Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 30

Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Austanvindar eftir Ha.uk Benedikts- son Viðbrögð manna við hugmynd borgarstjóra um að selja Borg- arspítalann eru með ýmsu móti. Því er ekki að neita að sala á allri sjúkraþjónustu heillar höfuðborgar er nýmæli, sem menn gerðu sér ekki grein fyrir að kæmi uppá. Úr því að svo er, hlyti það að vera áþekkt því að selja bæjarútgerð, heykögglaverksmiðju og þang- mjölsverksmiðjur, sem mælst hefur vel fyrir. Almenningi hefur ekki verið gerð grein fyrir því að sala á félagslegri þjónustu gæti verið ann- ars eðlis. Menn treysta eðlilega á dóm- greind þeirra fulltrúa, sem þeir hafa kosið til að fara með stjórn borgarinnar. Reynslan sýnir að það er ekki einhlítt og má segja að ekki komi að sök í minniháttar málum ef menn læra af reynslunni. En þegar um grundvallaratriði er að ræða eins og í þessu tilfelli er of seint að vakna, þegar skaðinn er skeður. Sú spurning vaknar fýrst hvað það sé, sem rekur borgarstjóra til þessara viðbragða að selja allar sjúkrastofnanir borgarinnar vegna fýrirhugaðs flutnings á fjárlög. Landssamband sjúkrahúsa hélt fund með heilbrigðismálaráðherra í des. á sl. ári til að mótmæla þá fyrirhuguðum flutningi 15 sjúkra- húsa á fjárlög þessa árs sem nú er að líða, án nokkurs undirbúnings. Leiddi það til þess að flutningi var frestað og nefnd sett í málið. Nefnd þessi mun hafa skilað áliti, sem hefur lítið verið kynnt fyrir aðilum málsins. Þó er talið að í því plaggi sé ekkert um meginatriði málsins. Ástæður fyrir mótspymu við að fara á íjárlög voru í fyrra og eru enn hinar sömu. Þær eru kröfur um raunhæfa áætlanagerð, sem byggist á skýrri ákvörðun um verk- svið hvers spítala og mönnum einstakra deilda samkvæmt því. Það þarf að fylgja traustur fram- reikningur á verðlagsbreytingum. Þá verður að gera kröfur til þess að til staðar sé í heilbrigðisráðu- neyti fagleg stjórnsýsla til trúverð- ugrar ákvarðanatöku og ráðgjafar. Að uppfylltum þessum skilyrðum eru sjúkrahúseigendur reiðubúnir til að bera ábyrgð á kostnaði, sem stofnað er til utan þess ramma. Ekkert af framanrituðu er til staðar og meðan svo stendur, er fjarstæða að taka þá fjárhagsábyrgð sem óhjákvæmilega fylgir flutningi á flárlög. Kröfur þessar eru nú ekki aðrar en flestir gera til sjálfs sín. Þetta hefur borgarstjóri gert sér grein fyrir, en viðbrögð hans um sölu hljóta að byggjast á því að hann sitji með úrslitakosti frá ríkis- valdinu um flutning á fjárlög og þá frá fjármálaráðherra og/eða heilbrigðismálaráðherra (Sjálfstæð- isflokksins). Sé þama rétt til getið eru við- brögð borgarstjóra rökrétt til að fá umræðuna upp á borðið og knýja stjómvöld til viðræðna (án þess að selja). Landssambandinu tókst að hræða heilbrigðisráðherra frá þess- um aðgerðum á síðasta ári og borgaryfírvöldum er engin vorkunn að gera það nú. Við skulum ekki sleppa því úr umræðunni, að flutningur á fjárlög nær til allra sjúkrahúsa sveitarfé- laga í landinu. Það hefur fallið í skuggann af þessari uppákomu með Borgarspítalann. Þannig gæti ríkið verið í þeim hugleiðingum að kaupa öll sjúkrahús landsins. Að þau hafa ekki verið boðin til sölu styður þá skoðun mína að menn líta á við- brögð borgarstjóra meira sem tilraun til að fá í gang raunhæfa umræðu um málið. Eg varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá að taka þátt í undirbún- ingi og rekstri Borgarspítalans frá upphafí og mótun þess starfs, sem þar fer fram. Einnig sat ég í hinni frægu daggjaldanefnd frá upphafí 1969 til 1985. Þess vegna tel ég ekki úr vegi, þótt ég sé horfínn af þessum starfsvettvangi, að greina frá minni reynslu og þekkingu á þessum málum ef hinn almenni borgari