Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Er nemendum framhaldsskól- anna gróflega mismunað? eftirJón Sigurðsson Nýlega kom smáritið „Ríkisskól- ar eða einkaskólar?" út á vegum Stofnunar Jóns Þorlákssonar. í þessu riti er bylting boðuð í íslensk- um skólamálum og höfundar þess, Guðmundur Heiðar Frímannsson og Þorvarður Elíasson, eru ódeigir í róttækni sinni. Boðskap þeirra á ekki strax að gefa þögninni sem því miður ríkir jafnan um þennan mikilvæga málaflokk. Hér verður rætt um nokkur at- riði sem varða rekstur framhalds- skólanna. Yfirgnæfandi meirihluti uppvaxandi kynslóðar sækir mennt- un og starfsundirbúning tii þeirra og ætla má að umsvifin aukist enn á næstu árum. Framhaldsskólamir skipta því ákaflega miklu máli. Meginkenning höfunda ritsins er sú að ríkisvaldið eigi ekki að standa fyrir rekstri framhalds- skóla heldur eigi að fela sjálf- stæðum verktökum á sviði fræðslustarfs að annast þá þjón- ustu og að ríkisvaldið eigi að greiða þessum verktökum ná- kvæmlega sömu fjárhæð fyrir hvern nemanda án tillits til sérs- takra aðstæðna eða séreðlis námsbrauta. I ritinu er ýmsar upplýsingar að finna til staðfestu þeim rökum sem fram em færð. Upplýsingar um þann skóla sem ég þekki helst, Samvinnuskólann, em að vísu vill- andi. Einnig virðist kostnaðarskipt- ing í Verslunarskóla íslands, milli launakostnaðar og annars rekstrar- kostnaðar, notuð sem mælistika á ■ alla aðra skóla fyrirvaralaust, og það skólaúrtak sem miðað er við er mjög takmarkað og gefur m.a. til kynna að ólík fyrirbæri séu bor- in saman. Ýmisjöfnunar- framlög með Ný samanburðardæmi um kostn- að af hverjum nemanda í fram- haldsskólum er að fínna í því fjárlagafmmvarpi sem í haust var lagt fyrir Alþingi vegna 1987. Þar getur þetta að lesa m.a. miðað við nýlegar upplýsingar um nemenda- ijölda (og em nemendur í öldunga- PRENTVER hefur gefið út í bókum tvær sögur, sem í eina tíð voru framhaldssögur í Heimilis- blaðinu. Önnur skáldsagan er Flóttinn frá lækninum eftir Martin Tanner. Á bókarkápu segir að þetta sé spennandi og viðburðarík ástar- saga, þar sem aðalsöguhetjan Alice er ung, munaðarlaus stúlka, sem á von á miklum arfi á 25. afmælis- degi sínum. Henni tekst að sleppa úr höndum fjárhaldsmanns síns, dr. Pauls, geðlæknis, skömmu fyrir afmælið. Og einnig er Henry sem ér pipraður lisfræðingur á besta Jón Sigurðsson „Verði það ráð upp tek- ið innan hófsamlegra marka að hver einstakl- ingur standi sem mest fyrir sínu sjálfur í greiðslu kostnaðarmis- munaraf framhalds- skólanámi verður á hinn bóginn að f inna leið til að tryggja að allir geti nýtt sér val- frelsi sitt í reynd. Frelsi sem ekki er unnt að nýta sér er lítils virði.“ deildum þá taldir með nemendum í fullu námi): Þess er að geta til viðbótar að fjölbrautaskólar, verkmenntaskólar o.fl. njóta framlaga frá sveitarfélög- um auk íjárveitingar á fjárlögum, og t.d. Verslunarskólinn og Sam- vinnuskólinn njóta nemendagjalda og framlaga eigenda sinna. Lista- skólar, t.d. Leiklistarskólinn og Handíða- og myndlistaskólinn, og ýmsir sérskólar aðrir bera miklu meiri nemandakostnað í ij'árlaga- aldri. Flóttinn frá lækninum er 198 bls. að stærð. Hin sagan er Dóttir leikkonunnar eftir Maysie Greig. Um hana segir í kynningu Prent- vers að þetta sé spennandi ástar- saga, um baráttu ungu stúlkunnar Fran, sem alist hefur upp hjá föður sínum á afskekktum stað í Kanada. Þegar faðir hennar deyr, kemur í ljós, að hún erfír mikla peninga og í framhaldi af því verða ýmsar breytingar í lífi hennar. Dóttir ieikkonunnar er 164 bls. að stærð. frumvarpi en fram kemur á þessu yfirliti