Morgunblaðið - 09.12.1986, Side 50
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna |
Þjálfari óskast
næsta keppnistímabil hjá Austra, Eskifirði,
sem spilar í 3. deild.
Allar nánari upplýsingar gefur Hákon Sóph-
usson í símum 97-6312 og 97-6238.
Bakara vantar
Gunnarsbakarí á Reyðarfirði vantar bakara
frá 1. febrúar. íbúð til staðar.
Umsóknir sendist til Gunnars Hjaltasonar,
Reyðarfirði, fyrir 20. desember.
Hafnarfjörður
Veitingahús sem opnar um miðjan des. óskar
eftir starfsfólki. Um er að ræða aðstoð í sal
á föstum vöktum. Einnig vantar fólk til auka-
starfa á kvöldin og um helgar.
Upplýsingar í síma 651890.
Starfsfólk óskast!
Óskum að ráða sjúkraliða og starfsfólk í
aðhlynningu á hjúkrunardeild. Einnig óskast
starfsfólk í ræstingu. Morgunvaktir, síðdegis-
vaktir og heilsdagsstörf.
Uppl. í síma 26222 fyrir hádegi.
Elli- og hjúkrunarheimiiið Grund.
Sérhæft
fiskvinnslufólk
óskast. Mann vanan flökunarvél Bader 189
og mann vanan lyftara og móttöku á fiski
og þess háttar.
Framtíðarstarf fyrir þá réttu.
Fiskiðjan Byigja, Óiafsvík,
sími93-6291 og kvöldsími 93-6388.
Afgreiðslu-
og lagermaður
Óskum að ráða starfsmann til afgreiðslu- og
lagerstarfa hið fyrsta.
Áhugamenn um starfið hafi samband við
Elís Hansson, afgreiðslustjóra, á milli kl.
14.00 og 17.00 næstu daga.
Plastprent hf.
Höfðabakka 9.
Sími 685600.
Siglufjörður
Blaðberar óskast í Laugveg, Hafnartún og
Hafnargötu.
Uppl. hjá umboðsmanni í síma 71489.
Skíðasvæði KR
- Skálafelli
Eftirtalið starfsfólk vantar í vetur til starfa
við rekstur eldhúss, lyftna og troðara:
1. Starfsfólk í miðri viku.
2. Starfsfólk um helgar.
Einnig er óskað eftir tilboðum í rekstur þjón-
ustumiðstöðvar. Þeir sem áhuga hafa sendi
auglýsingadeild Mbl. upplýsingar merktar:
„Skálafell — 5024“ fyrir 15. des.
KR — Skálafelli.
Markaðsstjóri
Vel þekkt, traust og rótgróið meðalstórt iðn-
fyrirtæki í Reykjavík ætlar að ráða markaðs-
stjóra til starfa á næstunni. Þarf að geta
hafið störf fljótlega eftir áramót.
Hér er um að ræða áhugavert starf og
skemmtilegt tækifæri fyrir opinn og hug-
myndaríkan mann, sem ber skynbragð á
þjóðfélagið, umhverfið og markaðsstarfsemi.
Starf þetta ætti að henta vel ungum við-
skiptafræðingi, sem vill sýna hvað í honum
býr eða reyndum manni úr sölumennsku og
markaðsmálum.
Starfið felst einkum í eftirtöldum þáttum:
- Þátttaka í beinni sölumennsku.
- Skipulagning beinnar og óbeinnar sölu-
mennsku.
- Tölulegar samantektir og úrvinnsla stað-
reynda.
- Markaðsrannsóknir.
- Þátttaka í auglýsingamálum.
- Hugmyndasöfnun.
Eins og sjá má er hér um að ræða fjölbreytt
starf sem krefst margháttaðra hæfileika.
Enda eru góð laun í boði.
Gerðar eru kröfur um reglusemi, áreiðanleika
og vilja til að vinna vel.
Þeir sem áhuga hafa sendi auglýsingadeild
Mbl. sem ýtarlegastar upplýsingar um
menntun, feril og annað sem máli kann að
skipta fyrir 18. desember merkt: „Markaðs-
stjóri — 1738“.
Fullum trúnaði heitið. Öllum verður svarað.
Fisktæknir
óskar eftir framtíðarstarfi. Getur hafið störf
1. janúar.
Upplýsingar í síma 94-6171.
Vantarvinnu
Ungur maður 26 ára vantar góða vel launaða
vinnu strax. Hef réttindi á þungavinnuvélar.
Allt athugað.
Uppl. í síma 10307.
Tannlæknastofa
Aðstoð óskast allan daginn á tannlækna-
stofu í miðborgini frá 1. jan.
Umsóknir með almennum upplýsingum
sendist afgreiðslu Mbl. fyrir nk. föstudags-
kvöld merkt: „Aðstoð 1974“.
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahús Siglufjarðar óskar að ráða
hjúkrunarfræðinga til starfa sem fyrst í fastar
stöður og til vetrarafleysinga.
Nánari upplýsingar um launakjör, húsnæði
og fleira veitir hjúkrunarforstjóri í síma
96-71166.
Sjúkrahús Siglufjarðar.
Fóstrur
— þroskaþjálfar
Óskum eftir að ráða í eftirfarandi stöður á
dagvistarheimili Hafnarfjarðar:
1. Fóstrur í fullt starf. Þroskaþjálfa í hálft
starf á dagheimilið Víðivelli.
2. Forstöðumann og fóstrur í hálfar stöður
á leikskólann Álfaberg.
3. Fóstru eftir hádegi á leikskólann Norður-
berg.
4. Fóstru eftir hádegi á leikskólann/dag-
heimilið Smáralund.
Upplýsingar um störfin gefa forstöðumenn
viðkomandi heimila og dagvistarfulltrúi í síma
53444 á Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar.
Félagsmálastjóri Hafnarfjarðar.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
húsnæöi í boöi | bátar — skip fundir — mannfagnaöir
Frystiklefi Til leigu 30 fm frystiklefi í einu lagi eða smærri einingum. Einnig nokkur fyrstihólf. S. 39238 og 33099 einnig á kvöldin og um helgar. Útgerðarmenn Óskum eftir að leigja vertíðarbát á komandi vertíð við suð-vesturland. Einnig kemur til greina leiga allt árið. Ekki er skilyrði að kvóti fylgi aflamarksbát. Upplýsingar í síma 92-8090 á daginn og 92-8395 á kvöldin. Þorbjörn hf., Grindavík. Framhaldsaðalfundur Framhaldsaðalfundur Bsf Byggung Kópavog verður haldinn í Hamraborg 1, 3. hæð fimmtudaginn 11. desember kl. 20.30. Dagskrá. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin.