Morgunblaðið - 12.12.1986, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 12.12.1986, Qupperneq 50
Hvað geta dagvistarheimili gert til þess að efla málþroska og málskilning barna? eftir Gyðu Sigvaldadóttur Ef við reynum að glöggva okkur á hvað dagvistarheimilin geta gert til að örva málþroska og málskiln- ing bama er það vissulega fjölmargt og yrði langt mál upp að telja. Enginn skyldi þó ætla að sest væri niður með þessum litlu bömum og farið að kenna þeim að tala. Nei — því fer víðsfjarri, því enn er í gildi máltækið góða: „Svo læra bömin málið, að það er fyrir þeim haft.“ I þessu stutta rabbi mínu miða ég eingöngu við böm á aldrinum 2—6 ára. Ekki af því, að fyrstu 2 árin séu svo léttvæg í þroska bams- ins, heldur vegna þess, að hitt aldursskeiðið er það sem ég vinn með sjálf og þekki gerst. Þegar bömin hefja dvöl sína á dagvistarheimilinu er það, sem leggja verður megin áherslu á, að taka þannig á móti bömunum, að þau finni sig örugg og stuðla með öllum tiltækum ráðum að því, að efla sjálfstraust þeirra og öryggis- kennd. Og eitt er víst, að bam sem er haldið ótta og öryggisleysi, tekst okkur ekki að Iáta vinna sér til gleði né þroska. Og mig langar að vekja athygli á því, að þetta em gjaman fyrstu kynni bamanna af framandi aðila og hvemig þau kynni verða getur haft áhrif fyrir allt lífíð. Þeg- ar þessi aðlögun er um garð gengin hefja bömin gróskumikla leiki bæði úti og inni og er þar af mörgu að taka og aldrei of mikið brýnt fyrir fólki, hver lífsnauðsyn leikimir em bömunum, því gegnum þá komast þau til þroska og gegnum þá kynn- ast þau veröldinni, sem við lifum í. Af því að við emm nú að tala um mál og málþroska langar mig að benda á, að í margri hvers- dagslegri önn Iæra bömin ekki síður að tala og virkilega nota málið, heldur en í þeim tímum þar sem hátíðlega er sest niður með bömun- um til þess að fræða þau. Ég bendi á tímann í fataherberg- inu. Þar læra bömin nöfn á margs konar fatnaði, læra liti, tileinka sér fjölda hugtaka o.fl. Þau læra að stígvél em látin undir bekkinn, húfan upp á hilluna og skóflumar bíða þeirra að hurðabaki. Máltíðir em einnig mjög mikil- vægar og máltíðir eiga svo sannar- lega ekki að vera neinn þagnartími, ekki síst fyrir þá sök, að máltíðir hafa mikið félagslegt — og menn- ingarlegt gildi. Þá gefst líka gott tækifæri til að ræða um hollan og óhollan mat og er það sannarlega ekki einskis virði. Og um 'margt hafa þessir litlu heimspekingar frætt mig, þegar ég hef sest með þeim að snæðingi. Eitt af því marga, sem bömin fást við, em samsetningarleikföng og röðunarþrautir. Þetta er bömun- um sérstaklega holl glíma, ekki síst vegna þess, að samhæfíng augna og handa er að þroskast og þetta skerpir formskyn bamanna. En eðlilega þroskað formskyn stuðlar að hæfni bamsins til að hefja lestr- amám. ímyndunaraflið er mjög virkt í lífi og leikjum bamanna á þessu aldursskeiði. Þá leika þau mikið hlutverkaleiki. Þessir leikir era sér- lega mikilvægir fyrir bamið og á svo mörgum sviðum. í fyrsta lagi efla þeir félagsþroska bamanna meira en flestir aðrir leikir. Og ef fóstran hlustar grannt á það sem fram fer má glögglega heyra og sjá hvemig ofbeldi (handalögmál) víkur fyrir því að nota málið og útkljá deilur á jafnréttisgmndvelli. Þama fer einnig raunvemleg vald- dreifíng fram. Það er vissulega gott að hafa hæfa foringja, en maður þarf líka að læra að vera annarra þjónn. Eitt sem gefur