Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 36

Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Utanríkisráðherrar íslands og Kanada: Gott samstarf milli landanna BrUssel. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. MATTHÍAS Á. MATHIESEN, utanríkisráðherra íslands, átti í gær einkafund með Joe Clark, utanríkisráðherra Kanada, en þeir sækja báðir fund utanríkisráðherra Norður-Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn er í Briissel um þessar mundir. „Eg notaði tækifærið til að lýsa yfir ánægju með samstarf okkar við Kanadastjórn að undan- förnu,“ sagði Matthias, „og ítrekaði mikilvægi samvinnu íslands og Kanada við að vinna gegn samtökum er beita ólögmætum aðgerðum í auglýsingaskyni fyrir baráttumálum sinum." Jacques Chirac hvetur fulltrúa á 10 ára afmælisþingi Lýðveldisflokksins til að styðja stjóm sína í við- leitni hennar til að koma á friði í landinu. Frakkland: Chirac heitir sam- starfi um deilumál París; Reuter. JACQUES Chirac, forsætisráðherra Frakklands, er reynir nú að endurheimta traust landsmanna á stjórn sinni eftir stúdentaóeirðirn- ar að undanfömu, sagði i gær að framvegis yrði haft meira samráð við aðila er hlut ættu að ýmsum málum er á döfinni væm, en ekki reynt að keyra málin í gegn með góðu eða illu. Utanríkisráðherra átti einnig óformlegar viðræður við Willy de Clercq, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjóm Evrópubanda- lagsins, í móttöku sem haldin var íranir gefa Sýr- lendingnm olíu Teheran, AP. ÍRANSKA þingið samþykkti í gær að gefa Sýrlendingum eina milljón tonna af olíu vegna stuðn- ings þeirra við málstað írana. Að sögn talsmanns utanríkis- ráðuneytisins í Teheran var ákveðið að gefa Sýrlendingum olíu vegna baráttu þeirra gegn ísraelum og vegna stuðnings þeirra við írani í Persaflóastríðinu. NÍU mönnum var bjargað undan meiriháttar snjóflóði í Himal- aya-fjöllum, sex dögum eftir að þeir grófust undir flóðinu, að sögn indversku fréttastofunnar PTI. Atburðurinn átti sér stað í ná- grenni Zojila-skarðsins í Himal- aya-fj'öllum síðla í nóvember, en spurðist ekki út fyrr en i gær. Að sögn fréttastofunnar grófst kofí, sem níumenningamir höfðust við í, undir snjóflóðinu. Var snjódýptin niður á hann þrír metrar. Voru níu- menningamir aðframkomnir og kaldir þegar þeim var bjargað. Að minnsta kosti 36 manns biðu bana í snjóflóðinu er það féll á veginn frá Srinagar til Leh. Enn er unnið að því að grafa upp milli 40 og 60 í tilefni af opnun nýrrar skrifstof í íslenska sendiráðsins í Briissel í fyrrakvöld. „Okkur gafst tækifæri til að fjalla um viðræður íslands og Evrópubandalagsins er fram eiga að fara á næsta ári,“ sagði Matthías, „en einstök atriði varð- andi þær verða rædd síðar.“ Hann sagði að það væri ljóst með tilliti til sérstöðu íslands sem físk- veiðiþjóðar, að fiskveiðiréttindi Evrópubandalagsins í íslenskri físk- veiðilögsögu yrðu ekki á dagskrá á næstunni. í samtölum við Morgun- blaðið nú í vikunni, hafa starfsmenn EB lýst því yfír, að innan banda- lagsins sé áhugi á viðræðum um fískveiðiréttindi bandalagsþjóðanna á Islandsmiðum . „Það verður ekki rætt um slíkt á meðan íslendingar eru ekki aflögufærir," sagði Matt- hías Á. Mathiesen utanríkisráherra. bifreiðir, sem grófust undir í flóð- inu. Genf, AP., Reuter. Olíumálaráðherrar OPEC- rikjanna hófu í gær viðræður í Genf um leiðir til að hækka heimsmarkaðsverð á olíu. Talsmaður forsætisráðherrans, Denis Baudouin, kvað ríkisstjómina staðráðna í að draga réttan lærdóm af atburðunum undanfarna daga, en hún hefur fengið orð fyrir að hlusta lítt á gagnrýni. Chirac hefur gefið til kynna að á næstunni muni efnahagsmál hafa forgang og ýmis Þetta var fyrsti fundur sam- takanna, síðan Ahmed Zaki Yamani lét af embætti sem olíumálaráðherra Saudi- mál er deilur hafa staðið um, verði látin bíða um sinn. Baudouin viður- kenndi, að skiptar skoðanir væm innan ríkisstjómar á því, hvemig taka hefði átt á mótmælum náms- manna og sagði að viðhorf ein- stakra ráðherra færi fremur eftir aldri en flokkum. Arabíu. Aðal hindmnin í vegi fyrir hærra olíuverði er það offramboð á olíu, sem nú er í heiminum. Því er það talið útilokað að fá fram hærra verð, nema dregið verði úr framleiðslunni. Það era einkum íran og Líbýa sem era talsmenn þess að framleiðsla OPEC-ríkj- anna verði tafarlaust skorin niður um eigi minna en eina milljónir tunna á dag. Yrði heildarfram- leiðsla aðildarríkjanna þá um 16 milljónir tunna á dag. Vandinn er hins vegar sá, að ekkert aðildarríkjanna er reiðu- búið til þess að draga úr sinni eigin framleiðslu og sum þeirra hafa