Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.12.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986 Minning: Jón H. Arnason frá Steinnýjarstöðum Fædd 28. febrúar 1906 Dáin 10. desember 1986 Jón Hinrik Ámason frá Steinnýj- arstöðum í Skagahreppi fæddist á skemmsta degi ársins, 21. desem- ber, 1898. Nú um helgina eru því liðin áttatíu og átta ár frá fæðingu hans. í því tilefni eru hér ritaðar nokkrar síðbúnar línur í minningu Jóns en hann lést 11. apríl síðastlið- inn í Landspítalanum í Reykjavík. Útfor hans var gerð frá Langholts- kirkju 18. sama mánaðar. Jón H. Ámason var af hinni harðgeru, þrautseigu og nægjusömu aldamó- takynslóð. Hann fæddist á Neðri- Mýmm á Skagaströnd. Foreldrar hans vom Helga Ámadóttir og Ámi Sigurðsson. Jón var þriðji í röð níu systkina. Á níunda ári fór Jón í fóstur til Stefáns Sveinssonar og Unu Olafsdóttur á Steinnýjarstöð- um. Næstu fjóra áratugina var þar heimili hans og löngum síðan var Jón kenndur við Steinnýjarstaði. Hann kvæntist árið 1922, Sigur- laugu Pálsdóttur, og hófu þau búskap í félagi við Stefán fósturföð- ur sinn. Sigurlaug var einnig fósturdóttir þeirra Steinnýjarstaða- hjóna. Faðir hennar dmkknaði í sjóslysunum miklu á Skagaströnd síðast á öldinni sem leið. Móðir hennar og systkini fluttust þá til Vesturheims en Steinnýjarstaða- hjónin tóku Sigurlaugu í fóstur. Jón og Sigurlaug eignuðust þrjú böm. Stefán var elstur. Hann lést á þrett- ánda ári. Systumar Ingiríður og Una Guðrún vom yngri. Þær ólust upp á Steinnýjarstöðum með for- eldrum sínum og Stefáni „afa“. Þeir fósturfeðgar Jón og Stefán bjuggu í félagi um aldarfjórðungs- skeið. Þeir vom afar samhentir. Yngri meðlimir fjölskyldunnar hafa alla tíð litið á Stefán Sveinsson sem afa og langafa. Nýir tímar komu með breyttum búskaparháttum. Vélvæðingin hélt innreið sína í land- búnaðinn. Jón var alla tíð haldinn lifandi áhuga á nýjungum sem horfðu til framfara. Sem dæmi um það má nefna að hann og Páll Tóm- asson á Bakka, mágur hans, fengu sér í félagi eina af fyrstu sláttuvél- unum sem komu í hreppinn. Þegar leið á ævina kom það í ljós að Jón hafði ekki heilsu til búskapar. Hann var lengst af ævinni slæmur fyrir brjósti. Ef ekki hefði komið til óvenju mikið þrek hefði lungnabólg- an sem lagði svo margan bóndann að velli bundið enda á ævi hans. Heyrykið sem veist hefur mörgum bóndanum þungt í skauti varð þannig aðalástæða þess að Jón og Sigurlaug brugðu búi eftir lát fóst- urföður síns og fluttu til nýsköpun- arstaðarins Skagastrandar árið 1949. Þá höfðu þau tekið Stefán son Unu dóttur sinnar í fóstur. Á þessum árum voru íbúar Skaga- strandar fáir en uppgangur var í þessum gamla verslunarstað enda höfðu yfírvöld stórbrotin áform um uppbyggingu hans. Jón og Sigur- laug áttu heimili á Olafsvöllum, litlu húsi í útjaðri staðarins, ásamt In- giríði dóttur sinni. Fyrstu árin á Skagaströnd vann Jón alla almenna verkamannavinnu sem til féll. Fljót- lega hóf hann þó störf hjá Hólanesi hf. við fiskvinnslu. Fyrstu ár sjö- unda áratugarins voru Skagstrend- ingum erfið. Húnaflóinn brást sjósóknurum eins og oft áður, erfíð- leikar voru í útgerð og fískvinnslu. íbúum fækkaði í nýsköpunarbæn- um. Menn reyndu ýmsar leiðir til að endurreisa atvinnulífíð. Jón lagði sitt af mörkum til þeirra fyrirtækja sem hann hafði trú á og reiknaði þá ekki með að endurheimta fram- Hér eru ódýrustu jólatrén á markaðnum Verðtafla 1. flokkur 100-125 540,- 700,- 1.020.- 126-150 765.- 1.000,- 1.300.- 151-175 1.030,- 1.300,- 1.750.- 176-200 201-250 1.380.- 1.800,- 1.950.- 2.300,- isl. rauðgr. kr. isl. fura kr. Danskur NorAm.