Morgunblaðið - 09.12.1986, Qupperneq 83
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986
83
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 17-18
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu . . .
Okur í alfaraleið
Ferðalangur vill koma eftir-
farandi á framfæri:
Eg brá mér upp í Borgarfjörð
og var orðinn svangur ])egar kom
að Hreðavatnsskála. Eg hugðist
fá mér brauðsneið með kjöti og
einhveiju gumsi ofaná, plús svolít-
ið af harðsoðnu eggi. Þetta
smakkaðist bærilega þótt lítið
færi fyrir kjötinu í maga. Þegar
kom að því að borga brá mér í
brún. Ég hafði nefnilega ekki
spurt um verðið. Brauðsneiðin
kostaði einar litlar eitthundrað
níutíu og fimm krónur, segi og
skrifa kr. 195.
Mér er spum, er ekkert verð-
lagseftirlit með okri af þessu tagi?
Borgarabærinn
Haraldur Þórðarson hringdi:
Langafi minn keypti Borg-
arabæinn, sem þá hét Marteins-
bær, og skírði hann upp. Eftir það
hét hann Borgarabær. Bærinn
stóð á milli þess sem í dag er
Vesturgata 5 og 7. Eftir að bær-
inn var rifinn reis á sama stað
Hótel Glasgow sem brann ekki
löngu eftir síðustu aldamót. Talað
var um Borgarbæjarabræður en
það voru sex synir Guðmundar
Bjamasonar en einn þeirra, Þórð-
ur Guðmundsson, var síðasti
ábúandi á jörðinni.
Sjálfur var ég oftast kallaður
Halli í Gtjóta en ég átti heima á
Gijótabæ sem stóð töluvert fyrir
neðan Landakotsspítala, við Öldu-
götu sem er nú. Annars má lesa
sér margt til fróðleiks um þessa
og aðra gamla bæi, sem stóðu þar
sem nú er höfuðborgin, í bók Jóns
Helgasonar, „Reykjavík 14
vetra“.
Anægð með
Bylgjuna
Ein af skaganum hafði sam-
band og vildi lýsa yfir ánægju
sinni með Bylgjuna. Áður fyrr
heyrði hún sjaldan lög með David
Bowie en núna, efir að Bylgjan
byijaði, hefur orðið mikil breyting
þar á. Nú heyrir hún mörg fín lög
með honum, og einnig með Tinu
Turner og Rolling Stones. Hún
vonar að Bylgjan haldi áfram að
standa sig.
Fyrirspurn um
sögu Flugbjörg-
unarsveitarinnar
Áhugamaður hringdi:
í sjónvarpsþætti um daginn
komu fram nokkrir meðlimir
Flugbjörgunarsveitarinnar í
Reykjavík. Minnst var á að í saln-
um sæti einn stofnmeðlimur
sveitarinnar en hann var ekki
sýndur. Hver var hann? Og hvað
líður útgáfu á sögu sveitarinnar
sem ég veit að Andrés Kristjáns-
son hefur lokið við að skrifa? Og
að lokum, í hvaða húsnæði var
sveitin stofnuð?
Þeir stama
Eldri kona hringdi:
Ég varð ekki hrifm af þættinum
„Geislum" í ríkissjónvarpinu þar
sem kynvilltir kynntu sjálfa sig.
Þá finnst mér það ljóður á
mörgum fréttamönnum sjónvarps
og útvarps, sérstaklega körlunum,
að oft rekur þá í vörðumar, þeir
stama og skjóta inn allskonar
aukaorðum sem ekki eiga heima
þar. Ef menn vilja endilega segja
svolítið meira en þeir geta þá er
ekki vist að þeir eigi heima í fyöl-
miðli eða hvað?
Oánægð með
breyttan frétta-
tíma
Erla viil leggja orð í belg um
breyttan fréttatíma sjónvarps:
Ég; má til með að lýsa óánægju
minni á breyttum útsending-
artíma frétta í sjónvarpinu. Eg-
skil ekki þessa furðulegu fljót-
færni í útvarpsráði. Fólk hefði
vanist þessum tíma, eins og þegar
fréttatíma útvarpsins var breytt
forðum. Því vil ég koma með þá
tillögu að það verði sýndir ein-
hvetjir spennandi þættir frá 19.30
til 20.00, fyrir okkur sem leiðist
að bíða meðan hinir borða. Það
eru ekki allir _sem geta valið um
tvær stöðvar. Áfram Ingvi Hrafn.
