Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 21. DESEMBER 1986
AF INNLENDUM
VETTVANGI
slóðaskipti sem átt hafa sér stað í forystu
flokksins, með kjöri þeirra Friðriks og Þor-
steins, hafa ekki skilað sér inn í ríkisstjóm-
ina.“
Sigurður segist telja að heppilegra hefði
verið að Albert væri neðar á listanum í
Reykjavík, vegna þess hversu umdeildur
hann er.
Augljóst er að sjálfstæðisfólk á Suðurl-
andi hefur meiri áhyggjur af innansveitar-
máli einu en stöðu flokks og formanns, en
það eru innbyrðis átök frambjóðenda og
fylgismanna þeirra í kjördæminu. Lan-
greynd sjálfstæðiskona á Suðurlandi sagði:
„Ég hygg að það geti skaðað flokkinn okk-
ar hér, hversu hatrömm átökin em á milli
þeirra Eggerts Haukdal og Ama Johnsen,
því þær tvær fylkingar sem þeim tengjast
takast á af mikilli hörku — Rangvellingar
og Vestmanneyingar.“
Staða varafor-
mannsins óljós
Það er ekki óeðlilegt að velta því fyrir
sér hver staða Friðriks Sophussonar vara-
formanns Sjálfstæðisflokksins er, í beinu
framhaldi af vangaveltum um stöðu form-
annsins:
Sjálfstæðismaður úr forystuliðinu í
Reykjavík segir: „Ég tel ástæðu til þess að
íhuga kjör nýs varaformanns á næsta lands-
fundi. Friðrik Sophusson hefur þá gegnt
varaformennskunni um 6 ára skeið, án sýni-
legs pólitísks árangurs. Hann hefur ekki
náð sterkum pólitískum tökum á viðfangs-
efnum sínum og ekki reynst formanninum
sú hjálparhella sem hann ætti að vera.
Augljóst varaformannsefni er Davíð Odds-
son borgarstjóri. Hann og Þorsteinn hafa
mjög ólíkan stíl, en ég er viss um að þeir
myndu starfa mjög vel saman og bæta hvor
annan upp. (Fleiri viðmælendur mínir tóku
í sama streng.)
Þar með er ég ekki að segja að ég ætli
að beita mér fyrir því að Friðrik verði bolað
úr varaformannssætinu, en menn verða að
hugleiða hvað hann og Birgir Isleifur bera
mikla ábyrgð á því hver úrslitin í prófkjör-
inu í Reykjavík urðu. Friðrik sló úr og í,
hvað varðar fyrsta sætið, og þeir gátu ekki
sameinast, til þess að koma í veg fyrir að
svo færi sem fór. Þeir, ásamt Ragnhildi
Helgadóttur, bera því mikla ábyrgð á niður-
stöðunni.“
Flestir munu þó telja að Friðrik verði
endurkjörinn sem varaformaður, enda telur
meirihluti viðmæleæla minna að Friðrik
hafí reynst Þorsteini dyggur stuðningsmað-
ur og bakhjarl. Hans helsta vandamál sé
ákveðnir samskiptaerfíðleikar innan þing-
flokksins, sérstaklega við ákveðna lands-
byggðarþingmenn, sem einn viðmælandi
minn kallaði framsóknarþingmennina í
Sjálfstæðisflokknum og glotti við. Hann
sagði þessa þingmenn bókstaflega sitja um
að koma höggi á varaformanninn.
„Sparka fyrst
fórmanninum“
Þorsteinn Pálsson telur enga ástæðu til
að skipta um varaformann. Hann sagði
þegar ég spurði hann um þetta efni: „Ef
flokkur á í vandræðum með forystu sína,
þá sparka menn auðvitað formanninum fyrst
og síðan varaformanninum, en ekki öfugt.“
Þór Sigfússon formaður Heimdallar seg-
ist ekki geta gert sér glögga grein fyrir
stöðu Friðriks innan flokksins: „Varaform-
aðurinn hefur ekki verið í því hlutverki, sem
varaformenn annarra flokka hafa verið.
