Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Island Myndlist Valtýr Pétursson ísland er heiti á sýningu Ólafs Sveins Gíslasonar í Nýlistasafni. Hann er einn af þeim ungu mönn- um, sem hafa stundað framhalds- nám við myndlistarskóla í Þýzkalandi að undanförnu, og er nú á ferð með sína fyrstu sýningu. Það eru myndir undir gleri, gerðar með blandaðri tækni, og nokkrir skúlptúrar, sem Ólafur hefur valið til sýningar á þessari fyrstu sýningu við Vatnsstíg. eru að jafnaði artistisk, en þama skortir mig orð á íslenzkri tungu. Listfengi mætti ef til vill tala um, en sá þáttur, sem hér um ræðir í list Ólafs Sveins, kemur afar greini- lega fram í teikningum hans og smámjmdum, en þær munu í eðli sínu snögg heilabrot um skúlptúr- verk og forvitnileg fyrir þá, er skyggnast vilja frekar í hug lista- mannsins. Ég hafði ánægju af þessum þætti listar Ólafs Sveins, en sannleikurinn er sá, að hann hefur verið heldur sjaldséður á þeim sýningum, sem yfir dynja hér í okk- ar ágætu borg um þessar mundir. Fjörutíu og sex listaverk eru alls á sýningu Ólafs Sveins. Megnið af þessum verkum eru gerð með blandaðri tækni, eins og áður segir. Eggtempera, vatnslitir, gips, marmari, akryllitur, pappír, blek og blý eru þau efni, sem Ólafur Sveinn notar við myndgerð sína, og sum verkanna í sýningarsölum safnsins skila sér ágætlega í höndum Ólafs Sveins. Einkum eru það sumar af teikningum hans, sem vöktu áhuga minn, en einnig fannst mér skúlpt- úrinn segja mér nokkuð. Það er nýlegur tónn í þessum plastísku verkum, sem unnin eru úr ýmsum efnum og sýna vissar tilraunir, sem virðast vera í mótun og gefa góð fyrirheit. En eitt virðist einkenna verk Ólafs Sveins fremur öðru: Þau Hjá eldri myndlistarmönnum okkar var þetta snar þáttur hjá mönnum eins og Jóhannesi Sveinssyni Kjarv- al. Hann átti það til að afgreiða hlutina með fáum línum á meistara- legan hátt og stundum sér maður þetta koma fyrir í verkum Kristjáns Davíðssonar. í sambandi við sýningu Ólafs Sveins er gefin út bók með teikning- um hans. Er það mjög snoturt rit, hið vandaðasta og eigulegt mjög. Teikningamar eru vel valdar og skila sér ágætlega. Þetta litla rit er til sóma þeim, sem unnið hafa, og ætti fólk að eignast það og styðja þennan unga framsækna listamann um leið. Þakka fyrir skemmtilega stund með ferskum verkum. Sauðfjárbændur í Árnessýslu: Efasemdir um aðgerð- ir Framleiðnisjóðs Á MEÐAL sauðfjárbænda í Ár- nessýslu eru miklar efasemdir um réttmæti þess að fækka sauð- fé á þann hátt sem gert hefur verið á vegum Framleiðnisjóðs landbúnaðarins að undanfömu. Á almennum bændafundi sem haldinn var um þessi mál á Borg í Grímsnesi 2. desember síðastUð- inn var ályktað í þessa vera. Benti fundurinn á eftirfarandi atriði í því sambandi: „Byggð byggist víða að lang- mestu eða öllu leyti á sauðfjárrækt. Þar sem sauðfjárbúskapur byggist meira á félagslegri samhjálp en aðrar greinar landbúnaðar getur óskipulegur niðurskurður valdið því að heil svæði leggjist í eyði, þegar þeir sem eftir verða gefast upp. Á þetta meðal allars við um nokkra staði í Ámessýslu. Með sauðflárbúskap er hægt að nýta mikið af landi sem ekki er unnt að nota til annars landbúnaðar og fullyrða má að hófleg beit skað- ar ekki landi. Ull og gærur eru mikilvæg hrá- efni til iðnaðar og skortur á þeim kippir grunni undir atvinnu fjölda fólks. Útflutningur á dilkakjöti er alltaf mögulegur og ekki vonlaust að markaðir finnist sem gefa fullt framleiðslukostnaðarverð. Jafnvel geta þær aðstæður myndast að kjöt sem verður til í hreinni óspilltri náttúru verði verulega eftirsótt. Það er því mat fundarins að við- halda beri sauðfjárræktinni í landinu. Vinna verður að því að fá viðurkenningu stjómvalda og al- mennings á mikilvægi hennar og leggja mikla áherslu á leit að mörk- uðum fyrir kindakjöt erlendis. Mælir fundurinn eindregið með því að Landsamtök sauðfjárbænda fái aðstöðu til að ráða markaðs- fulltrúa." i Vönduð dúkkurúm til sö/u Hvítmáluð með rósamynstri og einnig úr furu í þremur stærðum. Auður Oddgeirsdóttir, húsgagnasmiður, sími 99-4424 og einnig veittar uppl. í síma 91-84021.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.