Morgunblaðið - 21.12.1986, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1986
Kristín Páls-
dóttir - Minning
Fædd 28. febrúar 1906
Dáin 10. desember 1986
Kristín Pálsdóttir verður kvödd
frá Dómkirkjunni mánudaginn 22.
desember. Mig laiigar að minnast
þessarar góðu konu og móður
minnar bestu vinkonu. í janúar
1946 fluttist ég, ásamt móður
minni, í Tjarnargötuna og fyrsta
fólkið sem við kynntumst voru
Kristín og Unnur á númer 44.
Þessi 40 ár hafa verið óslitin vin-
áttuár alla tíð. Þetta var mitt annað
heimili, sem alltaf stóð opið upp á
gátt, hvort sem aðeins var kíkt inn
til gamans eða til að fá góð ráð.
Kristín tók þátt í því sem við
vorum að starfa, ósjaldan voru
fluttir frumsamdir leikþættir í kja.ll-
aranum hjá Kristínu, eða jafnvel í
stofunni, því rennihurð var milli
stofa og ekki hægt að hugsa sér
betra leikhús, þá var Kristín ólöt
við að fara upp á háaloft, þar sem
kenndi margra grasa, þar var dreg-
inn upp alls konar skrautfatnaður,
sem féll vel við leikhúslífið hjá okk-
ur litlu telpunum; í þessi stóru föt
var farið og hafði húsmóðirin mikið
gaman. að.
Hag móður minnar bar hún
ávallt fyrir brjósti og dætur okkar
kölluðu hana Kristínu ömmu, sem
segir sína sögu.
Oft var „trítlað" út rétt eftir
hádegi á sunnudögum, því þá var
von á heimatilbúnum ís, þeim besta
sem hægt var að fá. Gengur þessi
ís, hjá okkur, undir nafninu Kristín-
ar-ís og er enn hafður á borðum
við hátíðleg tækifæri.
Kristín var vinnusöm kona og
snyrtileg fram úr hófí, ég minnist
þess hvað hún átti marga fína
hatta, það var höfðingjabragur á
henni þegar hún var komin í sitt
fínasta „púss".
Mann sinn var Kristín svo ólán-
söm að missa, langt fyrir aldur
fram, er nú 40 ára aðskilnaði þeirra
lokið.
Ekki var ég svo lánsöm að kynn-
ast Jens heitnum Jóhannessyni, en
alla tíð er hann barst í tal milli
okkar Kristínar kom hlýja í röddina
og virðing, sem lýsti til hinstu
stundar hve hlýtt hafði verið milli
þeirra hjóna. Styrka stoð átti
Kristín í einkadóttur sinni og síðar
einnig í dótturbömum, sem voru
henni, alla tíð, einstaklega góð og
artarleg, hreinskilni var aðalsmerki
þessarar litlu fjölskyldu og tilfínn-
inganæmi mikið, er Kristínar ömmu
nú sárt saknað.
Bið ég þessari góðu konu alls
hins besta í nýjum heimkynnum.
Hvíli hún í friði.
Hanna
Nú er hjartkær mágkona mín
búin að fá hvfldina, eftir margra
ára veikindastríð. Hún þjáðist af
liðagigt frá unga aldri, en lét ekk-
ert buga sig lengi frameftir árum.
En þar kom að, að sjúkrahúsvist
var óumflýjanleg. Hún tók því sem
að höndum bar með æðruleysi og
þvflíkum undraverðum kjarki, sem
allir sem til þekktu dáðust af. Nú
síðustu árin dvaldist hún á Elliheim-
ilinu Grund, og var svo innilega
þakklát fyrir þá góðu umönnun sem
hún fékk þar.
Kristín fæddist á Fáskrúðsfírði,
dóttir hjónanna Páls Haralds Páls-
sonar og Stefaníu Vilhelmínu
Guðmundsdóttur. Árið 1911 flytur
fjölskyldan til Reykjavíkur. Páll rak
verslunina Kaupang við Lindargötu
til margra ára. Voru þau systkinin
jafnan tengd við Kaupang lengi
frameftir árum. Kristín átti 4 bræð-
ur, þá Stefán, Gísla, Guðmund
Júlíus og Pál Harald og eina fóstur-
systur, Þóru Sigurðardóttur. Einnig
var Anna Emils alin þar upp að
mestu. Hefur ávallt verið mjög inni-
legt samband með þeim öllum og
fjölskyldum þeirra. Nú eru aðeins
á lífí Stefán og Páll Haraldur.
