Morgunblaðið - 09.12.1986, Side 60

Morgunblaðið - 09.12.1986, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 FRAMLAG OKKAR TIL JÓLABAKSTURSINS í ÁR, KÓKOSBOLLUKREM OG TERTUKREM verslun Kröftug og fjörug bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja. Uppiögð í jólapakkann SalaBorg-- arspítalans eftírAuðun Svavar Sigurðsson Sjúkrahús er óraflókinn og lífrænn vefur sem byggir á greiðum samskiptum ólíkra einstaklinga. Þeir verða að hafa sem gleggsta yfirsýn og aðlögunarhæfni til að sinna síbreytilegum verkefnum til að tryggja hámarks gæði þjón- ustunnar auk rekstrarlegs hagræð- is. Eftirlitskostnaður með rekstri jafn flókinna fyrirtækja og sjúkra- húsa er eitt stærsta vandamál sem heilbrigðisstjómir glíma við og vex sá kostnaður margfalt því stærri sem einingamar eru. Sjúkrahús em vegna síns lífræna eðlis ólík til að mynda álbræðslu sem hafa bræðsl- una eina að markmiði og einstakl- ingamir þar ganga til vinnu sinnar með skýrt fyrirfram afmarkað hlut- verk sem ekki tekur neinum breyt- ingum, ekki frekar en hlutverk tannhjóls í gangverki klukku. Því stærri bræðslur, því meira rekstrar- legt hagræði. Þess vegna er ekki hægt að bera þetta saman við sjúkrahús, sem lúta öðmm lögmál- um en annar stórrekstur. Þessi staðrejmd, að rekstur sjúkrahúsa er eðlisólíkur öðmm stórrekstri, virðist nú gleymd þeim ráðamönnum sem fara með málefni heilbrigðis-, §ár- og borgarmála. Af fréttum að dæma virðast áður- greindir ráðamenn vera samstíga í því að færa alla spítala-þjónustu landsmanna undir einn og sama hatt og byggja þannig upp eitt stórt og ríkisrekið heilbrigðisbákn sem ætlað er að taka við af því spítala- kerfi sem við búum nú við. Allt mun þetta vera gert í því augna- miði „að koma höndum yfír“ eða „ná utan um“ rekstur spítalaþjón- ustunnar! Reglan virðist vera sú að ef vandamál em í rekstri ber að þjóð- nýta viðkomandi rekstur og koma á alþekktu ríkisrekstrar hagræði! Þessar fréttir komu sem reiðar- slag yfir mig vegna þess að andi ríkisforsjárhyggjunnar virðist hafa náð heljartökum á forystumönnum Sjálfstæðisflokksins. Af störfum mínum í málefna- nefnd um heilbrigðismál og af samþykktum undanfarinna lands- funda hefði ég getað ætlað að hið þveröfuga gerðist; að reynt yrði að draga úr ríkisrekstrinum, að reynt yrði að draga úr miðstýringu í heil- brigðismálum, að verkefni yrðu fiutt til sveitarfélaganna frá ríkinu ásamt tekjustofnum, að sjálfseign- arstofnunum og einkarekstri yrði fengið aukið hlutverk í heilbrigðis- málum. Þetta hefur verið meginstef sjálf- stæðisstefnunnar í heilbrigðismál- um allan síðasta áratug og margjtrekað á lands- og flokksráðs- fundum. Engan ætti að undra, að sjálf- stæðismenn séu furðu lostnir, þegar þeir horfa upp á það þveröfuga gerast þegar forystumenn flokksins komast til valda í ríkisstjóm og borgarstjóm. Borgarspítalinn eyddi biðlistum ríkisins Borgarspítalinn á tilurð sína að rekja til „skorts" á sjúkrarými á sjötta áratugnum, en þá voru lang- ir sjúklingabiðlistar hjá Ríkisspít- ölunum. Sjúklingar, sem á efri árum þurftu að nota heilbrigðisþjón- ustuna eftir að hafa greitt fyrir hana með opinbemm skyldutrygg- ingum í áratugi, vom settir á „biðlista" þar sem þeir dóu Drottni sínum án þess að fá nokkra þjón- ustu. Hið alþekkta lögmál um ríkis- rekna heilbrigðisþjónustu var hér í fullu gildi þá: þegar ríkið ætlar að „koma höndum yfir“ eða „ná utan um rekstur" illa rekinna ríkisfyrir- tækja, er það gert með því að minnka þjónustuna við sjúklingana. Leiðimar em að sýna fram á „skort" á sjúkrarúmum eða setja sjúklingana á biðlista. Forherðing hinnar ómannúðlegu miðstýringar ríkisins kemur þannig fram með skýrasta hætti. Þáverandi borgarstjóm undir for- ystu Geirs Hallgrímssonar borgar- stjóra taldi hagsmunum borgarbúa í heilbrigðismálum illa fyrir komið í höndum ríkisins og því var ráðist í það þrekvirki að reisa sjúkrahús sem tryggja skyldi borgarbúum um langa framtíð ömggan aðgang að sjúkrahúsvist ef með þyrfti. Verki þessu lauk með þvi að Borgarspítal- inn tók til starfa 1967 og hefur hann starfað sleitulaust að heil- brigðismálum landsmanna fram til dagsins í dag og er nú næststærsta fyrirtækið í heilbrigðisþjónustunni. Borgarspítalinn hefur æ síðan mót- ast af þessum uppmna sínum og hefur þetta sett mark sitt á þróun spítalans sem ætíð hefur verið í lífrænum tengslum við heilbrigðis- þarfir borgarbúa sem landsmanna allra, sem best s'ést í bráða- og Skáldsaga eftir Mary Higgins Clark SKJALDBORG hf. á Akureyri hefur gefið út bókina Viðsjál er vagga lífsins eftir Mary Higgins Clark. í fréttatilkynningu Skjaldborgar segir: „Söguhetjan í þessari bók, sem nú er komin út, er Katie de- Maio, gáfuð, metnaðargjöm, ung og aðlaðandi kona, er starfar sem saksóknari í lítilli borg í New Jer- sey. Hún hefur nýlega misst mann sinn. Umferðaróhapp verður til þess að hún er lögð inn á West Lake- sjúkrahúsið vegna smávægilegra meiðsla, en þar sér hún — eða held- ur að hún sjái — kunnuglegan náunga bera konulíkama út í bif- reið sína um miðja nótt. Af frábærri BÖRNIN VEUA pkiymoöil Fæst í öllum betri leikfangaverslunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.