Morgunblaðið - 09.12.1986, Síða 66

Morgunblaðið - 09.12.1986, Síða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 Minning: Hrafn Haralds- son kennari Fæddur 11. nóvember 1932 Dáinn 28. nóvember 1986 Ágætur vinur minn, Hrafn Har- aldsson, löggiltur endurskoðandi og kennari, andaðist þann 28. nóvem- ber si. Hann fæddist á Seyðisfírði 11. nóvember 1932, sonur hjónanna Margrétar Brandsdóttur og Haralds Guðmundssonar, síðar sendiherra. Hrafni kynntist ég haustið 1972, þegar við urðum samkennarar í Menntaskólanum við Tjömina (nú við Sund). Hann hafði þá kennt í mörg ár, en oftast samhliða öðrum störfum hjá opinberum stofnunum eða á eigin skrifstofu, sem hann rak á þessum árum. Með okkur tókst strax hin bezta vinátta, þótt misaldra værum, og kann þar nokkru að hafa ráðið, að feður okkar voru miklir mátar. Hinu verður þó seint neitað, að lundemi Hrafns var gætt svo fágætum kost- um að ósjálfrátt laðaði hann fólk að sér. Hrafn kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur, og var frábitinn öllu tildri og sundurgerð í dagfarslegum háttum. Því fór fjarri, að hann væri maður smá- munaseminnar og aldrei fjargviðr- aðist hann yfir „vandamálum" líðandi stundar. Það var á stundum svo, að sumum þótti hann sýna hálfkæring, þegar eitthvað fór úr- skeiðis. Sönnu nær er, að fáir menn hafi borið meiri umhyggju fyrir öðrum, skyldum sem óskyldum, en hann. Hann var fúsastur allra að rétta hjálparhönd, á sinn sérstaka og fölskvalausa hátt. Ljúfmennska og einlægni vom ríkustu drættir í fari hans, svo að með honum var eindæma gott að vera. Kannski verður flestum, sem höfðu af honum einhver kynni, minnisstæðast næmt skopskyn hans og hve orðglaður og orð- heppinn hann jafnan var. Oft á tíðum flugu frá honum hnitmiðaðar setningar eins og skæðadrífa og hver gamansagan rak aðra, en allt var þetta græskuiaust og án last- mæla. Það var með ólíkindum, hvað hann kunni af sögum og hvað hann naut þess að segja frá, þegar sá gállinn var á honum. Ekki er fyrir það að synja, að Hrafn varð fyrir ýmsu andstreymi eins og gerist og gengur, og enginn virðist fá rönd við reist. Aldrei heyrðist hann mæla æðmorð. Síðustu árin bjó hann á Laugum í Reykjadal og kenndi við skólann þar. Eg held, að óhætt sé að segja, að hann undi sér þar ágætlega, enda var honum vel tekið eins og hvarvetna þar sem hann kom. I sumar sem leið dvaldi ég hjá honum í tvo daga og fómm við saman í smá ferðaiag. Var margt skrafað í þeirri ferð, enda var Hrafn vanur að tala tæpitungulaust, nema helzt um eigin hag og líðan. Eftir á að hyggja kann það vera rétt, að þrek þessa stóra og glæsilega manns í> hafi þá þegar verið tekið að dvína, en hann lét á engu bera og lék á als oddi. Þannig vil ég að leiðarlok- um minnast Hrafns Haraldssonar, þess manns, sem mér hefur þótt hvað ánægjulegast að kynnast. Sonum hans sex og öðm venzla- fólki votta ég samúð mína. Ágúst H. Bjarnason í dag kveðjum við látinn öðlings- mann. Hrafn Haraldsson er allur, +aðeins 54 ára að aldri. Andspænis dauðanum stöndum við ætíð ber- skjölduð, andlát ættingja, vina og kunningja snertir okkur ávallt ! djúpt, enda þótt dauðinn sé í raun og vem hið eina, sem við vitum með vissu, að hendir okkur á veg- ferð okkar hér á jörð. Því var mér, sem þessar línur ritar, ónotalega