og auk þess væri með breyttri skipan vegið að nýlega kjömum formanni flokksins, Emil Jónssyni, og væri það jafnvel óbeint vantraust á hann, ef nú ætti fyrir- varalítið að kjósa annan fyrir framkvæmdastjóra flokksins. Með einhveijum hætti var sú bjalla m.a. hengd á mig að taka þátt í að ræða við Emil um þessa hugsanlegu breytingu. Ég hygg, að engum hafí verið í huga að sækja málið svo fast að hefja opna bar- áttu við formann flokksins, enda ekki unnt að byggja þá baráttu á neinni stoð í flokkslögum, hér varð að vera samkomulag um fram- kvæmd. Því er oft haldið fram um forystu- menn íslenskra þjóðmála, að þeir vilji ekki sleppa neinu úr höndum sér, sem tengist öflugri valdastöðu þeirra innan flokkanna. Ekki þekki ég svo vel til í öðmm flokkum, að éggeti þar um dæmt. Hvað Emil Jónsson varðar og ótvíræða forystu hans í flokknum öll þau ár, sem hans naut við, átti þessi fullyrðing sér engan stað í raunvemleikanum. Eftir skammar umræður og sínar hefðbundnu spumingar og hvað fyrir mönnum vekti, féllst hann á þessa breyttu skipan og studdi hana. Síðan hefur formennskan í framkvæmdastjóm verið falin öðmm en flokksformanni og með breyttum flokkslögum er nú í þetta starf skipað af flokks- þingi, sem er æðsta valdastofnun flokksins. Emil sótti mál sín og varði af sérstakri rökhyggju og fylgdi máli sínu fast fram og af þeim þunga og alvöru, sem ekki fór fram hjá neinum, er á hlýddi. Jafnframt gerði hann þær kröfur til samheija sinna sem andstæðinga, að þeir fyndu orðum sínum og gerðum stað í raunvemleikanum. Ékki fór hann heldur dult með andúð sína á óorð- heldnum fláttaskap eða órökstudd- um skýjaborgum. Mörgum er eflaust enn í minni áramótaræða Emils, er hann sem forsætisráð- herra flutti alþjóð á erfíðleikatímum á gamlársdag 1958, þar var tæpi- tungulaust og af innilegri sannfær- ingu þjóðinni sagður umbúðalaus sannleikur af ástandi þjóðmála. Það var ekki síst þessi eiginleiki Emils Jónssonar, sem auðveldaði þjóðinni allri og flokki hans gönguna næstu ár á eftir. Fátt tók Emil nær sér í hinum Sjá síðu 74 Ráðuneyti Emils Jónssonar 1959. Talið frá vinstri: Gylfi Þ. Gíslason, Emil Jónsson, Birgir Thorlacius forsetaritari, Ásgeir Ásgeirsson forseti, Guðmundur I. Guðmundsson og Friðjón Skarpliéðinsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.