28. maí 1932 giftist Kristín Jens
Ág. Jóhannessyni, lækni. Það voru
bjartir dagar og mikið ástríki með
þeim hjónum. Bjuggu þau á ýmsum
stöðum fyrst hér í bæ, þar til þau
hjón, ásamt Jóhanni Sæmundssyni,
lækni, byggðu Tjamargötu 44. Þau
áttu eina kjördóttur, Unni, sem var
þeim mjög kær, einnig var bróður-
sonur Jens, Jóhannes, uppalinn hjá
þeim eftir að faðir hans, Elías Jó-
hannesson, dó. Pálína, móðir Jens,
var einnig til margra ára á heimili
þeirra og fósturdóttir hennar,
Jenný. Þetta var sannkallað kær-
leiksheimili, sem allir ættingjar og
vinir nutu góðs af.
En brátt dró ský fyrir sólu, 13.
des. 1946 var Jens burtu kallaður
í blóma lífsins. En þá sem ævinlega
sýndi Kristín mikla hetjulund og
óbilandi kjark, sem var hennar að-
alsmerki þar til yfír lauk. Unnur
var aðeins 5 ára þegar hún missti
pabba sinn. Kristín vildi því allt
gera fyrir hana til að ala hana upp
og veita henni þá menntun og
umönnun sem hún taldi besta. Þær
mæðgur hafa verið sérstaklega
samiýndar í gegnum árin, og verð-
ur því söknuðurinn sár. Ömmuböm-
in tvö, Kristín og Sigurður Trausti,
voru miklir sólargeislar ömmu
sinnar, og var það ótakmarkað sem
hún vildi fyrir þau gera. Ég veit
að þau þakka það, og minnast
elskuríkrar ömmu, sem var svo
sannarlega fullkomin fyrirmynd.
Megi Guð gefa þeim kraft til að
standa sig í lífínu eins og amma
þeirra óskaði svo heitt.
Við Stefán kveðjum nú hjartkæra
systur og mágkonu með þakklæti
fyrir langa samfylgd og kærleika
sem ávallt ríkti milli okkar íjöl-
skyldna. Megi hún njóta jólabirt-
unnar, laus við líkamsþjáningar,
með þeim vinum sem á undan eru
famir.
Hildur Pálsson
Andlátsfregn Kristínar Pálsdótt-
ur, sem barst mér til Noregs að
kveldi 10. des. sl., kom mér ekki á
óvart. Svo lengi og mikið hafði hún
þjáðst og þráð hvíldina. Samt sem
áður verður manni ætíð órðs vant
á slíkum stundum. En mér er bæði
ljúft og skylt að minnast minnar
elskulegu fyrrverandi tengdamóður
örfáum orðum. Með okkur tókst frá
fyrstu kynnum mikill, gagnkvæmur
og góður vinskapur og virðing, er
stóð til hinstu stundar. Líf hennar
mótaðist af mikilli ást, umhyggju
og fóm fyrir sínum nánustu, fjöl-
skyldu, ættingjum og vinum. Fyrir
allar samverustundimar og allt það
sem hún var mér og mínum er mér
ljúft að þakka, af heilum hug, hér
og nú.
Ættir hennar verða ei raktar
hér, en að henni stóðu sterkir og
merkir stofnar í báðar ættir. Og
merki forfeðra sinna hélt hún ætíð
hátt á lofti og með miklum heiðri
og sóma.
Og nú er hún kvödd hinstu
kveðju, nákvæmlega 40 árum
seinna en elskulegur eiginmaður
hennar, Jens Ágúst Jóhannesson,
háls-, nef- og eynalæknir, var til
moldar borinn.
Unnur mín, elsku bömin mín,
megi góður Guð gefa ykkur og
öðrum ættingjum og vinum styrk í
ykkar miklu sorg. Megi minningin
um mæta merkiskonu lengi lifa.
Hvfl þú í friði — Friður Guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Kjartan Trausti Sigurðsson
Gengin er ein af hetjum hvers-
dagsins eftir stranga og langa
baráttu. Hún bar ekki sorgir sínar
á torg en vann verk sín í kyrrþey.
