Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986
en, Svíann Albert Runbáck (tvær),
Norðmanninn Egil Hovland, Þjóð-
veijann Helmut Bomefeld og svo
Jane La Rowe, bandaríska konu.
Hafði kórinn þar með tekið til
meðferðar um 20 kantötur alls og
ennfremur 12—15 mótettur.
Yfirleitt þóttu tónleikar kórsins
takast vel, og eru umsagnir í blöð-
um til marks um það. Að vísu var
misbrestur á því að tónlistargagn-
rýnendur sæktu tónleikana, því
boðskort vom þeim sjaldnast send,
enda var aðgangur ætíð ókeypis,
aðeins mælst til einhvers framlags
við kirkjudyr í lokin. Leitast var
við að hafa m.a. á hverri efnisskrá
lög, sem ekki höfðu verið sungin
áður, stundum ný íslenzk lög. Þá
voru oft sungnar nýjar sálmaþýð-
ingar, og voru þar einkum að verki
fyrstu prestar safnaðarins og und-
irritaður.
Ifyrir áratug gerðust kórfélagar
allir ævifélgar í Hinu íslenska
biblíufélagi, og gæti það verið öðr-
um kirkjukórum gott til eftir-
breytni.
Nokkuð gerði kórinn af því að
fara í aðrar kirkjur og syngja við
messur eða á sérstökum kirkju-
kvöldum. t.d. var þrisvar (1967,
1968, 1975) sungið á kirkjuviku í
Lágafellskirkju um föstutímann,
eitt sinn í Hafnarfjarðarkirkju og
einnig í systurkirkjunni Hallgrims-
kirkju í Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd.
Á þeim tónleikum, sem að fram-
an er getið, naut kórinn oftast
aðstoðar góðra tónlistarmanna.
Auk þeirra, sem þegar voru nefnd-
ir, er vert að taka fram nöfn
söngvaranna Hönnu Bjamadóttur,
Guðrúnar Tómasdóttur, Guðrúnar
Þorsteinsdóttur, Margrétar Egg-
ertsdóttur (sem var kórfélagi um
árabil), Rutar Magnússon, Solveig-
ar Björling, Garðars Cortes,
Guðmundar Jónssonar og Kristins
Hallssonar, organleikaranna Ama
Arinbjamarsonar, Áma Bjöms-
sonar, Guðmundar Gilssonar (sem
gegndi líka söngstjórastarfi í ijar-
veru Páls Halldórssonar um skeið),
Gústafs Jóhannessonar, Hauks
Guðlaugssonar, Jóns Isleifssonar,
Kristins Ingvarssonar, Mána Sig-
uijónssonar, Páls Kr. Pálssonar,
Sigurðar ísólfssonar og dr. Victors
Urbancic, og eru þá ónefndir
margir strengleikarar og blásarar.
Talsvert var um það á fyrri
árum, að kórinn efndi til kynning-
ar- og skemmtikvölda með dag-
skráratriðum, s.s. margskonar
söngatriðum og félagsvist. Stund-
um hélt kórinn slík kvöld í sam-
vinnu við aðra kirkjukóra, a.m.k.
Kriststíkneski Einars Jóns-
sonar myndhöggvara, gert
fyrir 40 árum, er tístamað-
urinn var kominn yfir
sjötugt og átti 8 ár ótífuð
(1874-1954). Gjöf til
Hallgrímskirkju og stend-
ur þar. Hæð 307 sm.
Neskirkjukór og Langholtskirkju-
kór.
Kórinn hefur farið margar
skemmtiferðir að sumarlagi, oft
árlega framan af en engar síðasta
áratuginn. Ferðast var um Borgar-
§örð og Suðurland snemmsumars,
en síðsumarferðir voru aðallega
famar til beijatínslu og þá gjaman
upp í Svínadal. Tvær ferðir verða
hvað minnisstæðastar, sín með
hvorum hætti, þegar bifreið kórs-
ins valt í Skorradal vorið 1963 án
þess þó að meiðsli yrðu veruleg á
farþegum — og svo aftur 1974,
þegar hlýtt var messu hjá sr. Eiríki
þjóðgarðsverði Eiríkssyni á Þing-
völlum, setin veizla í sumarbústað
Páls Hallbjömssonar kirkjuvarðar
við Álftavatn og síðan ekið austur
í Fljótshlíð, þar sem Rangæingar
héldu hátíðlega 11 alda búsetu á
íslandi.