bmgðið, þegar andlátsfregnin barst. Þegar svo snögglega var höggvið á vináttu- böndin, sem hnýtt vom fyrir rösk- lega 40 ámm og staðið hafa heil og ósnortin æ síðan. Við kynntumst á haustdögum árið 1946, er við, ásamt með 26 öðmm, settumst í 1. bekk Mennta- skólans í Reykjavík. Við þá ágætu menntastofnun stunduðum við nám næstu 6 vetur og útskrifuðumst þaðan á vordögum ársins 1952. Með okkur tókst þegar náin vin- átta, við umgengumst daglega öll okkar menntaskólaár, við tókum þátt í gleði hvors annars og hryggð, fögnuðum velgengni, þegar svo bar við og sýttum saman, ef til slíks þótti ástæða. Foreldrahús Hrafns stóðu okkur félögum hans og vinum ávallt opin og segja má með sanni, að þar höfum við átt okkar annað heimili. Foreldrar Hrafns, frú Margrét Brandsdóttir og Haraldur Guð- mundsson, alþingismaður, ráð- herra, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins og síðast sendiherra í Osló, tóku okkur opnum örmum og verð- ur hjartahlýja þeirra og elskulegheit öll okkur ætíð ógleymanleg. Heim- ili þeirra stóð að Hávallagötu 33 og þar ólst Hrafn upp með systkin- um sínum, eldri bróðumum Hauki og yngri systrunum þremur, Þóru, Rebekku og Jóhönnu. Foreldramir voru fágætt mannkostafólk, eins og allir vita, er til þekktu, og heimil- ið framúrskarandi að reisn og rausn. Eftir stúdentspróf hóf Hrafn nám í tryggingastærðfræði við Kaup- mannahafnarháskóla en hvarf frá því námi og kom aftur heim. Hann lagði stund á viðskiptafræði við Háskóla íslands og lauk kandidats- prófí árið 1963. Síðar hlaut hann réttindi sem löggildur endurskoð- andi og rak síðan eigin endurskoð- unarskrifstofu hér í Reykjavík um pokkurra ára bii. Hin síðari ár stundaði Hrafn kennsiu úti á landi og nú síðast við Héraðsskólann að Laugum í S-Þingeyjarsýslu. Hrafn kvæntist árið 1959 Ragn- hildi Kvaran og eignuðust þau fjóra syni, Harald, Einar, Ragnar og Þóri. Hrafn gekk og Gunnari, syni Ragnhildar, í föðurstað og ættleiddi hann. Fyrir hjónaband hafði Hrafn eignast soninn Jón Bergþór. Allt em þetta miklir myndarmenn og foreidmm sínum góður vitnisburð- ur. Ragnhildur og Hrafn slitu samvistir. Eigi verður Hrafns minnst nema getið sé móðursystur hans, Svövu Brandsdóttur. Milli þeirra ríkti ætíð mikil ástúð og umhyggja og leit hún ávallt til hans sem eigin scnar. Mikil er nú sorg hennar sem og sonanna sex, bróður hans og systra og ástvinanna allra. Við, Guðrún kona mín og ég, sendum þeim öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Við þökkum Hrafni órofa vináttu og tryggð og þökkum árin öll, sem að baki em. Guð blessi minningu þessa góða drengs. ■% Már Egilsson í dag verður Hrafn Haraldsson jarðsunginn frá Dómkirkjunni af séra Þóri Stephensen, dómkirkju- presti. Athöfnin hefst klukkan hálftvö. Jarðsett verður í nýja kirkjugarðinum í Gufunesi. Áð- standendur bjóða í kaffí á Hótel Borg á eftir. Hrafn varð bráðkvaddur föstu- dagsmorguninn 28. nóvember í íbúð sinni í Héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann beið þess, að kennsla hæfíst, og var að leggja kabal á skrifborði sínu, þegar hann fékk hjartaslag og var örendur. Hann var fæddur á Seyðisfirði 11. nóvember 1932, þar sem faðir hans var þá útibússtjóri Útvegs- banka íslands. Faðir Hrafns var Haraldur Guð- mundsson (1892—1971), einn helzti