Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Ríkissjónvarpið Keppikeflið Þegar Astralir unnu Ameríkubikarinn í kappsiglingu eftir að Bandaríkjamenn höfðu haldið honum í 132 ár Það er ekki oft sem erlendir framhaldsþættir eru frumsýndir á íslandi en sú var raunin með hina bresk/áströlsku þætti, Keppikeflið (The Callange), sem ríkissjónvarpið sýnir nú á mánudagskvöldum. Frumsýning á þeim varð viku fyrr hér á landi en í Bretlandi, en þess- ir athyglisverðu þættir segja á hraðan og spennandi og ekki síst gamansaman hátt frá hinni sögu- legu keppni um Ameríkubikarinn í kappsiglingu árið 1983 þegar Ás- trölum tókst að hreppa bikarinn frá New York og ljúka þar með 132 ára einokun Ameríkumanna á efsta sætinu. Og það gekk ekkert lítið á. Þætt- imir eru um miklu meira en sjálfa keppnina. Þeir eru um mennina á bak við hinn ástralska sigur og mennina sem töpuðu og milljóna- mæringa sem leggja til milljónir í nafni þjóðarstoltsins. Þeir greina frá þriggja ára löngum og ströngum undirbúningi keppninnar, bak- tjalda- og leynimakkinu í kringum hana, glysinu, svindlinu og svikun- um. Slagurinn fyrir keppnina er ekki síður kostulegur en sjálf sigl- ingakeppnin eins og þættimir sýna á svo skemmtilegan máta en kannski em persónumar sem standa í baráttunni kostulegastar með ástralska millanum Alan Bond (John Wood), breska millanum Pet- er de Savary (Tim Pigott-Smith) og Dennis Conner (Nicholas Hamm- ond), sem hafði það erfíða verkefni með höndum að veija Ameríkubik- arinn. Keppnina um hinn mjög svo eftir- sótta Ámeríkubikar má rekja aftur til ársins 1851 þegar Ameríkumenn unnu hann af Bretum. Síðan þá og þar til fyrir þremur ámm var fátt eitt sem ógnaði veldi Ameríku- manna í keppninni, sem haldin var undan austurströnd Bandaríkjanna með óreglulegu millibili lengst af. Ámm saman stóð bikarinn í salar- kynnum Siglingaklúbbs New York-borgar (New York Yacht Club) og var sá vinningsgripur, sem tekist hafði að verja lengur en nokk- um annan í sögu íþróttanna. En það breyttist allt saman árið 1983 þegar seglskútan Ástralía II með nýhönnuðum, byltingarkenndum og umdeildum kili vann Liberty, skútu Conners. Ef Ástralir gátu það, því ekki einhveijir aðrir, hugsuðu von- góðir siglingamenn um allan heim. En það hafði kostað Ástralina og sérstaklega Alan Bond mikið strit í mörg ár að vinna loksins bik- arinn. Hann sagði fyrir þremur ámm að hann hefði lagt sem svarar 400 milljónum íslenskra króna í keppnimar en ’83-keppnin var hans fjórða í röðinni. Þar áður stóð hann að útgerð áströlsku skútanna Southern Cross árið 1974, Austral- ia 1977, samnefndrar skútu 1980 og Australia II 1983. 1986-keppnin er nú í fullum gangi en Nýsjálend- ingar þykja sigurstranglegir í þetta skiptið. Það getur liðið langur tími þar til Ameríkumenn fá bikarinn Milljónamæringurinn Alan Bond og siglingastjóri hans, John Bertrand, um borð í Australia II fyrir keppnina 1983. Innskot: John Wood sem Alan Bond í þátt- unum Keppikeflið. Dennis Conner við stýri Liberty árið 1983. Innskot: Nicholas Hammond í hlutverki Conners í Keppikeflinu. aftur heim þótt það sé alls ekki öll von úti enn fyrir þá í keppninni í ár. Endanleg úrslit verða Tjós þann 28. janúar. Eftir að hafa mistekist í þriðju tilraun sinni árið 1980 var Bond niðurbrotinn maður og á því að leggja fjármuni sína í eitthvað arð- bærara en siglingar þrátt fyrir dálæti sitt á íþróttinni. En hann gat ekki gefíst upp og þar sem hann og skútuhönnuðurinn Ben Lexcen (leikinn af John Clayton í þáttun- um) virtu fyrir sér Australia eftir tapið 1980, sagði hann: „Nei, við reynum einu sinni enn. Við getum unnið bikarinn, ég veit það. Ben, þér er hér með falið að hanna nýju skútuna fyrir keppnina 1983.