Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 15
a»pr d'jawMS'iirT ro <rrTrr * /'TTTT/t/tjjs rtra » fctvti'Tanvr i f
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 15
ÞORSTEINN OG FRIÐRIK
Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson, þegar þeir hlutu endurkjör á síðasta
landsfundi.-“Ef flokkur á i vandræðum með forystu sina, þá sparka menn auðvitað
formanninum fyrst og síðan varaformanninum en ekki öfugt“, segir Þorsteinn
aðspurður um raddir þess efnis, að timabært sé, að Friðrik hætti sem varaformaður.
RÁÐHERRASKIPTI
Þorsteinn Pálsson tekur við embætti fjármálaráðherra af Albert Guðmundssyni.
Umdeild ákvörðun á sinum tíma — en: „Mín skoðun er sú, að frumforsenda þess,
að þetta þríhliða samstarf á vinnumarkaðnum tókst, tvö skipti i röð, er að formaður
Sjálfstæðisflokksins gegnir embætti fjármálaráðherra,“ segir Víglundur
Þorsteinsson.
mælenda minna, einkum þeirra sem eru úr
verkalýðsarmi flokksins og hópi sjálfstæðis-
manna úti á landi. Þeir telja að stjórnarsam-
starfíð hafi unnið Sjálfstæðisflokknum
meira tjón en Hafskips/Útvegsbankamálið
og flestir í þeirra röðum vilja að ekki verði
hróflað við framboðslistanum í Reykjavík —
hvorki að Albert verði færður um sæti né
að hann verði látinn víkja. Þeir segja einfald-
lega að niðurstaða hafi fengist í prófkjöri
þar sem farið hafi verið að fyrirfram settum
reglum og það sé ekki í samræmi við þá
niðurstöðu að ráðast í breytingar á listan-
um. Þeir segja þó, að komi fram ný gögn
eða ákæra á hendur Albert Guðmundssyni,
þá beri honum tvímælalaust að víkja. I sama
streng tók Þorsteinn Pálsson formaður
flokksins í nýlegum sjónvarpsþætti á Stöð 2.
Engilbert Ingvarsson á Tyrðilmýri, Snæ-
fjallaströnd, er formaður kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi.
Hann segir m.a.: „Sá byr sem Alþýðuflokk-
urinn hefur í skoðanakönnunum nú, fyrri
hluta vetrar, er ekki marktækur sem vissa
um úrslit í alþingiskosningunum á komandi
vori." Engilbert bendir á að stjómmálaum-
ræða vegna komandi kosninga sé vart hafin,
en það eigi eftir að koma á daginn i þeirri
umræðu að núverandi ríkisstjóm hafi margt
gert vel, einkum það að ná niður verðbólg-
unni.
Engilbert bendir á að Þorsteinn Pálsson
hafí tekið við formennsku í flokknum við
erfíðar aðstæður fyrir liðlega þremur ámm,
en þá hafði ríkisstjómin aðeins setið í nokkra
mánuði. Það sé erfitt fyrir formann að
standa utan ríkisstjómar, en hans staða
hafi til muna batnað fýrir rúmu ári, þegar
formaðurinn varð fjármálaráðherra.
Stendur formaðurinn
traustum fótum?
Ég spyr Þorstein hvort hann líti þannig
á niðurstöður skoðanakannananna að þær
séu sá dómur yfir honum, að á þriggja ára
formennskutíð og eins árs ráðherratíð hafi
honum mistekist: „Formaður flokksins hlýt-
ur auðvitað alltaf að bera ábyrgð á gengi
hans — hverjar svo sem orsakimar em, þá
getur enginn annar en formaður flokksins
borið þá ábyrgð," segir Þorsteinn, „þess
vegna er það mitt mál, ef flokknum gengur
ekki nægjanlega í kosningum."
( Þorsteinn segist vissulega hafa gert mi-
stök á formennskuferli sínum en hann telur
ekki að það hafi verið mistök að verða fjár-
málaráðherra.
Ekki em menn sammála um það hver
staða Þorsteins Pálssonar formanns flokks-
ins er. Akveðnir aðilar telja hana vera mjög
veika og það hafí sýnt sig hvað best í átök-
um innan flokksins vegna hugsanlegra
kaupa ríkisins á Borgarspítalanum. Þar
hafi berlega komið í ljós að formaðurinn
ræður lítið sem ekkert við þingflokk Sjálf-
stæðisflokksins.
Ungir sjálfstæðismenn segja að staða
Þorsteins geti veikst mjög á næstunni, taki
flokksforystan ekki af skarið. Nú sé látið
reka á reiðanum og flokkurinn muni ekki
þola slíkt langa hríð enn. Fari leikar svo,
að Sjálfstæðisflokkurinn komi verr út úr
kosningunum í vor en hann hefur gert um
áratugaskeið, þá sé Þorsteinn einfaldlega
búinn að vera sem formaður.