yrði einhvers vísari. Hver er munur á dag- gjöldum og fjárlögnm í lok 6. áratugarins var svo kom- ið að sjúkrahús landsins voru komin í þrot vegna óraunhæfra fjárveit- inga. Þá lék ríkið þann ljóta leik að halda af ásettu ráði niðri greiðsl- um til sjúkrahúsa í „spamaðar- skyni" eins og raunar núna, en þá greiddu sveitarfélög 40% rekstrar- kostnaðar. Var svo komið, að sveitarfélög, sem ráku sjúkrahús, sátu uppi með 30—40% halla, jafn- vel þótt hann væri tilkominn vegna sjúklinga frá öðrum sveitarfélögum. Vegna þessara aðstæðna var Landssamband sjúkrahúsa stofnað til að fá leiðréttingu á þessu ófremd- arástandi. Fékkst þá fram endur- skoðun á lögum um almannatrygg- ingar þar sem sett var á stofn daggjaldanefnd, sem hefur það hlutverk, að ákveða daggjöld og gjaldskrár sjúkrahúsa á þann hátt að heildartekjur stofnana miðist við að standa straum af eðlilegum rekstrarkostnaði, enda séu gjöldin í samræmi við hagkvæman rekstur og þá þjón- ustu sem stofnunin veitir. Nefnd þessi hefur ákveðið dag- gjöld frá 1. jan. 1969. Fyrsta áratuginn voru afgreiðslur nefndar- innar mjög í samræmi við rekstrar- kostnað. Sjaldgæft var að rekstrarhalli væri yfir 4—5%. Síðar þegar ráðherra fór að krukka í ákvarðanir nefndarinnar með því að seinka gildistöku hækkana svo og með vaxandi verðbólgu fóru hlutimir úr skorðum. Ég minni á að á þessum ámm fram til 1983—’84 var öllum opin- bemm þjónustustofnunum landsins úthlutað gjaldskrám af hálfu stjóm- valda án nokkurs tillits til rekstrar- kostnaðar. Þannig vom flest þjónustufyrirtæki sveitarfélaga komin á vonarvöl þegar þessum gjömingum linnti. Má þar til nefna hitaveitúr, rafmagnsveitur o.fl. Nú hafa þessi fyrirtæki reist við með eðlilegum viðskiptaháttum. Sala á Hitaveitu Reykjavíkur á þeim tíma þætti varla í dag teljast til heilla- ráða. Er þetta algjörlega sambæri- legt við daggjöld sjúkrahúsa á þessum ámm, nema að þrengingum sjúkrahúsanna linnti ekki og enn búa þau við þessar aðstæður. Mest hef ég undrast þá stjómvisku að svo til ekkert starfslið hefur unnið að þessum málum hvorki fjárhags- hlið þeirra né faglegri. Lengst af var einn maður í íhlaupavinnu við alla útreikningsvinnu og upplýs- ingasöfnun og ekki hefur þótt ástæða til að stofna til neinnar fag- legrar stjómsýslu um sjúkrahúsmál þrátt fyrir stöðugar tilraunir lands- sambandsins um úrbætur. Að sjálfsögðu hefur þetta sleifarlag leitt til handahófsákvarðana, sem lýsa sér aðallega í því að vanáætla daggjöld og bæta síðan vanáætlun- ina á næsta ári á eftir. Með því að bæta rekstrarhalla á næsta ári er nefndin að sjálfsögðu að viðurkenna getuleysi sitt til réttrar ákvarðana- töku vegna skorts á upplýsingum. Varla er hún að greiða rekstrar- kostnað, sem stofnað er til utan við eðlilegan rekstur. Með þessum vinnubrögðum hefur starfsmanna- spamaður snúist upp í 50—100 millj. króna vaxtagreiðslur á ári. En þannig hafa sjúkrahúsin á end- anum fengið allan sinn kostnað greiddan. Engin ástæða er til að ætla að vinnubrögð verði með öðmm hætti við gerð fjárlaga. Þannig er nú í fjárlögum gert ráð fyrir um 5% þenslu á næsta ári og ekki gert ráð fyrir að bæta meiru verði það raun- in. Á sama tíma gerir Reylqavíkur- borg ráð fyrir 10—15% þenslu í sinni fjárhagsáætlun. Það verður ekki með neinu móti gert upp á milli þessara greiðsluaðferða, ef sami aðili framkvæmir þær á sama hátt. Hins vegar eru tvö atriði sem skipta meginmáli og það er að á fjárlögum má slá því föstu, að fenginni reynslu, að sjúkrahúsin verði látin sitja uppi með „rekstrar- halla“ sem getur orðið til vegna duttlunga embættismanna eða þess að menn vilja ekki afla traustra upplýsinga. Ánnað er að við flutn- ing á fjárlögum fellur niður öll kostnaðarþátttaka sveitarfélags- ins