þessum leikjum aukið gildi er þegar dagvistar- heimilin em með böm úr öllum þjóðfélagsstéttum. Þá verður það tungutak, sem þau læra hvert af öðm miklu auðugra en ella. Mér er minnisstæður einn slíkur hlut- verkaleikur. Fimm böm léku læknisleik. Eitt bamið var sjúkling- ur. Og nú minntu þau hvert annað á hvað gera þarf fyrir þá sem veik- ir em. Það var hlúð að sjúklingnum af mikilli prýði með sængum og koddum. Meðul fékk hann óspart (í þykjustunni) svaladrykki og aðra hressingu. Að lokum fann eitt bam- anna upp á því, að nauðsynlegt væri að mæla sjúklinginn. Til þess höfðu þau plastsívalning og mældu með honum rétt ofan við mjöðmina. Síðan horfðu þau á sívalninginn með glampa í augum og sögðu hver hitinn var með alvömþunga í röddinni. Og hitinn reyndist vera 102 stig, 75 og 81. Síðast kom yngsta bamið, aðeins rúmlega þriggja ára gömul telpa. Hún sgði án alls hiks og með alvömþunga: „Það vom 5 kíló.“ Þá sagði elsta bamið: „Hiti er ekki kíló, hann er stig.“ Þetta ásamt ótal öðmm dæm- um færir mér heim sanninn um það, hvað bömin læra mikið hvert af öðm. Ég bendi á, að þessir leikir em afskaplega veitulir og á fjölmörgum sviðum. Þá emm við komin að þeim þætti í lífí bamsins, þegar bækur fara að hafa mikið gildi fyrir allan þeirra andlega þroska. Við íslendingar höfum lengi stát- að af því, að við væmm mikil bókmenntaþjóð og ég held, að við megum gjaman vera stolt af því. Við, sem emm komin til vits og ára, eigum það áreiðanlega sameig- inlegt hversu margar yndisstundir við höfum átt yfír lestri góðra bóka. Ég hef þá bjargföstu trú, að gmndvöllurinn að góðum bók- menntasmekk sé lagður ótrúlega snemma á mannsævinni og ef við eigum að gefa börnunum hlutdeild í þessum þjóðararfí þarf að huga vel að bamabókmenntum okkar. Ég trúi því einnig, að sé lesin ein- tóm þynnka fyrir bömin á leikaldr- inum muni þau hverfa til þynnkunnar, þó að aldur og þroski færist yfir þau. Bækur þurfa strax í bemsku að verða ríkulegur þáttur í vemleika bamanna. Bækur þurfa að vera til á hveiju heimili og böm þurfa að læra að umgangast bækur og það, að lesið hafí verið fyrir þau á aldrin- um 2—6 ára vel valið efni, veitir þeim mikilvægt veganesti út í lífið. Þessum stundum fylgir gleði, friður og hugarró. Hafi bömin hlot- ið þessa hluti áður en gmnnskóla- námið hefst þá hafa þau fengið þann undirbúning, sem er nauðsyn- legur til þess að gefa hafíð reglulegt skólanám. Þau hafa einnig eignast þann málþroska og málskilning, sem til þarf. Oft verð ég vör við það í sam- skiptum mínum við ungt fólk, ef ég grennslast fyrir um ætt þess og uppruna, að því er fyrirmunað að geta sagt skammlaust frá slíku. Maður fær venjulega langa og leið- inlega þulu, því þessu unga fólki leika ekki á tungu orð eins og systraböm eða bræðraböm, svo eitthvað sé nefnt. Eitt af því, sem kemur fram í daglegu rabbi okkar við krakkana er að þau hafa fá orð um veðurfar. Það lengsta sem þau hafa komist hjá mér í veðurfarslýsingum er: Það er sól, vonda veður og stingur, en stingur er safnheiti fyrir hvers kon- ar rysjótt veður. Ef til vill verður mér hugsað um þessa fátækt vegna þess hvað við eigum margar og ógleymanlegar veðurfarslýsingar í bókmenntum okkar, bæði í bundnu og óbundnu máli. Stundum fínnst mér, að bömin verði aldrei almennilega talandi nema að þau hafí fengið að kynn- ast þessu blessaða landi, sem við búum í, bæði í blíðu og stríðu og þau þurfa einnig að hafa