Morgunblaðið - 21.12.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986
29
Eyfirskur fróð-
leikur og gamanmál
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Eyfirskur fróðleikur og gaman-
mál. I. bindi. Kvæði og stökur I.
Ingólfur Gunnarsson safnaði og bjó
til prentunar. Bókaútgáfan Skjald-
borg. Akureyri 1986. 172 bls.
Af titilsíðu að dæma lítur út fyr-
ir að hér sé í uppsiglingu nýr
bókaflokkur, að öllum líkindum í
fleiri en einni deild, ef svo má orða
það. Sú deild sem hér upphefst
nefnist Kvæði og stökur. Fimmtán
höfundar eru hér kynntir. Á undan
ljóðmælum þeirra er sagt stuttlega
frá höfundinum og birt er af honum
mynd. Þá er nokkurt úrval af kveð-
skap hvers höfundar. Höfundar eru
fimm konur og tíu karlar. Mikill
meirihlutinn er sveitafólk og allir
eru alþýðufólk að undanteknum
einum presti. Allmargir höfundanna
eru fæddir fyrir aldamót og því látn-
ir, en meirihlutinn er þó fæddur á
fyrsta hluta þessarar aldar, enginn
eftir 1920. Og eins og titillinn bend-
ir til er athafnasvæðið Eyjafjörður
(nema í einu tilviki).
Af framanskráðu leiðir því að hér
birtist dálítið sýnishorn af eyfirsk-
um alþýðukveðskap frá ofanverðri
síðustu öld og sjálfsagt fram yfir
miðbik þessarar aldar. Skiptist efn-
ið í lausavísur og kvæði ort af
ýmsu tilefni, allt í hefðbundnum
stíl að sjálfsögðu.
Ástæðulaust er að leitast við að
leggja eitthvert gæðamat á þann
skáldskap sem hér birtist. Allir höf-
undar kunna vel með stuðla og
höfuðstafí að fara og fyrir bregður
snjöllum lausavísum. Hjá sumum
höfundum glitrar á neista skáld-
gáfu, aðrir teljast naumast meira
en liprir hagyrðingar. Þetta er að
sjálfsögðu eins og gengur um kveð-
skap af þessu tagi. Það sem máli
skiptir hins vegar, er að þessa and-
legu iðju liðins tíma ber að halda
til haga og varðveita og það þarf
að gera hana seinni tíma mönnum
aðgengilega með útgáfu. Alþýðu-
kveðskapur er merkilegt skilríki um
mannlíf, hugarheim, hugðarefni,
málfarslega fími og frjóleika and-
ans. Þetta þurfum við að þekkja til
þess að vera í eðlilegum tengslum.
við rætur okkar og uppruna.
Víst gefur alþýðukveðskapur
sem þessi tilefni til margs konar
hugleiðinga, en þær hugleiðingar
hlýtur hver lesandi að gera fyrir
sig og óþarft að halda þeim að öðr-
um.
í formálsorðum útgefanda segir
að „hugmyndin með útgáfu þessari
(sé) sú að bjarga frá glötun ýmsu
því sem til er í handritum af kvæð-
um, vísum, sögum og sögnum í
Eyjafirði og á Akureyri". Það mark-
mið er svo sannarlega góðra gjalda
vert, enda virðist enginn hörgull
vera á efni, því að þegar hefur safn-
ast skáldskapur í a.m.k. þijú bindi,
eins og segir í sömu formálsorðum.
Þetta er að minni hyggju
skemmtilegt og viðeigandi framtak
þessarar eyfirsku bókaútgáfu.
Safnandinn, Ingólfur Gunnarsson,
hefur skilað sínum hlut vel. Að lok-
um get ég svo skotið því að
safnandanum, að vísan efst á bls.
150 er eftir Pétur Pálmason bónda
lengst í Valadal á Skörðum.
//777
Y-IS/
Skartgripir
Einstök
fegurð
og enginn
gripur
eins
Sjaldan hefur dönsk listhönnun risiö hærra en meö Flora Danica skargripunum. Þú færö meistara-
verk náttúrunnar steypt 24 karata gullhúöun og þriggja ára ábyrgö á ótrúlega lágu veröi. Og þaö sem
er mest um vert. Það eru engir tveir gripir eins.
Einkasöluumboö í Reykjavík.
FRANCH MICHELSEN
ÚRSMÍÐAMEISTARI
LAUGAVEGI 39, SÍMI 28355
REYKJAVÍK
Lengri frítími
BETRA BRAGÐ OG MEIRI NÆRING.
Matseld dagsins þarf ekki alltaf aö taka hálftíma,
klukkutima eöa jafnvel lengur.
Moulinex örbylgjuofninn styttir þann tima i örfáar mínútur.
Moulinex fer einnig vel meö gott hráefni.
Raunverulegt bragö matarins heldur sér óskert,
næringarefnin hverfa ekki i soö eöa feiti og vökvatap er
hverfandi litiö.
Notkun Moulinex örbylgjuofnanna er auðveld og
einföld - allt að því barnaleikur.
Njóttu góðrar máltíðar með Moulinex.
upphaf góðrar máltíðar
7»------------------------9K
Fæst í næstu raftækjaverslun.
• v«
P&Ó/SlA