og þá þarf ekkert að tala við sveitarstjómir meira um áhrif á þróun mála. Sporin hræða Ríkisvaldið hefur alla tíð verið dragbítur á allan sjúkrahúsrekstur í landinu, og hér væri skrítið ástand, ef frumkvæði sveitarstjóma og líknarfélaga hefði ekki komið til. Sagan er svo skýr að sveitar- stjómarmenn hafa enga afsökun ef þeir flýja frá þessu verkefni og láta sjúkrahúsin grotna niður í höndum þeirra, sem virðast hvorki hafa vilja né getu til að sinna þeim á viðunandi hátt. Á það má minna að ef ríkið yfirtekur allan sjúkra- húsrekstur, er ísland eina landið vestan jámtjalds, sem telur sér henta það stjómkerfi. Öll Norð- urlöndin hafa undanfama 2 áratugi unnið markvisst að því að flytja allan rekstur heilsugæslu og sjúkra- húsa út til sveitarfélaganna þ.e. þeirra sem gerst eiga að vita hvar skórinn kreppir. Ég tel ekki ástæðulaust að minna Reykvíkinga á eftirfarandi þegar menn hugsa til algjörs ríkisrekstrar. Reykjavíkurborg byggði fæðing- ardeild í samvinnu við ríkið á 5. áratugnum og skyldi þátttaka borg- arinnar tryggja fæðandi konum fullkomna þjónustu. Eftir tíu ár var stór hluti kvenna farinn að fæða böm sín á göngum og baðherbergj- um deildarinnar. Engum fortölum varð við komið. Borgin setti á stofn, á eigin kostnað, fæðingarheimilið við Eiríksgötu til að bjarga málum. Var það bráðabirgðaaðgerð, sem átti að leysa vandann þar til ríkið sæi að sér. Það starfar enn. Borgin sinnti illa sjúkrahúsþörf borgarbúa fyrr á árum en þegar hún tók loks til hendinni og hóf byggingu Borgarspítala um 1950 vom veitingar svo knappar af hálfu ríkissjóðs að húsið var aðeins rúm- lega fokhelt árið 1962. Þá brast þolinmæði borgaryfírvalda og var ákveðið að hraða framkvæmdum Haukur Benediktsson „Það er af og frá að meirihluti Reykvíkinga sé tilbúinn til að fylgj- ast með austur fyrir járntjald, en ferðinni er heitið þangað. Fram- sóknarflokkurinn, sem undanfarin ár hefur barist fyrir sölu Borg- arspítalans, hefur ekki riðið feitum hesti frá því trúboði.“ vegna lélegs ástands í sjúkrahús- málum í borginni. Framkvæmdum var hraðað án alls tillits til fjárveit- inga ríkisins og var spítalinn tekinn í notkun á árunum 1965—1970. Þar lagði borgin til óhemju íjármagn fyrir ríkið, sem tók 10—12 ár að fá endurgreitt óverðtryggt þ.e. skuldin var aldrei borguð. Þetta gerðu menn áreiðanlega ekki að gamni sínu, heldur því að nauðsyn brýtur oft lög. Á sama hátt hafa borgaryfirvöld byggt og rekið Grensásdeild, Amarholt, Hafnar- búðir, Hvítaband o.fl. Ríkið tók engan þátt í þessum byggingum. Borgarspítalinn hefur þróast mjög farsællega frá upphafí og verið eigendum og starfsfólki til mikils sóma. Þar hefur verið haldið uppi miklu frumkvæði á ýmsum sviðum, og tekin upp ný þjónusta, við sjúklinga, sem ella hefði ekki komið fyrr en miklu síðar. Til upp- rifjunar má geta þess að á sínum tíma var 2 heilaskurðlæknum „smyglað" til landsins og sett upp heilaskurðlækningadeild. Þannig var útrýmt flutningi á hundruðum sjúklinga til uppskurðar erlendis (í óþökk heilbrigðisyfírvalda) en með góðum stuðningi borgaryfírvalda. Borgarstjórinn samþykkti kaup á fyrsta tölvusneiðmyndatæki sem kom til landsins. Þá höfðu slík tæki verið í notkun um 10 ára skeið á hinum Norðurlöndunum. Þótt tækið væri keypt gamalt frá Noregi spar- aði það fjölda fólks utanferðir og aðrir fengu lífsnauðsynlegar rann- sóknir og meðferð löngu áður en stjómvöld vöknuðu. Ríkið vildi eng- an þátt eiga í þessum kaupum og lét borgina greiða full aðflutnings- gjöld. Svona mætti lengi telja. Allt sem hér er upp talið var ekki stranglega löglegt skv. bók- stafnum, en ástæðan fyrir þessum ávirðingum var sú að Reykvíking- ar hafa aldrei sætt sig við sinnuleysi ríkisvaldsins í