Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 70

Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 70
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 Minning: Guðmundur Björgúlfs- son klæðskerameistari Nýlátinn er í Reykjavík Guð- mundur Björgúlfsson klæðskera- meistari, fomvinur minn og stallbróðir meðan við vorum dreng- ir á Norðfirði. Mátti heita að við værum ðaðskiljanlegir félagar árum saman þangað til tímamir stíuðu okkur í sundur, fór annar til Akur- eyrar, hinn til Reykjavíkur, og hvor gekk sína leið. En meðan við áttum samleið á æskuárum fór sannarlega vel á með okkur. Oft vomm við einir og undum okkur þá vel. Við hjóluðum mikið, syntum í sjónum og remm á Sæfínnsskektunni um fjörðinn og jafnvel upp eftir Norð- fjarðará og á Leimnni, ef vel stóð á. En við pukmðumst ekki alltaf einir, vomm báðir félagslyndir og ekki laust við að í okkur blundaði lúmsk löngun til mannaforráða. Því var það að við sameinuðumst gjam- an um að fylkja liði strákanna í nágrenninu og stilltum auðvitað svo til að þeir væm yngri en við og létu vel að stjóm, enda áttu þessir hópar að vera samstæðir, eins kon- ar bræðralag. Allt fór vel fram í þessum félagsskap, margs konar hefðbundnir leikir og ærin íþrótta- starfsemi, hlaup og stökk og sund, eftir því sem við varð komið, því engin var þá sundlaug á Norðfírði, heldur sundpollur inn á Sandi og síðan sjórinn og Leiran. Guðmundur hafði margt í það að verða góður íþróttamaður, ekki síst súndmaður, en frumstæðar aðstæður settu því takmörk, hversu langt hann gat komist á því sviði. Þó að við væmm í mörgu næsta vanabundnir í leikjum okkar og íþróttum var það ekki einhlítt. Oft var gripið til Ieikja, sem við beinlín- is bjuggum til, settum á svið og „improvisemðum", eins og sagt er á fínu máli, og þá spurði enginn um höfundarrétt, enda var þetta hópstarf, þar sem allir áttu sinn hlut í verkinu. Þannig minnist ég eins leikjar, sem ég hef engar spumir haft af fyrr eða síðar, en við iðkuðum strákamir á Strönd og í Naustahvammi og fór þannig fram, að við „veltum gjörð“, eins og það var kallað, ekki í neins kon- ar innantómri hlaupakeppni eða eltingaleik, heldur vom gjarðimar fiskibátar og hétu hver sínu nafni. Við vomm bátaformenn og töluðum og hegðuðum okkur eins og þess háttar menn, enda vom það okkar hetjur, en auk þess urðum við að taka að okkur hlutverk mótorvélar- innar og vomm ýmist í hægagangi við bryggju eða í æðislegu pústi út á miðin, þar sem vom fiskislóðir, sem við þekktum af tali sjómanna. Oft fóram við „suður með Síðu“, sóttum á Gerpisflak, stundum á Tangaflak eða út á Skælinga, en allra helst í Kistuna, því þar var aflavonin mest þótt langsótt væri. Og svo lékum við veiðiskap á stóm togumnum og héldum uppi öflugri landhelgisgæslu í því sam- bandi. Fór leikurinn þannig fram að varðskipin íslensku vom að elta uppi enska landhelgisbijóta, og seg- ir ekki frekar af þeim átökum. Hins vegar höfðum við engan áhuga á hemaði og heimsstyijöldum og sett- um sjaldan stríðsleiki á svið. Ekki voram við ákaflega forliftir af fom- aldarhetjum, álitum t.d. að Gunnar á Hlíðarenda væri frekar leiðinleg persóna og Egill Skallagrímsson tæpast „normal" miðað við þau skáld sem við þekktum úr daglega lífinu heima, nefnilega Valdimar Snævarr og Einar Svein Frímann, sem báðir vom góðskáld, hvor upp á sinn máta. En þó að við Gummi Björgúlfs elskuðum friðinn og reyndum að halda uppi friðsælu þjóðfélagi í okkar litla hópi, réðum við ekki yfír heiminum. Við vomm ansi valdalitlir þegar til kastanna kom. Ekki bámm við ábyrgð á Abyssiníu- stríðinu (ef einhver veit hvað það er), hvað þá heimsstyijöldinni sjálfri, enda kom hún all-flatt upp á okkur félaga, Gumma Björgúlfs og mig, sólskinssumarið fræga 1939, þegar Sandurinn var eins og sólarströnd á Spáni. Og aldrei lögð- um við okkur svo lágt að gera herkonunga og þess háttar frægð- armenn að hetjum okkar. Hvað sem segja má um mitt eig- ið lífshlaup og ýmiss konar sam- neyti við frægðarmenn og hetjulið samtímans, þá valdi Guðmundur Björgúlfsson sér friðsöm störf og sóttist hvorki eftir völdum né veg- tyllum. Snemma kom í ljós að hann var handlaginn og hafði smíðagáfu. Fyrir honum