Morgunblaðið - 09.12.1986, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986
65
Ing'ólfur Margeirsson og Elín Þórarinsdóttir.
Allt önnur Ella eftir
Ingólf Margeirsson
ÚT ER komin bókin Allt önnur
Ella, þroskasaga Elínar Þórarins-
dóttur eftir Ingólf Margeirsson.
Það er Bókaútgáfa Helgarpóstsins,
sem gefur bókina út.
í fréttatilkynningu frá útgefanda
segir m.a.: „Elín Þórarinsdóttir,
bamabarn séra Áma Þórarinssonar,
prófasts á Stórahrauni, var saklaus
sveitastúlka þegar hún kom til höfuð-
staðarins nokkmm ámm eftir stríð.
Þá kynntist hún Gunnari Salómons-
syni, öðm nafni Úrsusi, annáluðum
kraftajötni og alþjóðlegum aflrauna-
manni. Þrátt fyrir 25 ára aldursmun,
felldu þau hugi saman og kvæntust.
Leið Ellu lá nú út í heim þar sem hún
gerðist fegurðardrottning og slagara-
söngkona og fylgdi Ursusi sínum
gegnum súrt og sætt, í kastljósum
fjölleikahúsa og utan þeirra.
Ella hefur frá þremur hjónaböndum
að segja. Hún hefur verið gengilbeina,
gangastúlka, fiskverkunarkona, ráðs-
kona, bmggari og sprúttsali og
óneitanlega mátt súpa sjálf af þvi
seyðið. En alltaf rís hún úr öskunni."
Allt önnur Ella er Qórða bók Ing-
ólfs. Bókin er 270 bls. að stærð og
prýdd rúmlega 70 ljósmyndum.
Skáldsaga eftir
Jackie Collins
SKJALDBORG hf. á Akureyri hef-
ur gefið út bókina Hatur og heitar
ástríður eftir Jackie Collins.
í fréttatilkynningu segir, að Jackie
Collins sé meistari í að byggja upp
verk sín á sinn sérstæða hátt, sem
gerir þau eftirtektarverðari en ella,
auk þess sem spennunni hjá lesanda
er haldið frá fyrstu síðu til þeirrar
síðustu. Þá velji hún sögusvið og per-
sónur þannig, að beint liggi við að
ætla, að þar séu sannar lýsingar á lífí
og starfí vissra stétta í Bandarílqun-
um, einmitt þeirra, sem hvað oftast
em í sviðsljósi. Þá sé hún berorð í
meira lagi og ekkert undan dregið,
sem snerti líf sögupersónanna.
Á fyrra ári gaf Skjaldborg út bók-
ina Éiginkonur í HoIIywood eftir
þennan sama höfund.
Neyðarstiginn Markús
á trilluna og sportbátinn
f 7> —
•
Hefur þú hugleitt hversu vonlítið
er að komast blautur upp í bát
með 50 til 100 sm borðhæð?
MARKÚS LÍFLEIÐARI
gerir þér þetta auðvelt á neyðar-
stund.
MARKÚS LÍFLEIÐARI
er einfaldur í notkun og ódýr
trygging.
TRYGGJUM GREIÐA LIFLEIÐ
UM BORÐ!
Jólatilboð: 2.986,-
Ánanaustum
Síml 28855
Góðan daginn!
r#
ars
Mothercare á Laugavegi 13 verður ársgömul í
dag, 9. desember. Við höldum auðvitað
afmælisveislu með veitingum og öðru sem
tilheyrir í eins árs afmæli.
£vo gerum við öllum gestum okkar einstakt
afmælistilboð: 15% afsláttur á öllum vörum
verslunarinnar á afmælisdaginn.
Komdu við í veislunni hjá okkur á þriðjudaginn,
taktu þátt í afmælisgleðinni og gerðu góð kaup
fyrir jólin.
Mothercare — Laugavegi 13 — sími 26560
mothercare