Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986
55
Flestir hermennirnir fóru i land i frekar litlum prömmum. Er
þeir voru komnir inn var tjaldið dregið yfir og siglt að Noregs-
ströndum.
Fylgst með
heræfingum
a vegum
Atlandshafs-
bandalagsins
Síðastliðinn september
var bíla- og farþegafeij-
an ms. Norröna í sigl-
ingum sem voru
gjörólíkar þeim er hún
var í í sumar. Var hún leigð til
Atlantshafsbandalagsins til her-
mannaflutninga. Um borð vorum
við 12 íslendingar við vinnu auk
Færeyinganna sem eru í áhöfn-
inni.
Eftir að Norröna skilaði sein-
ustu ferðamönnunum í Hanstholm
þann 30. águst sigldum við beint
til Plymouth í Suður-Englandi.
Um borð var einungis skipshöfnin
svo og 10 enskir liðsforingjar sem
voru að skipuleggja hvernig ætti
að vera um borð næstu 3 vikum-
ar, t.d. skipta herbergjum á
herdeildirnar. Við komum til
Plymouth þann 1. september og
þá komu 700 hermenn um borð,
allir búsettir í Plymouth. Þar af
voru 200 liðsforingjar og 500
óbreyttir. Þeir voru allir einkenn-
isklæddir er þeir komu um borð
og vom það allan tímann að und-
anskildum 3 dögum í Árhus þar
sem þeir vom í fríi. Svo Norröna
fylltist af grænklæddum her-
mönnum og sá hópur var ólíkur
þeim lífsglöðu túristum sem
sprönguðu um borð í allt sumar.
Einnig var bíladekkið fyllt af
herbílum og fallbyssum.
Svo sigldum við af stað til
Larvíkur í Oslófirði, þar sem hluti
hausthæfinga Atlantshafsbanda-
lagsins fór fram. Siglingin gekk
hægt, við vomm í samfloti með
mörgum öðmm skipum og alltaf
bættust skip í hópinn. Með í för-
innr var Intrepid sem er eitt
stærsta herskip breskt. Einnig
sást óvelkomið rússneskt skip
þarna, en auðvitað vildu állir fá
að sjá hvað við vomm að gera!
Svo sigldum við norður, upp milli
Englands og írlands og til Larvík-
ur. Við sigldum í eintómum
U-beygjum alla leiðina því undir
okkur vom kafbátar að æfa. Skip-
in sigldu öll í halarófu hvert á
eftir öðru. Þessi sigling tók viku.
Slæmt ástand var um borð því
við vomm orðin næstum vatnslaus
og spara varð hvem dropa. Við
fengum ekkert heitt vatn og
stundum var allt vatn tekið af.
Vaska varð allt upp í höndunum
því uppþvottavélin eyðir víst miklu
vatni. Daglega hjálpuðu 3 her-
menn til við uppvaskið. Var þetta
skemmtileg tilbreyting fyrir þá
eða svo sögðu þeir a.m.k. Þessa
vikuna vom þeir lítið að æfa nema
helst með byssurnar þótt aldrei
væri hleypt af skoti. Það var
furðulegt að sjá þá alltaf með
þennan óhugnað hangandi um
axlimar, líka þegar þeir komu í
mat.
Stéttaskiptingin í hernum var
áberandi, t.d. borðuðu liðsforingj-
amir í restaurantinu en þeir
óbreyttu í kaffiteríunni. Cocktail-
barinn var einungis fyrir liðsfor-
ingjana og gátu þeir keypt allar
tegundir áfengis, en þeir óbreyttu
vom með næturklúbbinn og fengu
einungis bjór afgreiddan.
Herinn hafði yfirráð yfir radíó-
stöðinni, við í áhöfninni fengum
aldrei að hringja heim og vomm
alveg sambandslaus í rétt tæpar
2 vikur. Skipið var alveg myrkvað
á hverri nóttu. Svartir ruslapokar
vom fyrir hverjum glugga, engin
útiljós og slökkt í brúnni. Skipin
Hér siglir einn prammanna frá Norrönu. Utar má sjá tvö af skipunum sem voru 5 samfloti með
okkur til Noregs.
Herbíll dregur fallbyssu út á pramma.
Einn af minni prömmunum tengdur við bíladekk-
ið. Hermennimir hafa keyrt nokkra bíla út á
hann sem flytja átti til Noregs.
Hér er einn af stæstu prömmunum í'rá herskip-
inu Intrepid tengdur við bíladekkið og hermenn-
imir keyra bíl og fallbyssur út á hann. Til hægri
má sjá hermenn með eina fallbyssuna.
máttu ekki sjást í myrkri og var
mjög drungalegt að fara út á dekk
í myrkrinu.
Við komum loks til Larvíkur.
Þá æfðu hermennimir innrás,
grænmálaðir í framan. Við lágum
rétt fyrir utan Larvík og komu
prammar frá Intrepid og sigldu
að bíladekkinu. Bíladekkið var
opnað og síðan tengt við pramm-
ana. Síðan var herbílunum og
fallbyssunum ekið yfir á pramm-
ana. Tók langan tíma að koma
öllum herbílunum og hermönnun-
um í land. Það var mjög áhugavert
að fylgjast með þessum flutning-
um. Alls staðar voru prammar og
þyrlur að flytja hermenn.
Tæpri viku síðar komu her-
mennimir aftur um borð og vorum
við þá búin að taka nóg vatn.
Hermennirnir voru mjög þreyttir
enda flestir búnir að sofa lítið og
þá undir beru lofti. Við í áhöfn-
inni vorum fegin að heyra að
enginn af Norrönu hafði látið lífið
í æfingunum en minningarathöfn
var haldin um þá hermenn sem
fórust af öðrum skipum.
Sigldum við nú til Árhus þar
sem hermennimir fengu 3 daga
frí en þeir borðuðu samt alltaf
um borð. í Árhus lágu mjög mörg
önnur skip sem einnig höfðu verið
við æfingamar. Frá Árhus sigld-
um við til Þýskalands þar sem
hermennimir æfðu aðra innrás
með sama hætti, en þeir komu
ekki aftur um borð. Enn em
margir á æfingum í Þýskalandi
en aðrir flugu heim. Við sigldum
til Kaupmannahafnar og undir-
bjuggum komu flóttamanna sem
dveljast þar um borð næstu mán-
uði.
Hermönnunum líkaði vel um
borð, þótti allur aðbúnaður góður.
Tekur Atlantshafsbandalagið
Norrönu aftur á leigu í mars og
fara þá nokkrir af íslendingunum
aftur að vinna þar. En við sem
unnum núna í september emm
öll sammála um að þessi tími var
óvenjuleg reynsla sem okkur
fannst merkilegt að upplifa.
Steinvör V. Þorleifsdóttir