og framhaldsskóladeildir héraðsskólanna o.fl. munu einnig bera verulegan nemandakostnað miðað við yfírlitið. Á jrfírlitinu má greinilega sjá að í framlögum til skólanna er um ýmis jöfnunarframlög að ræða auk eiginlegrar fjárveitingar til fræðslustarfsemi. Menn hafa talið þetta óhjákvæmilegt af margvísleg- um ástæðum, m.a. vegna mismun- andi orkukostnaðar, vegna þess að löggjafinn hefur óskað að fram- haldsskólar starfi víðs vegar um landið til þess að auka ijölbreytni atvinnulífsins með kennslustörfum o.fl. og enn fremur hefur löggjafínn viljað styðja skóla til rekstrar heimavista o.s.frv. Um þetta skal það tekið fram að mikill munur hlýtur að verða á húsnæðisnotkun eftir því hvort um heimavistarskóla er að ræða eða ekki þótt húsrými vegna mötuneyt- is, þvotta o.þ.h. sé ekki talið með. Ætla má að mismunur húsrýmis fyrir hvern nemanda sé ekki minni en 4 þar sem heimavist er á móti 1 þar sem heimanganga er. Orkuverð er einnig harla misjafnt í landinu eftir staðaraðstæðum, auk þess sem orkumagn fer vitanlega mjög eftir stærð húsnæðis. Eftir mjög lauslegum upplýsingum má ætla að mismunur olíukostnaðar miðað við t.d. Hitaveitu Reykjavíkur sé nú ekki minni en 2 á móti 1, þ.e. eftir þær lækkanir olíuverðs sem orðið hafa undanfar- ið. Varðandi launakostnað liggur í augum uppi að ólíkar námsbrautir eru misjafnlega vinnufrekar. Í þeim forskriftum sem menntamálaráðu- neytið gefur út við undirbúning fjárlaga kemur það t.d. fram að í almennu bóknámi í hefðbundnum stíl er gert ráð fyrir 36 stundum á viku í 24 manna bekkjum, en á hinn bóginn er í verknámi og verk- legum æfingum gert ráð fyrir allt að 46 stundum á viku í 12 manna námshópum. Munur í nemanda- kostnaði vegna launa verður því allt að 2,6 á móti 1,0 að almennu mati ráðuneytisins. Rétt er að vekja athygli á því að allur sá munur sem hér hefur verið nefndur rennur til skilgreindra rekstrarþátta, en ekki til einstakl- inga. Það er því misskilningur sem fram kemur í ritinu um ríkisskóla eða einkaskóla að einstakir nem- endur eða einstakir kennarar njóti þessa mismunar persónulega eða að hann leiði til misréttis í sam- félaginu. Þvert á móti verður því haldið fram að ójöfn aðstaða sé tilefni þessa mismunar og að hann sé til þess fallinn að jafna hana í því skyni að menn njóti jafnréttis til náms. Þar fyrir utan er ósannað að ríkisfjárveiting ein sé gildur heildarmælikvarði á fram- lög samfélagsins til menntamála. Hvað sem landslagi líður Af yfírlitinu um framlög til fram- haldsskóla í nýju fjárlagafrumvarpi má þannig af augljósum ástæðum sjá mikinn mun á þeirri fjárhæð sem „merkja" má hveijum nemanda í einstökum skólum. Ef dæmi er tek- ið af tveimur skólum sem oft eru bomir saman, Samvinnuskólanum og Verslunarskóla Islands, er mis- munurinn í Qárlagafrumvarpi tæplega 1,8 í Samvinnuskólanum miðað við 1,0 í Verslunarskólanum. Af ýmsum upplýsingum má ráða að ekki sé fjarri lagi að launakostn- aður, húsnæðis- og orkukostnað- ur o.þ.h. valdi langsamlega mestu um þennan mismun og að hann sé í fjárlagafrumvarpinu eitthvað á þessa lund á hvern nemanda: V.f. Svs. Launakostnaður 1,0 1,4 Húsnæði, orka o.