Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 56

Morgunblaðið - 21.12.1986, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 56 S------—--------—--------------------------------------------------------------------------------------------------------- I Þ að sem ef til vill er helst einkenn- 99 MT andi fyrir skap- gerð og sálarlíf' íslendinga er baráttueðlið. Þetta stafar sjálf- sagt af því hversu erfið lífsbarátt- an hefur verið gegnum aldimar, en íslendingar eru alltaf að beij- ast. Þeir líta’svo á að lífið hljóti að vera erfitt og það þurfi að slást fyrir rétti sínum. Afleiðingarnar eru bæði góðar og slæmar. Góða hliðin er sú að það er mikill kraft- ur í íslendingum og þeir eru sífellt til í að prófa eitthvað nýtt. Þar er áberandi munur á okkur og til dæmis hinum Norðurlandaþjóð- unum sem eru mun íhaldssamari og varkárari. Á hinn bóginn leiðir ' þotta baráttueðli oft til þess að við förum að slást við aðra, alveg að ósekju. Islendingar eiga stund- um bágt með að setja sig í spor annarra og skilja hvemig þeir Guðfinna Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir, höfundar bókarinnar Nútímafólks. að stóríjölskyldan sé liðin undir lok þá eru oft þijár kynslóðir í heimili á íslandi og bönd við for- eldra og böm em töluvert sterkari en annars staðar. Böm em til dæmis iðulega styrkt til náms hér fram undir þrítugt en slíkt þætti víðast fráleitt. Það er líka athygl- isvert að í hvert sinn sem einhver er lagður inn á stofnun með geð- ræn eða sálræn vandamál, þá er fyrsta spurningin sem starfsfólkið spyr alltaf sú sama: hvemig er fjölskyldumálunum háttað, hvem á hann eða hún að? Þessi spurn- ing er fremur neðarlega á blaði í nágrannalöndunum. Það segir sig sjálft að vitaskuld er það að flestu leyti jákvætt að fjölskyldu- böndin séu svona sterk, en það getur líka leitt til vandamála. Stundum eiga börn erfitt með að öðlast sjálfstæði gagnvart for- eldmm sínum, þau verða ekki fullorðin í raun fyrr en eftir dúk „íslendingar eru sífellt að berjast“ skynja hlutina. Ef lífið gengur ekki nógu vel þá líta íslendingar líka gjarnan svo á að eina ráðið sé að beijast meira og betur, en kjósa síður að leita til annars fólks um aðstoð. Hver er næstum sjálf- um sér. Þetta veldur svo þeirri vamarstöðu sem svo algengt er að íslendingar séu í.“ Ofangreint er haft eftir þeim Guðfinnu Eydal og Álfheiði Stein- þórsdóttur, sálfræðingum, en þær hafa nú skrifað bók um persónu- leg vandamál fólks og heitir hún Nútímafólk í einkalífi og starfi. Þær Guðfinna og Álfheiður hafa um árabil skrifað greinar í blöð um þessi málefni og reka nú Sál- fræðimiðstöðina svonefndu, svo þær ættu að vera öllum hnútum kunnugar. I bókinni taka þær fyrir flestar hliðar mannlegra samskipta: fjöl- Sálf ræðingarnir Guðfinna Eydal og Álfheiður Steinþórs- dóttir hafa skrifað bók um nútímafólk í einkalífi og starfi skyldulíf, ástina, sambúð, kynlíf, bameignir, bamleysi, fjölskyldu- eijur, afbrýðisemi, skilnað, fjamhjáhald og þannig mætti lengi telja. Þær fullyrða að mikil þörf hafi verið á svona bók. „Fólk sem leitar til okkar eða við höfum rætt við á öðrum vett- vangi hefur margoft kvartað undan því að geta ekki leitað til svona bókar þegar eitthvað kem- ur upp á. Það hefur oft ótrúlega mikið að segja að lesa um vanda- málin, því að öðrum kosti hneigj- ast menn iðulega til þess að álíta að það sé eitthvað athugavert við þá persónulega. Þeir hafí ekki staðið sig nógu vel. Það er auðvit- að fjarri öllum sanni. Við lendum öll í persónulegum hremmingum einu sinni eða oftar á lífsleiðinni og það er mikil stoð að vita að slíkt er ekkert einsdæmi, heldur þvert á móti óhjákvæmilegur fylgifiskur lífsins," sögðu þær Álfheiður og Guðfínna. Þær sögðu ennfremur að þrátt fyrir að Islendingar væru oft ein- rænir og lokaðir þá virtist sem þeir væru að sætta sig við þá til- hugsun að stundum þyrfti að leita aðstoðar þegar á bjátaði. „Þetta er einkum og sér í lagi eftirtektarvert með karlmenn. Fyrir bara þremur árum var hlut- ur karlmanna sem komu til okkar í Sálfræðimiðstöðinni ekki nema svona fimm prósent. Nú er hlutur þeirra kominn upp í fjörutíu pró- sent. Þetta er mjög jákvætt. Það er alltaf til bóta að leita þekking- ar á vandamálunum, hver svo sem þau eru.