Morgunblaðið - 09.12.1986, Síða 68

Morgunblaðið - 09.12.1986, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 68 Minning: Árnheiður G. Guð- mundsdóttir Hafberg Fædd 25. apríl 1929 Dáin 28. nóvember 1986 Ámheiður var dóttir hjónanna Maríu Ámadóttur og Guðmundar Guðmundssonar. María var góð húsmóðir og bjó Qölskyldu sinni notalegt heimili þó efnin væm ekki alltaf mikil. Guð- mundur lagði gjörva hönd á margt. Var þó lengst af bflstjóri. All mörg síðustu starfsárin vann hann í fyrir- tæki tengdasonar síns. Bibba, eins og Ámheiður var kölluð meðal kunningja, ólst upp á heimili foreldra sinna ásamt tveim- ur systkinum, Helgu og Braga. Foreldrar hennar em nú látnir fyrir nokkra. Það er svo með mannfólkið, að lengi býr að fyrstu gerð. Hlýja og elskulegt viðmót Bibbu var bæði meðfætt og áunnið í uppvextinum á æskuheimilinu. Ég (Anna) átti því láni að fagna að kynnast Bibbu og hennar heim- ili við Laugamesveginn. Við Bibba vomm sessunautar í Kvennaskólan- um í Reykjavík. Við urðum strax góðir vinir. Hefur sú vinátta haldist alla tíðan og styrkst og þróast með ámnum, enda þótt vegalengd á milli væri talsverð. Sem ung stúlka starfaði Bibba töluvert að félagsmálum, m.a. með skátum. Þá var hún um árabil mik- ið í fþróttum og bar af í fímleikum. Vann hún að þessum málum af sömu alúðinni og samviskuseminni sem einkenndu öll hennar störf meðan henni entist líf. Hinn 5. júlí árið 1952 giftist Bibba eftirlifandi manni sínum, Ágústi Hafberg forstjóra, atorku- sömum dugandi manni, sem nú hefur um áratugi verið forstjóri Landleiða hf. og innflutningsfyrir- tækisins Isam hf. Þau hjón settu sitt fyrsta heimili saman í fbúð í Bólstaðarhlíð. Síðan bjuggu þau um árabil í einbýlishúsi við Skeiðarvog þar til þau reistu sér glæsilegt hús við Árland 6 í Reykjavík. Heimili þeirra hefur alla tíð borið þeim hjónum gott vitni. Þar hefur löngum verið gestkvæmt enda gest- risni í hávegum höfð og fíjálslegt og vinsamlegt viðmót húsráðenda hsendi gesti að garði. í umfangsmiklum störfum, bæði á viðskiptalegu og félagslegu sviði, hefur Ágúst notið góðrar aðstoðar síns trausta lífsfömnauts, sem aldr- ei brást. Oft hafa þau hjónin í Árlandi 6 þurft að taka á móti stór- um hópum gesta erlendra sem innlendra vegna starfs Ágústs. Slík verkefni lenda auðvitað fyrst og fremst á húsmóðurinni. En hún leysti þau ávallt af hendi með stakri rósemi og myndarskap. Þó að Bibba kynni vel að taka á móti gestum var hún fyrst og síðast húsmóðir, eiginmanni sínum góð eiginkona, ástrík móðir bama sinna, elskuleg og greiðvikin tengdamóðir og amma þegar bamabömin komu til. Heimilið í Árlandi 6 varð mið- stöð stórrar fjölskyldu 0g þar var húsmóðirin styrkasta stoðin. Þeim Ágústi og Bibbu var þriggja bama auðið. Elst þeirra er Oddný, efnaverkfræðingur, gift Hermanni Þórðarsyni. Þá kemur Guðmundur, verkfræðingur, giftur Magneu Sverrisdóttur og yngstur er Agúst Friðrik, verkfræðinemi, heitkona hans er Guðný Hallgrímsdóttir. Bömin em öll uppkomið fólk og hin mannvænlegustu, svo fyllsta ástæða er til að vænta gæfuríkrar framtíðar þeirra og þeirra fjöl- skyldna. Um langt árabil hefur Bibba háð stríð við erfiðan sjúkdóm, psoriasis. Þeir sem þekkja til þessa sjúkdóms vita að á háu stigi leggst hann þungt á fólk bæði líkamlega og sálrænt. Allir sem þekktu Bibbu vissu að hún barðist hetjulega við þennan mikla vanda. Hún vann á skrifstofu eiginmanns síns og tók þátt í fé- lagslífí fram undir það að hún lagðist banaleguna fyrir um tveim- ur mánuðum, en þá hafði hún veikst af krabbameini. Þrek hennar í þessari baráttu var mikið. En hún stóð ekki ein í baráttunni. Eftir því sem í mann- legu valdi stóð var hún studd af ástríkum eiginmanni sínum, böm- um og öðmm ástvinum. Við hjónin og Qölskylda okkar þökkum fyrir að hafa í nokkra ára- tugi haft samfylgd með Bibbu og hennar fólki á lífsins göngu. Við þökkum allar ánægjulegu samvemstundimar, hvort heldur