Morgunblaðið - 12.12.1986, Side 39

Morgunblaðið - 12.12.1986, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 39 Sovétríkin: Bráður mynd- bandaskortur Moskvu, AP. HIÐ opinbera málgagn æsku- lýðsfylkingar sovéska kommún- istaflokksins hefur kvartað yfir því hversu takmarkað framboð er á myndböndum i Sovétríkjun- um. í grein í blaðinu nú nýverið segir að aðeins 500 myndbönd séu fáan- leg í Moskvu. Stærsta myndabanda- leigan þar býður eingöngu upp á gamlar sovéskra kvikmyndir, heirn- ildarmyndir og fræðandi efni fyrir böm, að sögn greinarhöfundar. Málgagnið, sem nefnist Moskov- sky Komsomolets, segir ráðagerðir uppi um að bæta úr þessu dapur- lega úrvali en bætir við að það muni reynast torsótt þar sem tækja- búnaður til framleiðslu myndbanda sé af skornum skammti. Ekkjan fær ekkijarð- neskar leif- ar Marchenko Moskvu, AP. SOVÉZK fangelsisyfirvöld hafa neitað að afhenda Larisu Bog- oraz jarðneskar leifar manns síns, Anatoly Marchenko, sem lézt nýlega í Chistopol-fangels- inu, sem er 800 km austur af Moskvu, að sögn vina þeirra hjóna. Ekkja Marchenko hélt til fangels- isins á þriðjudag þegar hún frétti af láti hans. Með henni var 13 ára sonur þeirra hjóna, Pavel, og átta vinir þeirra. Hugðist hún flytja lík manns síns til Moskvu, en yfírvöld fangelsisins léðu ekki máls á því. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Moskvu sagði fréttamönnum í gær að Marchenko hefði beðið bana af völdum heilablæðingar eft- ir langvarandi veikindi. Hann sagði að dauðdaginn hefði verið eðlilegur, en vinir Marchenko eru á öðru máli. Þeir segja að hann hafí sætt illri meðferð í fangelsinu vegna langs hungurverkfalls, sem hann hóf 4. ágúst sl. Hafi hann m.a. sætt barsmíðum. Hermt er að mat- ur hafi verið neyddur ofan í hann í nóvember sl. Marchenko var 48 ára gamall. Marchenko var einn kunnasti andófsmaður Sovétríkjanna. Hann var fyrst handtekinn og fangelsaður fyrir skoðanir sínar árið 1957. Hon- um tókst að flýja fangelsi en náðist aftur. Hafði hann setið meira og minna í fangelsi, þrælkunarbúðum eða verið í útlegð á afskekktum svæðum í Sovétríkjunum í hartnær 30 ár. Hann var einn af stofnendum Helsinki-eftirlitsnefndarinnar, sem stofnuð var 1976, til að fylgjast með brotum Sovétmanna á mann- réttindaákvæðum Helsinki-sáttmál- ans. Hann var handtekinn 1981 og dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir andsovézkan áróður. Phiiips í ýjung PHtUP'l tPHUms PHtUPS! ÍPHIUPS! jPMIUPS PHIUPS PHItlPJ PHItlP! WltlPS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.