Mig langar að minnast hjart-
kærrar móðursystur minnar,
Kristínar Pálsdóttur, sem lézt 10.
desember. Flestar bemskuminning-
ar mínar tengjast henni. Hún var
svo glæsileg, góð og skemmtileg
og lét sér svo annt um mig. Hún
vildi fá að eiga mig og stundum
vom samningar komnir býsna langt
á milli okkar en strönduðu á því,
að ég vildi bara „fá að sofa hjá
henni mömmu“.
Kristín Pálsdóttir fæddist á
Djúpavogi 28. febrúar 1906. Hún
var dóttir hjónanna Stefaníu Guð-
mundsdóttur og Páls Gíslasonar
kaupmanns, sem kenndur var við
Kaupang. Hún sleit bamsskónum á
Búðum í Fáskrúðsfírði og flutti með
fjölskyldu sinni til Reykjavíkur árið
1911, þar sem hún bjó æ síðan.
Foreldrar Kristínar vom höfð-
ingjar í lund með mikið hjartaiými.
Ásamt §ómm bömum sínum ólu
þau upp tvær fósturdætur auk ann-
arra, sem dvöldu á heimilinu um
lengri eða skemmri tíma. Þóra Sig-
urðardóttir, móðir mín, var tekin
til fósturs hjá þessum sæmdar-
hjónum 9 ára að móður sinni látinni
og var upp frá því talin elzta bam
þeirra. Önnur stúlka, frænka Stef-
aníu og jafnaldri Þóm, Anna
Emilsdóttir, kom til þeirra föðurlaus
fáum vikum seinna og ólst upp hjá
þeim eftir það.
Kristín var yngst sinna systkina,
bræðumir Stefán A., Gíli og Júlíus
vom allir eldri. Milli Kristínar og
Þóm myndaðist einkar kært systra-
samband, sem entist ævina alla.
Kristín missti móður sína 12 ára
úr spönsku veikinni og tók þá móð-
ir mín, sem var 7 ámm eldri, við
einskonar móðurhlutverki gagnvart
fóstursystur sinni.
Kristín giftist Jens Ág. Jóhannes-
syni, lækni, árið 1932. Hún dvaldi
með honum um tíma í Þýzkalandi,
þar sem hann var við framhalds-
nám, en annars bjuggu þau í
Reykjavík. Jens og Kristín vom
glæsimenni, sem geisluðu frá sér
hlýju og glaðværð. Við systkinaböm
þeirra nutum svo sannarlega þess
að vera í návist þeirra. Gamlárs-
kvöldin í Tjarnargötu 44 áttu sér
víst fáa líka. Þeir bræður Jens,
61
Bjami rakari og Brjmjólfur leikari
kunnu svo sannarlega að kitla hlát-
urtaugar hjá yngri sem eldri. Þar
á heimilinu var til grammófónn og
plötur og dansinn dunaði, skottísar,
polkar og rælar. Kynslóðabil var
ekki fundið upp.
Kristín hlaut gælunafnið Dadda
hjá elztu systkinabömum sínum og
við, sem seinna komum, tókum það
upp líka. Dadda tók í arf frá for-
eldmm höfðingsbrag og hjartarými.
Á heimili þeirra Jens dvaldist svo
lengi sem ég man Pálína Brynjólfs-
dóttir, móðir Jens, hún lifði son sinn
um 6 ár og naut umönnunnar
Kristínar tii dauðadags. Pálína tók
að sér fósturdóttur, Jenný, sem bjó
þar líka. Svava, systir Jens, varð
kornung ekkja. Hún dvaldi ásamt
tveimur bömum sínum á heimilinu
um nokkurt skeið. Jóhannes Elías-
son, bróðursonur Jens, ólst að miklu
leyti upp hjá þeim. Þeim Jens og
Kristínu varð ekki bama auðið en
eina kjördóttur, Unni, eignuðust
þau.
Jens dó langt um aldur fram
aðeins 46 ára og em rétt 40 ár
síðan. Hans var sárt saknað en
stærstur var þó söknuðurinn hjá
Kristínu og Unni, sem var þá að-
eins fímm ára. Þótt ekki séu nema
40 ár síðan er ótrúlegt að minnast
þess, að Kristín stóð uppi ekkja
með stórt heimili og sáraiitlar tekj-
ur, almannatryggingar vom ekki
til og lífeyrissjóðir ekki heldur. En
hún bar höfuðið hátt og tókst að
komast í gegnum þetta erfiðleika-.__
skeið. Hún lifði fyrir Unni dóttur
sína og seinna meir einnig fyrir
ömmubömin sín, Kristínu og Sigurð
Trausta.
