Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 12

Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Bjó um tíma í íshelli til að kynnast steinaldarmönnum Um skáldsöguna Þjóð bjarnarins mikla eftir Jean M. Auel sem komin er út á íslensku Eftir rannsóknir sínar og undir- búningsvinnu komst frú Auel að því að þrátt fyrir að Neanderdals- maðurinn hefði verið bæði frum- stæður og staðnaður hefði hann í raun og veru verið mikil tilfinninga- vera. an myndi áreiðanlega enginn hafa áhuga á að lesa hana. Af einhverri þtjósku þráaðist Auel við og hóf að safna efni í bókina. Að því var ekki hlaupið. í þrjú ár gerði Jean Auel ekki annað en að kynna sér lifnaðarhætti steinald- „Ég skynjaði að þetta fólk var af holdi og blóði og hafði í sér bæði þrár og tilfinningar, rétt eins og við — en hins vegar hætti mörg- um til þess að líta fremur á það sem einhvers konar tilfínningalausa frummenn, sem væru nátengdari öpum og öðrum dýrum en okkur mennskum mönnum." Eftir að Auel lauk bók sinni tók Þjóð bjarnarins mikla fjallar um stúlkuna Aylu sem er af kynflokki nútímamannsins en elst upp í helli meðal Neanderdalsmanna fyrir 35 þúsund árum. armanna og hún lagði ýmislegt á sig til þess að ekkert færi milli mála. Nefna má að um tíma bjó hún í íshelli, líkum þeim sem sögu- fólkið hennar hafðist við í: hún lærði sömuieiðis að smíða vopn og hvers konar áhöld úr steini, og hún sótti óteljandi fyrirlestra við há- skóla og aðrar stofnanir þar sem Neanderdalsmenn voru til umræðu. Bók Auel, Þjóð bjamarins mikla, gerist sem fyrr segir fyrir 35 þús- und árum, en þá ríkti lokaskeið síðustu ísaldar á jörðinni. Það stóð í hartnær 30 þúsund ár: frá því fyrir 40 þúsund ámm og þar til fyrir 10 þúsund árum, og einmitt á þessum tíma var hinn viti borni maður, homo sapiens, að brjóta sér leið til heimsyfirráða. Áður en nútímamaðurinn, eða Cro-Magnon maðurinn, kom fram á sjónarsviðið var Neanderdalsmaðurinn herra jarðarinnar en hann staðnaði og gat ekki mætt samkeppni frá Cro- Magnon manninum. Jean M. Auel sagði í nýlegu tíma- ritsviðtali um bók sína að til þess að draga fram andstæðumar milli þess kynstofns sem við nútímamenn erum af og hinna frumstæðu manna, hefði henni þótt nauðsyn- legt að tefla þessum kynþáttum hvorum gegn öðrum. Hún sagði ennfremur: „Þess vegna valdi ég þann kost- inn að láta aðalpersónu bókarinnar vera af okkar stofni, en það er stúlk- an Ayla. Hún verður viðskila við fólk sitt í feiknarlegum land- skjálfta, en Neanderdalsmenn, sem kenna sig við Hellisbjöminn eða Bjöminn mikla, fínna hana og taka hana í fóstur. Hjá þessu frumstæða fólki elst Ayla síðan upp og með því að láta hana fylgjast með lffí og tilfinningum þessara hellisbúa á lesandinn að átta sig vel á því sem skildi að þessa fomu kynstofna." KJOTIÐNAÐARSTOÐ Borgarnesi sími 93-7200 Fordæmi Jean M. Auel sýnir að hverjum manni ætti að vera unnt að skrifa langa og ítarlega skáld- sögu um helsta áhugamálið sitt. Það sem meira er: það er eins víst að bókin slái í gegn og nái met- sölu. Auel þessi var bandarísk húsmóðir sem um árabil hafði af einhverri rælni kynnt sér lifnaðar- hætti steinaldarmanna, þegar hún tók sig til að skrifaði bók um þessa skjólstæðinga sína. Bókin reyndist verða ein hin vinsælasta á seinni árum: Þjóð bjarnarins mikla, sem nú er komin út í íslenskri þýðingu. Skáldsagan um Þjóð bjarnarins mikla segir, í stuttu máli, frá stúlk- unni Aylu sem er af kynslóð nútímamannsins en elst upp hjá Neanderdalsmönnum fyrir um það bil 35 þúsund árum. Um þær mund- ir voru Neanderdalsmennimir að deyja út; þeir höfðu staðnæmst á þróunarbrautinni en fram var kom- inn nýr kynþáttur manna, hinir svonefndu Cro-Magnon menn, sem enn ræður ríkjum á jörðinni. Aðal- söguhetja Jean M. Áuels, Ayla, er einmitt af Cro-Magnon kyni en áherslan í bókinni er á að lýsa hin- um frumstæðu en þó margbrotnu Neanderdalsmönnum. Jean M. Auel hafði fengist við sitt af hveiju áður en hún tók að skrifa bókina sem átti eftir að gera hana heimsfræga. Hún vann skrif- stofustörf af ýmsu tagi, fékkst við hönnun og önnur störf á tæknisvið- inu en einkum og sér í lagi var hún Þiðþurfið ekki að ha® a lenguryfir þessu- -HANGIKJÖTIÐ ER FRÁ OKKUR húsmóðir. Áður en frú Auel varð tuttugu og fimm ára hafði hún eign- ast fimm böm svo það segir sig sjálft að heimilið var tímafrekt og erfítt. Auel hafði lítinn tíma til að