Formaðurinn hefur verið leiðandi og í sviðs-
ljósinu, en það hefur varaformaðurinn ekki
verið. Þetta gæti eitthvað breyst í kosninga-
baráttunni, þar sem formaðurinn býður fram
í Suðurlandskjördæmi en varaformaðurinn
í Reykjavík. Að vísu háir útkoman í
Reykjavík honum, og það að hann skyldi
hljóta annað sætið, á eftir Albert."
Ákveðinn hópur viðmælenda minna telur
að Þorsteinn hafi ekki nýtt sér starfskrafta
Friðriks sem skyldi. Benda þeir á, að Frið-
rik sé einkar flokkshollur og mikill félags-
maður. Hefði verið eðlilegt, þegar Þorsteinn
varð fjármálaráðherra, að hann kallaði Frið-
rik til og bæði hann að annast innra
flokksstarf Sjálfstæðisflokksins. Þetta hafi
hann ekki gert og því hafi félagsstarfíð
ekki verið með þeim blóma, sem það þyrfti
að vera. Þeir benda á, að þetta hafí Geir
Hallgrímsson gert, í formannstíð sinni, þeg-
ar hann varð ráðherra. Þá hafí hann gert
varaformanninn ábyrgan fyrir flokksstarf-
inu.
Borgarspitalinn
eitt mesta deilumál
Sjálfstæðisflokksins
að undanförnu
Fátt hefur valdið jafnmiklum hita og deil-
um innan Sjálfstæðisflokksins að undanf-
ömu og fyrirhuguð kaup ríkisins á
Borgarspítalanum. Benda margir rótgrónir
íhaldsmenn á að fátt brjóti meir í bága við
stefnu flokksins en aukin ríkisafskipti.
í fyrradag var sú ákvörðun tekin að
fresta málinu fram jrfír áramót, með bréfí
sem ráðherrarnir Steingrímur Hermanns-
son, Þorsteinn Pálsson og Ragnhildur
Helgadóttir sendu Davíð Oddssyni borgar-
stjóra, þar sem kemur fram að í tímaþröng
undanfarinna daga hafí ekki verið unnt að
ganga frá samkomulagi um þetta mál eða
afla nauðsynlegra heimilda Alþingis. Er frá
því greint að fullur vilji ríkisstjómarinnar
sé til þess að reyna til þrautar þegar eftir
áramót að ganga frá samkomulagi um þetta
mál við Reykjavíkurborg.
Er Friðrik að breyt-
ast í kerfiskarl?
Benda menn á að afstaða Friðriks til
hugsanlegra kaupa ríkisins á Borgarspítal-
anum sé óljós og að einhverra mati vafasöm.
Aðrir segja að Friðrik hafí alltaf stutt það
að spítalar fari á föst fjárlög, þannig að
engan veginn sé hægt að segja að um
tvískinnung sé að ræða í málflutningi hans.
Ef ríkið eigi að yfírtaka Borgarspítalann,
þá sé hann sammála heilbrigðisráðherranum
um að meginforsenda þess sé að meiri hag-
kvæmi verði hægt að ná út úr slíku kerfí.
Benda þeir á að lagalega séð eigi stjómar-
nefnd ríkisspítalanna að hafa yfímmsjón
með ríkisspítölum og þar með náttúrlega
nýjum spítölum.
Annað sem þeir segja að geri afstöðu
Friðriks til þessa máls ábyrga er að hann
hafí varað við því að spítalinn yrði yfírtek-
inn með þeim skilyrðum, að ekki yrði hægt
að þróa eðlilegt samstarf þessara tveggja
stóm sjúkrahusa, Borgarspítalans og Lands-
pítalans. Þess vegna hafí hann talið, að ef
taka ætti mark á niðurstöðum fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélganna og ýmissa starfsmanna
Borgarspítalans væri betra að láta kaupin
eiga sig í bili og láta Davíð Oddsson og
borgarstjómina um að fínna nýtt stjórnar-
fyrirkomulag.
