Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 33

Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Útgefandl Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Tímaþröng við afgreiðslu fjárlaga ingmenn hafa unnið við það nótt og dag síðustu sólarhringa að afgreiða fjárlög fyrir næsta ár. Gert er ráð fyr- ir 2,8 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Þrátt fyrir mikinn og góðan hagvöxt hefur ekki tekist að ná endum saman í ríkisfjármál- unum. Óvissa er töluverð um framvindu efnahagsmálanna. Enn hefur ekki verið samið um kaup og kjör við alla launþega og óvíst, hvort tekst að ná markmiðinu um samþjöppun launastigans. Ytri aðstæður eru einnig síbreytilegar. í gær var til dæmis skýrt frá því, að OPEC-ríkin hefðu náð sam- komulagi um að hækka olíuverð í 18 dollara, sem er 3 dollurum hærra verð en reiknað hefur verið með í spám Þjóðhags- stofnunar um efnahagshorfur hér á næsta ári. „Þrátt fyrir að efnahagsspámenn hafi trú á að vel viðri er óhjákvæmilegt að benda á, að allmargir hættu- punktar sjást,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, þegar hann lagði fram fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Samskipti ríkissjóðs og borg- arsjóðs hafa verið mikið til umræðu á lokastigum ijárlaga- afgreiðslunnar vegna þeirra álitaefna, sem hafa risið við þá ákvörðun að setja Borgarspítal- ann á föst fjárlög. Borgarstjóri setti fram þá ósk af þessu til- efni, að ríkið tæki alfarið að sér rekstur spítalans, ef hann yrði tekinn af svonefndu daggjalda- kerfi, og ríkið eignaðist hlut borgarinnar í spítalanum. Helstu rök hans eru þau, að saman fari framkvæmd og fjár- hagsleg ábyrgð þannig að sá aðili, sem greiðir allan rekstrar- kostnað, beri einnig ábyrgð á stjóm spítalans og komi fram sem samningsaðili við starfs- fólk hans. Hér er um vandasamt mál að ræða og eðlilegt að sitt sýn- ist hverjum um, hvemig staðið skuli að þessari breytingu. í umræðum um það hefur athygl- in einkum beinst að því, hvort ætlunin sé að Borgarspítalinn verði hluti af ríkisspítalakerfinu eða undir eigin stjóm. Morgun- blaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, að tryggja beri sjálfs- stjóm Borgarspítalans, þótt ríkið taki alfarið að sér rekstur hans. I bréfi, sem forsætisráð- herra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra rituðu borg- arstjóranum fyrir þriðju umræðu fjárlaga segir: „í tíma- þröng undanfarinna daga hefur ekki verið unnt að ganga frá samkomulagi um þetta mál eða afla nauðsynlegra heimilda Al- þingis. Á hinn bóginn liggur fyrir vilji ríkisstjómarinnar til að verða við þeirri málaleitan, að ríkið yfirtaki umræddan eignarhluta ... Með bréfí þessu viljum við ítreka, að það er full- ur vilji og ásetningur ríkis- stjórnarinnar að reyna til þrautar þegar eftir áramót að ganga frá samningi um þetta mál við Reykjavíkurborg." Borgarstjóri hefur fagnað því, að með þessum hætti hafi verið fallist á gmndvallarsjónarmið borgarinnar í málinu. „I raun- inni er málið afráðið með þessum hætti," sagði Davíð Oddsson í Morgunblaðsviðtali. Annað viðkvæmt mál hefur komið til umræðu við afgreiðslu fjárlaga, það er fjárveiting til nýbygginga á vegum Alþingis í miðborg Reykjavíkur. Skiptar skoðanir eru um útlit þessara bygginga. Enginn dregur í efa, að Alþingi þurfí að bæta húsa- kost sinn. Að hinu verða þingmenn þó einnig að hyggja, að góð samstaða geti skapast um hin nýju hús. I