Morgunblaðið - 21.12.1986, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986
41
LISTAVERK
Békmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Jean M.Auel: Þjóð bjarnarins
mikla
Þýðing:Fríða Á. Sigurðardóttir
Útg. Vaka Helgafell
ÞJÓÐ BJARNARINS mikla, Ne-
anderdalsmaðurinn er að líða undir
lok, en í þessari viðamiklu og löngu
skáldsögu er hann miðdepillinn.
Þegar Neanderdalsmaðurinn er
horfínn vegna andlegra takmarkana
sinnar leysir frum-Kromagnonar
hann af hólmi. Lítil stúlka af Hinum
nýja kynþætti, líklega fímm ára
gömul er tekin í fóstur af ætt hellis-
bjamarins mikla. Hópurinn finnur
telpuna, eftir náttúruhamzfarir, þar
sem allir hennar nánustu hafa látið
lífið. En stúlkan litla á ekki sjö daga
sæla. Bilið milli hennar og hellis-
bjarnarættarinnar er djúpt og virðist
óbrúanlegt. Stúlkan - sem Ætt hell-
isbjamarins skírir Ayla virðist til
dæmis geta talað, að vísu glatar hún
tali sínu, eftir að hafa búið um hríð
hjá hópnum. En hún gerir eitt sem
veldur þeim mikilli undrun. Hún
hlær og grætur og á til svipbrigði,
sem þekkjast ekki hjá Neanderdals-
manninum. Neanderdalsmaðurinn
gefur frá sér hljóð og tjáir sig nán-
ast einvörðungu með táknum. Aukin
heldur er heilastarfssemi Aylu ber-
sýnilega önnur og hún ræður við
ýmsa þætti mannlífsins sem hinir
félagar hennar botna ekkert í.
Það em andarnir og tótemin sem
ráða lífi þeirra.Þegar hópurinn finn-
ur Aylu hafði hann hrakizt úr helli
sínum vegna reiði andanna og það
er raunar Ayla, sem vísar þeim á
nýjan íverustað. Þótt þeim standi
að mörgu leyti ógn af þessari telpu,
er hún með semingi tekin inn í sam-
félagið, þar sem hún virðist hafa
orðið viðskila við sitt fólk og á eng-
an að. Töfrakonan Iza og bróðir
hennar Creb, sem er andlegur leið-
togj hópsins skynja meira en aðrir
innan hópsins og átta sig á styrk
Aylu og virða jafnvel þá eðlisþætti
hennar, sem gerir hana ekki aðeins
óskiljanlega þrátt fyrir að hún læri
táknmálið, heldur sýnir hún í öllu
hversu ólík hún er þeim. Hún er
ekki bara öðmvísi í útliti.ljósari yfír-
litum, naumast loðin, bláeygð, hefur
beina fætur, hún gengur að mestu
upprétt, hefur seinna á klæðum en
konur hópsins, henni er fyrirmunað
að skilja af hvetju hún þarf að sýna
karlmönnunum þá auðsveipni sem
af konunum er krafizt, í þeirra aug-
um er hún ljót og það er lítil von
til að hún muni finna maka sem
vill taka hana að eldstæði sínu. Það
versta er þó að, hún æfír sig á laun
að veiða. Það er dauðasök og enn
sannar hún lífsgetu sína og ótrúleg-
an kraft tótemsins sem ættflokkur-
inn hafði gefíð henni með því að
pumr
Eróbikkskór
Mjúkt og þægilegt
leður
Litir: hvítt og svart
Verð kr. 3.050.- lágir
Verð kr. 3.428.- háir
Klapparstíg 40.
Á HORNIKLAPPARSTÍGS
06 GRETTISGÓTU
S:117S3
JNGOLFS
ÓSKARSSONAR
Metsölublad á hverjum degil
Jean M. Auel
komast aftur lífs úr þeim þrenging-
um, eftir að hafa verið rekin í útlegð
um hríð, þegar upp komst að hún
stundaði veiðar og jafnvel fremi
karlmönnum hópsins.