Að loknu fyrsta starfsári var
kórinn formlega stofnaður sem
félag, 3. maí 1942. Sjö manns
hafa gegnt þar formennsku: Har-
aldur Sigurðsson 1942—43,
Þórhallur Bjömsson 1944, Kristinn
Kristjánsson (látinn) 1945—50,
Sverrir Kjartansson 1951—58,
Gunnar Jóhannesson 1959—67 og
1969—71, Halldór G. Stefánsson
1972—78 og undirritaður 1968 og
1979—86. Sá hinn síðasti hefur
verið í stjóm frá öndverðu og
lengst af gegnt ritarastörfum. Þor-
björg Guðmundsdóttir hefur verið
gjaldkeri korsins sl. 27 ár.
Tveir stofnfélagar kórsins hafa
verið í kómum til þessa, Haraldur
Sigurðsson (sem var þó utan kórs
í átta ár) og undirritaður. Nokkrir
aðrir stofnfélagar em enn á lífi. í
byijun var talsvert rót á fólkinu í
kómum, svo að á fyrsta áratugn-
um munu 40 manns hafa komið
þar við sögu, en síðan hefur fólk
verið öllu staðfastara, svo að láta
mun nærri að alls hafi þar nú sinnt
söngstörfum 100 manns, langan
tíma eða skamman. Til marks um
staðfestu fólks í kómum má nefna
nokkur nöfn: Gunnar Jóhannesson
37 ár, Fríða Aradóttir (látin) 32
ár, Ámi Pálsson og Halldr G. Stef-
ánsson 26 ár hvor, Maríus Sölva-
son og Sína Bjamadóttir 25 ár
hvort, Sigfríður Jónsdóttir 24 ár,
Kjartan Kjartansson 22 ár, Inga
Þórarinsdóttir og Þórhallur
Bjömsson 20 ár hvort, Sigurlaug
Siguijónsdóttir og Svala Jónsdóttir
15 ár hvor, Brynhildur Sigþórs-
dóttir og Inga Markúsdóttir (látin)
14 ár hvor.
Heiðursfélagar hafa verið kjöm-
ir þrír: Páll Halldórsson söngstjóri,
Fríða Aradóttir og Gunnar Jóhann-
esson. Kórinn hefur einnig leitast
við að heiðra félaga sína með dá-
litlum gjöfum á merkisafmælum
þeirra.
Tilhlýðilegt er að geta um nán-
ustu samstarfsmenn kórsins,
presta og meðhjálpara. Prestar:
Sr. Sigurbjöm Einarsson
1941—44, sr. Jakob Jónsson
1941—74, sr. Siguijón Ámason
(látinn) 1945—67, sr. RagnarFjal-
ar Lárusson 1968— , sr. Karl
Siguijbömsson 1975— , sr. Láras
Halldórsson þjónaði árlangt í fjar-
vera sr. Jakobs. Meðhjálparar
(kirkjuverðir): Ari Stefánsson (nær
aldarfjórðung), Ólafur Guðmunds-
son, Eðvarð Bjamason, Pall
Hallbjörnsson, Kjartan Jónsson,
Bjami Tómasson, Benedikt Jason-
Hörður Áskelsson, organisti
Antonio D. Corveiras
arson og Guðrún Finnbjamardótt-
ir.
