Morgunblaðið - 09.12.1986, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986
55
Hús Bátaábyrgðarfélagsins við Strandveg. Morgunbiaðið/Sigurgeir
Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja:
í eigið húsnæði
eftir að hafa
starfað í 124 ár
. Gísli Ólafsson forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Jón í. Sig-
urðsson. Jón hefur setið $ stjórn Bátaábyrgðarfélagsins í ein 40 ár.
Vestmannaeyjum.
Á NÆSTA ári verða liðin 125
ár frá stofnun Bátaábyrgðarfé-
lags Vestmannaeyja, en þetta
langelsta tryggingafélag lands-
ins var sett á stofn í janúarmán-
uði árið 1862. Félagið hélt nýlega
aðalfund fyrir árið 1985, sem var
124. starfsár félagsins, og tók
þá um leið í notkun nýtt eigið
húsnæði. Alla tíð fram til þessa
hefur félagið verið með skrif-
stofur sínar í leiguhúsnæði og
voru það því merk tímamót í
langri sögu þegar félagið eignað-
ist sitt eigið hús.
Hið nýja hús Bátaábyrgðarfé-
lagsins var reist á sökklum hússins
Sands við Strandveg og er 220 fer-
metrar að stærð, á tveimur hæðum.
Skrifstofur félagsins verða á jarð-
hæðinni en efri hæðin verður leigð.
Húsið er byggt f samvinnu við
Tryggingamiðstöðina hf. og er
eignarhluti hennar 40%. Báta-
ábyrgðarfélagið hefur verið með
umboð fyrir Tryggingamiðstöðina í
10 ár. Byggingarkostnaður hússins
er nú tæplega 9 milljónir króna.
Páll Zophoníasson byggingatækni-
fræðingur hannaði húsið og aðal-
verktaki var Hamar sf. Þess má
geta að í þau 124 ár sem Báta-
ábyrgðarfélagið hefur starfað hefur
það verið með aðsetur við Strand-
veginn í meira en hálfa öld.
A aðalfundinum kom m.a. fram
hjá Eyjólfi Martinssyni stjómar-
formanni, að síðasta reikningsár
var félaginu mjög hagstætt. 34
bátar og skip vora í tryggingu og
var 21 bátur tjónlaus. í ársreikning-
um félagsins kom fram að bókfærð
iðgjöld vora 18,1 milljón króna, þar
af endurtryggð iðgjöld 7,7 milljónir.
Greidd tjón vora 5,2 milljónir.
Hagnaður ársins var 3,2 milljónir
króna og eigið fé 14,1 milljón.
Jóhann Friðfinnsson fram
kvæmdastjóri.
Á fundinum vora lagðar fram og
samþykktar tillögur um róttækar
breytingar á tryggingarskilmálum
félagsins og ákveðið var að breyta
iðgjaldagreiðslum þannig að greitt
verður miðað við tjónareynslu, sem
leiðir til lækkunar iðgjalda þegar
ekki verða tjón og hinsvegar til
hækkunar ef óhöpp verða. Stefnt
er að því að endurskoðuð lög félags-
ins verði tekin til afgreiðslu á næsta
aðalfundi, þá haldið verður hátíð-
legt 125 ára afmæli félagsins, en
það var stofnað 26. janúar 1862.
í stjóm Bátaábyrgðarfélags
Vestmannaeyja vora kjömir:
Eyjólfur Martinsson formaður,
Ingólfur Matthiasson, Jón í. Sig-
urðsson, Jóhann Halldórsson og
Kristján Óskarsson. Framkvæmda-
stjóri félagsins er Jóhann Friðfinns-
son.
-hki.
/ viðbót við alpha Cosmic 1 og 2 er komin
/J/vaAö @oirtllC 3
til afgreiðslu
til afgreiðslu
í verzlunum og kjörbúðum.
★ 800 minni og allt að 10
línur f innihaldslýsingu.
★ Sambyggt lyklaborð
einfaldar innsetningu á
nöfnum og innihalds
lýsingu. Hefur síðan 48
fðst nöfn fyrir afgreiðslu.
★ Hentug í sjáIfsafgreiðslu.
★ Gefur límmiða við
afgreiðslu og strimil
þegar tekið er total.
Pantanir óskast staðfestar
strax, vegna takmarkaðs
magns til afgreiðslu á árinu.
DP-815
er komin i stað dp-810
815 hefur skírara letur (3 stœrðir)
815 hentar sérstaklega vel fyrir
uppvigtun baka til í kjörbúðum og
matvœla verksmiðjum þar sem hún er:
★ Einföld og örugg i notkun.
★ Mjög fljótvirk.
★ Tfekur stórar (5000 stk.) miða rúllur.
A/ijjGT^fá&t&LvUVOqÍI
DP-4000
Er alveg ný vog
fyrir kjötvinnslur.
Það yrði alltof langt mál
að telja upp kosti
þessarar vogar
í blaðaauglýsingu.
Hafið þvi
vinsamlegast samband
við sölumenn okkar
í síma 67 1900
og þeir gefa fúslega
frekari
upplýsingar.
Plii.sl.os liF^
KROKHALS 6 SIMI 671900