Morgunblaðið - 21.12.1986, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986
Jólatónleikar
Kammersveitar Reykjavíkur:
Þekkt tónverk
með ríkri jóla-
stemmningu
Fyrstu hljóm
sveitartónleikarnir
í Hallgrímskirkju
ÞRETTÁNDA starfsár Kammer-
sveitar Reykjavíkur hefst með
jólatónleikum í Hallgrímskirkju
i dag, sunnudag, kl. 17. Þar verð-
ur flutt barokktónlist frá fyrstu
áratugum 18. aldar, eftir fjögur
ítölsk og þýsk tónskáld: Manfred-
ini, Albinoni, J.S. Bach ogCorelIi.
„Það verður rík jólastemmning
á þessum tónleikum. Flest verk-
anna eru vel þeklct hér á landi
og öll eru þau mjög falleg,“ sagði
Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari.
Hún sagði að þetta væri í fyrsta
skipti sem haldnir eru hljóð-
færatónleikar í kirkjunni.
Nokkrir tónlistarmenn og -nemar
sem komnir eru frá útlöndum í jóla-
leyfi leika með sveitinni að þessu
sinni. Þeirra á meðal er Unnur M.
Ingólfsdóttir, fiðluleikari, sem
starfað hefur í Bem í Sviss undan-
farin ár. Leikur Unnur dúett með
Rut í konsert Bachs fyrir tvær fiðl-
ur, strengi og continuo. „Ég var
ákaflega glöð þegar mér var boðið
að leika á þessum tónleikum. Það
eru þrjú ár síðan ég lék síðast með
sveitinni. Það er ávallt jafn mikið
undrunar- oggleðiefni að sjá hversu
fjölbreytt tónlistarlíf hér á íslandi
er samanborið við það sem ég þekki
í Mið-Evrópu. Hér stöndum við öðr-
um þjóðum fyllilega jafnfætis."
Þetta eru fyrstu tónleikamir í
kirkjunni þar sem einungis er leikið
á hljóðfæri, án söngs. Ekki em all-
ir á einu máli um hljómburðinn í
Hallgrímskirkju og lá því beint við
að spyija hvemig tónlistarmönnun-
um líkaði hann. „Hvert hús hefur
sitt sérkenni. Vissulega er bergmál-
ið mikið í kómum, og ég finn dálítið
fyrir því að maður heyrir illa í hin-
Morgunblaðið/Einar Falur
Einleikarar á tónleikunum í dag, ásamt Helgu Ingólfsdóttur semballeikara. (Frá vinstri:) Ásgeir H.
Steingrímsson, trompetleikari, Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Unnur María Ingólfsdóttir, fiðluleikari,
Lárus Sveinsson, trompetleikari, Helga Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson, orgelleikari. Á myndina
vantar Kristján Þ. Stephensen.
um hljóðfæraleikurunum. En við
þurfum aðeins að leggja á okkur
vinnu til að læra hvemig best sé
að spila hér,“ sagði Unnur. Helga
Ingólfsdóttir, semballeikari, sagði
að sér þætti hljómburður kirkjunnar
sveija sig í ætt við gotneskar kirkj-
ur í Evrópu. „Ég hef oft spilað þar
sem bergmálið var mun meira.
Þessar aðstæður krefjast þess ein-
faldlega að maður spili styttri og
skýrari nótur. Hvert hús hefur sinn
spilamáta." Rut sagði að á tónleik-
unum yrði bæði leikið í kómum og
niðri í salnum við orgelið. Kæmi
þá betur í ljós hvar tónar hljóð-
færanna skiluðu sér best til áheyr-
enda.
Rut sagði að tónleikamir hæfust
á konsert eftir Manfredini, fyrir tvo
trompeta, strengi og continuo. Þeir
Láms Sveinsson og Ásgeir Stein-
grímsson leika dúettinn. Leikið
verður Adagio í g-moll eftir ítalska
tónskáldið Albinoni, og spilar Hörð-
ur Áskelsson orgelröddina við
undirleik strengjasveitar. Tveir
konsertar eftir Bach eru á efnis-
skránni. Unnur María og Rut leika
dúett í öðmm þeirra, en Kristján
Þ. Stephensen leikur einleik ásamt
Rut í þeim seinni. Tónleikunum lýk-
ur með „Jólakonsert", Concerto
grosso no. 8, eftir ítalska tónskáld-
ið Corelli.
Börnin í Fossvogsskóla sátu prúð og stillt og fylgdust vel með skenuntiatriðum á
„Litlu-jólunum“.
Jólin eru hátíð barnanna
JÓLIN hafa
löngnm verið
nefnd Hátíð
barnanna o g
það með réttu.
Bráðum koma
blessuð jólin, en
sumir taka dálítið
forskot á sæluna
og halda „Litlu-
jólin". Það gerðu
böm í Fossvogs-
skóla fyrir
skömmu. Þegar
litið var inn á
skemmtunina hjá
þeim var greini-
legt að allir vom
í hátíðarskapi.
'í'y 4 wm
Leikrít um boðskap jólanna tilheyra á jólaskemmtunum og greinilegt er að litlu leikararnir í Fossvogsskóla lifa sig inn í hlutverkin.