Þá heyrast raddir úr ungliðahreyfing-
unni, utan af landi og frá þeim sem kenna
sig við verkalýðsarm Sjálfstæðisflokksins,
að það hái formanninum við formennsku-
störf, að hann sé lítt kunnugur innra
félagsstarfi Sjálfstæðisflokksins og að hann
hafi ekki nýtt sér það ofurafl sem hann
gæti, með skipulegri virkjun félagsstarfsins.
Með því hafi hann hugsanlega glatað trausti
ákveðinna hópa innan Sjálfstæðisflokksins.
Þeir benda á, að mikið vanti á í sumum
tilvikum, að Þorsteinn sé búinn að tryggja
sér stuðning flokksmanna við ákveðin mál,
áður en hann kynnir þau í fjölmiðlum sem
stefnumál Sjálfstæðisflokksins. Nýjasta
dæmi þess segja þeir vera fyrirhuguð kaup
ríkisins á Borgarspítalanum. Þorsteinn hafi
við fjárlagagerðina sett Borgarspítalann á
föst fjárlög, sem hafi gefið Davíð Oddssyni
þá hugmynd að ríkið keypti Borgarspítal-
ann. Ekki hafi verið haft fyrir því að kynna
þessa hugmynd og vinna henni fýlgi innan
flokksins, og því hafi allt farið í bál og brand
innan hans. Telja þeir að Þorsteinn, ásamt
Davíð Oddssyni og Ragnhildi Helgadóttur,
hafi fallið í þá gryfju í þessu máli að ætla
sér að þjösna því í gegn, áður en því var
unnið nægt fylgi innan flokksins.
Nánir samstarfsmenn Þorsteins segja
aftur á móti að formaðurinn standi mjög
traustum fótum og að hann hafi vaxið mjög
í formannsstarfinu. Einn þeirra sagði við
mig: „Það má ekki gleyma því að Ólafur
Thors og Bjami Benediktsson áttu sér mjög
marga andstæðinga innan Sjálfstæðis-
flokksins, eftjr að þeir tóku við formennsku
í flokknum. Ólafur var iðulega sakaður um
að tala einungis máli atvinnurekenda í
flokknum og Bjami var sakaður um að vera
einstrengingslegur fauti. Báðir þessir menn
unnu á í formannsstarfi sínu og áunnu sér
ótvírætt traust og virðingu flokksmanna.
Það má ekki gleyma því að Þorsteinn Páls-
son er yngsti þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins og hann hafði aðeins setið örfáar vikur
á þingi, þegar hann var kjörinn formaður
flokksins fýrir rúmum þremur árum. Með
því var í raun hlaupið yfir tvær kynslóðir
stjórnmálamanna og það hafa sumir af eldri
kynslóðinni aldrei fyrirgefið. Ýmsir þessara
manna hafa ljóst og leynt og þó einkum
leynt unnið gegn formanninum, baknagað
hann og reynt að gera honum erfitt fyrir.
Mín spá er sú, að Þorsteinn verði endurkjör-
inn með glæsibrag á landsfundinum í mars.“
Sjálfstæðiskona úr Reykjavík segir Þor-
stein hafa valið þá leið við að taka stjórnar-
taumana í sínar hendur að jaðra hið eldra
jafnt og þétt út og hið yngra inn. Hún seg-
ir að millikynslóðin í hverjum stjómmála-
flokki þurfi sérstakrar meðferðar við, því
þar sé jafnan stærsti hópur þeirra sem horfa
á eftir glötuðum tækifæmm lífs síns til
áhrifa og metorða. Úr þeirra röðum megi
ævinlega vænta örvæntingarfullra tilrauna
til að ná þeim stöðum sem metnaðurinn
segir þá eiga með réttu. Yfir slíkum til-
þrifum þurfl vitur foringi að vaka og snúa
til góðs fyrir flokkinn.
Þorsteinn áunnið
sér traust
vinnumarkaðarins
Ljóst er að Þorsteinn hefur áunnið sér
mikið traust atvinnurekenda og launþega á
skammri ráðherratíð sinni. Benda samnings-
aðilar á að hann eigi stóran þátt í því hvemig
til hefur tekist í þeim kjarasamningum sem
gerðir hafa verið á árinu, í febrúar og nú
í desember. „Mín skoðun er sú, að frum-
forsenda þess að þetta þríhliða samstarf á
vinnumarkaðinum tókst, tvö skipti í röð, er
að formaður Sjálfstæðisflokksins gegnir
embætti ijármálaráðherra. Hann hefur, öðr-
um stjómmálamönnum fremur, þá þekkingu
á málefnum vinnumarkaðarins sem til þarf
til þess að skynja möguleika ríkisvaldsins
til aðildar," segir Víglundur Þorsteinsson.
