Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 45

Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 45 höfunda. En hvort skyldi verða til á undan, myndin eða textinn? „Það kemur eiginlega samtímis. Eg byija oftast á því að teikna persónumar, ákveð útlit þeirra og svo fer ég að búa til söguþráð. Ég teikna þá gjaman á meðan ég er að búa til söguna. Þetta helst alveg í hendur. Ætli ég hugsi ekki jafn- mikið í myndum eins og í orðum. Ég hef frekar litið á mig sem myndlistarmann en rithöfúnd og efast um að ég hefði nokkum tíma farið að skrifa bækur, ef ég gæti ekki teiknað í þær líka. Þegar ég var að teikna í bækur fyrir aðra datt mér í hug að skrifa sjálf." Þessi bók er ævintýri. Heldur þú að það sé framtíðin að þau fjalli frekar um geimvemr en tröll og álfa? „Ég held nú að það gangi allt. Tröllin og álfamir em þar ennþá, en mér hefur sýnst að krakkar í dag séu svolítið veik fyrir geim- verum." Hvað ertu ertu lengi að gera svona bók? „Það er erfítt að segja. Það tekur nokkra mánuði, því að náttúmlega er ekki hægt að vinna við þetta í einni lotu. Það verður að fá að þró- ast. En svo þegar það er komið á skrið, þá er ég nú eiginiega ekkert lengi. Þetta er fímmta bókin þar sem ég geri bæði myndir og texta, en þetta er fyrsta bókin mín með litmyndum, það er nú aðalstökkið. Mér finnst muna ansi mikið um það. Þá skila ég útfærðum litmynd- um sem em litgreindar." Þegar þú myndskreytir bækur fyrir aðra, vinnur þú þá mikið með rithöfundinum? „Það er nú svolítið misjafnt, yfír- leitt hefur ekki verið mikil sam- vinna. Ég hef sýnt þeim teikning- amar á vinnslustigi. En nú var ég að myndskreyta bók eftir Guðrúnu Helgadóttur, sem gerist rétt eftir stríð og hún skoðaði mjmdimar mjög vel hjá mér, til að athuga hvort allt væri rétt, svo sem klæðn- aður og annað. Sú saga á að gerast rétt áður en ég fæddist og þess vegna fylgdist hún meira með því. Mér finnst mest gaman að vinna við mínar eigin bækur, en hitt get- ur verið mjög skemmtilegt líka, ef það era góðar bækur. Maður þarf kannski að hafa ver- ið svolítið með krökum til að geta séð hlutina líka því sem þau sjá þá. Bömin mín skoða alltaf það sem ég geri.“ Hvenær byijaðir þú að teikna fyrir alvöm? „Ég hef náttúmlega alltaf teikn- að, en ég lauk námi frá Myndlista- og handíðaskólanum ’77. Þar var ég í grafíkdeild og vinn alltaf í grafík. Það er nú það sem ég er mest í. Ég fór mjög fljótlega að teikna í bækur eftir aðra, á meðan ég var enn í skólanum. Ég veit ekki hvað ég hef teiknað í margar bækur, það em ekki svo margir höfundar, en ég hef teiknað aftur og aftur í bækur eftir sömu höf- unda.“ Málfríðar-þættir í sjónvarpi Þú hefur teiknað talsvert fyrir sjónvarp og mér em ofarlega í huga þættimir um hana Málfríði og Kugg, sem allir krakkar þekkja úr bamatíma sjónvarpsins. Er mikill munur á að teikna fyrir sjónvarp eða í bækur? „Aðalmunurinn felst í því að það þarf að gera ofsalega margar myndir fyrir sjónvarp, því að þar þarf að skipta svo oft um, og svo veit maður að þetta mun aðeins birtast einu sinni eða tvisvar og þá vinnur maður kannski öðmvísi en myndir í bækur sem á eftir að skoða aftur og aftur." Hefurðu hugleitt að fá Málfríð- ar-þættina gefna út? „Já, ég hef það mjög á bak við eyrað að búa til bók úr þessu.