Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 19

Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 19
komum til Vedersa hittist svo vel á, að frú Lise Munk var heima og þegar við ókum í hlað hittum við strax vinnumann, sem þar var að störfum, spurðum hann, hvort það væri mögulegt, að fá að koma inn á prestssetrið og skoða garðinn, og létum þess um leið getið, að við værum íslendingar á ferðalagi og okkur léki sérstakur hugur á því að koma til Vederso, á slóðir Kaj Munks. Vinnumaðurinn hljóp inn í húsið og kom út aftur, að vörmu spori, með þau skilaboð, að okkur væri velkomið að koma inn og skoða okkur um, og þegar frúin heyrði að við værum íslendingar kom hún sjálf út á tröppumar og bauð okkur velkomin og var það ekki í þetta eina skipti, sem við nutum þess að vera Islendingar. Leiddi hún okkur síðan um húsakynni, sem voru öll með sömu ummerkjum og þau vom, þegar Kaj Munk fór að heiman ör- laganóttina 4. janúar 1944. Við komum meðal annars inn í skrif- stofu prestsins, sem okkur fannst fremur fátækleg. Það var eins og frúin hafí fundið á sér, hvað við hugsuðum, því hún sagði: „Hann gerði aldrei miklar kröfur fyrir sjálf- an sig.“ Síðan gengum við um garð prestssetursins, hann var stór um sig, með fjölskrúðugum gróðri. Öðm hvom nam frúin staðar og benti á einstök tré og sagði: „Þama 'er tré, sem maðurinn minn plant- aði. Hann átti margar vinnustundir í þessum garði, og hér átti hann margar yndisstundir með §ölskyld- unni.“ Og tíminn leið fljótt, þegar hún rifrjaði upp minningamar frá liðnum ámm. Frá Vedersa lá leiðin til Silke- borgar; um 5 km vestan við Silke- borg, þar sem heitir „Hörbylund- bakke" hefur verið reistur steinkross á þeim stað, þar sem Kaj Munk var myrtur í janúar 1944. Þegar okkur bar þama að var þar fyrir skólabíll, og skólabömin höfðu skipað sér í hring um kross- inn, sem var þakinn blómum, og allt í einu tóku bömin að syngja danska þjóðsögninn, „Det er et yndigt land“, og aldrei hefur mér fundist danski þjóðsöngurinn hljóma eins fallega, já, unaðslega, eins og þegar hann var sunginn þama, af hinum mildu bamarödd- um, á þessu kyrrláta sumarkvöldi. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 III. Það er eðlilegt, að margar minn- ingar geymist hjá bömunum frá prestssetrinu í Vederso, er vom öll svo ung, þegar faðir þeirra var frá þeim tekinn og þessar minningar verða þeim því kærari, því lengur sem líður og þau líta til baka sem fulltíða fólk, ekki hvað síst á þetta við um minningar jólanna, sem hafa orðið fjölskyldunni ógleymanlegar. Sonur hjónanna, Ame Munk, nú kennari í guðfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla, hefur í blaðaviðtali rifjað upp nokkrar af þessum jóla- minningum frá æskuárum heima í Vederso og hvemig faðir þeirra setti sinn sérstaka svip á jólahald heimilisins, bæði með þátttöku í helgihaldi jólanna, og jólaleikjum bamanna, bæði úti og inni. Jólahá- tíðin á prestssetrinu var annars haldin með hefðbundnum hætti. Rétt fyrir jólin var jólatréð sótt út í skóginn og fengu börnin þá að koma með og velja tréð. Á höfðinu höfðu þau jólasveinahúfur og allur skarinn gekk síðan fylktu liði út í skóginn og þegar þau höfðu fundið tré, sem hentaði, var haldið heim- leiðis og tréð sett upp í garðstof- unni. Síðan vom smákökur bakaðar og klippt út margskonar skraut úr marglitum