Morgunblaðið - 09.12.1986, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986
75
minnilegum svörum við árásum
andstæðinga sinna.
Heill og traustur hugsjónamaður
jafnaðarstefnu og réttlætis, maður
sem alltaf stóð traustum fótum á
staðreyndum raunveruleikans,
glöggskyggn og óbifanlegur sem
bjarg, þannig lifir Emil Jónsson í
huga mínum. Hann skilur eftir sig
fagra mynd og minningu.
Eg flyt Emil Jónssyni virðingu,
kveðju og þökk nú þegar vegimir
skilja. Fjölskyldu hans, vinum og
vandamönnum sendi ég samúðar-
kveðjur. Maðurinn deyr en jafnað-
arstefnan og verkin lifa. Þökk sé
góðum dreng, farsælum foringja
og ötulum umbótamanni í íslensku
þjóðfélagi.
Minningin um hann hvetur okkur
sem eftir lifum til vandaðra verka
og hiklausrar sóknar til réttlátara
þjóðfélags, þar sem samfélag jafn-
aðarmanna verður að veruleika, þar
sem auðgildið víkur ásamt einka-
hagsmunum og forréttindum, en
manngildið situr í öndvegi og ræður
ríkjum.
Heill, heiður og þökk fylgir Emil
Jónssyni yfir móðuna miklu.
Hörður Zóphaníasson
Emil Jónsson er dáinn. Hann lést
á fyrsta sunnudag í aðventu, rétt
eftir að kveikt var á fyrsta aðventu-
ljósinu.
Við hjónin höfðum þekkt Emil
lengi, annað okkar frá bamæsku,
í hartnær 40 ár, hitt síðan við gift-
umst fyrir rúmum 20 árum. Þessi
fátæklegu kveðjuorð eru skrifuð í
þakklætisskyni.
Við viljum þakka þá velvild sem
Emil Jónsson og fjölskylda hans á
Kirkjuvegi 7 í Hafnarfirði sýndu
okkur alltaf og börnum okkar, fyrir
stuðning og hlýju sem látin var í
té af fullkomnu látleysi. Því að þrátt
fyrir allar sínar miklu og verðskuld-
uðu mannvirðingar og ábyrgðar-
störf sem litið var upp til var Emil
jafnan blátt áfram og alþýðlegur.
Það var hans góða kona, Guðfínna
heitin Sigurðardóttir, líka. En Emil
vissi samt vel hver hann var. Hann
var vissulega stoltur maður. Og
þéttur var hann fyrir, sterkur og
þolgóður — traustleikinn í persónu-
gervingu. Ometanlegt er að hafa
átt slíkan mann að.
Og þegar sorgin knýr á hjörtun
nú á aðventunni, þá hrannast upp
gamlar minningar. Sú var tíðin að
farið var til Hafnarfjarðar til þess
að halda upp á jólin hjá Emil og
Guðfínnu á Kirkjuvegi 7. Jólahaldið
fór fram eftir föstum siðum og regl-
um. Allir hlutir voru á sínum stað
og allt hafði sinn tilgang. Þama
var sama gamla jólatréð, klætt á
þá vísu sem minnti meira á upp-
vaxtarár Emils í Hafnarfírði en
hraðneysluþjóðfélag nútímans. Það
var gott að halda jól á þessum stað.
Hugur Emils Jónssonar stefndi
að því að koma á réttlátu þjóðfé-
lagi, að bæta kjör lands og lýðs. í
þetta verk lagði hann orku sína og
hæfíleika. Sérstaklega var honum
hugleikinn hagur fólks í Hafnarfírði
en þar bjó hann alla ævi ef frá eru
talin háskólanámsárin og stuttur
starfstími sem verkfræðingur í
Danmörku.
A jólaföstu 1986 liggur leiðin enn
til Hafnarfjarðar. Nú er það til að
kveðja Emil með þakklæti fyrir þá
birtu sem hann og heimili hans
færðu okkur og okkar nánustu.
Ljós manns af tagi Emils Jóns-
sonar slokknar ekki þótt maðurinn
deyi. Það lifír og skín, syrgjandi
ættingjum og vinum til hlýju, halds
og trausts, og uppvaxandi táp-
miklum landslýð til uppörvunar og
eftirdæmis.