Dadda veiktist af liðagigt og
síðustu 20 árin vom henni oft erf-
ið. Hún gekkst undir margar
aðgerðir en að lokum varð hún ör-
kumla. Andleg reisn hennar hélzt
þó til hins síðasta og minnið var
alveg óskert. Hún var fréttamiðill
allrar Qölskyldunnar, við fengum
fréttir hvert af öðm, þegar við ^
heimsóttum hana, og alltaf hafði
hún eitthvað nýtt að segja manni.
Síðustu árin dvaldi hún á Elliheimil-
inu Gmnd, þar sem hún naut
frábærrar umhyggju alls starfs-
fólksins. Þökk sé þeim.
Þar sem fjarlægðin gerir mér
ekki kleift að fylgja Kristínu síðasta
spölinn sendi ég þessar línur. Ég
sendi Unni og bömunum hennar
innilegar samúðarkveðjur svo og
Stefáni bróður hennar, sem sér á
eftir ástkærri systur.
Sigríður Pétursdóttir
Útför Kristínar verður gerð á
morgun, mánudaginn 22. desemb-
er, kl. 1.30 frá Dómkirkjunni í ~
Reykjavík. Jarðsett verður í gamla
kirkjugarðinum við Suðurgötu.
Stefán H. Guð-
mundsson - Minning
Stutt er bilið milli lífs og dauða.
Það em aðeins örfáir dagar síðan
við vinir Stefáns, á heimili dóttur
hans, Elsu, samfögnuðum honum á
merkum tímamótum, en þann dag
varð hann 70 ára. Stefán Halldór
Guðmundsson var hress að vanda
og naut dagsins í góðra vina hópi.
Fáir dagar liðu og hann var sendur
til Englands þar sem hann var lagð-
ur inn á sjúkrahús til aðgerðar,
þaðan átti hann ekki afturkvæmt.
Okkur skortir orð á slíkum stund-
um en fátækleg kveðjuorð skulu fest
á blað.
Stefán var gull að manni, dagfars-
prúður, bóngóður og vinur vina
sinna, það var sérstök hlýja sem
stafaði frá honum.
Ungur að ámm kynntist hann
boðskap sjöunda dags aðventista,
þeim boðskap reyndist hann trúr og
sannur þegn uns yfír lauk. Hann
innti af hendi margvísleg störf innan
kirkju sinnar, þar fór góður liðsmað-
ur. Þar liggja að baki hundmðir
vinnustunda, unnar af trúmennsku
og kærleika í þágu þeirra er hann
umgekkst, vann með áhuga fyrir
þann sem eitt sinn sagði: „Komið
til mín allir þér sem erfíði og þunga
emð hlaðnir og ég mun veita yður
hvíld."
Stefán stundaði sjóinn í mörg ár
og átti sitt heimili á Fáskrúðsfírði.
Það vom oft erfiðir tímar en Stefán
setti traust sitt á Drottin, hann fól
sig og sína í hendi hans er öllu stjóm-
ar. Það var oft langur vinnudagur,
sjórinn kaldur, hóf upp hramm sinn,
þá gat hann tekið undir þessar
ljóðlínur.
Berðu bátinn minn smáa
yfir bylgjuna háa
ég Lausnari Iítið má
láttu mig landi nl
(KS)
Og bátinn bar að landi þó brotn-
aði aldan há, og þannig liðu árin við
störf á sjó og við sjávarsíðuna. Á
Fáskrúðsfirði eyddi hann sínum
æskuámm og undi glaður við sitt.
Hann fluttist svo til Reylq'avíkur
með fjölskylduna og var um árabil
húsvörður í Víði hjá Guðmundi
blinda. Þar gekk hann að störfum
og gætti hlutanna sem væm þeir
hans eigin. Nú síðari ár starfaði
hann á vegum ríkisins, og allstaðar
kom hann fram sem drengur góður.
Það var jafnan gott að sækja þau
hjónin Aldísi og Stefán heim, þau
áttu hlýlegt heimili í Eskihlíðinni.
Hin einlæga trú var þeim í blóð
borin, og að gjöra öðmm gott, hvort
heldur var heima eða heiman, var
þeirra yndi.