öðlast kjark og dug til að vera úti í mis- jöfnu veðri. Við íslendingar eigum ljóð við öll tækifæri, bæði í blíðu og stríðu. Við eigum gnægð af danskvæðum. Við eigum ljóð, sem efla kjark og auka þrótt, þegar á móti blæs. Við eigum ljóð, sem sefa sorg og veita hugarró, að ógleymdum vögguljóð- um og bænum. Þegar við hugleiðum ábyrgð okk- ar varðandi það að stuðla að málþroska bama skulum við minnast þess, hversu mikilvægt það er að kenna bömunum bundið mál og bundið mál vilja þau læra, hvað sem því veldur, ef tii vill hrynjandi ljóðanna. Slíkur lærdómur eykur Iíka sjálfstraust og öryggiskennd bamanna. TILBOÐI I KAUPFELOGUNUM TORGINU, DOMUS OG KAUPSTAÐ f MJÓDDINNI HERRABUXUR 1.590.- HERRAPEYSA 890.- HERRASKYRTA m. BINDI 830.- HERRA- OG KVENLEÐURHANSKAR 890.- 790.- MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Gyða Sigvaldadóttir „Ég hef þá bjargföstu trú, aö grundvöllurinn að góðum bókmennta- smekk sé lagður ótrú- lega snemma á mannsævinni og ef við eigum að gefa börnun- um hlutdeild í þessum þjóðararfi þarf að huga vel að barnabókmennt- um okkar.“ Ég get ekki stillt mig um að segja frá, að fjögurra til fímm ára böm hafa lært vögguljóð Halldórs Lax- ness frá upphafi til enda og flutt það ótrúlega vel og glímt við orð eins og „þurradramb" og „storm- beljandi". Þess má geta, áð auðvitað skilja bömin ekki þessi þungu Ijóð, en sá skilningur kemur síðar. A hátíðastundum í lífí þjóðarinn- ar er talað um íslenska tungu sem okkar dýrmætasta auð og hver skylda okkur sé á herðar lögð til að varðveita hann. Undir þessa skoðun tek ég auðvitað heils hug- ar. I bland við þessa umræðu fer fram önnur umræða, umræða um það, að þessi arfur okkar sé í hættu vegna margs konar áhrifa. Það er talað um hverskonar erlend áhrif. Það er talað um sjónvarp, útvarp, dagblöð eða myndbönd. Þessari þróun verður ekki snúið við. Þama verðum við að snúa vöm í sókn og nota þessa miðla í þágu íslenskrar tungu og íslenskrar menningar. En það sem vekur hvað mest ótta minn í sambandi við óhóflegt sjónvarpsgláp ungra bama er að við séum að gera þessi böm að kyrrsetufólki einmitt á þeim aldri þegar bömin em haldin ríkri hreyfí- þörf, en málþroski og hreyfiþroski em að vissu marki samofnir þroska- þættir. Til þess að böm verði talandi í þess orðs fyllstu merkingu þarf margt til að koma. Bömin þurfa að hafa orðið aðnjótandi ástúðar og öðlast eðlilega öryggiskennd og heilbrigt sjálfstraust. Ég vil benda á, að sum börn vilja alltaf tala og láta Ijós sitt skína, en önnur þora ekki þó talandi séu. Að báðum þessum aðilum þarf að huga og hjálpa báðum. Okkur vant- ar ekki yfírgangsseggi, hvorki í einkalífí né á opinbemm vettvangi. En við þurfum einart fólk, sem kann að nota málið til mannlegra samskipta. Hugsandi um fjölmiðlana og það gagn og ógagn, sem af þeim getur hlotist, langar mig að benda á það, að brýn þörf er að hleypa af stokk- unum vel gerðum fræðsluþáttum um andlegar þroskaþarfír bama á þessum aldri, sem hér um ræðir, og jafnframt kæmu í þessum sömu fjölmiðlum stuttar en markvissar orðsendingar og heilræði. Þetta þarf að vera fræðsla til hins al- menna borgara og ekki síst fyrir foreldra og aðra uppalendur. Sumir halda nú ef til vill, að þetta sé þarfleysa, en það er ekki mín trú. Ég hygg, að mikill munur sé á haldgóðri þekkingu hins al- menna borgara á líkamlegri umönnun og heilsuvemd bamanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.