þ.h. 1,0 3,4 Ekki er fráleitt að þessi saman- burður skýri að fullu þann mun sem er á nemandakostnaði þessara tvegs’a skóla í fjárlagafrumvarp- inu. Þær ijárhæðir sem þar koma fram leiða það og í ljós að mjög mikill munur er á vægi launakostn- aðar annars vegar og annars rekstrarkostnaðar hins vegar í þess- um tveimur skólum og svipað kemur í ljós ef ýmsir dreifbýlisskól- ar á yfírlitinu sem ofar er birt eru bomir saman við þá skóla sem starfa í stærsta þéttbýlinu. Verslunarskóli íslands er bók- námsskóli í hefðbundnum stíl og hefur um árabil náð mjög glæsileg- um árangri á þann hátt en Sam- vinnuskólinn leggur hins vegar mjög þunga áherslu á þjálfun og verknám við hlið bóknámsins. Þessi eðlismunur hefur ævinlega verið á þessum tveimur skólum eins og al- kunna er, og rejmdar get ég um þetta dæmt, þar sem ég er einn þeirra fáu manna sem hafa verið kennarar við báða skólana. Hlut- fallið 1,4 á móti 1,0 sem sjá má hér ofar fyllir vitaskuld ekki þann mun sem mestur getur orðið sam- kvæmt reglum ráðuneytisins varðandi kennslu. Munurinn á ríkis- kostnaði vegna heimavistar, orku o.þ.h. milli þessara tveggja skóla virðist ekki heldur fylla það svið sem ofar var nefnt að eðlilegt gæti talist. Alvaran í málflutningi höfunda ritsins um ríkisskóla eða einkaskóla að því er lýtur að fjárveitingum úr Ríkissjóði felst í því að verði allt framhaldsskólanám lagt að jöfnu að þessu leyti verður öll starfræn og verkleg fræðsla í landinu lögð i rúst, að ekki sé minnst á list- ræna fræðslu eða fræðslu fatl- aðra o.s.frv. Og ef ekki er neitt tiUit tekið til staðaraðstæðna vegna heimavista, orku o.þ.h. felur það alvarlega stefnubreyt- ingu í sér varðandi jöfnun námstækifæra í landinu. Á svip- aðan hátt mætti segja að hver einasti kílómetri vegar hvar sem er á landinu eigi að kosta sama verð hvað sem landslagi líður, eða að hver einasta lækningarathöfn eigi að kosta sama verð hvað sem líður þeim meinum sem bæta skal. Eiginlega er þá um það að ræða að fjallað verði um skólamál án til- lits til samfélagsins sem skólamir eiga að þjóna og án þess að haft sé í huga í hvers konar veruleika þeir starfa eða til hvers skólamir em yfírleitt. Sanngirni og skynsemi Að því leyti skal tekið undir málflutning höfunda ritsins að skól- ar eiga hver um sig að vera sjálf- stæð stofnun með eigið innra frjálsræði og eigin ábyrgð. Þeir eiga að lúta ábyrgri stjóm (skólanefnd) sem ræður ábyrgan framkvæmda- stjóra (skólastjóra). Tengsl skól- anna við ríkisvaldið eiga fyrst og fremst að felast í því að þeir séu verktakar á sviði fræðslumála og undir virku eftirliti ráðuneytis í samræmi við þær almennu reglur sem um skóla gilda og þær kröfur sem ríkisvaldið gerir til skólanna í nafni almennings. Framlög ríkisins til þessara verktaka eiga að fylgja nemandanum eftir ftjálsu vali hans um eina námsbraut fremur en aðra, um einn skóla fremur en annan. Þetta mun veita skólum og skóla- mönnum æskilegt aðhald og ýta undir þróun námsefnis og kennslu- hátta, og það er alveg ljóst af reynslu að nemendur og forráða- menn þeirra velja námsbrautir og skóla af mikilli kostgæfni og ábyrgðartilfínningu. Hitt er aftur á móti fráleitt sjónarmið að minnka beri heild- arframlög til fræðslu- og skóla- mála yfirleitt eða að eðlilegur kostnaður hefðbundins bóknáms í höfuðborginni verði gerður að „heilagri kú“ í þessum efnum sem allt fræðslustarf skuli lúta. Nemandakostnaður í þús. kr. heildarkostn. — þar af launa- kostn. Fjölbrautaskólinn á Akranesi 70,5 56,3 Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki 110,8 67,6 Flensborgarskóli í Hafnarfírði 59,1 _ 53,7 Fósturskóli íslands 93,8 80,4 Iðnskólinn í Reykjavík 186,7 182,8 Menntask. á Akureyri m. öld.d. 87,3 74,6 Menntask. á Egilsstöðum m. öld.d. 134,7 74,3 Menntask. við Hamrahlíð m. öld.d. 58.6 54,1 Menntask. á ísafirði m. öld.d. 159.1 102,5 Menntask. á Laugarvatni 116.9 89,0 Menntask. í Reykjavík 69,0 63,7 Samvinnuskólinn 143.2 92,3 Stýrimannaskólinn í Reykjavík 98,0 76,7 Verkmenntaskólinn á Akureyri 82,0 , 56,0 Verslunarskóli íslands 80.6 65,7 