Morgunblaðið - 09.12.1986, Síða 47

Morgunblaðið - 09.12.1986, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 47 Fyrrum starfsmenn Vonar stofna nýja meðferðarstöð FYRRVERANDI framkvæmdastjóri Sjúkrastöðvarinnar Vonar og tveir fyrrum yfirmenn og meðeig'endur í Von, hafa stofnað sameignarfélag um rekstur á nýrri sjúkrastöð sem ætlað er að vera meðferðarstöð fyrir alkóhólista frá Norðurlöndum eins og Von er. Allt starfsfólk Sjúkrastöðvarinnar Vonar, um 20 manns, hefur sagt upp störfum og fyrirhugar að starfa í þess stað á nýju sjúkrastöðinni. Líknarfélagið Von var upphaf- lega stofnað af Björgólfi Guð- mundssyni, Hendrik Bendtsen, Evald Bendtsen, Þórami Tyrf- ingssyni og Othari Emi Petersen og var tilgangurinn að reka með- ferðarheimili fyrir alkóhólista frá Norðurlöndum, og var stuðst við meðferð sem SÁA notar á sínu meðferðarheimili, Vogi. Þórarinn og Othar ákváðu að ganga úr félaginu í vor og var þá stofnað hlutafélag til að reka Von og þar áttu Evald, Þóra Hallgrímsdóttir og Ásta Bendtsen 97% hlutafjár og Hendrik, Bjami Steingrímsson dagskrárstjóri Vonar og Brynjólf- ur Hauksson læknir og meðferðar- stjóri Vonar eitt prósent hver. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins eru var aðalástæða þess að Þórarinn og Othar báðu um að vera leystir undan ábyrgð- um sínum hjá félaginu, að Björ- gólfur Guðmundsson og Hendrik Bendtsen voru byijaðir að koma upp meðferðarstöð fyrir alkóhó- lista í Vesterberg í Danmörku. Um leið var rekstur Vonar erfið- ur. Óformlega vom þær hug- myndir ræddar á þessum tíma að starfsfólkið tæki að sér rekstur Vonar en það varð ekki og fleiri atriði urðu til þess að upp úr sauð og allir starfsmenn Vonar, nema einn, hafa sagt upp störfum. Framkvæmdastjóri Vonar, Skúli Thoroddsen, hætti störfum um miðjan nóvember og hefur hann nú, ásamt Bjama Steingrí- mssyni og Brynjólfi Haukssyni, stofnað sameignarfélag um rekst- ur nýrrar sjúkrastöðvar. Gerður hefur verið leigusamningur við eigendur Hotel Staðar við Skip- holt í Reykjavík um leigu til vors, og sótt hefur verið um leyfi til heilbrigðisráðuneytisins til að starfrækja sjúkrastöð. í samtali við Morgunblaðið sagðist Skúli vonast til að nýja stöðin gæti hafið starfsemi á mánudaginn og fyrir lægju vilja- yfirlýsingar frá aðiljum í Færey- um sem hingað til hafa skipt við Von, um að þeir vilji eiga sam- starf við hina nýju stöð. Einnig sagðist Skúli ætla að halda áfram að kynna þessa starfsemi erlend- is. „Við erum ekki hræddir um að ekki komi sjúklingar á stöðina okkar,“ sagði Skúli. Ráðinn hefur verið nýr fram- kvæmdastjóri hjá Von, Grettir Guðmundsson, en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um framtíð Sjúkrastöðvarinnar Vonar. o INNLENT Umferðaróhapp íHveragerði Hveragerði. Fólksbifreið hafnaði á ljósa- staurnum fyrir utan Hótel Ljósbrá á sunnudagskvöldið. Okumaðurinn var einn á ferð og slapp hann ómeiddur, en bif- reiðin er mikið skemmd. Sem betur fer var gagnstéttin mann- laus er slysið varð en oft er þarna Sýning í Gallerí Hallgerður VALGERÐUR Erlendsdóttir sýnir klippimyndir í Gallerí Hallgerður, Bókhlöðustíg 2. Sýningin stendur til 14. des- ember nk. Þetta er fyrsta einkasýning Valgerðar en hún hefur tekið þátt í 9 samsýningum. Sýningin er opin frá kl. 14.00- 18.00 daglegatil 14. desember nk. mikil umferð fólks vegna ferða Sérleyfisbíla Selfoss sem hafa af- greiðslu í hótelinu, en rúta var nýlega farin af staðnum. Mikil hálka er hér á götunum og erfitt yfirferðar bæði akandi og gang- andi vegfarendum. Sigrún. Valgerður Erlendsdóttir GENGIS- SKRANING Nr. 233 - 8. desember 1986 Kr. Kr. ToU- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 40,770 40,890 40,520 Stpund 57,934 58,105 58,173 Kan.dollari 29,564 29,651 29,272 Dönskkr. 5,3804 5,3962 5,4225 Norskkr. 5,3840 5,3998 5,3937 Sænskkr. 5,8776 5,8949 5,8891 Fi.mark 8,2606 8,2849 8,2914 Fr.franki 6,1740 6,1922 6,2492 Belg.franki 0,9764 0,9792 0,9846 Sv.franki 24,2968 24,3683 24,5799 HoU.gyUini 17,9683 18,0212 18,1135 V-þ.mark 20,3038 20,3635 20,4750 ÍtUra 0,02931 0,02940 0,02953 Austurr. sch. 2,8864 2,8949 2,9078 Port escudo 0,2732 0,2740 0,2747 Sp. peseli 0,3003 0,3012 0,3028 Jap.yen 0,25089 0,25163 0,25005 lrsktpund 55,284 55,447 55,674 SDR(Sérst) 48,8883 49,0328 48,9733 ECU, Evrópum. 42,2296 42,3539 42,6007 Hvaða áhyggjusvipur er þetta eiginlega þótt bankarnir, séu að loka? ^ Farðu í HRAÐBANKANN með launatékkann þinn - eftir vinnu eða seinna ( kvöld. Pú getur lagt upphæðina inn á tékkareikning eða sparireikning hvenær sem er. • Borgarspitalanum • Landsbankanum Breiðholti • Landsbankanum Akureyri • Landspítalanum • Búnaðarbankanum, aðalbanka • Búnaðarbankanum viö Hlemm • Búnaöarbankanum Garðabæ • Sparisjóði Vélstjóra • Samvinnubankanum Hðaleitisbraut • Útvegsbankanum Hafnarfiröi • Sparisjóöi Reykjaulkur og nágr. Skólavörðustíg • Sparisjóði Keflavíkur • Landsbankanum, aoalbanka. NOTAÐU SKYNSEMINA - NOTADU HRAÐBANKANN!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.