Morgunblaðið - 21.12.1986, Page 21

Morgunblaðið - 21.12.1986, Page 21
apor fO UTTOArTTTVÍVÍTTP (TTTT7A Ifln/TTOflOTA MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 oo 21 Teikning gerð eftir lýsingu Dickens á æsknminningu, þegar hann ungur drengur sá Grímuna skeifilegu, sem fylgdi honum ævilangt. ' ' Þessar seinni sögur nutu flestar vinsælda á sínum tíma en aðeins ein hefur staðist tímans tönn, enda eru þær flestar í smásöguformi og það form hentaði Dickens illa. Hann var maður skáldsögunnar fyrst og fremst. Það eina sem þessar harð- soðnu jólasögur skilja eftir fyrir okkur sem nú lifum eru sjálfsævi- söguþættimir sem Dickens skaut inn í þær. Faðir hans, John Dick- ens, var vel stæður, og græddist fé, þar til Dickens var fjórtán ára, þá fór allt úrskeiðis og fjölskyldan á vergang. John var settur í skulda- fangelsi og Dickens litli byrjaði að vinna fyrir sér og sínum. Þessi ár vom ákaflega dökk í lífí skáldsins unga og mótuðu sál hans upp frá því. Dickens þekkti fátækt af eigin raun og vissi hvað hann var að gera þegar hann samdi sögur um olnbogaböm þjóðfélagsins í bestu skáldsögum sínum. Þessarar hörm- ungarreynslu gætir mjög, meira að segja í hugljúfum ævintýmm hans eins og jólasögunum, en, eins og fyrr segir, þá er aðeins ein sem stenst hina alræmdu tönn tímans. Martröð í draumi „Jóladraumur" er e.k. siðferðis- prédikun matreidd sem æsispenn- andi martröð. Dickens trúði því, á þeim tíma sem hann samdi söguna, að glæpir, ofbeldi, ójafnrétti, raunar allar hörmungar lífsins, mætti rekja til fáfræði almennings. Menntun er máttur, vom einkunnarorð hans; spumingin var bara hvemig mennta átti lýðinn. Aðalsöguhetjan er Scrooge hinn moldríki. Hann er ógleymanleg táknmynd síngjama mannsins, þess sem græðist fé á tá og fíngri og fær aldrei nóg, mannsins sem ekki má sjá af eyri til hins fátækasta af fátækum. Andspænis honum stillir Dickens upp fátækum böm- um. Dickens vildi trúa því að enn væm til velmegandi kaupahéðnar sem gætu breytt heiminum, breytt sér í krafti auðæfa sinna til að gera heiminn að betri heimi. Þann- ig er það með Scrooge, hann er í upphafí draumsins frekar vondur maður með illan bifur á öllu sem hreyfíst, en máttur draumsins (daprar æskuminningar Scrooges, og enn dapurlegri örlög Tomma litla; með öðmm orðum: prédikun höfundarins í verkinu) er slíkur að Scrooge breytist og verður betri maður í lok draumsins. Jólin em því nokkurs konar hreinsunareldur Scrooges gamla. Charles Dickens leysir þjóðfélag- ið ekki upp í frumeiningar sínar til að benda á illskuna sem alls staðar leynist; sagan er bara saga, ævin- týri handa bömum, spennandi, heillandi, ógnvænleg, fyndin; hæfí- lega blönduð hryllingi martraðar- innar svo að lesandinn skynjar forgengileikann, hversu brothætt lífið er og tilviljanakennt. Rauði þráðurinn í draumi Scrooges er til- viljunin: bam fæðist og það er hending ein hvort bamið lendir í silkivafínni vöggu auðkýfíngs eða sótsvörtum klút fátæklings. En ætli flestir taki ekki söguna sem óð til jólanna, eða eins og segir á vísum stað: „Það er stundum hreint ágætt að vera bam, og aldrei betra en einmitt á jólunum, þegar hinn almáttugi Faðir var sjálfur bam.“ HJÓ SPENNANDI FALLEGAR OG VANDAÐAR VORUR Garfield Grettir My little pony J( M/m r HERI IASKÓR INIR Falla sérstaklega vel að islenskum fótum! K. Einarsson & Björnsson, Laugavegi 25, sími 13915. LAUGAVEGI 100, SIMI 19290 SÉRVERSLUN MEÐ KARLMANNASKÓ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.