Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 39

Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 39 Kaldrani og eftirsjá Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Indriði G. Þorsteinsson: ÁTJÁN SÖGUR ÚR ÁLFHEIM- UM. Almenna bókafélagið 1986. í Átján sögum úr álfheimum birt- ir Indriði G. Þorsteinsson eftir sig smásögur úr ýmsum áttum, hinar elstu frá sjötta áratugnum þegar smásagnagerð blómstraði og einnig spánýjar sögur. Sögurnar eru nokk- uð misjafnar að gæðum,_ en allar með kennimarki Indriða. Átján sög- ur úr álfheimum er fjórða smá- sagnasafn höfundar. Hann vakti snemma athygli fyrir smásagna- gerð sína. Sumar þessara sagna eru í anda ferðaminninga. Fyrsta sagan, Merde, er árangur Mallorka-dvalar, Qallar einkum um ástir og armæðu Chopin og George Sand, frægustu Mallorka-faranna. I þessari sögu tekur Indriði mið af ýmsu því sem skrifað hefur verið um elskenduma, en sagan er í eðli sínu ritskýring. Bók George Sand, Vetur á Mall- orka, er að dómi Indriða svo bitur í garð eyjarskeggja vegna þess að þeir fengu Chopin til að hætta að sofa hjá henni. Tónskáldið komst að þeirri niðurstöðu að sambúð þeirra væri syndsamleg og það mæltist ekki vel fýrir hjá hinni ást- hneigðu, sumir segja vergjömu skáldkonu. Sumar sagnanna frá útlöndum em dæmigerðar ferðasögur með kostum og göllum sem fylgja slíkum sögum. Rauður friður, Dómkirkjur í útlandinu og Nú þegar þeir em dauðir em árangur ferðalaga og boðsferða, opnar sögur þar sem tækifæri gefst til að ræða ýmis málefni, m.a. utanríkisstefnu ís- lendinga og annarra þjóða og hreyta ónotum í hinn alræmda skandínavisma sem fer mjög í taug- arnar á höfundinum. í þessum sögum og öðmm þekkjum við ýms- ar persónur úr daglega lífinu, sumar nafntogaðar. Frostnótt á annarri hæð er lítt dulbúin árás á kvenfrelsisleiðtoga, einkum úr hópi menntamanna. Stórmenni kveður fyrir tímann fjall- ar um sérkennilegan persónuleika Sigvarðar Jónassonar sem alltaf ók með annan fótinn á kúplingunni, vitanlega hét hann ekkert annað en Sigurður Jónasson meðan hans naut við. Þótt hafa megi gaman af sumu í fyrrnefndum sögum þykja mér þær heldur með dauflegra móti og ádeilubroddurinn sljór. Það er auð- vitað æskilegt að menn skrifi opnar sögur, en verra þegar þær minna á blaðagreinar. Byrjun sögu er alltaf mikilvæg. Fyrsta setningin eða fyrstu setning- arnar gefa vísbendingu um söguna alla. Hvað segja lesendur þá um byijun eins og í sögunni Alkar að norðan: „Þeir hafa löngum verið margir alkarnir á íslandi, enda erum við ofneysluþjóð. Ekki gengur að taka alla alka fyrir í einu, enda mundi það jafngilda allsherjarverkfalli. Samfélagið hefur því einkum snúið sér að gömlum brennivínsberserlq'- um og reynt að endurhæfa þá og gera þá að einhvem veginn öðru- vísi_ ölkum .. . “ Ég hlífi lesendum við lengri til- vitnun í upphaf Alka að norðan. Það tal allt er mjög almennt eins og í þeim sögum í Atján sögur úr álfheimum sem eru af lakara tagi. Kunnátta Indriða G. Þorsteins- sonar kemur best í ljós í sögum sem gerast á hans vettvangi. Það eru Indriði G. Þorsteinsson sögur úr sveitum og frá samfélagi í mótun og höfuðáhersla lögð á ein- staklinginn. í þessum sögum nýtur frásagnargáfa Indriða sín best. Með samblandi af kaldrana og eftirsjá fær hann lesandann til að leggja trúnað á söguefnið og dást að efnis- tökum. Meðal slíkra sagna í Átján sögum úr álfheimum