Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 16

Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Siómannsævi „VIÐ ERUM ÖLL HRÆDD“ Békmenntir Erlendur Jónsson Jón Steingrímsson: UM HÖF TIL HAFNA. 203 bls. Vaka/Helga- fell. Reykjavík, 1986. Jón Steingrimsson skrifar léttan stíl og lipran. Hispurslaus er hann og hreinskilinn og nefnir hlutina sínum réttu nöfnum. Sjómannsævin er um margt ólík annarra manna ævi. Sjómaðurinn siglir um heimsins höf. Og sam- kvæmt dægurtextum á hann kærustu í hverri höfn. Kannski er það nú ekki alltaf svo ævintýra- legt. En ef farmaðurinn er opinn fyrir því sem hann sér og reynir hefur hann sannarlega mörg tæki- færi fram yfir landkrabbann til að skoða lífið í þess fjölbreytilegustu myndum — og kannski líka njóta þess! Og sú hefur einmitt orðið raunin um Jón Steingrímsson. Þetta er ævintýrasaga. Fyrsti kaflinn ber yfirskriftina Spíri í blíðu og stríðu. Spennandi leynilögreglusaga! Að minnsta kosti fyrir þá sem þátt tóku í áhættunni. Allar stóru ráðagerðimar voru í þann veginn að takast. Dæmið var í þann veginn að ganga upp. Allt var komið áfallalaust á land, meira að segja í trygga geymslu. Þá varð Jón Steingrímsson nauðaómerkilegt atvik til að koma upp um smyglarana. Bflstjóra, sem keyrði ögn af góðgætinu, fipaðist þegar hann sá lögreglubfl. Og glopraði svo út úr sér leyndarmálinu — óspurður! ». . . þar með endaði vist mín hjá Eimskip.« Og nú hófust farmannsárin fyrir alvöru. Það lá fyrir sögumanni að sigla um öll heimsins höf og koma við í höfnum þar sem fyrir voru — ef ekki hvítir — þá gulir eða svart- ir. Sögumaður varð að taka því sem að höndum bar, umgangast þá sem forsjónin lét verða á vegi hans, hvort sem þeir voru sælir eða vesl- ir, skemmtilegir eða leiðinlegir. Mannlífsmyndimar, sem Jón dregur upp, eru breytilegar eins og öldur hafsins en yfirhöfuð skýrar. Hann hefur verið æðrulaus í blíðu og stríðu. Og þar kemur að síðasta sjóferðin er á enda. Sögumanni eru færð blóm. Lengi eru þau að fölna. En blikna þó að lokum. Þannig fer og um endurminning hveija. Hvalir og hvaðeina heitir einn kaflinn í bókinni. »Sjómenn sjá allt- af eitthvað nýtt,« segir þar, »en enginn dagur er öðrum líkur og sprellandi flskar, ferlíki og fuglar auka á fjölbreytnina.« Sá sem nemur raddir náttúrunn- ar skilur mannlífíð betur. Jón segir skilmerkilega frá skepnum þeim, stórum og smáum, sem við augum blasa þegar horft er út yfír borð- stokkinn í heitu höfunum. Um hvalinn segir Jón sérstaklega: »Það er sagt að hann sé drepinn of grimmt og honum sé.því óðum að fækka. Mikill fjöldi má þá hafa verið af honum áður en þeir hófu þetta linnulausa dráp, því enn sést hann um allan sjó og oft í hópum.« Fyrra bindi þessara endurminn- inga, sem kom út í fyrra, var vel læsilegt; og fjörlegt með köflum. En þetta síðara er að mínum dómi skemmtilegra. Sögumaður hefur frá svo mörgu að segja, hefur lifað svo viðburðaríka ævi, séð og heyrt svo margt og kynnst svo mörgu, að minningasjóðurinn sýnist nær óþrjótandi. Og Jón Steingrímsson kann að segja frá. Bókmenntir Jenna Jensdóttir Rúnar Ármann Arthúrsson. Algjörir byrjendur. Svart á hvítu. Reykjavík 1986. Sagan hefst á sprengingu í Norðurmýrinni í Reykjavík. Strák- arnir Grímur og