í sama streng tekur Engilbert á Tyrðil-
mýri og segir að hans starf hafi beint og
óbeint lagt stórt lóð á vogarskálina til að
hægt væri að ná fram febrúarsamningunum
og nýgerðum aðalkjarasamnipgum. Annar
bendir á, að það sé óréttmætt að gagntýna
Þorstein fyrir að hafa tekið að sér embætti
fjármálaráðherra og þar með að hafa van-
rækt flokksstarfið. Þorsteinn hafi ekki átt
neinna kosta völ, því Albert hafi í fjármála-
ráðherratíð sinni glatað öllu trausti launþega
með því hvemig hann brást við í verkfalli
opinberra starfsmanna. Þorsteinn hafi gert
sér fulla grein fyrir því að hann væri færast-
ur um að endurvinna það traust, og því
hafí hann orðið að verða fjármálaráðherra.
Vilja sterkan formann
Flestir sem ég ræddi við telja að Þor-
steinn sem formaður sé í sókn nú, þó að
margir telji að enn vanti talsvert á að hans
staða sé nægjanlega sterk. Benda þeir á
frammistöðu hans í sjónvarpsþætti á Stöð
2, þar sem hann hafi staðið sig mjög vel.
Segjast þeir ánægðir með ákvarðanir hans,
þess efnis að hann ætli sjálfur að velja ráð-
herraefni sín, verði flokkurinn aðili að
ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. „Þorsteinn
er nú farinn að sýna að hann heldur um
stjómartaumana, og það hefði hann mátt
gera fyrr,“ segir sjálfstæðismaður í
Reykjavík, „því gömlu ráðherramir, sem eru
með honum í ríkisstjórn nú, hafa ekki talið
sig þurfa að sækja sitt undir hann. Þeir
telja sig hafa umboð frá þingflokknum og
hafa því ekki alltaf farið eftir tilmælum
Þorsteins. Hann ætlar með þessu að sýna,
að hann þorir, rétt eins og Jón Baldvin. Það
er tvímælalaust af hinu góða, því sjálfstæð-
isfólk vill að formaður flokksins sé sterkur
og ákveðinn foringi.“
Atvinnurekandi utan af landi segir tíma
til kominn að formaðurinn velji sín ráð-
herraefni sjálfur og velji þá eftir hæfíleikum
og getu, í stað þess að þingflokkurinn velji
ráðherraefni eftir starfsaldri á þingi eða
eftir því hvort viðkomandi er fyrsti þingmað-
ur kjördæmis eða ekki.
Nýtur trausts í
Suðurlandskj ördæmi
Viðmælendur mínir úr Suðurlands-
kjördæmi telja að Þorsteinn njóti góðs
trausts í kjördæminu, þó að staða hans
mætti vera sterkari sem formanns flokks-
ins. Vissulega verður sjálfstæðisfólk þar
eins og annars staðar vart við erfíða stöðu
flokksins nú, en mér virðist sem það sé
nokkuð ríkjandi sjónarmið sjálfstæðisfólks
á Suðurlandi, og reyndar í öðrum kjördæm-
um utan Stór-Reykjavíkursvæðisins, að
flokkurinn eigi eftir að sækja í sig veðrið
fram að kosningum. Viðmælendur mínir
bentu á það, er þeir ræddu stöðu flokksins,
að ekki mætti gleyma því, að það væri niður-
staðan upp úr kjörkössunum sem réði
úrslitum en ekki skoðanakannanir.
Sigurður Einarsson bæjarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í Vestmannaeyjum sagði
meðal annars: „Ég hygg að hluti skýringar-
innar á því hversu Sjálfstæðisflokkurinn
kemur illa út úr þessum skoðanakönnunum
sé óánægja fólks frá því síðasta vor í sam-
bandi við skattamálin. Sú
óánægja hefur verið að magnast nú í haust,
eftir að farið var að stilla upp framboðslist-
um fyrir næstu kosningar. Sérstaklega er
óánægja með listana í Reykjavík, á Reykja-
nesi og hér í Suðurlandskjördæmi. Sjálf-
stæðismenn eru ekki ánægðir með það
hversu lítil endurnýjun hefur orðið á fram-
boðslistunum. Mestmegnis eru þetta gömlu
andlitin. Þá er óánægja með að þau kyn-
Sjá næstu síðu