Sverrir Storm-
sker - frábær
hljómplata
Jakob P. Jóhannsson hefur
þetta að segja:
Til hamingju með nýju plötuna
þína Sverrir „Lífsleiðina", sem til-
einkuð er vini þínum heitnum,
eins og segir í texta á umslagi.
Vona ég að þú sért nú sæll og
glaður og „lífsleiðinn" horfinn út
í veður og vind - enda ástæða til
að vera ánægður eftir að hafa
gert jafn góða plötu og „Lífsleið-
in“ er.
Sannarlega tel ég þetta eitt af
því besta sem ég hef lengi heyrt
og hvet landsmenn til þess að
kaupa verk þitt og stuðla þannig
að áframhaldandi vinnu þinni á
tónlistarsviðinu.
k
*
Stolt Islendinga sært holundarsári
Lengi getur vont versnað en nú
er hámarki hneisunnar náð. í
Kanada hlæja Sea Shepherd-menn
sig máttlausa yfír einfeldni okkar
íslendinga og hrósa sér yfír því
hvemig lævísir sendiboðar Shep-
herd-manna hafi leikið grandalausa
íslendinga grátt.
Meira að segja sumir Kanada-
manna hneyksluðust af því að
glæpamaður á borð við Paul Watson
verði ekki framseldur íslendingum.
Paul Watson er hinn mesti
glæpamaður og náttúruvemd
ábyggilega jafn ofarlega í huga
hans og geirfuglarækt í hugum
okkar íslendinga. Er þar af mörgum
dæmum að taka, en mér þó efst í
huga ferð þeirra manna til að stöðva
grindhvaladráp Færeyinga. Færey-
ingar tóku á móti þeim af hörku,
en er Shepherd-menn sáu það helltu
umhverfisvemdarsamtökin olíu í
sjóinn og hugðust skjóta með eld-
byssu á pollinn. Má ég þá minna
á, þó svo að allir viti það að meng-
un í sjónum ógnar nú öliu lífi á
jörðinni. Til að stöðva hvaladráp
hella þeir olíu í sjóinn sem ekki
aðeins drepur grindhvali heldur
búrhvali, steypireyði, þorsk, loðnu,
ýsu og allt lífríki í sjónum. En svo
geta þeir í sjónvarpi nokkrum vikum
síðar öskrað með grátstafinn í
kverkunum „morðingjar, morðingj-
ar“ er fátækir og svangir Græn-
lendingar drepa seli sér til matar.
Watson bætir síðan gráu ofan á
svart með því að fullyrða að fram-
burður Færeyinga sé lygi, og að
hann hafí undir höndum myndband
sem sannar að svo sé. Myndin er
síðan var sýnd (talsvert seinna)
reyndist svo vera léleg fölsun, auð-
sjáanlega gerð löngu seinna.
Jafnvel lygi og fölsun eru notaðar
óspart til að bjarga hvölum, og
auka fijáls framlög. Já, því Sea
Shepherd-samtökunum er einungis
framfleytt af fijálsum framlögum,
þar sem syndugir auðkýfingar leita
sér sáluhjálpar hjá ýmsum göfugum
málefnum til að bæta samviskuna
(syndaaflausn nútímans). Á fijálsu
framlögunum hafa samtökin svo
getað haldið færum skemmdar-
verkamönnum gangandi í langan
tíma. Og að sjálfsögðu hefur örlít-
ill, bara örlítill hluti, af fénu runnið
í að byggja lúxussvítu fyrir Paul
Watson fyrrverandi auðnuleysingja.
Og ef Watson & co. hafa á ein-
hvern hátt tengst morðtilraun á
skipshöfn Hofsjökuls þá leyfí ég
mér að segja fyrir hönd allra Islend-
inga: „Ráðamenn, gerið allt sem í
ykkar valdi stendur til að fá Paul
Watson framseldan sem hefur
brugðist því trúnaðartrausti sem
íslendingar hafa vanið sig að sýna
samferðarmönnum sínurn."