Páll, skólabræður og vinir, hafa komist yfir dínamít- túpur og sprengja þær við Gunnarsbrautina. Rúður brotna, lögreglan kemur og allt verður vitlaust. Þeir leggja á flótta og komast undan. Grímsi hlýtur sár á hné á flóttanum. Þeir skrökva til um að hann hafi dottið á mótor- hjóli. Grímsi ber söguna uppi. Ymist er hann í fyrstu persónu, eða höf- undur teflir honum fram eins og öðrum persónum sögunnar. Grímsi á heima hjá foreldrum sínum. Systkinin eru þrjú. Faðirinn er ofbeldishneigður óreglumaður. Vinur hans, Palli, á fráskilda móð- ur og fjögur systkini. Þeir eru fyrirferðarmiklir og athafnasamir unglingar, forvitnir um efni og efnasambönd, en ekki haldnir skemmdarfýsn. Þeir eru Rúnar Ármann Arthúrsson duglegir í námi og hanga ekki á Hlemmi. Þeir lesa mikið og eru ekki hrifnir af myndböndum. Palli kann Islendingasögurnar utan að og mælir spaklega. Heimilislíf Grímsa er ömurlegt. Stundum fær hann að gista hjá Palla. Þar er allt betra, þótt mamma hans sé á kafí í „kvenna- menningu" og er því sjaldan heima. Ömmur Gríms og annar afi koma nokkuð við sögu. Stund- um á hann skjól hjá þeim, sérstak- lega ömmu á Vesturgötu, sem átti föður Grímsa í lausaleik. Fróð- leikskona og öll í fortíðinni. Hún gefur Grímsa Mannamun eftir Jón Mýrdal. Grímsi les bókina og finnst hún minna sig á spennu- myndir í sjónvarpi. Þótt Grímsi hangi ekki á Hlemmi kynnist hann ýmsum þátt- um mannlífsins, þegar hann er í slagtogi við sér eldri unglinga, eins og Tomma sem á tryllitæki og býður Grímsa á ball með sér í Mosfellssveit. Umkomuleysi og áhyggjur hertaka Grímsa, þegar hann veit að foreldrar hans ætla að skilja. Putti bróðir hans sem eru tíu ára getur verið með móður þeirra. En hann? Flest er betra en að vera heimilislaus. Grímsi hefur verið í sveit, þar er allt öðruvísi en í Reykjavík, en ekkert betra. Höfundur er varfærinn og skiln- ingsríkur er hann lýsir því, þegar Grímsi var skotinn í skólasystur sinni er þau voru í þrettán ára bekk. „Hvemig getur maður hald- ið áfram að vera skotinn í stelpu sem er ekki lengur til? Ég hélt ekki að krakkar á okkar aldri gætu dáið svona upp úr þurru." Sá kafli sögunnar er mjög vel gerður. Ljóðið sem höfundur lætur Grímsa yrkja og senda telpunni á spítalann nær vel bamslegu sak- leysi ungrar ástar. Vel er lýst hugsunum Grímsa, þegar hann selur fombókasala „Mannamun" til þess að geta boð- ið Lukku, jafnöldru sinni (15 ára), á hljómleika í Höllinni. Þetta er efnismikil saga. Hún er að því leyti ólík unglingabókum, sem nú ber mest á, að hér er lífið sjálft í sviðsljósinu, með flestum sínum tilbrigðum. Líf fólks á öllum aldri fléttast inn í frásögnina og gerist eins og það er. Stundum næsta raddafengið af hálfu þeirra fullorðnu og verður þá eins og holskefla á líf óharðnaðra ungl- inga. Höfundur er óagaður í stílbrögðum sínum. Stuttar setn- ingar, sem gjaman byija á sögn, setja blæ sinn á stflinn og gera hann skýrslukenndan. Það skapar lausung í frásögn, af því að það er tílviljun háð en ekki formfestu hvenær slíkar setningar birtast. Að mínu mati er þetta ágæt saga sem sýnir naktar staðreyndir úr lífi þess fólks er hún íjallar um. Frágangur á bókinni er góður. ALUR VTOVEVCAR DREUNIR ÚT Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.