“ Auk baráttueðlisins sögðu þær Guðfinna og Álfheiður að það sem einkenndi Islendinga mest væru fjölskylduböndin, sem væru mun sterkari en hjá helstu nágranna- þjóðum okkar. „Tengslin við íjölskylduna eru mjög greinilega miklu nánari en á Norðurlöndunum og í Vestur- Evrópu. Þrátt fyrir allt tal um og disk og kannski aldrei. Það er oft auðvelt að varpa allri ábyrgð á fjölskyldu sína en tak- ast ekki á við hana sjálfur. Svo er það líka einkennandi fyrir íslenskt fjölskyldulíf hversu flókið það er. Stjúpfjölskyldur alls konar eru mjög algengar og oft er elsta barnið á heimilinu ekki afkvæmi beggja hjónanna. Þetta víxlast svo á allan hátt, þannig að stund- um höfum við gripið til þess ráðs — þegar fólk kemur til okkar með alvarleg fjölskylduvandamál — að teikna hreinlega upp kort af fjöl- skyldunni, svona eins og ættar- tölu. Það er oft merkilegt hvað einföld ráð á borð við þetta geta hjálpað fólki að horfast í augu við vandamálin, þó það leysi nátt- úrlega ekki neitt.“ Vegna þeirra séreinkenna ís- lendinga sem þær Guðfinna og AFBRÝÐISEMIN Kaf li úr bók Álf heiðar og Guðfinnu Maðurinn líkist öðrum dýrum að því leyti að honum er eðlislægt að veija sig fyrir aðsteðjandi hætt- um. Áfbrýðisemi er að grunni til eðlislæg viðbrögð við vissum teg- undum ótta. Skynjun okkar á sjálfum okkur og afstaða umhverf- isins sem við búum í ákvarða síðan reglur um hvenær við finnum ótta og hvernig við bregðumst við hon- um. Afstaða einhvers samfélags getur verið sú, að karlmenn á miðj- um aldri geti ekki staðist ungar og fallegar konur. Þess vegna get- ur miðaldra eiginkona fundið til ótta og afbrýðisemi, þegar ung og glæsileg stúlka er ráðin á vinnu- stað eiginmannsins. Þessi eðlislægu vamarviðbrögð okkar koma strax fram í bernsku og styrkjast oft af lífsreynslu okk- ar. Fyrsta reynslan er oft tengd móður, sem bamið er í nánu sam- bandi við. Fljótlega kemur pó í ljós að barnið situr ekki eitt að móður sinni. Það verður að deila henni með öðrum, föður og oft systkin- um. Það kemst smám saman að því að þó það sé háð foreldri getur það ekki stjórnað né haft aðgang að þessu foreldri eftir þörfum. Það vekur afbrýðisemi í garð þeirra sem fá að njóta umhyggjunnar og fá þá athygli sem barnið vill sjálft. Það verður að aðlaga sig kröfum sem gerðar em til þess í fjölskyld- unni um að vera ekki of háð öðmm, og að hafa ekki vald yfir tíma og tilfínningum annarra. Fyrir hvern og einn er þessi reynsla ólík. Sá, sem hefur fundið mikilvægi sitt í fjölskyldunni, hefur ekki mikla til- hneigingu til að vera afbrýðisamur seinna meir. Sá sem hefur verið yfírgefínn á viðkvæmum aldri eða ýtt til hliðar í íjölskyldunni finnur oft til mikillar afbrýðisemi síðar. Eijur systkina og samkeppni um athygli foreldranna koma fyrir í öllum fjölskyldum. Mjög er misjafnt hvernig tekið er á þeim málum. Það getur haft áhrif á hvort þau finna fyrir afbrýðisemi á fullorðinsárum og hvaða við- brögð þau sýna. Afbrýðisemi í byrjun sambands I byijun ástarsambands er af- brýðisemi mjög algeng. Áhugi hvors á öðru er mikill og tilfinning- ar heitar. Þau eru óöiugg hvort um annað af því að þau þekkjast ekki nógu vel ennþá. í fæstum til- vikum búa þau saman og vita því ekki hvað hitt hefur fyrir stafni á milli þess sem þau hittast. Þá get- ur afbrýðisemi átt greiðan aðgang að huganum og ímyndanir farið af stað. Slík afbrýðisemi hverfur gjaman með tímanum, þegar fólk hefur kynnst nánar og sambandið er komið á fastan grunn. Stundum má sjá hvernig reynt er að vekja afbrýðisemi hins í þeim tilgangi að prófa tilfínningar hans. Þá er sá sem prófar oft óöruggur um þessar tilfinningar og vill vekja sterka svörun sem staðfestir mikil- vægi sambandsins. Þetta