Vélskóli íslands 125.9 100,1 Tvær ástarsögnr frá Prentveri Einhveijir gætu dregið þá ályktun af þeirri röksemdafærslu í ritinu að miða skuli við eina og sömu flár- hæð fyrir hvem nemanda hvers konar nám sem hann stundar eða hvar sem er í landinu. Menn verða að viðurkenna ólíkar námsbrautir, mismunandi forsend- ur nemenda og ólíkar staðaraðstæð- ur. Sjálfsagt er að fjárveitingar vegna slíks tillits komi sérstaklega fram í fjárlögum og að um þær verði rætt þegar fjallað er um stefnu í samfélagsmálunum jrfír- leitt. I þessu efni er t.d. átt við aukinn kostnað vegna verklegs, starfræns og listræns náms, vegna sérstakra aðstæðna þeirra nemenda sem eru fatlaðir eða standa höllum fæti í samfélaginu að öðru lejrti, veg^na mismunandi kostnaðar af stundakennslu og afleysingastörf- um og vegna mismunandi kostnað- ar af orku og húsrými o.s.frv. Slík framlög eiga hins vegar að fylgja nemandanum svo sem frekast verð- ur unnt í þá námsbraut og þann skóla sem hann hefur valið sér. Sannleikurinn er sá að sú aðferð sem menntamálaráðunejitið við- hefur í ákvörðunum um framlög til einstakra skóla hvflir einmitt á þeirri forsendu að fylgt sé vali nem- endanna og framlögin ákvörðuð samkvæmt nemendaíjölda miðað við þær sérstöku aðstæður og for- sendur sem ráðunejrtið viðurkennir í nafni löggjafans og almennings. Þessi sérstöku framlög eru ekki forréttindi einna á kostnað annarra heldur lýsa þau sanngimi og heil- brigðri skynsemi. Innan hófsamlegra marka Vissulega er það álitamál hvað ríkisvaldið á að greiða af almann- afé, hvað byggðarlögin eiga að greiða til að stuðla að farsæld „síns fólks", hvað eigendur skólanna, samtök og fyrirtæki eiga að greiða til að stuðla að þeirri starfsemi sem þau telja sér til hagsbóta og loks hvað einstaklingurinn sjálfur á að kosta til að standa undir eigin fíjálsu vali sínu um framtíðarbraut sína sem ábyrgur þegn. Óþarft er að vorkenna lands- hlutum eða samtökum og fyrirtækj- um að þau leggi sitt af mörkum til skólamála, og erfítt mun rejmast að gera samfélagið í heild ábyrgt fyrir fijálsu vali einstaklinganna í þessum efnum þannig að affarasæl- ast getur verið að menn standi persónulega sem mest á eigin fót- um, eigi þá við sjálfa sig að sakast ef svo ber undir og njóti sjálfír þess sem þeir fá góðu áorkað. En þrátt fyrir allt verður ekki hjá því komist að rikisvaldið leggi eitt- hvað fram til greiðslu þess kostnaðarmismunar sem verður vegna ólíkra námsbrauta, ólíkra einstaklingsforsendna og ólíkra staðaraðstæðna. Verði það ráð upp tekið innan hófsamlegra marka að hver einstaklingur standi sem mest fyrir sfnu sjálfur í greiðslu kostnaðarmismunar af framhaldsskólanámi verður á hinn bóginn að finna leið til að trygKÍa að allir geti nýtt sér val- frelsi sitt í reynd. Frelsi sem ekki er unnt að nýta sér er Iítils virði. Þá verður t.d. að gera ráð fyrir því að menn njóti raunhæfs skatt- frádráttar vegna greiðslu náms- gjalda og að þeir sem verða að afla sér lána í þessu skyni geti eftir að tekjuöflun er hafín á ný fengið raunhæfan skattfrádrátt vegna greiðslna þeirra lána, og menn verða í fullvissu um hann að geta leitað sér lánafyrirgreiðslu á eigin spýtur eða ef lil vill með aðstoð skóla. Um leið tryggir slíkt kerfí mikið aðhald að skólunum vegna þess að jafnan verða nógu margir skólar sem munu kappkosta að halda rekstri sínum í þeim skefjum að námsgjöld verði engin eða í lág- marki. Vonandi verður smáritið um ríkisskóla eða einkaskóla til að koma umræðum af stað um þessis mikilvægu málefni. HöCundur er skólastjóri Sam- vinnuskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.