sem um er að ræða á heimili þeirra, í sameiginlegum ferðalögum eða við önnur tækifæri. Við þökkum ómælda greiðsemi við okkur og okkar böm. Kæri vinur Ágúst. Við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar inni- legustu samúð vegna fráfalls þinnar ágætu eiginkonu. Megi þau djúpu sár sem í dag standa opin, sem fyrst gróa og minningin um góðan vin standa eftir. ^ Ingadóttir Ólafur Sverrisson Með þakklæti minnist ég „Bibbu", Amheiðar Guðnýjar Guð- mundsdóttur, sem andaðist í Vífils- staðaspítala þann 28. nóv. sl. eftir stutta legu. Oft er lífíð torráðin gáta og dauð- inn gerir sjaldnast boð á undan sér. Dauðsfall sem snertir okkur djúpt hefur orðið í fjölskyldu okkar, en minningin um heilsteypta, um- hyggjusama og elskulega konu mun lifa. Hún fæddist 25. agríl 1929, dótt- ir hjónanna Maríu Ámadóttur og Guðmundar J. Guðmundssonar vörabflstjóra. Hún var yngst þriggja systkina. Tvö, þau eldri sem lifa nú systur sína, em Helga Guð- mundsdóttir, Bólstað, Garðabæ, og Bragi Guðmundsson, verkfræðing- ur hjá Landmælingum ríkisins. Bibba, eins og hún var ávallt kölluð af frændum og vinum, fædd- ist og ólst upp með fjölskyldu sinni inn í Laugamesi hér í borg, þar átti hún sitt bemskuheimili. Þann 5. júlí 1952 gifti hún sig Ágústi Hafberg og stofnuðu þau þá sitt eigið heimili. Þeim varð þriggja bama auðið, sem öll em uppkomin, tvö eldri bömin em bæði verkfræðingar, þau Oddný Guðleif og Guðmundur Már, en það yngsta, Ágúst Friðrik, stundar einnig verkfræðinám við Háskól- ann. Þau hafa nú öll stofnað sitt eigið heimili. Bibba var mikill heimilisunnandi, hún unni mjög heimili sínu og böm- um, og nú síðastliðin ár litlu þremur ömmustelpunum sínum. Hún var það lánsöm, að geta verið heima- vinnandi húsmóðir þegar hún var að ala upp og sinna sínum eigin bömum og undi því starfí vel. Böm- in hennar komu ekki heim úr skólanum að tómu húsinu, í því húsi bjó hæggerð og hlý húsmóðir. Gestagangur var mikill hjá þeim hjónunum, því vinir og kunningjar litu gjaman þar inn, því þar var alltaf pláss, bæði á heimili og í hjarta. Þegar ég var unglingur og kom til Reykjavíkur, fyrst í skóla og svo í atvinnuleit, átti ég því Iáni að fagna að dvelja á heimili þeirra hjóna, hjá þeim var ég til húsa í átta ár, og enn fínnst mér það vera hálfgert foreldrahús, enda lítill munur gerður á mér og bömum þeirra. Eg tel það eitt af mínum stóm lánum í lffínu að hafa verið tekin inn á þeirra heimili, því oft hefur Reylq'avíkurlífíð orðið erfítt fyrir sveitaunglinginn. Nú síðastliðin ár stundaði Bibba skrifstofustörf við fyrirtækin ísam og Landleiðir hf., sem þau hjónin áttu stóran hlut f. Að lokum vil ég þakka þeim hjón- um fyrir allt það sem þau hafa gert fyrir mig. Ég bið góðan guð að styrkja Ágúst og fjölskyldu nú á sorgarstundu. Guðrún Haraldsdóttir Ég var staddur á Nýfundna- landi, er mér barst sú sorgarfregn, að kær vinkona og nágranni okkar Baddýar, Ámheiður Guðmunds- dóttir, hefði látizt hinn 28. nóvem- ber sl. aðeins 57 ára að aldri. Ámheiður, Bibba, eins og hún jafn- an var nefnd í hópi ættingja og vina fæddist í Reykjavík hinn 25. apríl 1929, dóttir hjónanna Guð- mundar J. Guðmundssonar f. 1897 og Maríu Ámadóttur f. 1898, yngst þriggja bama þeirra. Þau hjón bjuggu í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugameshverfí, frá 1924 til 1950, er þau fluttu í Garðabæ, þar sem þau áttu heima til dauðadags. María lézt 1980, en Guðmundur tveimur áram síðar. Foreldrar Guðmundar vom hjón- in Guðmundur Jóhannesson frá Elliða í Staðarsveit og Oddný Krist- jánsdóttir frá Ytra-Skógamesi í Miklaholtshreppi. Þau bjuggu allan sinn búskap í Straumsfjarðartungu. María fæddist í Bergskoti á Vatns- leysuströnd, dóttir hjónanna Áma Þorlákssonar frá Knarramesi og Helgu Kjartansdóttur frá Munaðar- nesi. Guðmundur vann sem vömbif- reiðarstjóri í Reykjavík frá 1927—1947, síðar hjá Austurbæj- arbíói eða til 1953, að hann