gerir hann ef til vill með því að tala um vini og starfsfélaga af hinu kyninu á þann hátt að hinn fari að gruna ýmislegt, eða að sýna öðrum mik- inn áhuga þegar ástvinurinn er viðstaddur. Takmarkið getur verið að vekja áhuga maka á samband- inu með því að gera hann afbrýði- saman. Áhrifin verða þó oftar þau að sá afbrýðisami verður hvekktur og finnst hann niðurlægður. Hann verður tortrygginn og reynir að veija sig. Oft leikur hann þá sama leikinn sjálfur og parið fjarlægis æ meir þá upphaflegu hlýju og ást sem þau óskuðu eftir. Hvernig afbrýðisemi? Það er mikilvægt að greina hvers konar afbrýðisemi er um að ræða í hveiju tilviki. Þá er átt við hvort rætur afbrýðisemi eru þær að einstaklingurinn óttist að verða útundan og ýtt til hliðar, eða hvort hann er haldinn djúpri og varan- legri hræðslu við að vera hafnað tilfinningalega. Það er mikilvægt að gera þennan greinarmun. Fyrri gerðin er algeng og eðlileg við- brögð í samskiptum, en hin síðari er gjarnan mun alvarlegra eðlis hvað varðar orsakir og afleiðingar fyrir samband makanna. Að vera útundan Flestir makar þekkja þá tilfinn- ingu að finnast þeir vera útundan. Makinn og þriðji aðili eða fleiri eiga eitthvað sameiginlegt, sem útilokar eiginmanninn eða eigin- konuna sem finnst sér þá ofaukið. Hann eða hún er gleymd og ekki til fyrir hinum þá stundina. Þessi reynsla er mjög algeng og getur vakið afbrýðisemi um stundarsak- ir, án þess að sá sem fínnur þessa tilfinningu láti hana í ljós. Flestir reyna að laga sig að samskiptum makans við aðra og líta á það raunsæjum augum, að hvor um sig hafi slíkan áhuga. Það getur verið óþægilegt um stundarsakir að starfsfélagar keppist um að dansa við konuna sem skemmtir sér vel eða að horfa á manninn sinn sitja mestallt kvöldið og ræða við sömu konuna í boði. Afbrýðisemin hverf- ur gjarnan úr huganum þegar atvikið er liðið. Sumir finna ef til vill þörf til að fá útrás fyrir tilfinn- inguna og ganga úr skugga um að ekki hafí verið um neina ógnun að ræða, með því að segja: „Ég skil ekki hvað þú gast setið lengi og rætt við Jónu í kvöld.“ Ef mak- inn gefur skýringu á innihaldi samtalsins eða gefur á annan hátt til kynna að Jóna hafi ekki höfðað sérstaklega til hans, er afbrýðisem- in gjarnan á bak og burt. Þegar afbrýðisemi verður vandamál Afbrýðisemi verður vandamál í sambúð hjóna þegar annað verður að staðaldri miður sín eða fer í uppnám yfir að hitt eigi samskipti við einhveija ákveðna einstaklinga af hinu kyninu. Makinn sjálfur og aðrir í umhverfinu telja samskiptin eðlileg og það er því aðeins sá af- brýðisami, sem túlkar þau á þennan veg. Slík afbrýðisemi minnkar oft ekki að neinu marki, þótt hjón hafi búið saman í mörg ár, og ekkert hafi gerst sem styrki hana. Hvað býr að baki slíkum ótta? I sumum tilvikum er um að ræða ótta við álit annarra. Þá er sá afbrýðisami oft mjög næmur og viðkvæmur fyrir því, hvað öðr- um finnst um hann og tekur nærri sér öll merki um að hann sé van- metinn. Hann stjórnast af því sem hann heldur að öðrum finnist um hann. Karlmaður gæti því hugsað þegar kona hans er mjög lífleg í boði og dansar við marga af vinun- um, að „ef til vill finnst hinum karlmönnunum að ég sé eitthvert aukanúmer í sambandinu og hafi ekkert yfir henni að segja“. Eða ef karlmaðurleikur á als oddi við fallegar konur, þá hugsar konan hans: „Hvað ætli vinirnir haldi um mig, að eiga svona mann? Ef til vill fara þeir að velta fyrir sér hvort hann sé óánægður í hjóna- bandinu.“ Ef sterk vanmetakennd er fyrir hendi hjá þeim afbrýðisama getur hann óttast mjög að öðrum finnist lítið til hans koma. Þessi tegund afbrýðisemi tekur því mest mið af viðbrögðum annarra. Vantraust og tortryggni Alvarlegri gerð afbrýðisemi byggist á djúpu óöryggi hjá ein- staklingnum sjálfum. Hann er hræddur um að missa tökin á sam- bandinu og hefur knýjandi þörf fyrir að halda utan um fjölskylduna og heimilið. Hann vantreystir bæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.