Morgunblaðið - 21.12.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.12.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Axel Einars- son hrl. látinn AXEL Einarsson hrl. lést á heim- iU sínu aðfaranótt laugardagsins 20. desember sl. á 55. aldursári. Axel Einarsson fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1931, sonur hjónanna Einars Baldvins Guð- mundssonar hrl. og Kristínar Ingvarsdóttur. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951 og kandídats- prófi í lögfræði frá Háskóla íslands árið 1956. Axel stundaði nám í sjó- rétti við Lundúnaháskóla um eins árs skeið árið 1956 til 1957 og réðst að námi loknu sem fulltrúi á mál- flutningsskrifstofu Einars Baldvins Guðmundssonar, Guðlaugs Þor- lákssonar og Guðmundar Péturs- sonar og varð peðeigandi sömu stofu árið 1968. A síðustu árum rak hann málflutningsskrifstofuna í fé- lagi við Guðmund Pétursson hrl. og Pétur Guðmundarson hrl. Axel gegndi ýmsum trúnaðar- störfum og átti meðal annars sæti í stjórn Knattspyrnusambands Is- lands á árunum 1958 til 1967 og í stjóm Handknattleikssambands Axel Einarsson hrl. * íslands árin 1958 til 1970 og var formaður þess 1967 til 1970. Hann var eftirlitsmaður íslenskra get- rauna frá 1969 og í íþróttaráði Reykjavíkur árin 1970 til 1974. Axel Einarsson sat í stjóm fjöl- margra fyrirtækja, svo sem Eim- skipafélags_íslands hf., Ferðaskrif- stofunnar Úrvals hf. og Flugleiða hf. Eftirlifandi eiginkona Axels er Unnur Óskarsdóttir og áttu þau íjögur böm. „Vil ganga frá hand- ritasafmnu mínu“ „ÉG ER afskaplega glaður yfir því að vera kominn í hóp heiðurs- manna listalauna og er þetta mikill sjóður fyrir mig. Þó veit ég að til eru margir, sem eiga launin skilið, en hafa ekki fengið þau. Samt sem áður eru flestir svo eigingjarnir að þeir hugsa mest um sjálfa sig og geri ég ráð fyrir að ég sé einn af þeim,“ sagði Jón úr Vör í samtali við Morgunblaðið. Jón sagðist ætla að lifa af heið- urslaununum þar sem hann hefði ekki verið í þeirri stöðu áður að eftirlaun fylgdu. „Ég á mikið safn handrita, sem ég þarf að ganga frá áður en ég er allur og hefði ég ekki getað það án þessa stuðnings. Þó hef ég ekki mikinn áhuga á að gefa mikið meira út en þegar er komið á markaðinn, heldur vil ég snúa mér að því að ganga frá safni mínu og í það fer mikill tími. Ég er búinn að ánafna Bókasafni Kópavogs handritasafn mitt, sem er geysimikið, enda hef ég verið að skrifa í öllum tómstundum frá 12 ára aldri. Og aðeins lítill hluti af því sem ég hef skrifað hefur verið prentaður," sagði Jón úr Vör að lokum. Alls voru 16 tilnefndir til heiðurs- launa listamanna og eru þeir Jón úr Vör og Árni Kristjánsson, píanó- leikari, nýir í þeim hópi. Morgun- blaðinu tókst ekki að ná tali af Ama í gær þar sem hann var stadd- ur erlendis. Brú yfir Ölfusárósa: 60 miiljónir til framkvæmdanna :- Á þessu ári er veitt 60 miljjón- I. um til framkvæmdanna og hefur þegar verið unnið fyrir 15 milljónir. Að sögn Péturs Ingólfssonar yfirverkfræðings á brúardeild er búið að gera veg að ósnum frá Eyrarbakka og næsta skref er brú yfír ósinn. Þegar því verki er lok- ið þarf að leggja rúmlega sjö kílómetra veg út tangann að Þor- lákshöfn. í útboðslýsingu er gert ráð fyr- ir að byggð verði 360 metra löng brú með 6,5 metra akbraut ásamt vegfyllingu og leiðigörðum beggja vegna brúarinnar. Verkinu er skipt niður í nokkra áfanga og eiga framkvæmdir að hefjast vor- ið 1987. Tilboðum skal skila til Vegagerðar ríkisins fyrir 26. jan- úar 1987. VEGAGERÐ rikisins hefur brú yfir Ölfusárósa og á auglýst eftir tilboðum í veg og inu að vera lokið 1. ágúst Þinghald á lokaspretti Bréf ráðherranna ekki kynnt þingflokkunum ÓLAFUR G. Einarsson, formað- þingflokks sjálfstæðismanna, sagði í umræðum um fjárlög á Alþingi aðfaranótt laugardags, að bréf það sem forsætisráð- herra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra sendu borg- arstjóra varðandi hugsanlega yfirtöku ríkisins á Borgarspítal- anum hefði ekki verið kynnt þingflokki sjálfstæðismanna áð- ur en það var sent. Ólafur sagði að Þorsteini Páls- syni fjármálaráðherra og Ragnhildi Helgadóttur heilbrigðisráðherra hefði verið gefið umboð þingflokks- ins til að finna lausn á þessu máli en þá skyldi jafnframt iiggja fyrir yfirlýsing um það hvemig sjálf- stæði spítalans yrði tiyggt. Engin slík yfirlýsing lægi fyrir ennþá. Páll Pétursson, formaður þing- flokks framsóknarmanna, lýsti því einnig yfír að þetta bréf hefði ekki verið kynnt í þeirra þingflokki og mátti skilja á orðum hans að ekki væri fullvíst hvort þar næðist sam- staða um yfirtöku ríkisins á eignar- hluta