Kórinn naut söngstjómar og
forystu Páls Halldórssonar til 1.
mars 1978, er hann lét af störfum
eftir 37 ára feril sem organisti
Hallgrímskirkju. Var hann þá orð-
inn 76 ára. Samtímis létu fimm
kórfélagar staðar numið, svo að
segja má að kórinn hafi ekki borið
sitt barr síðan. Þessir félagar vora
kvaddir í virðulegu samsæti á
Hótel Sögu haustið 1978, og er
það síðasti mannfagnaður kórsins.
Við tók af Páli spænskur mað-
ur, Antonio D. Corveiras, sem er
lærður organleikari og hafði dvalið
hérlendis um skeið og starfað sem
tónlistarkennari. Starfsár hans við
kirkjuna urðu liðlega íjögur tals-
ins, en vorið 1982 tók við núver-
andi organieikari og söngstjóri,
Hörður Áskelsson frá Akureyri,
þá nýkominn frá námi sem kantor
í Tónlistarháskóla Rínarlanda í
Dusseldorf. Hefur hann verið at-
kvæðamikill í tónlistarstarfi kirkj-
unnar þessi fáu ár, fyrst.og fremst
með stofnun Mótettukórs Hall-
grímskirkju, sem hann hefur nú
þegar oft stjómað á tónleikum með
loflegum árangri. Er þar kominn
á fót kirkjukór mestmegnis skipað-
ur ungu fólki og á því framtíðina
fyrir sér, og leysir hann nú af
hólmi hinn fyrrij sem orðinn er
alltof fáliðaður. Ohætt er að full-
yrða, að allir núlifandi félagar í
kór Hallgrímskirkju frá fyrri tíð
og síðari óska þess að söngstarf
standi ætíð með blóma við hina
tignarlegu kirkju, sem nú er risin
og nývígð Drottni til vegsömunar.
Fyrsta opinbera samsöng sinn í
aðalkirkjunni hélt Mótettukórinn
23. f.m., þegar hann flutti sálu-
messu Mozarts með fulltingi
einsöngvara og_ hljómsveitar undir
stjóm Harðar Áskelssonar. Og nú
í miðri jólaföstu fluttu Pólýfónkór-
inn og fylgdarlið hans óratóríuna
„Messías" eftir Hándel undir stjóm
Ingólfs Guðbrandssonar. Við þessa
merku tónlistarviðburði hefur
reyndin orðið sú, að hvelfingar
Hallgrímskirkju skila lofgerðar-
hljómunum í fögram enduróm, sem
fylgir kirkjugestum áfram á
lífsgöngunni.
Sem eftirmála þessarar saman-
tektar og í tilefni fæðingarhátíðar
Frelsarans skal hér settur jóla-
sálmur, sem undirritaður íslenzk-
aði fyrir Kór Hallgrímskirkju á
áram áður, þegar sungið var lag
eftir finnska tónskáldið Armas
Maasalo, þann hinn sama sem
stjómaði kómum á finnsku tón-
leikunum í Dómkirkjunni, sællar
minningar. Höfundur sálmsins er
kona: Helmi Auvinen.
Hlýðum, lýðiri
Helgitíðaklukkur sll
Ofan ber frá æðri heim
englasöngsins glaða hreim:
„Priður foldu á“.
Hlýðum, lýðiri
Herrann býður dýrleg jól.
Braga himins björtu ljós,
blámstrar fegurst jarðar rós.
Tendrast trúnni sól.
Hlýðum, lýðir
helgum tíðum sérhver jól.
Guðs í húsin göngum inn;
gefur okkur fögnuðinn
Jesús, sólna sól.
Greinarhöfundur, Baldur Pálma-
son, hefur starfað i Kór Haligrí-
mskirkju íReykjavík frá stofnun
prestakailsins.
PELSINN
Kirkjuhvoli sími 20160.
It'LEROY
IAsomer
Eigum til Leroy Somer rafala á
lager eða með stuttum af-
greiðslufresti frá Frakklandi.
Ljósavélasamstæður fyrir land
og skip.
Varahluta- og viðgerðar
þjónusta.
NORÐURUÚShf.
RAFVERKTAKAR
Furuvöllum 13, 600 Akureyri,
símar 96-25400 og 25401.