þlnur kr. Stœrð cm lag sitt. Hann bar hag heimabyggð- ar sinnar mjög fyrir bijósti og var bjartsýnn á að úr rættist þó illa áraði í bili. Jón hætti störfum hjá Hólanesi tæplega áttræður að aldri og hafði þá lokið langri og dijúgri starfsævi. Jón H. Ámason var ekki sáttur við að bregða búi þó örlögin hefðu hagað því svo. Fyrir honum eins og mörgum öðrum bændum var búskapur meira en atvinna. Af þessum sökum hafði hann nokkurt sauðfé meðan hann bjó á Skaga- strönd. Það lýsti allvel þolinmæði hans og natni hvernig hann annað- ist féð. Þegar hann hætti tóm- stundabúskap gat hann með nokkm stolti bent á að allt hans fé voru verðlaunagripir þótt ekki væri búið stórt. Konu sína missti Jón 1965. Eftir það bjuggu Ingiríður og hann ein á Ólafsvöllum allt þar til að hann seldi Höfðahreppi eign sína 1981 og þau fluttu til Kópavogs. Þá var Skagaströnd orðin upp- gangsstaður aftur. Verkamannabú- staðir höfðu verið reistir í túninu á Ólafsvöllum, rækjuvinnsla stóð við húsvegginn og fólki fjölgaði á staðnum. Jón H. Ámason hafði mjög heilsteypta skapgerð og var yfírvegaður. Eftir að hann hafði ákveðið sig var hann óhagganlegur og sáttur við sitt hlutskipti. Þannig var þegar hann ákvað að flytja frá Skagaströnd og setjast að hjá dætr- um sínum í Kópavogi. Um mitt sumar fyrir fjórum árum ókum við tveir frá Héraðshælinu á Blönduósi suður. Þá var Jón afí minn 83 ára og við vissum báðir að hann ætti ekki eftir að líta gömlu sveitina sína aftur. Þegar við höfðum sest inn í bílinn spurði ég gamla manninn hvort hann vildi fyrst skreppa út á Skagaströnd. „Ætli það“ var svarið og við ókum suður yfír heiði án þess að líta um öxl. Gamli maðurinn sagði fátt en ég vissi hvert hugur- inn reikaði. Síðustu árin átti Jón H. Ámason ásamt Ingiríði heimili á Digranesvegi 30 í Kópavogi. Þar bjó hann í sambýli við yngri dóttur sína Unu og mann hennar Geir Hansen pípulagningarmeistara. Þeim Skagstrendingum og Nesja- mönnum, sem voru nágrannar, vinir og vinnufélagar Jóns H. Ámasonar, hefur fækkað með ámnum. Gamlir kunningjar minnast hans sem ósér- hlífíns, glaðværs og sanngjams félaga. Hann var rólyndur og yfír- vegaður, hafði góða stjórn á skapi sínu og lagði gott til mála. Af þeim sökum var oft leitað til hans um þátttöku í félagsmálum. Á búskap- arámm sínum á Steinnýjarstöðum sat hann mörg ár í hreppsnefnd. Hann starfaði einnig í verkalýðs- félaginu á Skagaströnd og var lengi trúnaðarmaður á vinnustað. Þótti hann laginn að leysa vandamál í rólegheitum án þess að til hávaða kæmi. Þeim Skagstrendingum, sem telja má til aldamótakynslóðarinnar fer fækkandi. Framlag þeirra til uppbyggingar staðarins fólst í ódrepandi dugnaði, bjartsýni og ósérhlífni. Jón var góður fulltrúi þeirra. Hann var Skagstrendingur til æviloka og fylgdist með málum „heima“ eftir því sem dvínandi heilsa leyfði. Hann lést í Landspítal- anum í Reykjavík 11. apríl síðastlið- inn. Stefán Ingólfsson Arnleif S. Höskulds- dóttir — Kveðjuorð Fædd 5. mars 1915 Dáin 7. desember 1986 Vinimir kveðja þetta líf einn af öðmm. Á hugann sækja ljóðlínum- ar í kvæði Tómasar, „við hefðum getað vakað lengur og verið betri hvort við annað". Alla vinkona mín, sem hér er kvödd, var Austfirðingur að ætt- emi. Hún unni bernskuslóðum sínum, oft vom lögin hans Inga T. Lámssonar sungin á heimili hennar. Okkar kynni hafa staðið í 45 ár. Á eftirstríðsámnum bjuggum við báðar í útjöðmm borgarinnar. Hún í Kleppsholtinu en ég í Vogunum. Á frumbýlingsárunum þar þurfti margt að sækja niður í Kleppsholt. Mér verður það ætíð minnisstætt, hvemig hún tók á móti mér og bömunum mínum þegar við vomm í innkaupaferðunum, við vomm þá bara á „tveim jafnfljótum“ og er hún sá lítil og þreytt börn, naut hún þess að hlúa að þeim. Sem ung stúlka flutti hún til höfuðborgarinnar. I Miðstræti 5 hér í borg bjuggu í áratugi heiðurshjónin Ragnheiður Egilsdóttir og Gestur Ámason prentari, þau áttu 3 böm, Margréti sem lést langt um aldur fram, Egil tryggingamiðlara og Áma stór- kaupmann. Alla giftist Agli Gests- syni. Um leið eignaðist hún góða og trausta tengdaforeldra og tengdafólk. Þau Alla og Egill vom gestrisin með afbrigðum, áttu fal- legt og hlýlegt heimili, vom vinmörg og höfðingjar heim að sækja. Minnumst við vinkonumar, sem bjuggum í Vogunum, margra góðra stunda á heimili þeirra. Alla átti hamingjuríkt líf, hún unni börnum sínum og barnaböm- um og dáði eiginmann sinn, enda máttu þau varla hvort af öðm sjá. Við gömlu vinkonumar og fjöl- skyldur okkar vottum Agli og bömunum innilegar samúðarkveðj- ur og syrgjum með þeim „góða húsmóður“ í orðsins fyllstu merk- ingu. Unnur Ágústsdóttir 13 JÓLAMATMN handa heimilisdýrím færðu hjá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.