ieiðtogi Alþýðuflokksins í þijá ára- tugi og formaður hans um skeið. Hann sat á Alþingi fyrir ísfirðinga 1927—1931, fyrir Seyðfírðinga 1931—1942, var landskjörinn þing- maður 1942—1946 og þingmaður Reykvíkinga 1949—1957. Atvinnu- og samgöngumálaráðherra var hann 1934—1938. Hann var for- stjóri Tryggingastofnunar ríkisins 1938—1957 og sendiherra í Ósló 1957—1963. Af þessari upptaln- ingu má skilja, að gestkvæmt var jafnan á heimilinu, þar sem helstu viðburðir vom ræddir af þekkingu jafnóðum og þeir gerðust. Faðir Haralds var séra Guð- mundur í Gufudal (síðar á ísafirði) Guðmundsson, ritstjóri Njarðar og síðar Skutuls, mikill gáfumaður og bindindisfrömuður, einn fremsti upphafsmaður jafnaðarstefnunnar á Islandi. Margir afkomendur hans hafa fetað í fótspor hans að því leyti. Séra Guðmundur var af hún- vetnsku bergi brotinn. Kona hans og móðir Haralds var Rebekka, dóttir Jóns Alþingismanns á Gaut- löndum Sigurðssonar (á Gautlönd- um Jónssonar á Mýri í Bárðardal) og Solveigar Jónsdóttur prests í Reykjahlíð Þorsteinssonar. Móðir Jóns á Gautlöndum og seinni kona Sigurðar á Gautlöndum Jónssonar var Kristjana Aradóttir á Skútu- stöðum Ólafssonar. Rebekka, amma Hrafns, var því af þingeysk- um ættstofnum, sem flestum landsmönnum ættu að vera vel kunnir. Systkin Rebekku, sem upp kom- ust, voru Sigurður, verzlunarstjóri á Vestdalseyri, Kristján, dómstjóri í Hæstarétti íslands, Pétur, alþing- ismaður á Gautlöndum, Jón í Ærlækjarseli, formaður Kaupfélags Norður-Þingeyinga, Þuríður, kona Helga Stefánssonar (á Amarvatni Helgasonar), en þau fóru til Vestur- heims, Steingrímur, bæjarfógeti á Akureyri, Þorlákur, stúdent, Krist- jana, kona Helga, bankaútibús- stjóra á ísafirði, Sveinssonar, Sigrún og Sigríður (þær tvær hálf- systur Rebekku og hinna systkin- anna). Séra Guðmundur í Gufudal og Rebekka áttu tíu böm. Þau vom Jón, skrifstofustjóri í viðskiptaráðu- neytinu, Steingrímur, prentsmiðju- stjóri í Gutenberg, Haraldur, ráðherra, Ketill, kaupfélagsstjóri á ísafirði, Þórir, kennari á Hvann- eyri, Sigurður, bakarameistari og bankagjaldkeri á ísafirði, Þorlákur, skipstjóri í Boston í Bandaríkjunum (er nú einn á lífi systkinanna og býr í Reykjavík), Unnur, húsfreyja á ísafirði (gift Bjama Ásgeirssyni), Þóra, hjúkmnarkona, og Ása, starfsmaður við Landsbanka ís- lands í Reykjavík. Kona Haralds og móðir Hrafns var Margrét Brandsdóttir (1905—1976). Haraldur og Margrét giftust árið 1931. Faðir hennar var Brandur Jónsson, efnisvörður í Slippnum í Reykjavík, sonur Jóns í Nýjabæ í Garðahreppi Brandssonar og Margrétar Gunnarsdóttur. Móðir Margrétar Brandsdóttur og eigin- kona Brands Jónssonar var Jóhanna Jóhannsdóttir, dóttir Jóhanns bónda á Nesjavöllum í Grafningi Grímssonar og Katrínar Guðmunds- dóttur (systur Þorláks alþingis- manns í Fífuhvammi við Kópavog, en Þorlákur breytti bæjarnafninu úr Hvammkoti í Fífuhvamm). Hér er um að ræða gamlar og grónar merkisættir í Grímsnesi og Grafn- ingi, Mosfellssveit og Þingvallasveit og þar um slóðir. Jóhann og Katrín á Nesjavöllum áttu fjórtán böm, og komust níu þeirra upp. Auk Jó- hönnu, móður Margrétar Brands- dóttur, má nefna Margréti, móður séra Jóhanns heitins Hannessonar, og Guðgeir, sem lengi var kennari á Eiðum. Böm Brands og Jóhönnu vora tvö: Margrét, móðir