Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 25

Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 25 Eg er og verð alltaf rokkari - Rætt við Björgvin Halldórsson, sem sent hefur frá sér sína fjórðu sólóplötu „ÞAÐ eru þijú eða fjögur ár siðan ég sendi síðast frá mér sólóplötu og mér fannst tími til kominn að gera eitthvað í mál- inu,“ sagði Björgvin Halldórsson, söngvari, sem nú hefur sent frá sér sína fjórðu sólóplötu. Björg- vin kemur reyndar við sögu á tveimur öðrum plötum, sem út hafa komið hér á landi að und- anförnu. A þeim annast hann upptökustjórn og umsjón, en þessar plötur eru „Með kveðju heim“ með Kristjáni Jóhannssyni og „I takt við timann", þar sem Sinfóniuhljómsveit íslands leikur vinsæl islensk dægurlög. Nýja sólóplata björgvins heitir ein- faldíega „Björgvin" og á henni syngur hann 10 ný íslensk lög með aðstoð nokkurra valin- kunnra hljómlistarmanna. „Ég er ekki einn þeirra sem get rutt frá mér svona plötu með vissu millibili, bara til að vera með. Ég verð að finna sterka þörf hjá mér til að fara út í plötugerð og sú þörf var orðin ansi sterk að þessu sinni svo að ég ákvað að hella mér út í þetta," sagði Björgvin. Hann kvaðst hafa viðað að sér efni úr ýmsum áttum og valið svo úr því. „Þama eru þijú lög eftir Jóhann G. Jóhannsson, tvö lög eftir Jóhann Helgason, tvö lög eftir vin minn og hjálparhellu Ed Welch, eitt eftir Sigurð Bjólu, fyrrum Spil- verks- og Stuðmann og eitt stórgott lag eftir Stuðmanninn Valgeir Guð- jónsson, sem hann samdi fyrir sjónvarpsleikrit Ágústs Guðmunds- sonar, „Ást í kjörbúð“. Og ekki má gleyma lagi Eyjólfs Kristjánssonar, „Ég lifi í draumi", sem samið var fyrir söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra. Þetta er sem sagt blandað efni úr ýmsum áttum, rólegar bal- löður og hröð rokklög. Það hafa margir sagt að nú í seinni tíð láti mér betur að syngja róleg lög, en sjálfum finnst mér ekki síður gaman að syngja hressileg rokklög. Ég er og yerð alltaf rokkari. Ég er nokkuð ánægður með út- komuna á þessari plötu. Ég hafði góða menn með mér sem eru Ás- geir Óskarsson á trommur, Tómas Tómasson bassa, Þórður Ámason gítar, Jon Kjell hljómborð, Ed Welch hljómborð, Kristinn Svavarsson saxófón og Howie Casey á saxófón. Einnig syngja Sigríður Beinteins- dóttir og Diddú með mér í sitt hvom laganna. Þetta er allt saman topp- fólk og útkoman eftir því. Hins vegar get ég alveg viðurkennt að svona eftir á er ýmislegt sem ég hefði viljað gera öðmvísi. Þannig er það alltaf og ekki nema gott eitt um það að segja. Ef maður væri svo rosalega ánægður með sjálfan sig að maður teldi sig ekki geta gert betur er eitthjvað að. Þá er eins gott að hætta þessu.“ Björgvin sagði að í ráði væri að gera enska texta við nokkur lag- anna og þreifa fyrir sér með útgáfu þeirra erlendis. „Ekki svo að skilja að maður gangi enn með gamla heimsfrægðardrauminn í magan- um,“ sagði hann. „Hins vegar sakar ekki að þreifa fyrir sér erlendis og sjá hvað kemur út úr því. Það hafa ákveðnir aðilar sýnt áhuga á að gefa eitthvað af þessu út. Ég tók upp fleiri lög en komust fyrir á plöt- unni og eitt þeirra verður líklega sent til Japans, á „Yamaha Song Festival", sem haldið verður í Bud- okan Hall í Tokyo á næsta ári. Þetta er ein mesta söngvahátíð sem haldin er í heiminum og það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.“ Varðandi aðrar framtíðaráætlan- ir sagði Björgvin meðal annars: „Mig er farið að langa aftur til að spila í hljómsveit. Það er nokkuð sem maður losnar aldrei við. Ég hef hug á að setja saman kántrí- rokk band með tilheyrandi hljóð- færaskipan, svo sem stálgítar. En þetta er allt óákveðið enn sem kom- ið er.“ Björgvin hefur raunar fleiri jám í eldinum en tónlistina þar sem hann annast umsjón með skemmt- anahaldi í veitingahúsum Ólafs Laufdal. Hann vildi lítið tala um fyrirætlanir sína á því sviði á næstu vikum og mánuðum. Þó mátti skilja á honum að fyririhugað væri að fá aftur góðkunningja okkar Fats Domino til landsins á næsta ári. „Fats vill koma aftur, það er á hreinu. Honum fannst svo gaman héma síðast. Ég hef verið að vinna í að fá hann aftur og í rauninni ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu. Einnig hef ég átt í viðræðum við fleiri þekkta listamenn svo sem Chuck Berry, Little Richard og Everly bræður. Svona samningar taka hins vegar sinn tíma, en ég er vongóður um að úr rætist og að þessir listamenn eigi eftir að láta sjá sig hér áður en langt um líður.“ PHILIPS RYKSUGUR Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - S. 20455 - SÆTÚNI8 - S. 27500 kreditkorta- hiöNUSTA _ BíhL BORGARLJOÐ, ViKURÖTGÁFAN í bókinni eru tuttugu kvæði tengd Reykjavík. „Gunnar Dal er þá búinn að færa borginni sína af- mælisgjöf og hefur vel til vandað." Mbl. 19/8. Þýðandi Skúli Magnússon Þau viðhori sem hér koma fram munu væntanlega koma íslenskum lesendum all framandlega fyrir sjónir. Tekið er á málum á nýjan og ferskan hátt. Gunnar Dal íslenskaði „Einstæð bók að gæðum. “ Alþbl. 29/11. „ Betri jólagjöf en Mannssoninn getur eng inn maður óskað sér. “ Mbl. 2/12. VÍKURÚTGÁFAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.