eru Rætur í jörð, Símtal yfir flóann, Morgunn á brúnni, Áprílsnjór og Stofufangelsi. Aprílsnjór er greinilega minning frá æskuárum, saga sem lýsir næm- leik inn í hugarheim drengs og er auk þess með að vopni andblæ lið- innar tíðar í borg og sveit. Undirrit- aður er orðinn nógu gamall til að kunna að meta eftirfarandi lýsingu og vita að hún er sönn: „Það hafði verið byijað að skyggja þegar komið var til Borgar- ness, þar sem langferðabflnum var ekið viðstöðulaust út í eyna og fram á bryggjuna hjá gistihúsinu. Og það hafði sett að honum hroll meðan hann beið eftir töskunni í súginum utan frá skeijum sem gljáðu í birtu- skilunum. Hann þekkti töskuna auðveldlega af því faðir hann hafði bundið snæri um hana til öryggis. Svona hrófatildur gæti opnast á ferðalagi, hafði hann sagt. Undir þiljum renndi hann töskunni að ein- um bekknum svo hann gæti stutt við hana með fótunum þaðan sem hann sat meðan skipið var að velt- ast um flóann. Það hafði dimmt smám saman og loks hafði ekkert verið fyrir stafni nema Ijósin á ókunnum stað.“ Ekki er síðri mynd úr Austur- stræti af beinasleggjulegum stúlk- um. Morgunn á brúnni er saga sem vitnar um frásagnarstíl Indriða þeg- ar hann er bestur. Það gerist ekki mikið á ytra borði, en því meira undir niðri. Og eins og svo oft áður er það hin sterka og óvænta tilfinn- ing sem kviknar milli karls og konu sem er burðarás sögunnar. Stofufangelsi er saga frá smygltímum og saga sem þrátt fyr- ir nákvæma ytri lýsingu gerist í undirdjúpum mannlegra tilfinninga. Þessi saga getur líka kallast prakk- arasaga og er einkar skemmtileg aflestrar. Lýsing á því með hvaða hætti ungur maður í vitorði með smyglur- um og kona eins þeirra verða fyrir sameiginlegum innileika í skúr er ákaflega vel gerð og segir mikið í fáum orðum. Gaman er að bera þessa lýsingu Indriða saman við ýmsar skyldar lýsingar úr fyrri smásagnasöfnum, en það verður að segja að nú er allt hljóðlátara. Sæjuwikuandrúmsloft er liðin tíð. I Átján sögum úr álfheimum er engin Blástör. Lesendur gera sér vissar hug- myndir um rithöfunda og verk þeirra og ætlast til vissra hluta af þeim. Indriði G. Þorsteinsson geldur þess og nýtur. Honum virðist tak- ast best upp innan kunnuglegs umhverfis, en þegar hann leitar nýrra leiða er eins og honum fat- ist. Sjálf viðleitnin er þó nokkurs virði. Indriði G. Þorsteinsson hefur í Átján sögum úr álfheimum stefnt að enn meira fijálsræði í efnisvali, opnari tjáningu. En þetta eflir hann ekki sem smásagnahöfund hvað sem síðar verður. Norska úrvals unglingahljómsveitin Norges Nasjonale Ungdomskorps efnir til aðventutónleika í Langholtskirkju mánudaginn 22.12. kl. 17.00. Alaska Breiðholti og við Miklatorg Gert og Siggi óska ykkur til hamingju með hag- stæðasta verðið á jólatrjám og greinum þetta árið. Jafnframt óskum við ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Dýrindis jólasteikur í Nýjabæ - opið frá eitt tilsex í dag í kjötboröinu okkar landsfræga er allt sem hugsast getur á jólaborðið. Alit okkar kjöt er nýtt og unnið úr fyrsta flokks hrá- efni. Við bjóðum aliar tegundir af lamba-, nauta- og svínakjöti og einnig úrval af fuglakjöti. kjallaranum eru jólakerti í þúsundatali og allt til jólaskreyt- inga auk failegrar gjafavöru í úrvali. Opið á öllum hæðum frá eitt til sex í dag. £sí \\1 RŒR VÖfíUHÚS/Ð EIÐ/STOfíGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.