Svava Sigurjónsdóttir,
Andri ísaksson
Við andlát og útför Emils Jóns-
sonar leita á hugann margar
minningar frá kynnum okkar og
samstarfí um áratuga skeið. Grunn-
tónn þeirra er virðing og væntum-
þykja vegna þess, sem ég reyndi
af honum og sá til hans innan Al-
þýðuflokksins, í samstarfí við hann
og á opinberum vettvangi. Það er
ungum mönnum mikið happ ef þeir
fá tækifæri til þess að starfa með
og njóta leiðsagnar mikilhæfra
manna, sem gegna forystustörfum
á ýmsum sviðum. Ég var um
margra ára skeið svo lánsamur
meðan hann var formaður Alþýðu-
flokksins. Það var mér mikill skóli,
sem ég hef síðan búið að og notið.
Þau árin gegndi hann ýmsum mikil-
vægum embættum og öllum á einn
og sama veginn. Nú er löngu ljóst,
að hann er einhver mesti og mikil-
hæfasti forystumaður, sem Al-
þýðuflokkurinn hefur nokkru sinni
átt og störf hans fyrir alþýðu manna
°g þjóðina alla hafa í mörgum efn-
um haft úrslitaáhrif á líf hennar
og hamingju. Við alþýðuflokks-
menn minnumst hans því með
þakklátum huga og hljótum ætíð
að virða minningu hans.
Haustið 1952 var flokksþing Al-
þýðuflokksins haldið í Alþýðuhús-
inu í Reykjavík. Þungir straumar
óánægju fóru um þingið og mikil
átök áttu sér stað. Emil Jónsson
hafði einróma verið kjörinn forseti
þess og hélt öllu í föstum skorðum,
þótt mikil ágjöf væri á báða bóga.
Málalyktir urðu þær, að Hannibal
Valdimarsson var kosinn formaður
Alþýðuflokksins í stað Stefáns Jó-
hanns Stefánssonar. Vitað er, að
þingið gat sætzt og sameinast um
Emil sem formann flokksins, en því
miður bar það ekki gæfu til þess.
í kjölfar þess sigldi löng þrautatíð
fyrir Alþýðuflokkinn. Að tveim
árum liðnum var Haraldur Guð-
mundsson kosinn formaður flokks-
ins og síðan tók Emil við flokks-
formennskunni árið 1956. Báðir
risu þeir sem klettar úr hafinu og
voru það bjarg, sem úthafsöldumar
brotnuðu á. Til þeirra báru ekki
aðeins alþýðuflokksmenn fyllsta
traust, heldur nutu þeir trausts og
virðingar langt út fyrir raðir flokks-
ins. Það var Alþýðuflokknum mikið
happ á þessum erfíðu árum að eiga
þá að og fá notið hæfíleika þeirra.
Haraldur dró sig síðan út úr stjóm-
málum eftir langt og farsælt starf.
En Emil tók við stýrisveli skútunn-
ar og fáum árum síðar hafði honum
tekist að leiða Alþýðuflokkinn til
öndvegis í stjómmálum þjóðarinnar.
Þegar Emil myndaði minnihluta-
stjóm sína í desember 1958 urðu
straumhvörf í efnahagsmálum og
stjómmálum þjóðarinnar. Áður
hafði hann þó víða komið við sögu
og markað djúp spor; engin leið er
að fjalla um það allt í stuttu máli.
Á það skal þó minnst að hann var
á miðjum fjórða áratugnum formað-
ur „Rauðku", þ.e. skipulagsnefndar
atvinnumála, sem á margan hátt
lagði grundvöll að nýju þjóðfélagi
á Islandi, fyrst og fremst í atvinnu-
málum. Hann var í forystusveit
jafnaðarmanna í Hafnarfirði og átti
þar sinn þátt í hverju stórvirkinu á
fætur öðm, sem reist var. Og um
margra ára skeið sat hann í sátta-
nefndum til lausnar á vinnudeilum;
í einni þeirra lagði hann fram til-
lögu um stofnun atvinnuleysis-
fryggingasjóðs, sem átti sinn stóra
þátt í lausn þeirra deilú. Það kemur
glögglega fram í æviminningum
hans, að lagasetningin um atvinnu-
leysistryggingamar hefur verið
honum hjartfólgið mál, enda mun
hún ætíð halda nafni hans á lofti.
Allt frá því hún kom til sögunnar
hefur hún verið verkafólki feyki
mikils virði og reyndar atvinnulífínu
líka, þótt atvinnuleysi hafi góðu
heilli yfirleitt verið víðs §arri. Og
alla tíð verður þessi mikilvægi bak-
hjarl vinnandi fólks óijúfanlega
tengdur nafni hans.