borgarinnar. FUNDIR voru í sameinuðu þingi og báðum deildum þings- ins aðfaranótt laugardags. Til umræðu var frumvarp að fjár- lögum en einnig voru tvö frumvörp afgreidd sem lög og samþykktar tvær þingsályktun- artillögur. Þau frumvörp sem urðu að lög- um voru annarsvegar frumvarp til laga um stofnfjársjóð fískiskipa og hinsvegar frumvarp um fram- hald álagningar ýmissa tímabund- inna skatta og gjalda á árinu 1987. Fundur hófst síðan í efri deild þingsins klukkan hálfellefu um laugardagsmorguninn. Þar voru samþykkt lög um breytingu á tekju- og eignaskatti, lánsfjárlög, Áhrif dóms Hæstaréttar í okurmálinu: Ákæruvaldið þarf að endurskoða mál yfir hundrað einstaklinga DÓMUR Hæstaréttar í máli lög- fræðings, sem ákærður var fyrir að okra á Hermanni Gunnari Björgvinssyni, mun væntanlega hafa þau áhrif að ákæruvaldið verður að endur- skoða málatilbúnað sinn í málum yfir eitt hundrað ein- staklinga, sem ákærðir hafa verið i tengslum við okurmálið svokallaða. Hæstiréttur sýknaði lögfræð- inginn af ákæru um að hafa tekið okurvexti af lánum til Hermanns Björgvinssonar frá 2. ágúst 1984, á þeirri forsendu að Seðlabankinn hefði ekki gefíð nein gild fyrir- mæli um hámarksvexti af lánum frá þeim tíma, eins og honum var skylt samkvæmt lögum. Lögfræð- ingurinn var aðeins dæmdur fyrir að hafa tekið of háa vexti af láni sem veitt var fyrir þennan tíma. í samtali við Morgunblaðið sagði Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari að þessi dómur kæmi tvímælalaust til með að hafa veruleg áhrif á framgang þessara mála, en yfír eitthundrað einstaklingar hafa veríð ákærðir á svipuðum forsendum og Iög- fræðingurinn. Hallvarður vildi ekki tjá sig um forsendur dómsins að öðru leyti en því að ákæruvaldið hefði talið að ákvæði um hámark vaxta væru í gildi samkvæmt auglýsingum Seðlabankans. Hæstiréttur hefði hinsvegar talið að þar væri ekki nægilega vel frá gengið. Nú lægi gildi þessara ákvæða ljóst og skýrt fyrir og ákæruvaldið og héraðsdómarar yrðu að taka framhald þessara mála til athug- unar með tilliti til þess. Morgunblaðið hafði samband við Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóra en hann vildi ekkert segja um hæstaréttardóminn á þessu stigi málsins þar sem hann hefði ekki séð dóminn og enginn við- brögð yrðu af hálfu Seðlabankans fyrr en bankinn hefði kynnt sér forsendur dómsins rækilega. lög um ríkismat sjávarafurða, lög um fangelsi og vistheimili og breyting á lögum um listamanna- laun. Fundur í neðri deild hófst klukkan tólf og þar voru afgreidd lög um frádrátt vegna fjárfestinga í atvinnurekstri. Oskað var eftir nafnakalli og greiddu 22 atkvæði með, 11 á móti, einn sat hjá og sex voru fjarverandi. Með tillög- unni greiddu atkvæði allir við- staddir stjórnarþingmenn að undanskildum þeim Ólafi Þ. Þórð- arsyni, sem greiddi mótatkvæði, og Stefáni Valgeirssyni, sem sat hjá. Fundur í Sameinuðu þingi hófst klukkan tvö og var þar frumvarp að íjárlögum afgreitt sem lög. Stefnt var að því að ljúka þeim málum sem fyrir lágu áður en jólaleyfi þingmanna hæfíst en þingfundi var ekki lokið er Morg- unblaðið fór í prentun. Talsverð ölvun TALSVERÐ ölvun var í borginni á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardagsins og fylltust fanga- geymslur lögreglunnar af þeim sökum. Allt gekk þó stórslysa- laust fyrir sig og án ófriðar. Nokkuð var um innbrot í fyrri- nótt, en litlu stolið. Brotist var inn í verslunina Toppkjöt í Garðabæ og verslunina Vog við Bröttubrekku í Kópavogi. Þá var brotin rúða í versl- un Jens Guðjónssonar, gullsmiðs, við Pósthússtræti á áttunda tíman- um í gærmorgun og tekið þaðan skart. Ijón er ekki talið mikið. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins hafa innbrot í geymslur í fjölbýlishúsum mjög færst í vöxt að undanfömu og telur hún ástæðu til þess að benda fólki sérstaklega á að huga að geymslum sínum. Fólk veitir þessum innbrot- um iðulega ekki athygli fyrr en mörgum dögum eftir að þau eiga sér stað. Akranes: Þrír kærðir fyrir ölvun við akstur LÖGREGLAN á Akranesi hafði í nógu að snúast á föstudag- kvöld og aðfaranótt laugardags vegna mikillar ölvunar bæj- arbúa. Þrír voru ákærðir fyrir ölvun við akstur og einn fyrir að stela bil. Einhveijar skemmdir urðu á kyrrstœðum bUum þegar ölvaðir ökumenn annarra bíla óku utan í þá, en að öðru leyti gekk nóttin þó stórslysalaust fyrir sig. í samtali við Morgunblaðið sagði lögreglumaður á Akranesi að svona nokkuð væri óvenjulegt í kaupstaðnum og vissi hann ekki aðrar skýringar á þessu en fólk væri margt komið í jólafrí.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.