Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 7
tf-
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986
7
ÚTVARP/SJÓNVARP
Stöð tvö:
Tilsögn í
matargerðarlist
■i Landsmenn hafa að
00 undanfornu fengið að
kynnast matargerðar-
list Ara Garðars Georgssonar, en
hana hefur hann kynnt á Stöð
tvö. Ari Garðar var um árabil
matreiðslumeistari í Bandaríkjun-
um og stýrði þar veitingastað
nokkrum, en í yfirkokkstíð Ara
Garðars hækkaði eldhúsið úr því
að vera þriggja stjömu í að vera
fimm stjömu eldhús. Geri aðrir
betur.
Ari Garðar hefur að undanf-
ömu kynnt margskonar rétti,
stóra og smáa, enda mun ekki af
veita þegar jólin ganga í garð.
I dag mun Ari Garðar sýna
hvemig tilreiða á tvær glæsimáltí-
ðir. Annars vegar er það Wald-
orf-salad, hreindýrasteik og
súkkulaðibúðingur, en hins vegar
Ari Garðar í eldhúsi Stöðvar
tvö.
grænmetis-salad, piparsteik og
mandarínuábætir. Ari Garðar
verður aftur á dagskrá á morgun
og þá mun hann vera með
avocado, önd og jarðaber Ro-
manov.
Ras 2:
Breytt dagskrá
Dagskrá Rásar tvö er nú sem
óðast að skiýðast jólabúningnum
og verður hún nokkm lengri og
viðameiri um hátíðamar en endra-
nær. í dag verður til að mynda
Morgunútvarp frá klukkan 9.00
til 12.00, í umsjá Þorgeirs Ást-
valdssonar, þar sem hann kynnir
jólalög úr ýmsum áttum og rab-
bar við hlustendur úti á landi un
jólaundirbúninginn og fleira. Há-
degisútvarp verður í umsjón
Gunnlaugs Sigfússonar og Krydd
í tilveruna, þáttur með afmælis-
kveðjum og léttri tónlist, hefst
klukkan 13.00.
Venjulega lýkur dagskrá Rás-
arinnar kl. 18.00 á sunnudögum,
en frám að áramótum verður nú
einnig útvarpað á sunnudags-
kvöldum. Frá klukkan 18.00 fram
að kvöldfréttum verða leikin létt
jólalög, en að sjöfréttum loknum
kynna þau Inger Anne Aikman
og hákon Sigurjónsson jólalög úr
ýmsum áttum, t.a.m. úr heimi
jazzins, rokksins og byggðastefn-
unnar. Dagskrá Rásar tvö lýkur
svo um miðnætti.
Útgefandi: Dreifing:
Smárakvartettinn Fálkinn hf.
í Reykjavík.
— kemur út úrval sönglaga
Smárakvartettsins í Reykjavík
— m.a. endurútgáfa af plötum, sem
hafa verið ófáanlegar um 30 ára
skeið.
Mörg lög, sem ekki hafa komið út
fyrr á hljómplötum, t.d. 7 laga pró-
gram frá 1956, sem „fannst“ í
segulbandasafni Ríkisútvarpsins.
Þá syngur Smárakvartettinn
7 ný lög í tilefni þessarar afmælis-
útgáfu — sem er: tvær hljómplötur
í albúmi.
Jólagjöfin til íslendinga hérlendis
sem erlendis!