Morgunblaðið - 12.12.1986, Qupperneq 76
76
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986
\
Frönsku
skórnir
komnir
Xavier Danaud
JOSS ^
LITILÍFH
Glæsibæ
Búum við orðið í lögregluríki?
Ég var rétt í þessu að hlusta á
fréttimar og heyrði að suður á
Keflavíkurflugvelli væri verið að
taka umvörpum fyrir smygl þján-
ingarbræður mína, þ.e. íslenska
láglaunamenn.
Hverslags lögregluríki er þetta
eiginlega orðið, verið að rífa af fólki
hluti þó það hafi keypt fyrir 30-40
þúsund krónur. Mér fínnst að fólk
eigi að mega kaupa sér eins mikið
af fötum og það vill fyrir gjaldeyr-
inn sinn. Menn hafa oft haldið í við
sig á meðan á dvölinni erlendis
stendur, sleppt því að fara í
skemmtiferðir o.fl., til þess að geta
komið færandi hendi heim með föt
á alla fjölskylduna.
Lítil eftirvæntingarfull andlit
bíða við glerið á flugstöðinni. Hvað
skyldi nú mamma hafa keypt handa
mér? Svo er mamma bara kölluð
afsíðis og meirihlutinn tekinn af
henni.
Ég vorkenni tollvörðunum svo
sannarlega að þurfa að vinna þessi
skítverk.
Af innkaupum íslendinga erlend-
is á alls ekki að draga þá ályktun
að við séum almennt stórsmyglarar
og þurfum á ráðningu að halda
heldun
1) að laun séu alltof lág í landinu,
2) að álagning sé óeðlilega há í
íslenskum verslunum,
3)að hámarksupphæðin
(þ.e.7000 kr.) sem kaupa má toll-
frjálsa vöru fyrir erlendis sé alltopf
lág og hana beri að hækka strax.
María
Verð á brauðsneiðum
Á þriðjudaginn 9.des. birtist í
dálki Velvakanda athugasemd frá
ferðalangi um „okur“ á brauðsneið
í Hreðavatnsskála (hún kostaði þar
195 kr.). Ekki sættu allir sig við
þessa fullyrðingu og kannaði Vel-
vakandi því verð á sambærilegum
brauðsneiðum í Staðarskála í
Hrútafirði, en þar kosta þær 175
kr., og í Fossnesti á Selfossi, þar
sem þær kosta 190 kr.
Yíkverji
Víkverji eða sá sem gegnir því
nafni þessa stundina, er gam-
all áhugamaður um handknattleik,
þá íþrótt ásamt skák má telja eins
konar þjóðaríþrótt Islendinga, ef
miðað er við frammistöðu á alþjóð-
legum vettvangi. Fyrir fáeinum
árum hafði Víkverji af því nokkrar
áhyggjur að handknattleiksíþróttin
væri að missa flugið hér á landi.
Helstu handknattleikskappar lands-
ins voru keyptir til erlendra liða svo
að segja jafnhraðan og þeir voru
famir að sýna getu sína með
íslenska landsliðinu erlendis. ís-
lensku félagsliðunum hrakaði um
leið og þau misstu margar helstu
stjömur sínar, íslandsmótið varð
bragðdaufari skemmtun en það
hafði verið og áhorfendum fækkaði.
Nú verður Víkveiji þess áskynja
að íslandsmótið er aftur að endur-
heimta talsvert af fomri frægð.
Félögunum hefur verið fjölgað í
fyrstu deildinni og þau eru mun
jafnari en oftast áður, svo leikir lið-
anna innbyrðis geta yfirleitt farið
á hvom veginn sem er. Aukin
spenna í deildinni ásamt því að fram
er að koma vænn hópur mjög efni-
legra handknattleiksmanna, veldur
því að áhorfendur eru aftur famir
að þyrpast á leiki í íslandsmótinu,
enda þótt straumur bestu leik-
manna okkur til erlendra félagsliða
hafí síður en svo verið stöðvaður.
Engu að síður virðist breiddin í
deildinni meiri en oft áður og ný
félög eru farin að láta að sér kveða,
og er spútniklið Breiðabliks í Kópa-
vogi kannski besta dæmið.
Með sama áframhaldi þurfa
skrifar
menn því vart á kvíða því að hand-
knattleikurinn hætti að hafa sama
aðdráttarafl fyrir unga og efnilega
íþróttamenn og þessi íþróttagrein
hefur haft hér á landi um árabil.
XXX
Fréttir berast af miklum fjár-
hagserfiðleikum Steinullar-
verksmiðjunnar á Sauðárkróki og
að fyrirtækinu verði naumast haldið
gangandi til langframa nema til
komi aukin ríkisábyrgð fyrir lánum
til verksmiðjunnar.
Víkvetji rifjar þetta hér upp
vegna þess að fyrir um 5 árum
minnist hann þess að að málefni
bæði Steinullarverksmiðjunnar,
Sjóefnavinnslunnar og Stálfélags-
ins voru mjög til umræðu. Þá sýndu
rekstrarglöggir menn fram á það í
mörgum blaðagreinum að rekstrar-
möguleikar og arðsemi þessara
fyrirtækja væru í meira lagi vafa-
samir og óðs manns æði væri að
ráðast í stofnun þessara fyrirtækja,
því að fyrr en síðar myndu þau
verða baggi á ríkinu og þar af leið-
andi lenda á skattborgurunum. Á
þessar raddir var hins vegar ekki
hlustað og stjómmálamenn keyrðu
þessi gæluverkefni í gegn, oftast
út frá einhvers konar byggða-
pólitískum forsendum.
Nú hefur Stálfélagið lagt upp
laupanna án þess að hafa farið af
stað fyrir alvöm, Steinullarverk-
smiðjan í kröggum og Sjóefna-
vinnslan varla nema svipur hjá sjón
miðað við upphaflegar áætlanir.
Raddir úrtölumannanna hafa reynst
meira og minna réttar. Vonandi er
að réttir aðilar iáti sér þessi dæmi
að kenningu verða, þannig að í
hönd fari tímar aukinnar fag-
mennsku við val á verkefnum og
að stjómmálamönnum verði gert
ljóst að að þeir tímar eru liðnir að
unnt sé að gera út á skattborgar-
anna í atkvæðaveiðum.
XXX
Markaðsmál eru ofarlega á
baugi í umræðunni um þessar
mundir og þar þykja öflugar mark-
aðsrannsóknir vera frumskilyrði
þess að vel takist 'til. En markaðs-
rannsóknir þurfa ekki ætíð að vera
flóknar eða umfangsmiklar heldur
skiptir mestu að menn hafí hönd á
púlsinum. Um þetta vitnar eftirfar-
andi dæmisaga í einu bæjarfélaginu
norðan heiða sem Víkveija var sögð
nýverið:
Sóknarpresturinn hitti kaupfé-
lagsstjórann á götu og þeir tóku tal
saman. —Hvemig er það annars,
spurði prestur einhvers staðar í
samtalinu, gengur eitthvað illa hjá
ykkur núna? —Hvers vegna spyrðu
að því, svaraði kaupfélagsstjórinn,
sem vissi upp á sig skömmina.
—Jú, þeir vom að segja mér það
sorphreinsunarkarlarnir að meiri-
hlutinn af öllum mslapokunum
núna væm pokar frá Hagkaup en
ekki ykkur, svaraði prestur.
Þama þurfti ekki frekari vitn-
anna við
I' •