Þeir sem telja að tvískinnungsháttur sé
í afstöðu Friðriks til Borgaspítalans segja
meðal annars að Friðrik vilji meiri völd:
Hann vilji að ríkið kaupj Borgarspítalann
og hann vilji að sama stjóm verði yfír Lands-
pítalanum og Borgarspítalanum — stjóm,
þar sem hann gegni stjórnarformennsku.
Em menn þess minnugir, að Friðrik var
talinn guðfaðir kosningaslagorðsins „Báknið
burt“, en nú virðist, að þeirra mati, sem
hann vilji enn auka við báknið. Finna þeir
Friðrik það til foráttu að hann sé að breyt-
ast í kerfiskarl. Kaup ríkisins á Borgarspítal-
anum njóta takmarkaðs, og líklega ekki
nokkurs fylgis í þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins og fulltrúaráði. Em sumir þeirrar
skoðunar, að ef sá háttur verður hafður á,
að hafa eina stjóm fyrir báða spítalana, sé
næsta víst að það komi fram mótframboð
á móti Friðrik á næsta landsfundi.
Aðrir telja hér ómaklega að Friðrik vegið
og segja það liggja alveg hreint fyrir að
Friðrik hafi haldið að sér höndum í þessu
spítalamáli, sem hefur undanfarna daga
verið eitt heitasta deilumál innan Sjálfstæð-
isflokksins.
V erkalýðsarmurinn
telur frjálshyggjuna
skaðlega flokknum
Sjálfstæðismenn úr röðum verkalýðs-
armsins telja að fijálshyggjan hafi verkað
afar neikvætt á marga og sett þröngan
íhaldssvip á flokkinn.
Þór Sigfússon, formaður Heimdallar, seg-
ir það út í hött að halda því fram að
Sjálfstæðisflokkurinn hafí tapað fylgi,
vegna radda ftjálshyggjumanna í flokknum.
Hann segir meginmálið vera það, að þegar
einhveijir boðberar fijálshyggjunnar í
flokknum komist til valda gerist það einung-
is þannig að hæfír þingmenn, með fijáls-
lyndar skoðanir, fái ráðherrastóla. Það sé
útilokað að telja að flokkur sem er jafnop-
inn og umburðarlyndur gagnvart skoðunum
manna tapi á því að hafa hóp fijálshyggju-
manna innan sinna vébanda.
„Það hljómar nú eiginlega eins og hvell-
andi bjalla, allt þetta fijálshyggjutal," segir
Þorsteinn Pálsson, þegar ég spyr hann hvort
fijálshyggjan setji þröngan svip á flokkinn
og fráhrindandi. Hann segir að menn noti
þetta hugtak iðulega án þess að skilgreina
hvað er á bak við það. „Auðvitað takast á
í Sjálfstæðisflokknum mismunandi sjónar-
mið og flokkurinn er stór fyrir það, að þar
er veruleg breidd. Það væri enginn flokkur
með fylgi frá 35% og upp fyrir 40% þegar
best lætur öðru vísi en í honum væri mikil
breidd. Ég held að það komi í ljós að flokkur-
inn hefur verið mjög samkvæmur sjálfum
sér. Við höfum lagt á það áherslu að auka
frelsi á peningamarkaðinum, í atvinnulífínu
og víðar og láta markaðslögmálið njóta sín,
en nota hins vegar ávextina af því frelsi,
verðmætasköpunina, til þess að tryggja vel-
ferð og búa unga fólkinu í landinu gott
menntakerfi. Okkur hefur tekist að koma í
veg fyrir aukningu ríkisútgjalda sem hlut-
falls af þjóðarframleiðslu, en við höfum aftur
aukið hlutdeild heilbrigðis-, trygginga- og
menntamála í útgjöldum ríkisins. Þetta er
sá raunveruleiki sem við stöndum frammi
fyrir og tölur þær sem við höfum í höndum
sýna að okkur hefur þannig tekist að koma
þessari grundvallarstefnu okkar fram.“
Flokkurinn stendur
höllum fæti
Þó skoðanir um stöðu flokksins séu jafn-
skiptar og raun ber vitni ber mönnum
nokkuð saman um það að flokkurinn stend-
ur höllum fæti. Líklegast er að margir
samverkandi þættir geri það að verkum að
flokkurinn hefur ekki komið betur út úr
skoðanakönnunum að undanfömu, og skal
hér enginn dómur lagður á hver vegur þar
þyngst.