heil- brigðismálum. Kannski það sé að breytast. Borgarspitalinn Er ekkert annað til ráða en ríkisrekstur Vitanlega er hægt að reka sjúkrahúsin áfram á vegum sveitar- félaga eins og hingað til, en Alþingi hefur brenglað svo tekjuöflun þeirra að þau eru að verða vanmegnug til alls nema halda ráðstefnur um getuleysi sitt. Þessu er að sjálf- sögðu hægt að breyta aftur í fyrra horf, þegar sveitarfélög greiddu 40% kostnaðar við sjúkrahúsrekst- urinn. Það virðist bara ekki vera vilji fyrir því á Alþingi. Borgaryfírvöld hafa margreynt að fá ríkið til samstarfs um verka- skiptingu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Sett var á stofn nefnd til að vinna að þessu verkefni fyrir mörgum ámm, en ráðuneytismenn svæfðu hana eftir nokkra fundi. Þegar Landakotsspítali komst í eigu ríkisins opnuðust möguleikar til mikilla skipulagsbreytinga. Þeir vom ekki notaðir og spítalinn af- hentur hópi manna úti í bæ til að ráðskast með. Hver segir að sömu vinnubrögð verði ekki viðhöfð nú. Nærtækasta leiðin og sú sem sjálfsagt flestir gætu sætt sig við meðan þessi hringlandaháttur gengur yfir, er að fresta öllum breytingum meðan menn eru að ná áttum og endurskoðun fer fram á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á heilbrigðismálum í heild. Þetta mál snertir ekki bara Borgarspítalann heldur öl sjúkrahús landsins. Umræður um verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga hefur staðið látlaust í 30 ár án árangurs. Þar kemur gjaman fram sú hug- mynd að ríkið sjái um sjúkrahús- rekstur en sveitarfélög um heilsugæslu og málefni aldraðra. Þetta hljómar ekki svo illa fyrir ókunnuga, en þeir sem við þetta vinna eiga erfítt með að finna landamærin þegar heilsugæslan er inni á miðju gólfí í sjúkrahúsinu úti á landsbyggðinni eða skera úr um vistun aldraðra á spítala ríkisins eða öldrunarstofnun sveitarfélags- ins. Ný stofnun? Þama yrðu opnaðar dyr fyrir eilífa togstreitu. Ekki sé ég fyrir mér lausn á sárum skorti á sjúkradeildum fyrir aldraða Reykvíkinga með því að selja allar öldmnardeildir borgar- innar og opna þær fyrir öllum landsmönnum. Ríkið hefur sl. 2 ár svo til lokað fyrir allar framkvæmd- ir á öldrunardeildum í B-álmu og verður þeim varla sinnt mikið með- an verið er að borga spítalann. Nú bregður hins vegar svo við að borg- aryfírvöld sætta sig við seinagang- inn. Heilbrigðismálaráðherra fer of geyst í þessu máli með því að ætla að knýja fram flutning sjúkrahúsa á fjárlög og þar með svipta sveitar- félög, sem þó eiga sinn hlut í byggingum, öllum yfirráðum á þvf sem þar fer fram. Það sem hér hefur verið rakið er ætlað til þess að sýna fram á að ríkisvaldið er alls ófært til að yfírtaka rekstur sjúkrahúsa sveitar- félaga, enda engin ástæða til, vegna þess að sveitarfélög eru miklu hæf- ari til þess að reka þau við eðlilegar fjárhagsástæður, enda hafa þau besta aðstöðu til að meta hvar skór- inn kreppir. Það er ástæða til að minna alla alþingismenn á það, að þeir hafa allir með tölu staðið fyrir því að útrýma þeirri valddreifingu, sem felst í því að sveitarfélög sinni mikil- vægum þjónustuhlutverkum við íbúana. Sumir þeirra hafa leynt og ljóst unnið að ríkisforsjá en meiri- hlutinn hefur talið sig andvígan miðstýringu og sovéti. Nú eru þeir komnir í meirihluta og er ástæða til að staldra við áður en lengra er haldið. Það er af og frá að meirihluti Reykvíkinga sé tilbúinn til að fylgj- ast með austur fyrir járntjald, en ferðinni er heitið þangað. Fram- sóknarflokkurinn, sem undanfarin ár hefur barist fyrir sölu Borg- arspítalans, hefur ekki riðið feitum hesti frá því trúboði. Höf'undur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Borgarspitalans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.