Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 24

Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 að er töluvert af erlendu fólki sem heldur jól á Islandi ár hvert, sumir bósettir og orðnir hálfgildings Islendingar, aðrir dvelja um stundarsakir einhverra erinda. Meðal þeirra sem hér búa um árabil og hverfa síðan til síns heima eða til annarra ókunnra landa er sendiráðsf ólkið. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Bandarísku tijáfræi var sáð í Hallormsstaðarskógi fyrir 26 árum og nú skartar tréð í garðstofunni hjá sendiherrahjónunum. Bandarísku sendiherrahjónin á íslandi: „ Við áttum hér yndisleg jól í fyrra“ Nicholas Ruwe ásamt konu sinni, frú Nancy Ruwe. Með þeim á myndinni er Rex Scouten, núverandi listráðunautur Hvíta hússins. Blaðamaður, sem tíðum á er- indi um Laufásveginn, veitti því athygli að snemma á aðventunni mátti sjá jólatré skarta í stofum bandaríska sendiráðsins, en þar eru húsráðendur um þessar mundir þau Nicholas og Nancy Ruwe. Þau tóku því vel þegar undirrituð falaðist eftir því að leyfa lesendum að sjá jólasvipinn á heimili þeirra. Þau hafa dvalið hér átján mánuði og segja að þeim hafí líkað sérlega vel það sem af er. Sendiherrahjónin koma frá Washington D.C., þar sem þau hafa búið síðastliðin átján ár. Nicholas var áður starfsmanna- stjóri á skrifstofu Nixons fyrrum Bandaríkjaforseta og kona hans Nancy hægri hönd fyrrum for- setafrúar, Betty Ford. Það vekur athygli þegar komið er inn á heimili þeirra hjóna hversu fagurlega er skreytt í til- efni jólanna; kerti loga hvarvetna og ilm af greni leggur um húsið. Nicholas segir að kona sín eigi allan heiðurinn af þessu og bætir við að hún hafi alltaf haft sér- stakt yndi af þvi að prýða umhverfi sitt. En það er annað sem einnig er áberandi á heimili þeirra hjóna og það eru hinir ýmsu hlutir sem minna á veiðimennsku, myndir af þeim hjónum á slíkum ferðum, hom af dýrum og fleira. Sendi- herrann vill þó ekki gera mikið úr veiðimennsku sinni, segist ekki skjóta annað en fugla sér til matar en hafa líka gaman af því að renna fyrir lax. Reyndar kemur á daginn að undanfarin tuttugu og sex ár hefur hann komið til landsins í þeim erinda- gjörðum ásamt föður sínum sem nú er kominn á níræðisaldur. „Mér verður það ætíð minnis- stætt,“ segir Nicholas „þegar ég var að segja föður mínum að ég væri að fara að gifta mig. Við feðgar vorum einir á ferð í bíl og ég sagði honum frá Nancy eftir því sem ég gat og beið svo með eftirvæntingu eftir viðbrögð- unum frá honum. Hann sagði hinsvegar fátt og það liðu örugg- lega tíu mínútur án þess að hann segði nokkuð eða sýndi hin minnstu svipbrigði. Þegar kom loksins að því að hann segði eitt- hvað var það á þessa leið: „Nicholas, heldurðu að þetta komi til með að hafa áhrif á ís- landsferðimar okkar?" Svona var honum umhugað um að koma hingað árlega, til að renna fyrir lax og vera í ísienskri náttúru. Þannig að við hjón fögnum því nú að fá að dveljast hér og kynn- ast landi og þjóð enn betur." — En er samt ekki nokkur tregi samfara því að halda jól í ókunnu landi? Frú Nancy verður fyrir svörum: „Nei, það er enginn sérstakur söknuður hjá okkur, því bæði er hér fallegt og jóla- legt, fjölmargir siðir þeir sömu og við erum vön að heiman og við höfum eignast góða vini og kunningja hér í grenndinni. Ann- ars er það nú þannig að í þetta sinn getum við ekki verið hér sjálfa hátíðisdagana, þar sem við þurfum að hverfa heim í nokkra daga. En við áttum hér yndisleg jól í fýrra, borðuðum okkar kalk- ún á jóladag samkvæmt banda- rískri venju og fórum í miðnæturmessu á aðfangadag." Þegar talið berst að því að búið sé að setja jólatréð þeirra upp í byijun desember segja þau: „Við höldum þeim sið að heiman að kveikja á trénu okkar fyrstu eða aðra vikuna af desember. Auk þess viljum við gjaman hafa jólalegt áður en við förum og eftir að við komum hingað á ný, enda bjóðum við ýmsum til jóla- fagnaðar og höfum gaman af. En talandi um jólatréð þá er dálítið skemmtileg saga á bakvið þetta tré sem er eitt það falleg- asta sem við höfum nokkm sinni átt. Árið 1954 var tijáfræjum safnað i Colorado. Kona nokkur sem þá var búsett hér á Keflavík- urflugvelli hafði forgöngu um að að fá nokkuð af þessum fræjum hingað til lands árið 1960 og þeim var síðan plantað í Hall- ormsstaðaskógi. Það gerðist síðan í fyrra fyrir jólin þegar við vorum að velja okkur tré að sölu- aðilamir sögðu okkur að næsta ár skyldu þeir útvega okkur alveg sérstakt tré. Og það reyndust orð að sönnu, því við fengum þetta tré, sem nú nær til lofts í garð- stofunni, þéttvaxið og fallegt, vaxið upp af bandarísku fræi sem gróðursett var fyrir 26 árum.“ Það vekur óneitanlega athygli að ívemstaður þeirra hjóna hefur mjög stílhreinan en persónulegan blæ á sér þrátt fyrir að ekki hafí þau dvalið lengi hérlendis. „Við ákváðum að flytja hingað með okkur nokkuð af eigin húsgögn- um og munurn," segir Nancy. „Við verðum að búa um okkur eins og okkur er lagið og teljum reyndar að varla sé unnt að kynn- ast okkur eins og við emm nema fínna okkur í því umhverfi sem við höfum hlúð að og farið um höndum eftir því sem smekkur okkar og áhugamál segja til um. Og þessa gætir nú ekki síst þeg- ar að jólum kemur, enda höfum við haft með okkur svo til allt jólaskrautið og við reynum að halda í hefðir hvað hátíðamm- búnaðinn varðar. Skrautið á jólatrénu okkar er frá Williams- burg, en samnefnd borg er þekkt fyrir listahandbragð gripa og þjóðlegar hefðir." Stuttu spjalli er að ijúka. Þau munu víst vera nær áttatíu kerta- ljósin sem tindra í þessum veglegu húsakynnum sendiherra- hjónanna. En það sem yljar kannski einna mest er að gestir úr fjarlægu landi skuli geta sagt að lokum: „Hér er gott að vera.“ GRG LIFATiDI JOLAGJÖF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.