hóf störf hjá Landleiðum og ísam hf. og vann þar til 1978. Bæði vom þau hjón vinsæl og vel látin. Er Drottning Alexandría lét úr Reykjavíkurhöfn sólbjartan júnídag 1949 áleiðis til Þórshafnar í Færeyj- um og kóngsins Kaupmannahafnar, vom meðal farþega á þriðja farrými seytján kátir og bjartsýnir nýstúd- entar úr Verzlunarskóla íslands í Norðurlandaför, að loknum ströng- um en skemmtilegum vetri, við nám og íjáröflun til ferðarinnar. Ferð þessi hafði verið ákveðin strax í 5. bekk með þeim fyrirvara þó, að unnt yrði að afla nægilegs farar- eyris. Fararstjóri þótti sjálfkjörinn Ágúst Hafberg, enda hafði hann alla tíð frá því í 1. bekk verið í forystusveit bekkjarsystkina. Einn- ig vom meðal farþega álíka margar skátastúlkur víðsvegar að af landinu á leið til Finnlands á skáta: mót, ekki síður kátar og hressar. í þeim hópi var Bibba, þá eins og ávallt síðar hvers manns hugljúfí. í þessari ferð hófst ævintýri þeirra Bibbu og Gústa. Þau gengu í hjóna- band hinn 5. júlí 1952. Þeim varð þriggja mannvænlegra bama auðið, sem nú em fulltíða. Kippir þeim öllum í kynið hvað varðar dugnað og aðra mannkosti. Þau era: Oddný Guðleif, efnaverkfræðingur, maki hennar Hermann Þórðarson, einnig efnaverkfræðingur, Guðmundur Már, verkfræðingur, maki Magnea Sverrisdóttir, fóstra. Yngstur er Ágúst Friðrik verkfræðinemi. Unn- usta hans er Guðný Hallgrímsdóttir guðfræðinemi. Bamabömin em þijú og vora þau augasteinar ömmu sinnar. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu Gústi og Bibba í Mávahlíð og síðar í Skeiðarvogi, en síðustu 15 árin hafa þau búið í Árlandi 6 í hinum friðsæla og gróðursæla Fossvogs- dal. Menn tengjast gjama traustum böndum á skólaámnum. Við Ágúst Hafberg emm ekki undantekning frá þeirri reglu og Bibbu kynntist ég í ferðinni frægu. Ekki hefur dregið hér úr, að ijölskyldur okkar urðu næstu nágrannar í Fossvogi. Við byggðum hlið við hlið og flutt- um þangað um svipað leyti, báðar fjölskyldur í ófullgerð hús, sem var ekki þá og er víst ekki nú nein undantekning. Við leituðum ráða hvor hjá öðram — ekki sízt þegar komið var að ræktun lóða, tijá- og blómræktun. Mörg góð ráð og leið- beiningar sóttum við til Bibbu og Gústa. Heimilið ber húsbændum gott vitni, bæði orðlögð fyrir gest- risni og höfðingsskap, enda frænd- garðurinn stór, vinimir margir og umsvif húsbóndans mikil, bæði í félagsmálum og atvinnurekstri. Við Baddý minnumst Bibbu með söknuði. Tíminn græðir smám sam- an sárin og verður þá meira rúm til að muna ánægjulegar samvem- stundir, hlýleika hennar, ljúf- mennsku og góðlátlegt skopskyn, sem engan gat sært. Ég veit, að ég mæli einnig fyrir munn bekkjar- systkina minna, er ég og ijölskylda mín sendum Ágústi, bömum og fjöl- skyldum þeirra, svo og öðmm aðstandendum innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Már Elísson í dagsins önn er dauðinn ætíð svo flarri hugsun okkar, sem emm við góða heilsu og á fullu að lifa lífínu dag hvem. Enda engin furða því dauðinn er jú andstæða lífsins. Við andlát vinkonu verður tregt um tungutak. Úr djúpi hugans streyma ótal spumingar, sem ekk- ert svar fæst við og því verður flótti á vit minninganna það, sem gripið er til. Þær renna hjá sem þungur elfur en milda um leið þann söknuð er í bijcstinu býr. Nú á aðventu þessa árs kveðjum við kæra vinkonu sem við áttum með einhveijar þær dýrmætustu stundir ungdómsáranna og svo sannarlega vom þessi ár perlur í djúpi minninganna. Amheiður var dóttir hjónanna Guðmundar Guðmundssonar og Maríu Ámadóttur. Er áttu einnig tvö önnur böm, Helgu og Braga. Það var glaður og eftirvænting- arfullur hópur 14 skátastúlkna, sem gekk um borð í „Drottninguna" í júní 1949. Var ferðinni heitið á kvenskátamót í Loilanniemi í Finn- SKARTGRIPIR ERU OKKAR SERGREIN DEMANTAHÚSIÐ REYKJAVÍKURVEGI 62, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651313 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.