bréfum til þess að hengja á tréð, og sjálfur var Kaj Munk með í öllu þessu, til þess að gleðja bömin og Ame Munk sagði síðar, að það hafi verið hinir furðu- legustu hlutir, sem faðir þeirra gat fundið upp á, til þess að gera þenn- an undirbúning sem skemmtilegast- an. Og þótt hann hafi sjálfur síðar reynt að líkja eftir því, sem faðir þeirra gerði, hafði það aldrei orðið nema svipur hjá sjón, því að hann gaf öllu sérstakt líf. Skrautið og jólagjafimar vom hengdar á tréð, eða lagðar hjá því og síðan dyrunum vandlega lokað og meir að segja troðið upp í skráargatið, því að það þóttu næstum hrein helgispjöll, að ætla sér að kíkja á jólatréð, áður en stofan var opnuð á aðfangadags- kvöld, þegar jólin vom að byija og komið var heim frá kirkju. En fyrst eftir jólamáltíðina var garðstofan opnuð og við blasti jólatréð í allri sinni dýrð, með öllum jólagjöfunum. Og það var ekki laust við að föður okkar fyndist, að við hefðum full- mikinn áhuga fyrir jólagjöfunum, en jólaboðskapurinn sjálfur hyrfi í skuggann. Þá var sungið og dansað kringum jólatréð og sungið: „Nú em aftur jól“, fyrst var sungið með hóflegum hraða, en síðan var hrað- inn aukinn, og þegar söngurinn stóð sem hæst hvarf faðir okkur úr hópnum. Jólasveinar vom auðvitað fastir þættir í þessari jólaskemmt- un, en þegar systir mín sagði mér, en þá var ég 7—8 ára, að hún hefði verið aðstoðarjólasveinn, fór ég að efast um tilveru jólasveinanna, en fram að þeim tíma sagðist hann hafa verið viss um, að hann hafi séð alvöru jólasvein. Ein þeirrajóla- gjafa, sem Ame Munk sagði að sér hefði lengi verið minnisstæð var lítil gufuvél. Það var stórkostleg jóla- gjöf! Þótt jólasiðimir væra enn svipaðir og áður vantaði jólin þann sérstaka svip, sem faðir okkar var vanur að gefa þeim, og það gat enginn leikið eftir honum. Ame Munk segir ennfremur: „Það var föst venja, eftir lát föður okkar, að ljölskyldan fór öll til kirkju á að- fangadagskvöld, og eftir messuna fómm við öll út að gröf foður okk- ar, hver með sitt kerti, kveiktum á þeim og létum á leiðið, en það var rétt við kirkjuvegginn. Inni í kirkjunni var ljósadýrð. Á kirkjuveggnum þar skammt frá prédikunarstólnum hangir stein- tafla og á hana er ritaður gamall danskur sálmur: „Jeg venter dig, Herre Jesus, til dom, hvert öjeblik jeg ser mig om. Hastig du komme kan og brat i hver en time ved dag og nat. Lad brænde mit hjertes lampe be- redt i tro i h&b og i kærlighed. Jeg sover eller váger, da være je din, jeg lever eller dör, da vær du min.“ Og nár du kommer, kom mild og blid, og gör mig salig til evig tid! (Dönsk sálmab. nr. 233) Höfundur er séra Óskar J. Þor- láksson. Heimildir: Niels Nöjgárd: Ordets dyst og dád. 1946. K. Munk: Ævisaga. Foráret sá sagte komm- er. 1944. Bogen om Kaj Munk, skrevet af hans venn- er. 1946. Vestkysten 1984. Dagbækur 1961. I Gourmet-línan frá Metropolitan Glæsileg handunnin kristalsglös með klassísku lagi, sameinar andstæður með tærum kristalnum í glasinu á hvítum frostuðum fætinum. Stórkostlegt úrval af gjafavörum úr postulíni og kristal. Verð við allra hæfi. Gefið kjörgripi frá Kenðal Laugavegi 61, sími 26360. f ur og mikið úrval jólaljósa pera. URVALIÐ ALDREI FJÖLBREYTTARA EDiTiCORTA- \M kreuu^; Heimilistæki hf HAFNARSTRÆ T! 3 - 20455- SÆTUNI 8 S 27500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.