tímaþröng síðustu daga á þingi hefur tæp- lega gefíst tóm til að leiða málið til viðunandi lykta. Áður hefur oft verið vakið máls á því, hvort þingmenn þurfí að haga vinnubrögðum sínum með þeim hætti, að rétt fyrir þinghlé séu mál rekin á þann veg, sem raun ber vitni. Á þessum lokadögum þing- haldsins fer fram allsheijarupp- gjör um einstök átakamál. Það er síður en svo auðvelt að sætta ólík sjónarmið. Þingmenn bera mörg mál fyrir bijósti og að lokum verður að nást málamiðl- un til að dæmið gangi upp. Þorsteinn Pálsson, fjármála- ráðherra, segir, að ætlunin sé, að fjármagna hallann á ríkis- sjóði með lántökum innanlands. Vísar ráðherrann til þess, að aukið fijálsræði í vaxtamálum hafí leitt til aukins sparnaðar með batnandi efnahag. Mark- mið ráðherrans er að minnka skuldir í útlöndum. Óvissa við afgreiðslu fjárlaga hefur oft verið mikil. Fjáhags- dæmin verða gerð upp að lokum. Hitt skiptir meiru, að ekki séu teknar ákvarðanir í tímaþröng, sem fóma meiri hagsmunum fyrir minni. Fréttirnar frá Sovétríkjun- um um að Andrei Sak- harov og kona hans Yelena Bonner þurfi ekki lengur að dveljast í ein- angrun í Gorkí hafa vakið mikla athygli. Morgun- blaðið hefur flutt fregnir af mannréttinda- baráttu þeirra hjóna um árabil og í febrúar sl. voru birt hér í blaðinu bréf sem Sak- harov ritaði árið 1984 og smyglað var til Vesturlanda, en þar er að finna lýsingu á harðræði því sem sovéska öryggislögregl- an, KGB, hefur beitt hann. A þessum tímamótum er við hæfi að rifja þessa átak- anlegu sögu upp. Hér fer á eftir eitt bréfanna, það sem hann ritaði forseta sovésku vísindaakademíunnar í október 1984, en þar lýsir hann meðferðinni sem hann sætti vorið og sumarið það ár. „Sjöunda maí, þegar ég var að fylgja konu minni til skrifstofu saksóknara, þar sem hún átti enn einu sinni að svara spurn- ingum, var ég handtekinn af KGB-mönn- um, sem voru dulbúnir í hvítum læknasloppum. Þeir neyddu mig með valdi til að fara með sér til héraðssjúkrahússins í Gorkí. Þar héldu þeir mér með valdi og píndu í fjóra mánuði. Alltaf þegar ég reyndi að flýja meinuðu KGB-menn mér útgöngu. Þeir voru á vakt allan sólar- hringinn til að gæta mín. Frá 11. maí til 27. maí mátti ég þola þá kvalafullu niðurlægingu að láta neyða ofan í mig mat. Læknarnir hræsnuðu með það, að þeir væru að „bjarga lífi mínu“, en í raun unnu þeir störf sín að fyrirmælum KGB. Ætlunin var að halda þannig á málum, að ekki þyrfti að verða við óskum mínum um að eiginkona mín fengi farar- leyfi. Þeir notuðu ólíkar aðferðir við að neyða ofan í mig fæðu. Þeir vildu láta mér líða sem verst til að þvinga mig til að hætta hungurverkfallinu. Frá 11. til 15. maí var reynt að láta mig fá næringu í æð. Hjúkr- unarliðar keyrðu mig niður í rúmið, bundu mig á höndum og fótum, og lögðust síðan ofan á axlirnar á mér, á meðan nál var rekin í æð. 11. maí, fyrsta daginn, sem þetta var réynt, settist hjúkrunarkona ofan á fótleggina á mér, en einhveijum vökva var sprautað í mig úr lítilli sprautu. Það leið yfír mig og ég gerði óviljandi undir. Þegar ég rankaði aftur við mér, fóru þeir frá rúminu. Líkamar hjúkrunarliðanna sýndust afskræmdir eins og á illa trufluð- um sjónvarpsskjá. Seinna komst ég að því, að brengluð sjónboð af þessu tagi eru einkenni heilablæðinga eða hjartaáfalls. Ég á í fórum drög af bréfum, sem ég rit- aði konu minni á spítalanum. (Hún fékk varla nokkur bréf í hendur, fyrir utan þau, sem