Ayla er sýknt og heilagt að vekja
furðu hópsins sín. Hún hefur lært
lækningar af Izu og hún virðist
skilja ýmislegt sem hópnum er hul-
ið, meira að segja vemdara hennar
Crebs. Hún hefur tvívegis bjargað
bömum frá dauða, að því er virðist
á yfímáttúrlegan hátt. Það hlýtur
að benda til að andar Hellisbjamar-
ins líti á hana með velþóknun, þrátt
fyrir að hún geti ekki virt alla siði
ættarinnar. Eftir að hún kemst heim
úr útlegðinni sýnir hópurinn henni
þann ótrúlega sóma að heiðra hana
með því að leyfa henni að vera við-
stödd trúarathöfn karlmanna.
Lýsingarnar á fólkinu sem kem-
ur við sögu eru heillandi og skýrar.
Stúlkan Ayla sem er að reyna að
skilja samfélag sem hún hefur villzt
inn í. Samfélag sem reynir þrátt
fyrir allt að skilja hana. Elskulegi
bæklaði trúarleiðtoginn Creb, töfra-
læknirinn Iza, hinn hamslausi og
ástríðufulli Broud, sem leggu:- fæð
á Aylu, en dýrkar hana og gimist,
þótt hann skilji ekki hvers vegna.
Allt er þetta ógleymanlegt fólk og
væri auðvitað full ástæða til að
geta fleiri.Með eiginleiki, sem
nútímamaðurinn ætti að kannast við
marga.
Ég þekki því miður ekki önnur
verk Jean M. Auel, en ótrúleg rann-
sóknarvinna hlýtur að liggja að baki
þessarar bókar. Efni hennar verður
ekki endursagt í örstuttri umsögn.
Ég verð að láta mér nægja að benda
sem flestum á að lesa þessa bók,
sem er ekki aðeins samin af vand-
virkni og listrænni hæfni, heldur
einnig af miklu viti og þekkingu. I
Þessar framandi persónur af ætt
hellisbjamarins stíga upp af síðun-
um og verða margar ógleymanlegar,
yndislegar og átakanlegar. Lífsbar- 1
átta þeirra, trúarsiðir og hugsunar-
háttur verður lesanda hugleikin.
Þýðing Fríðu Á. Sigurðardóttur er
efninu samboðin. Hún er listaverk.
Ferskir
ávextir:
B.C. Rauð epli Delicious
B.C. Rauð epli, extra stór
Gul epli, Golden Delicious
Græn epli, Granny Smith
Jarðarber
Ananas
Avacado
Kiwi
Kókoshnetur
Greip, hvítt
Greip, rautt
Vínber, blá
Vínber, blá Lúxus
Vínber, græn
Perur
Appelsínur
Appelsínur, extra stórar
Sítrónur
Melónur, gular
Hony Dew
Döðlur, ísrael
Konfekt döðlur
Bananar
Granat epli
Plómur
Ferskjur
Nektarínur
Lime
Pomelos
Papylas
Clementínur, Marocco
Clementínur, m/laufi
Bökunar kartöflur
Matar kartöflur
Parísar kartöflur.
Frosið
grænmeti:
Jarðarber Gulrætur
Broccoli Blómkál
Rósenkál
Maisstönglar
Maískorn
Blandað grænmeti
Gulrætur og baunir
Grænar baunir
Spínat
Snittubaunir
Blombergs
Nýtt
grænmeti:
Tómatar
Agúrkur
lceberg salat
Blaðasalat
Steinselja
Rósenkál
Blómkál
Maísstönglar
Rauð paprika
Gul paprika
Græn paprika
Perlulaukur
Charlottlaukur
Laukur
Púrrur
Sveppir
Broccoli
Hvftkál
Rauðkál
Rauðrófur
Gulrætur
Gulrófur
Kínakál
Radísur
Súrkál
Baunaspírur
Selieríkál
Sellerírót
Snittubaunir
Hvítlaukur
Rauðlaukur