Flestir virðast sammála um að staða
flokksins muni skýrast mjög fljótlega á
nýju ári og hafa þá væntanlega í huga með
hvaða hætti verður gengið frá framboðslista
flokksins í Reykjavík í janúarlok.
Eyrarsparisj óður
opnar sitt fyrsta útibú
OPNAÐ var útibú hér á Tálkna-
firði frá Eyrarsparisjóði, Pat-
reksfirði, föstudaginn 12.
desember si. Eins og segir í
fréttabréfi til Tálknfirðinga frá
sparisjóðnum, þá er tilgangurinn
með opnun útibúsins að bæta
þjónustu við viðskiptamenn
sparisjóðsins og Tálknfirðinga
yfirleitt, enda hefur sparisjóður-
inn fengið margar áskoranir og
hvatningu frá íbúum staðarins á
undanförnum misserum um að
opna afgreiðslu á Tálknafirði.
Þetta fyrsta útibú Eyrarspari-
sjóðs er til húsa í glæsilegu húsnæði
Myndbrengl
í frásögn Morgunblaðsins í gær
af útkomu bóka um Knudsensætt
urðu þau mistök að myndir af
afkomendum Þórðar Svein-
björnssonar og Sigmundar B.
Knudsen vixsluðust. Eru hlutað-
eigandi beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
Bjamabúðar og verður afgreiðslan
opin alla virka daga frá kl. 9.15 til
16.00 og er Eyrarsparisjóður eini
bankinn á svæðinu sem hefur sam-
felldan opnunartíma, en eins og
gefur að skilja kemur það sér mjög
vel fyrir allt vinnandi fólk, og hugsa
Tálknfirðingar gott til þessarar
auknu þjónustu.
Eyrarsparisjóður leggur áherslu
á góða þjónustu og kannski kemur
það best í ljós þegar litið er á árs-
reikning fyrir 1985, en samkvæmt
honum hafa rekstrartekjur aukist
úr 16,3 milljónum árið 1984 í 33,4
milljónir árið 1985, eigið fé 31.12
1985 var 22,2 milljónir. Eyrarspari-
sjóður var stofnaður í mars 1929,
sparisjóðsstjóri síðan í september
1973 hefur verið Hilmar Jónsson,
útibússtjóri á Tálknafirði er Bima
Friðriksdóttir, aðrir starfsmenn eru
Bragi G. Gunnarsson og Jörgína
E. Jónsdóttir. JOÐBÉ
Bragi Gunnarsson, Jörgína Jónsdóttir, Birna Friðriksdóttir útibús-
stjóri og Hilmar Jónsson sparisjóðsstjóri.
Hlaðborðið í Veitingahöllinni.
Nýjung hjá
Veitingahöllinm
VEITINGAHÖLLIN í Húsi verzl-
unarinnar býður upp á hlaðborð
öll kvöld til jóla. Er þetta nýjung
þjá veitingahúsinu, sem mælst
hefur mjög vel fyrir, að sögn
Jóhannesar Stefánssonar veit-
ingamanns.
Boðið er upp á þtjá heita rétti
og fjölda kaldra fisk- og kjötrétta,
auk eftirréttaborðs. Verð fyrir
hvern gest er 595 krónur.