Morgunblaðið - 12.12.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986
þöndunum ■
Hlýir hanskar úr geitaskinni
hjálpa í vetur.
Mjúkír - en sterkir, fóðraðir
með akryl og polyuretan
sem heldur hitanum inni og
hleypir rakanum út.
Fyrir alla - stærðir 7-10.
Heildsölubirgðir,
SEXTÍU OG SEX NORÐUR
SJÓKLÆÐAGERÐIN HF
Skúlagötu 51 Simi 11520
stjómamefnd Rikisspítalanna með
því miðstýringarvaldi, sem því fylg-
ir. Það yrði þá að breyta lögum
þannig, að tryggt væri að spítalinn
gæti starfað áfram sem sjálfstæð
stofnun með sjálfstæðri stjóm, þó
svo að hann heyri undir yfirstjóm
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins.
Annar möguleiki á að hindra
slíka miðstýringu er myndun sjálfs-
eignarstofnunar, sem reki Borg-
arspítalann. Slíkt fyrirkomulag er
á Landakotsspítala. Sá spítali er á
föstum fjárlögum, en rekinn sem
sjálfseignarstofnun og hefur það
gefist vel.
Starfsmannaráð Borgarspítalans
vill beita öllum ráðum til að tryggja
sjálfstæði spítalans og til að hindra
að hann fari undir stjómamefnd
Ríkisspítalanna. Starfsmannaráð
hefur því farið fram á viðræður við
borgarstjóm Reykjavíkur um
myndun sjálfseignarstofnunar, sem
reki Borgarspítalann ef af sölu
verður. Við höfum ekki fengið neitt
svar frá Borgarstjóm Reykjavíkur
hvort hún sé tilbúin til viðræðna
um þessi mál, og bíðum við enn
eftir því svari.
Ég álít, að með þessu séum við
starfsmenn ekki að bjóðast til að
kaupa og reka spítalann, flest okk-
ar þiggjum ekki laun, sem bjóða
upp á að kaupa eitt stykki spítala
af því sem við eigum afgangs af
launum okkar.
Hver sem niðurstaðan verður um
sölu á Borgarspítalanum bið ég
þingmenn og borgarfulltrúa að
standa með okkur í að tryggja sjálf-
stæði spítalans þannig, að við
getum áfram tryggt sjúklingum
okkar góða þjónustu, en það er
það, sem fyrst og síðast vakir fyrir
okkur með þvi að mótmæla sölu
spítalans.
Höfundur er aðstoðaryfirajúkra-
þjálfari og varformaður í Starfs-
mannaráði Borgarspítalans.
ObOO nnnrt ~_____
m 7mZ f
..... 1
*•
0300 0000 0002 5b0
0WIKI NAINHUUen ^ðndfihflHbj i
SKS..1ÍÍI', n°shanM lelancls
. ...
aoas rigJt
■*k
•tsri'
*W6uh
ankinn hf
■
°8°° oooo 000:c
fs/s uu°2 Slon
“ •‘“íitil!,, ‘KtiT.7;,
Bankakortið - tákn um traust tékkaviðskipti
Alþyöubankinn - Búnaðarbankinn - Landsbankinn - Samvinnubankinn
Útvegsbankinn - Verzlunarbankinn - Sparisjóðirnir
Vinsamiegast
FRAMVÍSIÐ BANKAK0RTI
þegar þið greiðið með tékka
Reykjavík og Kópavogur:
Kveikt á jóla-
trjánum
um helgina
JÓLASVEINARNIR eru nú á leið
til byggða og verða viðstaddir
þegar kveikt verður á jólatrjám
í Kópavogi og Reykjavík nú um
helgina. I Kópavogi fer athöfnin
fram við Hamraborg 12 klukkan
15.30 á laugardag og í Reykjavík
verður kveikt á jólatrénu á Aust-
urvelli klukkan 15.30 á sunnu-
dag.
Jólatréð í Kópavogi er gjöf frá
vinabæ Kópavogs í Svíþjóð
Norrköping. Dagskráin hefst með
því að Skólahljómsveit Kópavogs
leikur. Þá afhendir sendiherra
Svíþjóðar á íslandi jólatréð fyrir
hönd bæjaryfirvalda í Norrköping.
Skólakór Kársness syngur og félag-
ar úr Leikfélagi Kópavogs flytja
skemmtiþátt, að ógleymdri heim-
sókn jólasveinanna.
Jólatréð á Austurvelli er sem
fyrr gefið af Oslóborg og að lokinni
hefðbundinni athöfn við afhendingu
trésins munu jólasveinamir koma
fram á þaki Kökuhússins, við hor-
nið á Landsímahúsinu.
Starfsmenn Reykjkavíkurborgar koma jólatrénu fyrir á Austurvelli á miðvikudag. Morgunblaðið/RAX (úr fréttatilkynningum.)