Morgunblaðið - 21.12.1986, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986
35
Bók um
ótrúlega
atburði
FRJÁLST framtak hefur sent
frá sér bókina Otrúlegt en satt
eftir Tim Healy í íslenskri þýð-
ingu Björns Jónssonar og Karls
Birgissonar.
Bókin fjallar um ýmsa ótrúlega
atburði, en sanna, sem fjölmiðlar
hafa greint frá á ýmsum tímum og
kemur þar fram að sannleikurinn
er oft öllum skáldskap og skreytni
ótrúlegri. Skiptist bókin í níu kafla
og segja kaflaheitin nokkra sögu
um efni bókarinnar. Kaflarnir heita:
Dýralíf; Undarleg hegðun; Einfar-
ar; Bellibrögð; Trú og sannindi;
Undur vísindanna; Fyrirbæri; Dauði
og greftrun og Hið blábera bann.
Svo sem fram kemur fjallar bókin
ekki aðeins um fólk og atvik sem
hendir það heldur einnig ýmsar
furður náttúrunnar.
Bókin Otrúlegt en satt er prýdd
fjölmörgum ljósmyndum af ýmsu
því sem við sögu kemur. Bókin er
prentunnin í Prentstofu G. Bene-
diktssonar en bundin hjá Bókfelli
hf. Kápuhönnun annaðist Auglýs-
ingastofa Ernst Bachmanns.
Bók um fjölskyldu
í Kópavogi
jöG j m m
Unnur Stefánsdóttur hefur
gefið út bókina Asi og Bína,
sem er barnasaga eftir hana
með teikningum Þuríðar
Einarsdóttur.
Sagan segir frá fjölskyldu í Kópa-
vogi, krökkunum Ása og Bínu og
foreldrum þeirra, en raamman er
skólastjóri og pabbinn hárgreiðslu-
maður.
Bókin er 26 blaðsíður, sem
skiptast jafnt milli texta og mynda.
Kápan var prentuð í Eddunni Off-
setfjölritunarstofa Sigurðar Frið-
finssonar prentaði texta og
teikningar.
Skáldsaga
eftir Sidney
Sheldon
BÓKAFORLAG Odds Björns-
sonar, Akureyri, hefur gefið
út bókina Saklaus svipur eftir
Sidney Sheldon. Sólveig Sigurð-
ardóttir íslenskaði.
í kynningu forlagsins segir: „Dr.
Judd Stevens er nafntogaður sál-
fræðingur í New York, sem hefur
notið mikils álits. En allt í einu
verða örlagaríkar breytingar í lífí
hans. Lögreglan fer að gruna hann
um morð á einkaritara sínum og
einum af hinum vel metnu sjúkling-
um sem hann hefur haft til með-
ferðar. Mafían kemst í spilið og
upphefst mikill eltingaleikur."
Bókin er 208 bis. að stærð, prent-
uð og bundin í Prentverki Odds
Bjömssonar á Akureyri.
Skáldsaga eftir
Steinar Sigurjónsson
BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs
hefur gefið út skáldsöguna
Síngan Rí eftir Sjóna Sands, en
það er höfundarnafn Steinars
Sigurjónssonar.
I fréttatilkynningu frá útgefanda
segfir: „Steinar Siguijónsson er einn
af sérstæðustu og frumlegustu höf-
undum okkar sem nú eru miðaldra
og löngu kunnur af ljóðum sínum,
smásögum og skáldsögum en einnig
snjöllum ferðaþáttum utan úr heimi.
Mun Síngan Rí enn auka á orðstír
hans sem skálds."
Síngan Rí er 131 bls. að stærð
og bókin gefín út sem kilja. Hún
er sett, fílmuunnin og prentuð í
Eddu.
Steinar Siguijónsson
Könnun á kolvetnainni-
haldi drykkja og grauta
í KÖNNUN á kolvetnainnihaldi matvæla sem Neytendasam-
tökin og Samtök sykursjúkra í Reykjavík létu gera kom í ljós
að orðin sykurskertur, sykursnauður og sykurminna eru not-
uð jöfnum höndum af framleiðendum án þess að opinber
skilgreining sé til á þýðingu þeirra. í skýrslunni segir að til
dæmis sé merkingin „sykurminna“ á maltöli frá Sanitas hf.
neytendum í raun lítils virði þar sem engar uppiýsingar um
innihald eru á umbúðunum. Við mælingu reyndist sykur-
minna maltið innihalda 12% sykur, en Egils maltöl inniheldur
15,6% sykur.
Gosdrykkir og „djúsar“ sem
merktir eru „sykurlausir" standa
undir nafni, samkvæmt niðurstöð-
um af mælingu á úrtaki könnun-
arinnar. Ávaxtadrykkir í litlum
fernum sem sagðir eru „svkur-
skertir" innihalda hinsvegar allir
einhvern sykur, Hi-C minnst eða
1,4% en Gosi mest eða 5%. Venju-
legir ávaxtadrykkir innihalda allir
um 10% kolvetni, eða sykur. Við
mælingu á „sykursnauðum"
grautum frá Sól hf. kom í ljós að
jarðarbeijagrautur inniheldur
8,2% kolvetni, en apríkósugrautur
18%. Á umbúðum þeirra segir
hinsvegar að kolvetnisinnihaldið
sé 4-5%.
Að sögn Georgs Gunnarssonar,
efnaverkfræðings hjá Sól, veldur
hér mismunandi skilgreining á
hugtakinu kolvetnisinnihald. „Við
höfum, í fullu samráði við Holl-
ustuvernd ríkisins, ákveðið að
telja kartöflumjöl sem notað er til
bindingar ekki með í kolvetnisinni-
haldi grautanna. Nú hefur verið
ákveðið að næst þegar prentaðar
verða umbúðir utan um grautána
munum við gefa upp innihaldið
með þessum sterkjuhluta inniföld-
um.“ Hann sagði að einnig hefði
sykurinnihald apríkósugrautarins
hækkað síðan upplýsingamar á
umþúðunum lágu fyrir. Notuð
væri uppskera frá Tyrklandi og
Spáni sem væri sætari en apríkós-
ur frá löndunum við Rauða-hafið.
Mælingar á matvælunum gerði
Rannsóknarstofnun landbúnaðar-
ins. Athuguð voru sýni af ávaxta-
drykkjum, „djúsum", gosdrykkj-
um og grautum. Kolvetni eru
samkvæmt skilgreiningu samtak-
anna sykur (strásykur, ávaxta-
sykur og þrúgusykur), sterkja og
treijaefni.
/ Ó L A G J Ö F / H H AN S
LLOYII
hattifrnÍAh)
H ERRADEI LD
P&O’
Austurstræti 14, s: 12345.