“ Að lokum — viltu segja mér eitt- hvað meira um nýju bókina þína? „„Bétveir" er svolítill áróður fyr- ir bóklestri. Á þessum tímum er svo margt annað sem krakkar gera sér til skemmtunar, en ég veit að bæk- umar standa fyrir sínu. Það þarf bara að minna svoítið á þær.“ Viðtal: Hrafnhildur Valgarðsdóttir Heimsókn norskr- ar hljómsveitar ÆSKULÝÐSHLJÓMSVEIT Nor- egs heldur hljómleika í Lang- holtskirkju mánudaginn 22. desember og hefjast þeir kl. 17.00. Hljómsveitin er valin úr hópi ungmenna í um það bil 2300 skóla- og æskulýðshljómsveitum í Noregi, en hún var sett á fót árið 1975. Annað hvert ár em teknir inn nýjir meðlimir í hljómsveitina og sækja um það mörg hundmð áhugasamir hljómlistarmenn á aldr- inum 13-21 árs en um 90 hljóð- færaleikarar em í hljómsveitinni. Hljómsveitin kemur saman til æf- inga 4-5 sinnum á ári og heQast æfíngar hennar þá á föstudags- kvöldum og lýkur með hljómleikum á sunnudagskvöldi. Þess á milli æfa meðlimirnir sig heima. Hljómsveitin hefur víða unnið til viðurkenninga fyrir leik sinn og hingað kemur hún úr hljómleikaför í Bandaríkjunum. Stjómandi hennar er Christer Johannesen, sem er þekktur hljóm- listarmaður í þjónustu norska hersins og hefur þar majors-nafn- bót. Aðstoðarstjórnandi er Trevor Ford, sem er Norðmaður af bresk- um uppmna og haft hefur mikil áhrif á tónlistarkennslu í Noregi síðustu 20 árin. (Fréttatilkynning) Náttúrufræðikynning í Háskólabíói: Lerkið laufgast líkt og á vortímum SKÓGRÆKT ríkisins stendur nú fyrir sýningu í anddyri Háskóla- bíós ásamt áhugamannahópi um byg&ingu náttúrufræðihúss. Sýn- ingin er opin alla daga frá kl. 14.00 til 22.00. Á sýningunni em hátt í 40 tré. Settir vom upp tveir skógar, sá inn- lendi og sá innflutti. í íslenska skóginum er aðaluppistaðan birki ásamt reyni, blæösp og eini. Innflutti skógurinn inniheldur lerki, sitka- greni, stafafum, fjallaþyn, fjallaþöll og Alaskaösk. Þessar erlendu tijáteg- undir koma meðal annars frá Síberíu, Bandaríkjunum og Norðurlöndunum. Þá hefur Hörður Kristinsson prófess- or sett upp sýningu á íslenskum þurrkuðum blómategundum, sem hann sjálfur hefur safnað. Einnig em sýnishom af afurðum íslensks skógar svo sem bjálkum, þilplötum og plönk- um. Sett hafa verið upp kort og texti við þau sem segir hvaðan trén koma og hvemig þau þrífast eftir lands- hlutum. Þórarinn Benediktz, forstöðumað- ur Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins, sagði í samtali við Morgun- blaðið að lerkið væri nú farið að laufgast í anddyri Háskólabíós líkt og á vortímum og birkið farið að Einar Egilsson, einn af aðstandendum sýningarinnar, skoðar hér lerkið, sem farið er að laufgast í anddyri Háskólabíós taka við sér. Meiri hiti og ljós em á skóginum yfir vetrartímann og hefur tijánum í Háskólabíói heldur en í því valdið mglingi á lífkeðju tijánna. Ferðasjónvarp Ferðaútvarp Ferðadiskó Rafhlöður eða 220 V í eldhúsið, skrifstofuna, herbergið, sumarbústaðinn, bflinn. ÍSBROT Útvarp + segulband + sjonvarp ílM(ÍÍifeíl*1I Bíldshöfða 18, sími 672240. Adeins 16.980,- stgr. Laugavegi 118 v/Hlemm, s. 29311 - 621133.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.