Morgunblaðið - 09.12.1986, Side 87

Morgunblaðið - 09.12.1986, Side 87
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 87 Ólafsvík: Heilsugæslustöð vígð ólafsvik. NÝ HEILSUGÆSLUSTÖÐ H-2 var vígð í Ólafsvík sl. föstudag. Heilsugæslustöðin verður fyrir Ólafsvíkurhérað sem auk Ólafsvíkur nær yfir Neshrepp utan Ennis, Breiðuvíkurhrepp, Staðarsveit og Fróðárhrepp. Húsið, sem byggt er eftir teikningum Jóns Haraldsson- ar arkitekts, er hið glæsilegasta og stendur ofarlega í bænum uppundir svonefndri Tvísteinahlíð skamrnt frá þar sem Ólafsvíkur- gil fleytir vatni sínu í bæjarfossi fram af hliðarbrúninni. Húsið er 740 fm að stærð og verkfræðiteikningar voru unnar af Verkfræði- stofu Stefáns Ólafssonar. Þama er rúmt um bygginguna að öðru leyti en því að hlíðarfótur- inn er rétt við lóðamörkin. Snjóavet- uma 1983 og ’84 kom í ljós að snjóhengjur setjast þama í brúnina svo að ekki þótti tryggt um mann- virki er þær féllu. Þá var þetta hús þegar risið af gmnni. Nú er hins vegar búið að setja upp sérstakar snjóvamargirðingar uppi á brún- inni. Neðan úr byggðinni minna þær á menn í varðstöðu. Þetta er eins- konar vamarlið. Allmargt gesta var við vígsluna sem hófst með því að Kristófer Þorleifsson héraðslæknir og for- maður stjómar heilsugæslustöðvar- innar bauð gesti velkomna. Þá lýsti hann byggingarsögu hússins. Til- boð í bygginguna vom opnuð 28. júlí 1981. Tekið var eina tilboðinu sem barst það var frá Jóni Ólafs- syni, byggingarmeistara í Hafnar- firði, að upphæð rúmar 4 milljónir. Hóf hann framkvæmdir við jarð- vinnu 1981 og skilaði verkinu í árslok 1982. Undirverktakar vom Sævar Þóijónsson málarameistari, Þráinn Þorvaldsson múrarameistari og Jón og Trausti rafverktakar. 1983 fór fram útboð á vegum fram- kvæmdadeildar Innkaupastofnunar í að fullgera húsið. Tekið var lægsta tilboði frá Trésmiðjunni P.P. Gmnd- arfírði að upphæð 8,7 milljónir sem var 85,2% af áætlun hönnuða. Skil- aði trésmiðjan húsinu fullgerðu 1985. Undirverktakar vom tré- smiðjan Borg, Sauðárkróki sem sá um innréttingar og hurðir, Ásgeir Valdimarsson var með pípulagnir, Rúnar Gúfstafsson rafVerktaki, Halldór Jónsson múrarmeistari sem sá um múrverk, blikkver á vegum Breiðfjörðsblikksmiðju og Sævar Þóijónsson sá um málningu og Hans Þ. Jónsson um dúkalagningar. Kristófer beindi þökkum til allra félagasamtaka og einstaklinga sem gefið höfðu gjafír til hússins og þakkaði öllum þeim sem að höfðu staðið. Þá tók til máls Páll Sigurðs- son ráðuneytisstjóri, bar hann kveðjur og ámaðaróskir frá heil- brigðisráðherra Ragnhildi Helga- dóttur sem ekki komst vegna anna hjá ríkisstjóminni og lýsti Páll síðan yfír formlegri opnun hússins. Ólafur Ólafsson landlæknir talaði einnig. í máli hans kom fram að fleiri lang- vinnir sjúkdómar ásóttu þjóðina nú en áður. Sömuleiðis hefði vinnu- streyta tvöfaldast á síðustu 10-15 ámm. Hann gat þess líka að það væri óheppileg atvinnustefna að víkja heilbrigðu eldra fólki úr vinnu þegar að vissum aldri væri náð og taldi meiri heilsuvemd í því að leyfa þessu fólki að vinna sig smám sam- an út af vinnumarkaðnum. Einnig gat landlæknir þess að hvað sem öllum stofnunum og slysadeildum liði þá væri besta heilsugæslan fal- in í fyrirbyggjandi starfí. Sóknar- gresturinn séra Guðmundur Karl Ágústsson flutti þá blessunarorð og bæn og lýsti friði yfír húsinu og starfsmönnum þess. Þá var gest- um boðið að skoða bygginguna. Eftir það var svo haldið til kaffí- drykkju í safnaðaheimili Ólafsvík- urkirkju. Þar fluttu stuttar ræður Alexander Stefánsson, félagsmála- ráðherra, sem lengi var formaður stjómar heilsugæslustöðvarinnar, Nýja heilsugæslustöðin í ÓI- afsvik, sem var vígð sl. föstudag. Krístófer Þorleifsson héraðs- læknir í Ólafsvík. Kristján Pálsson bæjarstjóri, Þórður Gíslason Ölkeldu, Ingibjörg R. Magnúsdóttir deildarstjóri í Heil- brigðisráðuneytinu, Ómar Lúðvíks- son oddviti Neshrepps og Jón Amgrímsson rafvirkjameistari, sonur Amgríms Bjömssonar læknis sem um langt árabil þjónaði Ól- afsvíkurhéraði. Ýmsir þessara ræðumanna minntust þeirra manna sem á ámm áður þjónuðu héraðinu við hin erfíð- ustu skilyrði. En allt ffá 1892 hafa læknað setið í Ólafsvík. Ólafsvíkur- læknishérað var aukalæknishérað frá 1892-1900. Læknishéraðið var stofnsett 1900 og læknissetur sett hér niður 1907 en fram til 1975 starfaði aðeins einn læknir í Ól- afsvík. Með lögum sem tóku gildi 1974 var ákveðið að læknishéraðið yrði tveggja lækna heilsugæsluum- dæmi með H-2 stöð. Formlega hófst rekstur heilsugæslustöðvar í Ólafs- vík 1. janúar 1975 og frá þeim tíma hafa oftast verið starfandi tveir læknar. Kristófer Þorleifsson hefur starfað hér síðan 1974 og er eins og fyrr sagði í stjóm heilsugæslu- stöðvarinnar. Hann er hér heilsu- gæslulæknir og auk þess héraðslæknir Vesturlands. Helgi. fllnjOT DÚNDURSAGA FYRIR UNGLINGA — EFTIR RÚNAR ÁRMANN ARTHÚRSSON SAGAN ALGJÖRIR BYRJENDUR gerlst í Reykjavík nútímans. Þar seglr frá unglingsstráknum Grímsa og fyrstu ástinni hans, kunnlngjunum og fleira fólkl veturinn sem sprengjan sprakk. Ekki alveg tíðlndalaus vetur það! Pessi fyrsta skáldsaga Rúnars Ármanns er bæðl skemmtileg og spennandi aflestrar. Dúndursaga fyrir ^ unglinga. *----- SACHS. Högg deyfar V-þýsk gæðavara þjoi nosTA pEKK'^G FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.