höfðu ekki neinar upplýsingar að geyma. Hið sama á við um orðsending- ar og bækur, sem hún sendi mér.) í fyrsta bréfínu, sem ég skrifaði (20. maí) eftir að þeir tóku til við að neyða ofan í mig mat, og í öðru uppkasti, sem ég skrifaði um sama leyti, er rithöndin skjálfandi og ein- kennilega afmynduð. Ég endurtek stafi stundum tvisvar eða þrisvar sinnum í mörgum orðum (einkum sérhljóða, eins og í hööönd). Þetta er annað dæmigert ein- kenni fyrir heilablóðfall eða hjartaáfall, og unnt er að nota þessi gögn við sjúk- dómsgreiningu, ef hún yrði einhvern tíma reynd. Ég endurtek ekki stafi með þessum hætti í síðari uppköstum, en á stöfunum sést, að höndin skelfur. Bréf mitt frá 10. maí (á níunda degi hungurverkfallsins en áður en þeir bytjuðu að neyða í mig nær- ingu) er alveg eðlilegt. Ég man ógjörla eftir því sem gerðist, þegar þeir beittu mig nauðunginni á matmálstímum, hins vegar er ailt það, sem gerðist 2. til 10. maí, skýrt í huga mínum. í bréfí mínu dagsettu 20. maí segir: „Ég get varla gengið. Ég er að reyna að læra það.“ Áfallið, sem ég mátti þola 11. maí, átti sér ekki venjulegar orsakir. Það mátti rekja það beint til þeirra læknisaðgerða, sem ég mátti þola samkvæmt skipunum KGB. Frá 16. til 24. maí beittu þeir nýrri aðferð til að neyða í mig fæðu. Slöngu var stungið inn í nefíð á mér. Þeir hættu að gera þetta 25. maí, að sögn vegna þess að sér hefðu myndast í nefgöngum og vélinda. Ég held, að þeir hafi hætt, af því að þessari aðferð má venjast, þótt hún sé sársaukafull. í þrælkunarbúðunum er hún notuð samfellt mánuðum, jafnvel árum saman. Frá 25. til 27. maí beittu þeir kvala- fyllstu, smánarlegustu og villimannlegustu aðferðinni. Enn einu sinni var höfuðið á mér keyrt niður í koddalaust rúmið, og ég var bundinn um hendur og fætur. Stíf klemma var sett á nefið á mér, svo að ég gat aðeins andað í gegnum munninn. I hvert sinn sem ég opnaði hann til að anda, var skeið fullri af þykkri kjötsúpu stungið ofan í kok á mér. Stundum glenntu þeir í sundur á mér skoltinn með stöng. Þeir héldu munninum síðan lokuðum, þar til ég kyngdi, svo að ég gæti ekki spýtt matnum út úr mér. Þegar mér tókst það, kvaldist ég bara lengur. Mér fannst oftar en einu sinni, að ég væri að kafna. Sú tilfinning magnaðist vegna þess hvernig ég lá með höfuðið í rúminu. Ég stóð á öndinni. Ég fann hvernig æðamar þrútn- uðu í enni mér. Það var eins og þær væru að sprínga. 27. maí bað ég um að nefklemman yrði fjarlægð. Ég lofaði að kyngja matnum ótilneyddur. Því miður jafngilti þetta því, að hungurverkfalli mínu væri lokið, þótt ég áttaði mig ekki á því á þeirri stundu. Ég ætlaði að hefja það aftur seinna — í júlí eða ágúst — en skaut því alltaf á frest. Það var sálfræðilega erfitt að dæma sjálfan sig til að þola á ný köfnunar- pyntingar um óákveðinn tíma. Það er auðveldara að halda baráttunni áfram en hefja hana að nýju. Þetta sumar sóaði ég miklu af kröftum mínum í þreytandi og gagnslausar „við- ræður“ við aðra sjúklinga í þessari hálf- gerðu einkastofu, þar sem ég fékk aldrei að vera einn. Þetta var einnig liður í þaul- hugsaðri áætlun KGB. Sjúklingar skiptust á að nota hitt rúmið í herberginu. En allir reyndu þeir að sýna mér fram á, hvers kyns bjálfi ég væri, fáviti í pólitík, þótt þeir hældu mér fyrir vísindastörf. Ég þjáð- ist af hræðilegu svefnleysi, vegna þess hve mér hitnaði í hamsi við þessar samræður. Þá rann upp fyrir mér, hve