Stefán var einlægur trúmaður,
hann þekkti orð Heilagrar ritningar:
„Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á
Guð og trúið á mig. í húsi Föður
míns em mörg híbýli, ef væri ekki
svo mundi ég þá hafa sagt yður að
ég færi burt að búa yður stað? Og
þegar ég er farinn burt og hefi búið
yður stað kem ég aftur og mun taka
yður til mín til þess að þér séuð og
þar sem ég er.“ Þessum orðum trúði
bróðir Stefán og í þeirri von og trúar-
vissu mætti hann nýjum degi. Allir
þeir er líta í óvissu til framtíðarinn-
ar, til komandi daga, ættu að taka
við boðskap Heilagrar ritningar í
fyrra Þessalóníkubréfí 4:13—18.
„Ekki viljum vér, bræður, láta yður
vera ókunnugt um þá sem sofnaðir
em, til þess að þér séuð ekki hrygg-
ir eins og hinir sem ekki hafa von.
Því að ef vér trúum því að Jesús sé
dáinn og upprisinn, þá mun Guð
sömuleiðis fyrir Jesúm leiða ásamt
honum fram þá sem sofnaðir em,
því að það segjum vér yður og höfum
fyrir oss orð Drottins, að vér sem
lifum og emm eftir við komu Drott-
ins, munum alls ekki fyrri verða en
hinir sofnuðu. Því að sjálfur Drottinn
mun með kalli, með höfuðengils
raust og með básúnu upp rísa, síðan
munum vér sem lifum, sem eftir
emm, verða ásamt þeim hrifnir burt
í skýjum til fundar við Drottin í loft-
inu, og síðan munum vér vera með
Drottni alla tíma. Huggið því hver
annan með þssum orðum.“
Á þessum orðum Ritningarinnar
byggði Stefán traust sitt. Hann leit
fram til þessarar stundar í trú, þeg-
ar Kristur birtist i skýjum himins
og sækir allt sitt fólk. Þá mun öllum
erfíðleikum lokið, sjúkdómar ekki
lengur til og dauðinn aðskilur ekki
framar, þá munu ástvinir njóta sam-
vistanna um alla eilífð. Brátt hljómar
hinn hljómsterki lúður og hinir dánu
munu fyrst upp risa. Og orð skálds-
ins sem hann sá sem í óljósri mynd
verða að veruleika.
Sem elding björt frá austri skin
og allt til vesturstranda
svo verður Kristur koma þín
með krafti allsvaldanda.
Vinir. Lítum með Stefáni fram til
þessa dags sem skáldið ljóðar um,
sem Ritningin kennir mér og þér,
tökum á móti þessum boðskap og
tileinkum okkur hann.
Að leiðarlokum færum við Stefáni
hjartans þökk fyrir samfylgdina sem
þó var allt of stutt, og okkur fylgir
ómurinn af sálminum sem sunginn
var í kirkjunni hans á merkum tíma-
mótum í lífi hans.
Ei vilji minn, en vegsemd Krists i öllu
ei vilji minn, en guðdómsorðið hans.
Og honum einum allt skal vitni bera,
hann einn skal hljóta lotning sérhvers
manns.
Látum boðskap þessa sálms ekki
deyja út heldur fylgja okkur áfram
á lífsleiðinni.
Elsku Aldís mín, Elsa, Fjóla, ætt-
ingjar og vinir, allir þið sem syrgið,
mætti Stefán nú mæla, væri ég viss
um að hann tæki undir með sálma-
skáldinu er hann segir:
Þrýstu mér ljúfi Lausnari kær
lengra og fastara hjarta þér nær
hyl mig og fel mig í faðmi þínum nú
fullnaðar hvíld mér á honum svo bú.
Leiðir skilja um sinn en dagurinn
er ekki langt undan þegar ástvinir |
hittast á ný. Stefán bar kyndil trúar- M
innar áfram, hefur lokið starfsdegi m
sínum og lagst til hvíldar. Hann rétt- íj
ir kyndilinn áfram til okkar. Mættu X
vinir hans reynast því verki trúir
eins og hann, til hinstu stundar. fl|
Þannig heiðrum við minningu hans íj
best.
Hvíli hann í friði uns Kristur kem- W
ur og hafi hann hjartans þökk fyrir
samfylgdina.
Karl Vignir I*