Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 9

Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 9 HUGVEKJA Höf ðingsskapur Jesú Krists eftir EINAR J. GÍSLASON „ Um helg jól er verÖur íhugunar höjð- ingsskapur Jesú Krists. Svo er hann einstœÖur, rismikill og tekur öllu fram. HöfÖingsskapinn sýndi hann í lífi sinu ogstarfi.“ „Þú Betlehem land Júda, frá þér mun koma höfðingi, sem vera skal hirðir lýðs míns ísrael." (Matt. 2.6.) „A herðum skal höfð- ingjadómurinn hvíla.“ (Jeseja 9.6.) Að vera höfðingi er ekki öllum gefið. Því fylgir verk örlætis og reisn ef höfðingsskapurinn á að skapa sér virðingu og sæmd. Vatnsdæla saga segir um Ingi- mund gamla að hann hafi verið höfðingi. Örlátur, ríkur og gjaf- mildur og gestrisinn. Um helg jól er verður íhugunar höfðingsskapur Jesú Krists. Svo er hann einstæður, rismikill og tekur öllu fram. Höfðingsskapinn sýndi hann í lífi sínu og starfi. Nægir að benda á þegar hann mettaði fimm þúsund manns og hafði til þess fimm brauð og tvo fiska. Þegar allir höfðu etið og voru mettir voru tólf körfur í af- gang. Hér var veitt af rausn, að höfðingja sið. Þegar Jesús var í brúðkaupinu í Kana skeði það ótrúlega mitt í veislunni að borð og glös, allt varð tómt og búið. Jesús bjargaði úr óefni. Hann bauð vatni að verða að ávaxtavíni. Jesús bruggaði ekki né sauð, heldur urðu 600 lítrar af vatni að hinu besta víni, sem annars hefði tekið mánuði og ár að verkast. Hér var höfðingi á ferð, sem skar hlutina ekki við nögl. Arla dags gekk Jesús niður á strönd. Hann vissi um lærisveina sína vera á sjó að fiska. Þá ber jafnt að, Jesúm á ströndina og lærisveinana af sjónum. Mjög var veiði treg þessa nótt. Ekkert í soðið. Leggið netið stjórnborðs- megin við bátinn. Nú var heldur betur viðbragð. Allt kraumaði af loftbólum og í netin innilokaðist mikil mergð fiska. Annar bátur var þarna nærri. Var nú lagst á eitt af báðum bátunum. Urðu báðir drekkhlaðnir og flaut á list- um. Vertíðinni var borgið, afkoma ársins var tryggð. Mikill höfðingi var hér á ferð sem gaf af rausn. Páll postuli segir um Jesúm: „Þér þekkið náð Drottins Jesú Krists, að hann þótt ríkur væri (enginn var ríkari en hann) gjörð- ist yðar vegna fátæktar, til þess að þér auðguðust af fátækt hans.“ (II. Korintubréf 8.9.) Hvað var hann ríkur? „Hann var jafn Guði. Hann var í Guðs mynd. Hann svipti sig öllu. Hann afklæddist Guðs mynd og tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur." (Filippíbréfið 2.7.) Sem slíkur opinberaði Jesús guðdóminn. Sú opinberun snertir alla menn og nær til allra, sem við vilja taka. „Af gnægð hans höfum vér allir fengið og það náð á náð ofan.“ (Jóhannes 1.16.) Ómælt gefur hann andann, segir' Jóhannes. Urðu þeir allir fullir af heilögum anda, segir Lúkas lækn- ir um hvítasunnuandann á hvíta- sunnudag. Hann, sem er gjafari allra góðra hluta, gefur örlátlega og átölulaust. Höfðinglegasta gjöf Jesú Krists sem allir eiga kost á er: eilíft líf „og þeir skulu aldrei að eilífu glat- ast og enginn skal slíta þá úr hendi minni." (Jóhannes 10.27.) „Ég er kominn til þess að þeir hafi líf og nægtir." (Jóhannes 10.11.) „Hans guðdómlegi máttur hefir veitt oss allt sem heyrir til lífi og guðrækni, með þekkingu á hon- um.“ (I. Pétursbréf 1.3.) Hann átti að vera hirðir. Hirðir er leiðtogi hjarðarinnar. Hann fer fyrir og á undan. Hann heldur hjörð sinni til haga, (við sitt Orð, tekur unglömbin í faðm sér og ber þau, en leiðir mæðurnar. (Jesaja 40.11.) „Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda verald- arinnar." (Mattheus 28.20) voru kveðjuorð Jesú til lærisveina sinna. Hvar er meira öryggi eða tryggingu að fá í hverfiilum og vondum heimi? Höfðingsskapur Jesú nær inn í eilífðina — þar sem ég er, þar skal og þjónn minn vera. „Sjá tjaldbúð Guðs er meðal mann- anna. Hann mun búa hjá þeim. Þeir munu vera fólk hans. Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Lambið Jesús mun gæta þeirra og leiða þá til lifandi vatns- linda.“ „Höfðingi mikill er upprisinn meðal vor. Lútum honum. Tignum hann og tilbiðjum, föllum fram fyrir honum öll þjóðin. Færum réttar fómir. Hjörtu sem tilbiðja hann í anda og sannleika.“ Þá eignumst við gleðileg jól. NYT SÍMANÚMER 69-tl-OO Auglýsingar22480 Afgreiðsla 83033 FJARFESTINGARFELAGIÐ VERÐBREFAMARKAÐURINN Genqiðídaq 21. DESEMBER 1986 Markaðsfréttir | Veðskuldabréf - verðtryggð Lánst. 2 afb. áári Nafn- vextir HLV Sölugengi m.v. mism. ávöxtunar- kröfu 12% 14% 16% 1 ár 4% 95 93 92 2 ár 4% 91 90 88 3 ár 5% 90 87 85 4 ár 5% 88 84 82 5ár 5% 85 82 78 6ár 5% 83 79 76 7 ár 5% 81 77 73 8ár 5% 79 75 71 9ár 5% 78 ! 73 i 68 10ár 5% 76 71 66 Veðskuldabréf - óverðtr. Lánst. 1 afb. á ári Sölugengi m/v. mism. nafnvexti 20% HLV 15% 1 ár 89 84 85 2 ár 81 72 76 3ár 74 63 68 4 ár 67 56 61 5ár 62 50 56 KJARABRÉF Gengi pr. 19/12 1986 = 1,813 Nafnverð 5.000 50.000 Söluverð 9.065 90.650 TEKJUBRÉF Gengi pr. 19/12 1986 = 1,094 Nafnverð 100.000 500.000 Söluverð 109.400 547.000 FfARFESTJNGARFELAG ISLANDS ÓSKAR LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG EARSÆLDAR Á KOMANDIÁRI; fjármál þín - sérgrein okkar Fjárfestingarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7,101 Reykjavík. © (91) 28566, © (91) 28506 símsvari allan sólarhringinn ósa/sIa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.