sorglega væri komið fyrir okkur. Ég sakaði sjálfan mig um mistök og veiklyndi. Ég hafði áhyggj- ur af konu minni, sem var alvarlega veik, sem var ein og rúmföst eða því sem næst. í júní og júlí, eftir að ég fékk áfallið, þjáð- ist ég af sárum höfuðverk. Ég hafði ekki þrótt til að hefía hungur- verkfallið, meðal annars af því að ég óttaðist, að mér tækist ekki að halda út til sigurs og myndi aðeins tefja fyrir því, að ég fer.gi að sjá konu mína aftur. Mig hefði aldrei grunað, að við fengjum ekki að hittast í fjóra mánuði. í júní tók ég eftir því, að hendurnar á mér skulfu mikið. Taugalæknir sagði mér, að ég væri kominn með Parkinson-veiki. Læknarnir reyndu að telja mér trú um, að færi ég aftur í hungurverkfall myndi það ýta undir Parkinson-veikina og hafa hræðilegar afleiðingar. Einn læknanna gaf mér bók, sem lýsti því frá læknisfræðileg- um sjónarhóli, hver eru lokastig veikinnar. Þetta var enn eitt bragðið til að beita mig sálrænum þrýstingi. Yfirlæknirinn, 0. A. Obukov, huggaði mig með þessum orðum: „Við leyfum þér ekki að deyja. Ég næ aftur í konurnar, sem neyddu ofan í þig mat með nefklemmunni: Við kunnum líka fleiri ráð. Hvað sem því líður þá breytist þú í vonlausan aumingja.“ Annar læknir bætti við, svona til skýringar: „Þú munt ekki einu sinni geta klætt þig í buxum- ar.“ Obukhov gaf til kynna, að þetta myndi hreinsa KGB af öllum grun. Énginn gæti búið til Parkinson-veiki í nokkrum manni. Það, sem kom fyrir mig í sjúkrahúsinu í Gorkí sumarið 1984, minnir mjög á lýs- ingar Orwells í frægri bók hans gegn staðlausu dýrðarríkinu — jafnvel heiti bók- arínnar 1984 á við mína reynslu. I skáld- sögunni og í mínu tilviki reyndu pyntingamennirnir að fá fómarlambið til að svíkja konu, sem hann elskar. 1 mínu tilviki gegudi Parkinson-veikin hlutverki rottubúrsins í sögu Orwells." MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 33 Ný vinnubrögð Sovétmanna Nýlega birtist hér í blaðinu grein eftir Micahel Novak. Hann var á síðasta vetri formaður bandarísku sendinefndarinnar á ráðstefnu í Bern um mannréttindaþátt Helsinki-samþykktarinnar frá 1975. No- vak hefur látið vemlega til sín taka í bandarískum umræðum um ýmsa gmnd- vallarþætti stjórnmála og um trúmál og stjórnmál. Eins og sjá má á grein No- vaks, sem birtist í Morgunblaðinu 13. desember, er hann þeirrar skoðunar, að ný vinnubrögð Sovétmanna í mannrétt- indamálum einkennist af ófyrirleitni. Þá á hann ekki einvörðungu við ófyrirleitni í garð þeirra, sem ofsóttir eru innan Sov- étríkjanna heldur einnig hinna, sem gagnrýna Sovétstjórnina utan landamæra hennar. Á blaðamannafundum Sovétstjórnarinn- ar hér í Reykjavík vegna leiðtogafundarins héldu talsmenn hennar því ekki fram eins og áður, að menn væm að hlutast til um sovésk innanríkismál, þegar þeir spurðu um einstaka andófsmenn eða mannrétt- indamál í Sovétríkjunum. Fulltrúum andófsmanna var hleypt inn á blaða- mannafundina. Sovésku talsmennirnir beittu hins vegar þrætubókarlist saman- burðarfræðanna fyrir sig, þegar þeir ræddu um mannréttindamál. Þeir bentu á stöðu indíána í Bandaríkjunum, minntu á fíölda atvinnulausra á Vesturlöndum o.s.frv. „í Bern varð stefnubreyting," segir Mic- hael Novak „og Sovétmenn réðust til gagnárásar. Ef þeir vom sakaðir um brot á [Helsinki-] sáttmálanum svömðu þeir með ásökunum, yfirleitt með því að vísa til atvinnuleysis, húsnæðisleysis eða þess að réttur hafi verið brotinn á