sinna áhugamálum sínum lengi vel, og raunar hafði hún ekki einu sinni nægan tíma til þess að hún vissi yfírleitt hver áhugamál hennar væru. Það var ekki fyrr en bömin voru farin að vaxa úr grasi og Auel orðin fertug sem hún fór að kynna sér lifnaðarhætti steinaldar- manna. í fyrstu hafði hún alls ekki hugs- að sér að skrifa um þetta áhugamál sitt; það var henni einungis dægra- stytting. En svo lenti Auel í því sem hendir marga er koma sér upp margbrotnu áhugamáli — hún öðl- aðist svo mikla þekkingu á við- fangsefninu að henni fannst að hún yrði einhvem veginn að koma því frá sér á nýjan leik. Eftir að Auel hafði drukkið í sig helstu grundvallarheimildimar um forfeður okkar sem til eru og sann- færst æ betur um að þeir hefðu verið heillandi fólk ákvað hún loks að skrifa um þá skáldsögu. Hún flanaði þó ekki að neinu, enda gerði hún sér grein fyrir því að verkið var enginn hægðarleikur. Vinir hennar og velunnarar löttu hana margir hveijir, sögðu það fífldirfsku af konu sem aldrei hefði fengist við ritstörf áður að ætla sér að skrifa skáldsögu um svo flókið efni og þó henni tækist að koma bókinni sam- Og hangikjötið frá Kjötiðnaðarstöð KB er gott. Allt frá fyrsta munnbita mælir það með sér sjálft. Borgarneshangikjötið er úrvalskjöt, vel taðreykt svo að bragð er að. Sem sagt: Ijúf- fengt hangikjöt við hvers manns hæfi og hentar við öll tæki- færi. Spurðu um Borgarneshangikjötið Jean M. Auel var „bara húsmóð- ir“ þegar hún tók upp á því að rita skáldsögu um áhugamál sitt, sem voru steinaldarmenn. Hún sló í gegn og nú hefur bókin selst i milljónum eintaka. við töluvert stríð að fá útgefanda að henni. Bókin er stór og mikil, einar 500 blaðsíður, og margir út- gefendur töldu fráleitt að nokkur maður hefði áhuga á að lesa svo langa bók um steinaldarmenn. Markaðsfræðingar, sem leitað var til, sönnuðu að þeir báru lítið skyn- bragð á markaðinn er þeir fullyrtu að það væri hið mesta fáræði að gefa þessa bók út. Þegar hún birt- ist almenningi loksins, seint og um síðir, kom nefnilega hið þveröfuga í ljós. Það var árið 1980 sem fyrsta útgáfa bókarinnar um þjóð bjamar- ins mikla kom út í Bandaríkjunum og hún seldist upp á skömmum tíma. Síðan hefur bókin verið gefin út í mörgum tugum landa og mót- tökumar eru hvarvetna hinar sömu. Má sem dæmi nefna að á Englandi hefur bókin verið endurprentuð 14 sinnum síðan hún kom fyrst út og ekkert lát er á vinsældum hennar. Norðurlandabúar hafa líka tekið henni vel og er nú svo komið að bókin hefur selst í rúmlega 200 þúsund eintökum í Svíaríki, en slík sala á einni bók er fátíð þar í landi. Og ekki er nóg með að almenning- ur hafí reynst hafa áhuga á lífi og starfí steinaldarmanna; gagnrýn- endur hafa líka lokið hér um bil einróma lofí á bókina og talið með hreinum ólíkindum hversu vel og sannfærandi höfundinum hefði tekist að gæða fólk frá þessum löngu liðna tíma bæði lífí og sál. Andstæðurnar milli Neanderdals- mannanna og Cro-Magnon mann- anna mynda, að dómi gagnrýnenda, lykilatriði sögunnar. Gáfur og aðrir eiginleikar Áylu gera hana mjög frábrugðna fólkinu af þjóð bjamar- ins mikla, og í samskiptum hennar við það skapist spenna og togstreita sem endurspegli á býsna raunsann- an hátt átök mannsandans við umhverfí sitt. Á þessu kvenfrelsistímum má það líka heita athyglisvert að bókin lýsir harla vel hlutskipti kvenna á tímum steinaldarmanna, að minnsta kosti eins og helstu fræði- menn ímynda sér að hún hafí verið. Ein helsta áhersla bókarinnar er að sýna hvemig hin sjálfstæða og fijálslega hugsun Aylu rýfur fast- bundnar hefðir og venjur karlveldis- ins foma með Neanderdalsmönn- um. Jafnframt kemur vel fram í bókinni hversu mikil og hatrömm þau átök em sem fylgja sambýli manna af ólíkum kynþáttum, og gildir þá einu hvort um er að ræða nútímann eða ísöldina fyrir 35 þús- und ámm. Hinar geysigóðu viðtökur bókar- innar um þjóð bjamarins mikla hafa að sjálfsögðu orðið Jean M. Auel mikil hvatningtil þess að halda áfram ritstörfum. Þegar hefur verið gerð kvikmynd eftir bókinni og fer sú svipsterka leikkona Daryl Hannah með aðalhlutverkið, hlut- verk stúlkunnar Aylu. Myndin þykir vel heppnuð og heitir á ensku, eins og bókin, The Clan of the Cave Bear. Og nú hefur Auel skrifað framhald bókarinnar og ekkert lát virðist vera á áhuga fólks á steinöld- inni...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.