Einhver áhrifamesti kaflinn í bók
Emils, „Á milli Washington og
Moskvu“, er frásögnin af því er
hann hitti Hans heitinn Hedtoft,
forsætisráðherra Dana, á göngu
svalan haustdag í Kaupmannahöfn
síðla árs 1948. Það voru fáir á ferli
þennan laugardag og því undar-
legra þótti Emil að hitta þennan
gamla vin sinn og flokksbróður af
algjörri tilviljun. Vissulega urðu
fagnaðarfundir, en Emil þótt miður
að sjá hve dapur og niðurdreginn
vinur hans var. Þeir ræddu síðan
lengi saman á flokksskrifstofum
jafnaðarmanna um það mál, sem
olli Hans Hedtoft svo mikilli hryggð.
Honum höfðu borizt fréttir frá Prag
um að Tékkóslóvakía myndi hverfa
úr hópi lýðræðisríkja eftir fáa daga
og verða innlimuð í einræðiskerfí
Sovétríkjanna, án þess að vestræn
lýðræðisríki fengju hönd við reist.
Augljóst er, að þessi fundur hefur
haft djúptæk áhrif á Emil. Hann
hafði lengi staðið í höggorrustu við
íslenzka kommúnista og duldist
ekki hvaða fyrirætlanir þeir höfðu.
Og honum var stórlega brugðið
vegna þess valdaráns, sem kom-
múnistar, með tilstyrk Rauða
hersins, frömdu í hveiju Austur-
Evrópu-ríkinu á fætur öðru. Honum
var því jafnvel ljóst og öðrum for-
ystumönnumm vestrænna lýðræð-
isríkja að þau yrðu að taka höndum
saman, ættu þau ekki að verða
sovézku ógninni að bráð. Það var
því með heilum huga sem hann
fór, ásamt þeim Bjama heitnum
Benediktssyni og Eysteini Jónssyni,
til Washington í marz 1948 til við-
ræðna við bandaríska ráðamenn um
fyrirhugaða stöfnun Atlantshafs-
bandalagsins og aðild íslands að
því. Hún var síðan samþykkt á Al-
þingi, þrátt fyrir hatramma and-
stöðu kommúnista. Þegar litið er
til baka er ljóst, að með aðild sinni
að bandalaginu steig lýðveldið eitt-
hvert mesta gæfuspor í sögu sinni
til þessa; þjóðin á því mikið að
þakka þeim þrem mikilhæfu for-
ystumönnum, sem undirbjuggu
aðildina með viðræðum sínum
vestra. Við lát Emils er eðlilegt að
rifja upp hans hlut í því máli, enda
var hann alla tíð traustur og örugg-
ur stuðningsmaður vestræns
vamarsamstarfs.
Þegar Ásgeir heitinn Asgeirsson,
forseti íslands, fól Emil myndun
ríkisstjórnar í desember 1958 stóð
flokkur hans mjög höllum fæti.
Sveitarstjómarkosningar vom þá
nýlega að baki, þar sem flokkurinn
hafði fengið slæma útreið, og vinst-
ristjóm Hermanns Jónassonar, sem
hann átti aðild að, hafði gefízt upp.
Menn vom því furðu lostnir þegar
formaður minnsta þingflokksins til-
kynnti myndun fámennrar minni-
hlutastjómar hinn 23. desember
1958. En henni var strax vel tekið
og þjóðin sætti sig við úrræði henn-
ar. Og það er ekki ofsagt að hún
hafi reynzt tímamótastjóm. Lagður
var gmndvöllur að nútímaskipan í
efnahagsmálum og gmndvallar-
breyting gerð á kjördæmaskipan
ríkisins. Hvorttveggja er í fullu gildi
enn í dag. Því er ekki að neita, að
alþýðuflokksmönnum var um og ó,
þótt þeir bæm mjög mikið traust
til Emils og samráðherra hans,
skiljanlega fannst þeim lítill flokkur
færast mikið í fang og taka á sig
mikla ábyrgð. En mér er minnis-
stætt að Emil var glaður og reifur
og greinilega ókvíðinn. Fór það
enda eftir, að stjóminni famaðist í
hvítvetna vel. Það byggðist ekki
síst á því mikla trausti og áliti, sem
Emil naut hvarvetna, bæði meðal
almennings og annarra stjómmála-
manna. Hann var óumdeildur
forystumaður í Alþýðuflokknum og
hafði verið í mörg ár, en frá og
með Þorláksmessu 1953 voru orð
hans lög, allir vildu gera vilja hans.
Og hann kunni vel á því að halda.
Aldrei varð ég annars var en hann
væri eftir sem áður reiðubúinn til
viðræðna og samstarfs í smáu og
stóm.
Það var ekki fyrr en síðla sum-
ars 1959 að umtalsverð kynni
tókust með okkur Emil Jónssyni.