minnihluta- hópum í landi þeirra sem bám fram ásakanir í upphafi. Hin nýju rök Sovétmanna em allajafna barnaleg og einkennast af tilraunum til að afvegaleiða menn með hártogunum. Sovétmenn hafa nú látið ásakanir um „af- skipti“ [af innanríkismálum sínum] niður falla og þess í stað komið því til leiðar að gagnkvæmar ásakanir eru orðnar við- teknar." Sovétmenn eiga eftir að telja það vem- lega skrautfjöður í hatti sínum, að hafa sleppt Andrei Sakharov og Yelenu Bonner úr útlegðinni í Gorkí. Novak segir: „Reynslan hefur sýnt að Sovétmenn safna úrklippum úr blöðum um ásakanir Banda- ríkjamanna um brot í Bandaríkjunum. Þegar krafist er réttlætis fyrir hönd An- dreis Sakharov, þá félaga Helsinki-hóps- ins, sem eftir em, og þeirra milljóna kristinna manna, gyðinga og múhameðs- trúarmanna, sem þyrstir í frelsi, nota Sovétmenn þessi gögn sem mótspil og hlakkar í þeim.“ Full ástæða er til að vara við þessum nýju vinnubrögðum Sovétmanna í áróð- ursstríðinu, sem aðeins er háð á Vestur- löndum eins og kunnugt er. Það þóttu tímamót á fimmtudaginn, þegar sagt var óljóst frá því í sovéskum fíölmiðlum, að til mikilla óeirða hefði komið í borginni Alma Ata í sovéska lýðveldinu Kazakh- stan. Var það í fyrsta sinn sem Tass fréttastofan skýrir frá andófi og óeirðum í Sovétríkjunum. Var gefið til kynna, að aðgerðirnar ættu rætur að rekja til þess, að gömlum skjólstæðingi Leonids Brez- hnev var vikið úr formannsembætti í deild Kommúnistaflokksins í lýðveldinu. Fréttirnar um mannaskiptin í Kazakh- stan og breytta hagi Andreis Sakharov eru almennt túlkaðar á þann veg á Vesturlönd- um, að Mikhail Gorbachev sé annars vegar að festa sig í sessi og hins vegar enn að sanna, að hann sé „fijálslyndari" en fyrir- rennaramir. Valdabarátta í Kreml? Nýlega var Michael Voslensky, einn hæst setti maður, sem flúið hefur Sovétrík- in, hér á landi. Því miður gat hann ekki flutt hér fyrirlestur eins og hann ætlaði sér en honum gafst á hinn bóginn tóm til að ræða við nokkra íslendinga. Voslensky, RE YKJAVÍK U RBRÉF Laugardagur 20. desember Morgunblaðið/Ól. K. M. aldrei væri unnt að breyta góðri bók í sjón- varpsverk án þess að skaða hana. Og ráðherrann sagði: „Það ætti ekki að láta kennurum og skólum einum eftir að hvetja börn til bók- lesturs. Foreldrar geta haft mikil áhrif þegar börnin eru ung, jafnvel meiri en skólarnir. Fjölmargt rennir stoðum undir þá skoðun, að það hafi áhrif á málkunn- áttu barna, hæfni þeirra til að skilja aðra og segja sjálf frá, ef foreldrar þeirra lesa sögur fyrir þau og hvetja þau til að lesa og segja frá hugrenningum sínum og reynslu. Ekki er lengur í tísku að kenna börnum að læra utan að. Með því þjálfa menn þó ekki aðeins minni sitt heldur fyllast metn- aði vegna þess, að þeir ná árangri. Það þarf alls ekki að vera leiðinlegt að læra utan að. Börn, sem læra að njóta ljóðlistar með því að hlusta á ljóð lesin og læra að lesa þau upphátt sjálf, munu læra þau utan að, af því að ekki er unnt að flytja ljóð vel, ef menn einblína á hin rituðu orð. Ég er viss um, að margir uppeldisfræðing- ar segja, að ég sé gamaldags. En að vera gamaldags er ekki hið sama og hafa rangt fyrir sér.