“ Og þar með vom þeir komnir í gang í fjórða skiptið. Ben Lexcen settist við teikniborðið og í áttundu tilraun varð hann sáttur við útkomu teikninga sinna. Prófanir á hinum byltingakennda kili hans fóm fram í HoIIandi en hönnuninni var haldið leyndri. Þegar bandaríska keppnis- nefndin skoðaði skútuna í upphafí undankeppninnar til að ganga úr skugga um að hún væri í einu og öllu samkvæmt reglunum var nefndin bundin þagnareiði. Öfund hinna keppendanna var mikil en engir vora eins pirraðir og Banda- ríkjamenn. Þeir skynjuðu að eitt- hvað óvenjulegt væri í uppsiglingu og reyndu ítrekað að komast að hönnun kjalarins en hennar gættu Ástralir vel. En svo þegar keppnin hófst benti þrátt fyrir allt fátt til annars en að Bandaríkjamenn ynnu eina ferð- ina enn fyrirhafnarlítið. Þeir unnu á fyrstu leiðinni og aftur á þeirri næstu en lokakeppnin er með því fyrirkomulagi, að alls er siglt sjö sinnum eða þar til annar hvor aðil- inn hefur borið sigur úr býtum í fjögur skipti. Aldrei í sögu keppn- innar hafði þurft að sigla sjö sinnum til að fá fram úrslit. Eftir þessar fyrstu tvær umferðir vom Banda- ríkjamenn kampakátir sumirhverjir og sigurvissir. En þá létu Ástralir loks til sín taka. Þeir unnu næstu siglingu, bandaríkjamenn þá fjórðu, Ástralir þá fímmtu og sjöttu og þá stóðu þeir jafnir. Pressan var öll á Conner í lokasiglingunni og á loka- kafla hennar silaðist Australia II framúr Liberty ogtryggði sér bikar- inn langþráða. „Betri aðilinn vann í dag,“ sagði Conner dapurlega eft- ir ósigurinn. Þótt sjónvarpsmyndaflokkurinn, gerður af hálfu af sigurvegumnum, fjalli um hina ströngu keppni milli Ástralanna og Ameríkananna og sé að miklu leyti um keppnismenn- ina er nóg af öðm drama í honum til að halda þeim, sem engan áhuga hefur á siglingum, límdum við skjá- inn. Fyndið og hressilegt handrit David Phillips inniheldur fjöldan allan af skemmtilegum, taugast- rekktum persónum og atriðum, sem gefa oft ævintýralega mynd af öllu umstanginu í kringum keppnina en líka kaldranalega og óvægna. Það sem uppúr stendur þó og leikstjórinn, Chris Thompson, fang- ar svo vel, er hirin óbilandi keppnis- andi. Hvort sem er á 12 metra skútunum úti á reginhafí þar sem fara saman góðar myndatökur og hraðar klippingar eða uppi á landi þar sem plottað er í hverju homi og reynt að fínna göt í reglum sigl- ingakeppninnar til að bæta skút- umar eða fínna veilu hjá andstæðingnum, em allir að reyna að SIGRA. Þrátt fyrir að æ fleiri taki nú þátt í keppninni um Ameríkubikarinn er hún ennþá fyrst og fremst ríkramannasport og ekkert er til sparað til að ná árangri. Það hefur heldur ekkert verið til sparað í samvinnu Breta og Ástrala svo Kappsiglingin mætti verða sú vandaða sjónvarpsframleiðsla sem hún með réttu er. Leikaramir, und- ir stjóm Thomson, skila sínu með mestum ágætum og má þar sér- staklega nefna John Wood og Lorraine Bayly í hlutverkum hinna ágætu Bond-hjóna, John Clayton í hlutverki hins skapbráða Ben Lex- en, Tim Pigott-Smith í hlutverki hins vindiltyggjandi og kampakáta breska milla, Peter de Savary og Nicholas Hammond í hlutverki Dennis Conners, sem svo mikið mæðir á.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.