Var ég þá ráðinn framkvæmda-'
stjóri Alþýðuflokksins og gerðist
um leið hægri hönd hans við stjóm-
un flokksskrifstofu og rekstur
ýmissa flokksmála. Hann efldi mjög
starfsemi skrifstofunnar frá því,
sem áður hafði verið og lagði mjög
mikla áherzlu á náið samband og
samráð við flokksmenn, en á því
hafði verið umtalsverður misbrestur
á ámm áður og valdið miklum vand-
ræðum. í þessu^ samstarfí stofnuð-
ust náin kynni. í fyrstu virtist hann
máske ekki mjög árennilegur, en
það var fljótt að hverfa. Fyrir hon-
um var gagnkvæmt traust gmnd-
vallaratriði. Hann vildi hafa hlutina
í góðu lagi og ætlaðist til skýrrar
og hnitmiðaðrar framsetningar á
þeim málum, sem lögð vom fyrir
hann. I hans huga vom markmiðin
skýr, jafnt í hinu flokkslega starfí
sem í stjómmálunum. Hann var
ekki maður skrúðmælgi og leikara-
skapar, heldur kom til dyranna eins
og hann var klæddur og sagði það,
sem í hug hans bjó. Þar af leiddi,
að menn vissu hvar þeir höfðu hann,
eins og sagt er, og bám órofa traust
til hans, þótt þeir væm ekki endi-
lega sammála honum. í öllu hans
fari féllu þétt saman, hvert að öðm,
persónugerðin, embættismaðurinn
og verkfræðingurinn. Stundum hef-
ur mér fundizt, sem í raun og vem
hafí það verið embættismaðurinn
með verkfræðimenntunina, sem
mestu réði í stjómmálamanninum.
Samt sem áður var hann afar
glöggskyggn stjómmálamaður eins
og bezt sést á því, að þegar hann
tók við forystunni og fékk virkilega
notið sín, stóðst enginn honum
snúning. Hann hafði náið samband
við það fólk, sem hann var að vinna
fyrir. Sjálfur var hann af alþýðu-
fólki kominn og ól nánast allan sinn
aldur í Hafnarfírði, í nánum tengsl-
um við bæjarbúa. Þar til viðbótar
hafði hann náið samband við sjó-
menn og verkamenn um land allt
vegna starfa sinna sem hafna- vita-
málastjóri. Hann bar hag þeirra og
kjör fyrir bijósti þótt hann yrði
stundum, sem ráðherra, að standa
að ákvörðunum, sem komu þeim
ekki vel í augnablikinu. En þeir
mátu hann, virtu og teystu engu
að síður og skildu forsendumar
fyrir slíkum niðurstöðum.
Embætti félagsmálaráðherra og
utanríkisráðherra voru síðustu ráð-
herraembættin, sem Emil gegndi á A
iangri ævi. Áður hafði hann gegnt
öðram embættum í ýmsum ríkis-
stjómum, m.a. verið sjávarútvegs-
ráðherra, en sennilega hefur fallið
honum einna bezt að gegna ofan-
greindum embættum. Eg hefí áður
greint frá því hvflíkan þátt hann
átti í mótun þeirrar utanríkis- og
öryggismálastefnu, sem síðan hefur
verið fylgt og er nánast óumdeild,
núorðið. En félags- og húsnæðis-
málin vora honum líka afar hugleik-
in. Og svo vel vildi til, að ný
húsnæðislöggjöf var einmitt síðasta
lagaframvarpið er hann bar fram
til samþykktar á Alþingi. Alþýðu-
flokksmenn höfðu lengi verið afar
óánægðir með það hve verka-*
mannabústaðalögin höfðu dregizt
mjög aftur úr. Þegar Emil tók við
embætti félagsmálaráðherra hinn
1. janúar 1971 hafði hann því eng-
ar vöflur á, heldur setti þrjA úrvals-
menn í nefnd til að endurskoða
einkum þann þátt löggjafarinnar
og skyldu þeir hafa 4 vikur til verks-
ins. Stóð það heima og Emil mælti
fyrir nýja frumvarpinu í febrúar
1971. Var það síðan samþykkt í
maí, þá um vorið. Þannig var hann
oftsinnis snar í snúningum, enda
vissi hann alltaf hvað hann vildi og _
var laginn við að fá mál samþykkt.
Ég hefí alltaf verið ánægður með
að hann skyldi ljúka þingferli sínum
og ráðherradómi með nýskipan á
þeim þætti húsnæðismálanna, sem
vinnandi fólk og Alþýðuflokkurinn
hafa lengst af borið svo mjög fyrir
bijósti. Verkamannabústaðimir
Emil Jónsson ræðir við Cappelen utanríkisráðherra Noregs og Sir Alec Douglas Home, þáverandi ut-
annkisráðherra Breta.