“ í þann mund sem lokadagar bókavertíð- arinnar eru að hefjast er gott að rifja þessi ummæli hins breska ráðherra upp. Þau eiga ekki síður erindi hingað en til áheyr- enda hans í Bretlandi. Hvarvetna þar sem menn unna tungu sinni, sögu og uppruna hljóta þeir að leggja rækt við hið ritaða mál og bækur. Þær eru annað og meira en handhægar jólagjafir. sem hefur ritað viðurkennt rit um æðstu valdastétt Sovétríkjanna, nómenklátúra- kerfið, er sannfærður um, að Gorbachev hafi ekki enn undirtökin í í stjórnmálaráði (politbúro) Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna. Telur hann, að þar eigi sér stað valdabarátta milli Gorbachevs og Yegor Ligachevs, sem er staðgengill Gorbachevs, eða annar ritari, eins og það heitir. Telur Voslensky, að Ligachev, sem er formaður utanríkismálanefndar Kommúnistaflokks- ins, hafi gripið fram fyrir hendumar á Gorbachev á Reykjavíkurfundinum. Meiri- hluti félaga í stjórnmálaráðinu hafi ekki viljað, að Gorbachev hlyti þá upphefð, sem samkomulag við Reagan tryggði honum. Ligachev stjórnar mannahaldi í sovéska flokknum. Hann gætir þess, að menn fari ekki út af flokkslínunni, stjórnar fjölmiðl- um, hugmyndafræði og áróðri auk þess sem hann annast samskipti við bræðra- flokkana. Ligachev hefur einmitt verið í Hanoi síðustu daga og setið þar flokks- þing. Auk frétta um hreinsanir í æðstu embættum víetnamska flokksins hefur verið frá því skýrt, að Ligachev kynni að ná aftur sambandi við kommúnista í Al- baníu, sem slitu stjómmálasambandi við Sovétmenn 1961. I hinum kommúníska heimi og raunar utan hans einnig telst það til mikilvægra pólitískra atburða, ef Alban- ir hefja á ný samstarf við Sovétmenn. Yrði það rós í hnappagat Ligachevs, ef það tækist. Á meðan þessi næstráðandi Gorbachevs dvelst í Víetnam er skipt um æðsta mann- inn í flokknum í Kazakhstan og Sakharov leyft að snúa til Moskvu. Síðan skýra sov- éskir fjolmiðlar frá því, að mikil reiði ríki í Kazakhstan. Ef þetta er sett inn í mynst- ur valdabaráttu í Kreml, væri unnt að færa rök fyrir því, að Gorbachev væri að sýna, að hann gæti farið sínu fram innan lands, á meðan Ligachev er í útlöndum. Á hinn bóginn gerist það einnig, að fícimiðl- ar undir æðstu stjórn Ligachevs, skýra frá megnri óánægju með brottvikningu flokks- formannsins í Kazakhstan. Þar með er minnt á, að aðalritari flokksins, sjálfur Gorbachev sé ekki óskeikull. Vangaveltur af þessu tagi um hið lok- aða stjórnkerfi Kremlveija eiga ekki síður rétt á sér en fullyrðingar um, að Mikhail Gorbachev sé að gjörbreyta stjórnarhátt- um í Sovétríkjunum. Þær byggjast á mati á atburðum en ekki vissu um orsakir þeirra. Mikilvægi bóklesturs Kenneth Baker, kennslumálaráðherra Breta, flutti nýlega fyrirlestur um gildi bóka fyrir börn í samanburði við sjónvarps- gláp. Hann minnti á, að rannsókn í Bretlandi frá 1983 sýndi, að börn á aldrin- um fimm til 14 ára verðu að meðaltali 23 stundum á viku fyrir framan sjónvarpið. Ráðherrann sagði, að sér rynni þetta til rifja. Lestur góðra bóka væri þroskavæn- legra en að horfa á sjónvarp. Hvatti hann til þess, að kennarar legðu áherslu á gildi bókarinnar í störfum sínum. Bókin ætti í vök að veijast gagnvart sjónvarpinu en „Það, sem kom fyrir mig í sjúkra- húsinu í Gorkí sumarið 1984, minnir mjög á lýs- ingar Orwells í frægri bók hans gegn staðlausu dýrðarríkinu — jafnvel heiti bók- arinnar 1984 ávið inína reynslu. I skáldsögunni og í mínu tilviki reyndu pyntinga' mennirnir að fá fórnarlambið til að svíkja konu, sem hann elskar. í minu tilviki gegndi Parkin- son-veikin hlut- verki rottubúrs- ins í sögu Orwells.“ (Andrei Sakharov).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.