Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 88
Morgunblaðið/RAX
Stefán B. Stefánsson aðalféhirðir Seðlabankans, Jón Friðfinnsson fulltrúi Seðlabankastjóra og Sighvatur Jónasson aðstoðarmaður
féhirðis taka lokið af kassanum sem innihélt „Jacqueline" i fjárhirslum Seðlabankans.
Picassostyttan komin tilíslands
MÁLMSTYTTAN Jacqueline eftir Pablo Picasso, sem ekkja
hans, Jacqueline, gaf forseta íslands fyrir fjórum mánuðum,
er nú komin til íslands og var styttunni komið fyrir í fjárhirsl-
um Seðlabanka íslands í gær.
Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands fékk skeyti frá Jacqueline
Picasso í ágúst síðastliðnum sem í stóð: Viljið þér þiggja Jacqueline
- hún er yðar - þökk og vinarkveðjur. Styttan var þá á Picassosýning-
unni á Kjarvalsstöðum en var hún send utan með sýningunni í heild
til Frakklands rúmum mánuði seinna. Sem kunnugt er lést Jacquel-
ine Picasso fýrir skömmu.
Dómsmálaráðuneytið þurfti síðan að fá útflutningsleyfi hjá nefnd
sem sér um útflutning listaverka frá Frakklandi. Einnig þurfti sam-
þykki fjármála- og menntamálaráðherra Frakka til að fá niðurfelld
gjöld sem lögð eru á útflutning á listaverkum. Þetta tók sinn tíma
en öll leyfí fengust að lokum.
Styttan kom til Iandsins með Flugleiðavél frá Kaupmannahöfn en
þangað var hún flutt frá París. Komelíus Sigmundsson sendifulltrúi
hjá utanríkisráðuneytinu tók á móti styttunni og var hún flutt í lög-
reglufylgd í geymsluhvelfingar Seðlabankans.
Komelíus sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri enn búið
að fínna styttunni samastað, þar sem hún væri bæði ömgg og fólk
gæti fengið að njóta hennar og á meðan verður styttan geymd í
Seðlabankanum.
Alþjóða flugmálastofnunin:
160 mílljóiiír króna til
Flugstj ómarmiðstöðvar
Alþjóða flugmálastofnunin
mun á næsta ári hefja uppbygg-
ingu flugstjórnarmiðstöðvar i
Reykjavík fyrir 160 milljónir
króna, sem greiddar verða af
STJÓRN ISNO ákvað á fundi
sinum lun helgina að stórauka
rekstur fyrirtækisins og fram-
Jeiðslu á laxi. Að sögn Eyjólfs
Konráðs Jónssonar, stjórnar-
formanns fyrirtækisins, var
meðal annars tekin ákvörðun um
að auka kvíaeldi úr 100 tonnum,
sem verið hefur framleiðslan í
eldisstöðvum fyrirtækisins i Lón-
um í Kelduhverfi og Klettsvík í
Vestmannaeyjum á undanförau
>^im ára reynslutímabili, í 300
alþjóðlegum aðilum. Hér er um
að ræða uppbyggingu á sjálf-
virkum búnaði, hugbúnaði, sem
mun auka mjög öryggi flugs á
Norður Atlantshafi og styrkja
tonn á næsta ári.
Eyjólfur Konráð sagði að jafn-
framt hefði verið ákveðið að auka
seiðaframleiðslu til hafbeitar í Lón-
unum þannig að innan tveggja ára
verði sleppt 2 milljónum seiða í stað
20 þúsund. „Miðað við reynslu af
endurheimtun ætti það að skila um
það bil 500 tonnum á ári“, sagði
Eyjólfur Konráð. „Varðandi kvía-
eldið þýða þessar ákvarðanir að í
stað 100 tonna gæti framieiðslan
mjög flugstjórn á Islandi.