Hrafns, og Laufey Svava, lengi skrifari hjá Landssíma íslands, en óvenju gott og hlýtt samband var jafnan milli Hrafns og móðursystur hans. Þeir sem þekktu Hrafn og ætt- ingja hans, munu sjá, að hann hafði margt úr báðum ættum, svo sem alltaf hlýtur að verða, þótt oft finn- ist mönnum þeir taka eftir sterkari einkennum öðram megin frá. Mynd- ir af Brandi, afa hans, sýna, að Hrafn hefur líkzt honum furðu mik- ið, og í minningarorðum í Morgun- blaðinu um Brand látinn lýsir Sigurður Jónsson (forstjóri Slipp- félagsins í Reykjavík) ýmsum mannkostum hans, sem allt eins gætu átt við Hrafn (t.d. .jafnan glaður og léttur í lund“). Haraldur og Margrét eignuðust fimm böm. Haukur, deildarstjóri við Trygg- ingastofnun ríkisins, er elztur. Kona hans er Auður Jónsdóttir, og era böm þeirra fimm: Jón Haukur, Brandur, Margrét, Ólafur Þór og Kristín. Hrafn, sem hér er kvaddur, var næstelztur systkinanna. Þriðja er Þóra, skrifstofustúlka hjá Braathen-flugfélaginu í Ósló. Fjórða í röðinni er Rebekka, sál- fræðingur í Kaupmannahöfn. Hún var gift dönskum manni, Bent Haugsted, verkfræðingi, og bjuggu þau í Ellerod á Norður-Sjálandi. Böm þeirra era fjögur: Esben, Iver, Astrid og Uffe. Yngst er Jóhanna, lífefnafræð- ingur í Hróarskeldu. Hún var gift dönskum manni, Jens Josephsen. Hrafn giftist 31. janúar 1959 Ragnhildi Kvarán, dóttur Gunnars E. Kvaran, stórkaupmanns, og Guð- mundu Guðmundsdóttur. Hrafn og Ragnhildur slitu samvistir árið 1977. Þau eignuðust saman fjóra syni. Þeir era: Haraldur, smíðakennari, f. 1. ágúst 1959. Kona hans er Solveig Einarsdóttir (útgerðarmanns Sig- urðssonar og Svövu Ágústsdóttur). Solveig átti áður eina dóttur, Ósk Dagsdóttur. Einar, háskólanemi í bókasafns- fræðum, f. 23. október 1961. Kona hans er María Jónatansdóttir (Ás- valdssonar og Sigurlaugar Guð- varðardóttur). Þau eiga saman tvö böm, Ragnhildi og Asgeir. Áður átti María dótturina Kristjönu Hildi Kristjánsdóttur. Ragnar, lyijafræðinemi í Svíþjóð f. 22. desember 1962. Hann býr með Snjólaugu Sigurðardóttur (læknis Magnússonar og Audrey Jobling). Þórir, háskólanemi í íslenzku og sagnfræði, f. 7. apríl 1964. Kona hans er Elín Einarsdóttir (útgerðar- manns Sigurðssonar og Svövu Ágústsdóttur). Dóttir þeirra er Ólöf. Fyrir hjónaband eignaðist Hrafn soninn Jón Bergþór, viðskiptafræð- ing á Hellu, með Svanfríði Jóns- dóttur (stýrimanns í Haukadal í Dýrafirði Pálssonar og Matthildar Kristjánsdóttur). Jón Bergþór er fæddur 28. nóvember 1956 og varð því j)rítugur á dánardegi föður síns. Áður en Hrafn og Ragnhildur giftust, áttu hún soninn Gunnar með Kjartani Guðjónssyni, listmál- ara. Gunnar er fæddur 5. júní 1957, og ættleiddi Hrafn hann. Gunnar er tónlistarmaður, kvæntur Sol- yeigu Baldursdóttur (Eyþórssonar heitins, prentsmiðjustjóra í Odda, og Sigríðar Þorgeirsdóttur). Þau eiga soninn Baldur Hrafn. í átján ár áttu Hrafn og Ragn- hildur glæsilegt heimili á Smára- götu 6; fyrstu árin ásamt Gunnari, föður Ragnhildar, sem orðinn var ekkjumaður. Gunnar var sonur Ein- ars Hjörleifssonar Kvaran og Gíslínu Gísladóttur, en Guðmunda, kona hans og móðir Ragnhildar, var dóttir Guðmundar verzlunarmanns á Eyrarbakka Guðmundssonar og Ragnhildar Magnúsdóttur. Ragnhildur Kvaran giftist síðar Loga lögfræðingi Guðbrandssyni (prófessors