Sem sannur umhverfísvemdar-
sinni,
Börkur Gunnarsson
„í mínu ungdæmi var
alltaf sagt fríður og frelsi“
Hingað til lands bauð sér valda-
mesti maður heims, sem vald hefur
yfír 270 milljónum, og allir kom-
múnistar hvar sem er í veröldinni
fylgja honum að málum. Og vinstri
pressan er honum innan handar. í
ríki hans fyrirfinnast engin mann-
réttindi, sem okkur finnast þó eins
sjálfsögð og loftið sem við öndum
að okkur. Hann þarf aldrei að hlusta
á kvartanir fólks, því að fólkið er
ofurselt honum og hann getur
ráðskast með það eins og honum
sýnist. Hann þarf ekki að standa
neinum reikningsskil athafna sinna
eða orða. Þessum völdum getur
ekkert boðið byrginn nema almenn-
ingsálitið, en almennigsálitið er
ekki til, nema að fólkið sé fijálst.
Á ríki Marxismans dugar ekki einn
slöngusteinn.
Hingað kom „friðar kyndill" frá
Sameinuðu þjóðunum sem víða
hafði farið um heimsbyggð. Ekki
ií>4 ho njjpíiulaani íuils nnitujil
veit ég hvort hann var borinn yfír
Rússland. Göngumennirnir töluðu
um frið en ekki var minnst á frelsi.
í mínu ungdæmi var alltaf sagt
friður og frelsi, því að slíkt átti að
fara saman, en nú er öldin önnur.
Karl Marx ráðlagði mönnum sínum,
að nota orðið ekki eftir að þeir
væru búnir að ná völdum.
Ein rödd heyrðist þó i sambandi
við friðargönguna, og talaði þá
dómprófasturinn í Reykjavík, en
hann hélt því fram, að væru allir
fijálsir ferða sinna, og þjóðimar
gætu kynnst högum hverrar ann-
arrar, þá mundi heiminum vera
best borgið. Finnst mér að kirkju-
yfirvöld gætu vel gefið ræðuna út
sérprentaða og helst þýtt hana á
sem flest tungumál, svo að friðar-
boðskapur dómprófastsins næði til
sem flestra.
Húsmóðir
U Civ iiasií 19 'iuOu i v-4 iiioi ouvr
Hestar og
reiðmenn á
íslandi
Bók Schraders í
endurútgáfu
Bókaútgáfan Hildur gefur út í ár
bók, sem lengi hefir veriö ófáan-
leg. Þaö er bók sem segja má að
væri biblia hestamannsins um
langan tíma. Hún fjallar um allt,
sem lýtur að hirðingu og meöferö
hesta og var sérlega þörf áminn-
ing, þegar hún kom út. Hún var
eiginlega langt á undan sínum
tíma þegar hún kom út, 1915, og
ennþá er hún i fullu gildi. í henni
er einnig margt merkilegra og
bráðskemmtilegra mynda. Bók,
sem allir hestamenn þurfa að
eiga.
- snúrulausa ryksugan frá
AEG Ryksugan er hlaðin á smekklegri
veggfestingu og þar er alltaf hægt að
grípa til hennar.
AEG Ryksugan fyrir heimilið,sumarbústaðinn
og bílinn.
AEG Ryksugan er ómissandi þeim er reynt
hafa og freistandi þeim er séð hafa.
AEG
ALVEG
EINSTÖK
GÆOI
BRÆÐURNIR
ORMSSON HF
Lágmúla 9, stmi 38820
SÖLUAÐILAR:
Versl. Sveins Guðmundssonar, Egilsstöðum. Rafbær, Keflavlk.
Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki. Kf. Þingeyinga, Húsavlk.
Málningarþjónustan, Akranesi. Straumur, Isafirði.
Versl. Einars Guöfinnssonar, Bolungarvlk Árvirkinn, Selfossi.
Kf. Eyfirðinga, Akureyri. KEA. E.R innréttingar, Vestmannaeyjum.
L
J