hefði legið að veröa smiður á hvaða efni sem var. Atvik- in höguðu því svo að hann fluttist til Reykjavíkur og lærði þar klæð- skeraiðn hjá Ara Jónssyni frá Tröllanesi, sveitunga sínum. Guð- mundur varð hinn færasti maður í iðn sinni og ágætur starfsmaður. Hann hafði auk þess metnað til þess að fullnuma sig í starfsgrein sinni og fór í því skyni utan, vann hjá virtum klæðskemm á Englandi og írlandi, m.a. í háborg klæðskera- listar, Savile Row í Lundúnum. Vom Lundúnaárin Guðmundi í alla staði ánægjuleg, þar naut hann sín í starfí, þar gat hann þroskað með- fædda smekkvísi sína og náð tökum á hagnýtum vinnubrögðum. Eftir Lundúnadvöl sína var Guð- mundur Björgúlfsson vafalaust í hópi færastu klæðskera hér á landi, og honum máttu því sýnast allir vegir færir. En margt fer öðmvísi en ætlað er. Varla er Guðmundur fyrr heim kominn frá Englandi, þá ungur maður með ævina fram und- an, en að hann missir heilsuna, og við það bætist að klæðskeraiðnin hálfpartinn úreldist, eins og hann hafði lært hana, og hann verður nánast viðskila við starf sitt. Þessi upplausn fomrar handiðnar, sem Guðmundur hafði lagt fyrir sig, og heilsuleysi hans, setti óafmáanlegt mark á ævi hans upp úr þessu, svo að gáfur hans og verkkunnátta nutu sín ekki eins og efni stóðu tii. Ekki bætti úr skák að hann hneigð- ist til áfengisdrykkju og drakk meira en góðu hófí gegndi. Þar háði þessi friðsami maður marga omstuna, tapaði mörgum, en hafði að lokum sigur, sem varað hafði í mörg ár áður en hann lést skyndi- lega 2. þ.m. og er nú til grafar borinn. Guðmundur Björgúlfsson fæddist á Norðfirði 13; júlí 1924. Vom for- eldrar hans Ólöf Guðmundsdóttir og Björgúlfur Gunnlaugsson, og em bæði látin. Björgúlfur var ættaður af Héraði, en átti heima á Norð- firði mestan hluta ævi sinnar. Ólöf var úr Vöðlavík, dóttir Guðmundar Magnússonar og Sólveigar Benj- amínsdóttur, sem eldri Norðfírðing- ar muna vel eftir. Stóð að Sólveigu mikið frændlið á Norðfirði, dugnað- arfólk, vel verki farið og prúðmann- legt. Bróðir hennar var Jón Benjamín í Vík, mikill sjósóknari og vel gefínn maður, en systir henn- ar var Guðrún Benjamínsdóttir í Skálateigi, kona Magnúsar hrepp- stjóra. Á dánardegi Guðmundar Björg- úlfssonar vakna margar minningar, en skýmst verður mér mynd hans sjálfs eins og hann var þegar við þekktumst best. Þannig ætla ég að muna þennan æskuvin minn. Ingvar Gíslason Síðasta bókin um fólkið á Flambards ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu bókin Sundrung á Flam- bards, fjórða og síðasta bindið í bókaflokknum um fólkið á Flambardssetrinu eftir breska rithöfundinn K.M. Peyton. Þýð- andi er Silja Aðalsteinsdóttir. í fréttatilkynningu frá útgáfunni segir: „Þegar lokabindið . hefst er Kristína í þann veginn að giftast Dick, æskuástinni sinni sem var hestasveinn á setrinu þegar hún kom þangað ung stúlka. Árið er 1917 og heimsstyijöldin geisar enn. Kristína þykist þess fullviss að stríðið hafí breytt hugsunarhætti fólks nógu mikið til að það taki hjónabandi þeirra vel. En fólk reyn- ist fastheldið á foma siði í héraðinu og fínnst Kristína hafa tekið niður fyrir sig. Verra er það að það fínnst Dick líka, og enn verður Kristína að horfast í augu við að engar ákvarðanir em endanlegar." Sundrung á Flambards er 274 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápumynd gerði Chris Chapman en Teikn hannaði kápuna. Fræðafundur FRÆÐAFUNDUR verður haldinn í Hinu íslenska sjó- réttarfélagi miðvikudaginn 10. desember og hefst hann kl. 17.00 í stofu 205 í Lög- bergi. Gunnar Felixson, aðstoðarfor- stjóri, flytur erindi er hann nefnir: „Tryggingar fískiskipa og áhafna þeirra“. Að erindinu loknu verða al- mennar umræður um efni þess. Fundurinn er öllum opinn. Cr Electrolux \^f\ Electrolux Electrolux Jólatilboð á ryksugum D-720. 1100 w ryksuga sem virki- lega sýgur rykið úr teppunum. Stálbelgur, dregur inn snúruna, getur blásið öfugt út um barkann, sannkölluð kraftákerling. D-740. Ein með öllu. Ryksuga sem er í algjörum sérflokki. Stálbelgur, Áður: dregur inn snúrunta o.m.m.fl. Nú: 12.600,- Aður: ^hwvi' Nú: 9.800,- I Eiðistorgi 11 - sími 622200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.