Haukur Hauksson vara flug-
málastjóri sagði í samtali við
Morgunblaðið að Tækninefnd ICAO
hefði samþykkt verkefnið á fundi
orðið á annað þúsund tonn.“
Eyjólfur Konráð sagði að rann-
sóknimar, sem staðið hafa yfír á
undanfömum árum, bentu til að í
Lónum væri hægt að framleiða allt
að 10 milljón gönguseiði og í
Klettsvík allt að 1000 tonnum.
Hann sagði að innan skamms yrði
tekin ákvörðun um hvort reyna eigi
hraðeldi á Öxnalæk í Ölfusi, þar
sem félagið á stöð sem ekki hefur
verið rekin að undanfömu.
sem hann sat á fyrir skömmu, en
það verður formlega afgreitt hjá
fastaráði Alþjóða flugmálastofnun-
arinnar, ICAO Council, á næstu
dögum. Verkið verður framkvæmt
á tímabilinu 1987-1990, en þá má
gera ráð fýrir framkvæmd annars
áfanga upp á 70 milljónir króna.
Þegar allri framkvæmdinni verður
lokið á að vera unnt að sjá alla flug-
umferð á Norður Atlantshafinu á
skjá í Flugstjómarmiðstöðinni í
Reykjavík. Þar mun einnig koma
fram aðvömn um nálgunarhættu
flugvéla og verður um að ræða sjálf-
virka tengingu við aðrar flugstjóm-
armiðstöðvar.
Þessi nýi búnaður mun auka
mjög afköst flugstjómar á íslandi,
en þrátt fyrir að búist er við 3%
aukningu í umferð á næstu árum
er ekki gert ráð fyrir fjölgun á
starfsfólki, því aukin sjálfvirkni á
að sinna aukningunni. íslendingar
eiga að greiða 5% af framkvæmd-
inni, en í rauninni er hagnaður
þeirra 5% af kostnaði, því til fs-
lands verða greidd 10% umfram
kostnaðaráætlun.
^SNO stóreykur framleiðslu á laxi;
Þreföldun kvíaeldis
— úr 100 tonnum í 300
Snjóflóðahætta
á Flateyri:
Fólk flutt
úr efstu
húsunum
UM þijátíu manns á Flateyri
fluttu af heimilum sinum í gær
í öryggisskyni vegna hættu á
sqjóflóðum. Mikil snjókoma var
á Flateyri í gær og raunar hefur
óvenjumikil snjókoma verið þar
vestra síðustu vikurnar miðað við
árstima.
Kristján Jóhannesson, sveitar-
stjóri á Flateyri, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að ákveðið
hefði verið að flytja fólkið úr efstu
húsunum í bænum þar sem talin
var hætta á snjóflóðum eftir að svo
miklum snjó hafði kyngt niður á
harðfenni. „Þessi hús eru á hættu-
svæði og þar sem við höfum ekkert
séð í fjallið í dag vegna snjókom-
unnar og vitum þar af leiðandi ekki
hvemig ástandið er var talið rétt
að flytja fólkið í öryggisskyni,"
sagði Kristján. Hann sagði að fólk-
ið hefði fengið inni hjá vinum og
kunningjum í bænum.
Keflavík:
Samning-
arnir sam-
þykktir
Keflavík.
KJARASAMNINGAR Alþýðu-
sambands íslands og Vinnuveit-
endasambands íslands voru
samþykktir samhljóða á fundi í
Sjómanna- og verkalýðsfélagi
Keflavíkur og nágrennis í gær-
kvöldi en verkalýðsfélög þurfa
að hafa tekið afstöðu til samning-
anna fyrir 19. desember eigi þeir
að gilda frá 1. desember.
Karl Steinar Guðnason formaður
Sjómanna- og verkalýðsfélags
Keflavíkur talaði fyrir samningun-
um á fundinum og lagði hann til
að þeir yrðu samþykktir samhljóða
þar sem þeir væru eitt merkasta
samkomulag sem gert hefði verið
lengi milii aðila vinnumarkaðarins.
Vegna mistaka í fundarboðun
voru aðeins 16 manns á fundinum
en félagar eru um eittþúsund.
B.B.
DAGAR
15 TIL JÓLA