meira að segja fullan hug á því að auka hana til þess að bæta sér þannig upp tekjutapið sökum Iægra olíuverðs á þessu ári. A tímabilinu frá því í desember í fyrra þar til í júlí á þessu ári lækkaði olíuverðið úr 30 dolluram niður í 10 dollara hver tunna. Nú er heimsmarkaðsverðið hins vegar um 14 dollarar tunnan. Er talið, að OPEC-ríkin í heiid hafí tapað um 35 milljörðum dollara á olfu- verðslækkuninni. Hisham Nazer, hinn nýi olíu- málaráðherra Saudi-Arabíu, var spurður að því, hvort land hans væri reiðubúið að minnka fram- leiðslu sína til að fá fram hærra olíuverð. Hann neitaði að skýra frá því, hvaða ráðstöfunum hann myndi mæla með til þess að hækka olíuverðið. Á miðvikudagskvöld gengu hundrað þúsunda Frakka um götur borga í Frakklandi til að minnast námsmanns er lést í óeirðunum og til að mótmæla aðgerðum lögregl- unnar. Auk námsmanna tóku aðstandendur þeirra og meðlimir ýmissa verkalýðsfélaga þátt í göngunni, sem fór friðsamlega fram. Fólkið bar borða er á stóð „Aldrei aftur“, sem var slagorð göngumanna og heimtaði afsögn innanríkisráðherrans, Charles Pas- qua. Ráðherrann kom fram í sjónvarpi og varði framkomu lög- reglunnar, en lofaði því að ef einhveijir lögreglumenn hefðu gerst brotlegir við lög yrði þeim refsað. í gær voru 4 menn úr vélhjóladeild Parísarlögreglunnar kallaðir til yfir- heyrslu vegna andláts námsmanns- ins, Malik Oussekine. Þúsundir manna gengu um stræti þriggja vestur-þýskra borga á miðvikudagskvöld, til að lýsa yfir stuðningi sínum við franska náms- menn. Til stimpinga kom milli þeirra og óeirðálögreglu, en enginn meiddist. Nokkrir göngumanna hrópuðu slagorð gegn nýsettum lögum í Vestur-Þýskalandi sem beint er gegn hryðjuverkamönnum. I gær gekk lífið sinn vanagang í háskólum í Frakklandi, en hvar- vetna vora þó haldnir fundir þar sem rætt var hvernig halda mætti vakandi samheldni námsmanna, er komið hefði fram í aðgerðunum undanfarið. 14 manna nefnd leið- toga námsmanna hvarvetna að úr landinu, ætlaði að hittast í Jussieu- háskólanum í París í gær, en tilkynning um að sprengju hefði verið komið fyrir í í skólanum varð til þess að þeir urðu að fresta fundi sínum. Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLAR hækkaði í gær, en verð á gulli lækkaði. Síðdegis í gær kostaði sterl- ingspundið 1,4230 dollara (1,4255), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 2,0185 vestur-þýzk mörk (2,0110), 1,6900 svissneskir frankar (1,6805), 6,6175 franskir frankar (6,5825), 2,2815 hol- lenzk gyllini (2,2730), 1.398,50 ítalskar lírar (1.391,50), 1,38075 kanadískir dollarar (1,37880) og 162,75 jen (162,70). Gull lækkaði og var verð þess 388,60 dollarar únsan (390,50). Svíar slá skjaldborg um minning'u Palme Stokkhóimi. Ghris Moscy. Observer. SÆNSKIR jafnaðarmenn hafa staðið saman sem einn maður gegn fréttaflutningi breskra fjölmiðla um ástarsamband Olofs heitins Palme, fyrrver- andi forsætisráðherra, og stórefnakonunnar Emmu Roth- schild. í röðum jafnaðarmanna hafa fregnimar verið taldar tíl þess eins fallnar að flekka minningu hins látna foringja þeirra. Sænskir íjölmiðiar, dagblöð, sjónvarp og útvarp, hafa ekki minnst einu orði á fyrmefndar uppsláttarfréttir Bretanna, og embættismenn hafa ekkert látið eftir sér hafa. Emma Rothschild er 38 ára að aldri, bresk að þjóðemi, dökk- hærð, dökkeyg og mjög hlédræg. Þegar orrahríðin hófst, var hún stödd í Svíþjóð og vann að undir- búningi fyrirlestrahalds í minn- ingu Olofs Palme á vegum Símamynd/Pressens Bild Emma Rothschild, sem sögð er hafa verið ástkona Olofs Palme, fyrrum forsætisráð- herra Svíþjóðar. Friðarrannsóknastofnunarinnar í Stokkhólmi (SIPRI). Hún gekk til liðs við SIPRI árið 1982, fljótlega eftir að hún kynntist Palme, og á hún nú sæti í stjóm stofnunarinnar. Um þetta leyti hafði forysta Jafnaðarmannaflokksins áhyggj- ur af því, að vinfengi þeirra kynni að varpa rýrð á ímynd Palme sem einlægs fjölskylduföður, sem helgaði líf sitt konu og bömum. En staðreyndin var sú, að Palme hafði þá þegar orð fyrir að vera kvennamaður og þótti framhjáhald hans stinga í stúf við siðavendni annarra forystumanna J afnaðarmannaflokksins. Forsætisráðherrann sást æ oft- ar í samfylgd Emmu Rothschild síðustu mánuðina, sem hann lifði, en enginn hefur bendlað hana á neinn hátt við banatilræðið, og lögreglumenn, sem unnið hafa við rannsókn morðsins, segja, að einkalíf Palme hafí lítið komið þar við sögu. Lifðu af sex daga vist undir snjóflóði Delhi, AP. Fundur OPEC-ríkjanna hafiim í Genf: Stefnt að hærra heims- markaðsverði á olíu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.