Jónssonar þjóðskjala- varðar Þorkelssonar) og Sigríðar (Bjamadóttur Sverrissonar), en Logi var þá ekkjumaður með fjögur böm, eftir að hann missti fyrri konu sína, Helgu Karlsdóttur. Leiðir okkar Hrafns lágu snemma saman, og urðum við nán- ir vinir þegar í bemsku. Við voram jafnaldra og nágrannar, því að hann átti heima á Hávallagötu og ég á Sólvallagötu. Feður okkar þekktust vel, þótt ekki væri mikill samgang- ur meðal þeirra daglega. Við gengum saman í Miðbæjarbama- skólann, þar sem við sátum í sama bekk frá tólf ára aldri, en aðalkenn- ari bekkjarins var hinn góði kennari og nákvæmi íslenzkumaður Ami Þórðarson. Snemma tókum við Hrafn upp þann sið að „fara í leiðangur" sam- an. Hinir fyrstu vora ekki langir, eða niður í Garðastræti. Önnur amma hans, Jóhanna, bjó í Garða- stræti 16, en hin, Rebekka, í Garðastræti 43. Þær áttu súkkul- aðimola handa okkur. Síðar óx okkur ásmegin, svo að við áræddum að heimsækja Ragnheiði, ömmu mína, alla leið upp í Ingólfsstræti 8. Svo kom að fyrstu bíóferðunum, en þá kostaði tvær krónur í „al- mennum sætum" í Tjamarbíói. Að lokum gerðumst við svo djarfir að fara með vagninum til Hafnarfjarð- ar, ganga um Hellisgerði og synda í sundlauginni. Vorið 1946 þreytt- um við próf inn í Menntaskólann í Reykjavík og settumst í 1. bekk um haustið, þrettán, næstum íjórtán vetra gamlir. Þá var hundrað ára afmæli skólans í Reykjavík, og við fengum að ganga með í blysför ofan af Skólavörðuholti. Man ég vel, hve okkur þótti mikið til þess koma að vera setztir í þennan gamla og virðulega skóla. Þaðan urðum við stúdentar vorið 1952, en um haustið skildu leiðir um stundarsak- ir, þegar hann hélt til Kaupmanna- hafnar, en ég til Parísar. Á menntaskólaáranum hittumst við daglega að heita á, enda í sömu skólaklíkunni, og oft komum við skólasystkinin saman í kjallaranum á Hávallagötu 33, en í því húsi (á Hofsvallagötuhomi) stóð hið gest- risna æskuheimili Hrafns. Margrét, móðir hans, var elskuleg og glað- lynd kona, umburðarlynd og skiln- ingsrík, og hafði einstaklega gott lag á því að laða að sér ungt fólk, svo að hún var nánast trúnaðarvin- kona okkar allra. Stundum veitti víst ekki af slíkum sálusorgara, því að ástarsorgir og ýmiss konar ólga í málefnum hjartans verða alltaf algeng fyrirbrigði á þessu yndislega en að sumu leyta erfiða aldurs- skeiði. Á menntaskólaáranum voram við Hrafn báðir í brúarvinnu á sumrin, stundum saman, svo sem við Þjórsárbrú. Á þessum áram treystust þau tryggðabönd, sem aldrei rofnuðu, þótt stundum byggj- um við hvor á sínu landshomi, og ekki þarf að lýsa fyrir þeim, sem eignast ævivini á skólaáram. Hafn varð vinmargur, því að hann var léttur í lund og ljúfmannlegur, af- burða kurteis, stórgáfaður og höfðinglegur í útliti og fasi. Hann var mjög fljótur að hugsa og sér- staklega næmur fyrir umhverfinu, viðmælandanum, andartakinu og andrúmsloftinu, svo að hann kom fólki oft á óvart með því að svara spumingu, áður en hún var borin upp. Hann fann það á sér, að spum- ingin var á leiðinni fram á varimar hjá hinum. Þannig gat hann minnt á snjallan skákmann, sem sér nokkra leiki fram f tímann. Öll stærðfræði fannst honum ljós og einföld. Þeim þótti ekki viðbjarg- andi, sem Hrafn gat ekki hjálpað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.