Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.12.1986, Blaðsíða 13
Og eftir því sem sögumaður þroskast til líkama og sálar vakna æ fleiri spumingar í hugskotinu, og að sjálfsögðu vaknar „hvolpavit- ið“. Hann fer „að hafa veður af fjarlægum stöðum, freistandi tæki- færum ...“ í bókarlok hleypir hann heim- draganum, kom ekki aftur nema sem gestur. Og það er móðirin góða, sem fylgir manninum úr hlaði, signdi hann eins og forðum í bemskunni. Svo sté hann á bak „Smyrli" og reið yfir Fellsána. „Hún stóð á hinum bakkanum og horfði á eftir mér. Síðan hélt ég áfram." En er þetta þá gallalaus bók mætti spytja. Ég svara því neit- andi, það læðist að manni svona á stöku stað, að höfundur hefði getað gefið sér betri tíma til að nostra við verkið, pússa og samræma. Hvergi er þó um nein alvarleg lýti að ræða. Kannski veldur þessu ein- hver uggur í sögumanni við fram- tíðina, hvað hún muni bera í skauti sér, því í lok formála segir hann: „En hvort framhald verður á ritun hennar (bókarinnar) fer eftir starfs- þreki mínu og öðmm aðstæðum." Fáeinar missagnir em í bókinni, t.d. á bls 106, þar sem segir frá, að þrír ungir Fáskrúðsfirðingar verða úti á Reindalsheiði. Þama brestur minni höfundar, þó yfirleitt reynist það honum trútt. Hið rétta er, að einn varð úti af fímm er vom á ferð á heiðinni í janúarbyijun 1922. Svona hluti má leiðrétta, þó viss lýti séu að, eftir stendur sem áður hinn ljóðræni tónn, hnökra- laust og þróttmikið málfar sögunn- ar, sem undirstrikar sérkenni hennar, meira að segja þótt örfáir stafír hafi setið eftir við prófarka- lestur. Lokakaflinn, ef til vill eins konar eftirmáli eða stef, er hrein perla í sögusafni þjóðarinnar, ein fegursta kveðja til gömlu aldamótabæjanna, sem nú munu nær horfnir nema á myndum. Þennan óð þyrftu allir að lesa, til að geta komist í eins nána snertingu við fortíðina og kostur er. Það er öllum nauðsyn. Með samningu þessarar bókar hefur sr. Emil Björnsson svo sann- arlega kvatt sér hljóðs. Árið 1977 var bók Tryggva Emilssonar, Fá- tækt fólk, tilnefnd af íslands hálfu til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs: Ekki kæmi mér á óvart, þó þessi, Á misjöfnu þrífast börn- in best, gæti fetað í þau spor. orðs. Til að varpa ljósi á þetta, mætti taka dæmi af fjölskyldu, og í einhveijum skilningi er fjölskylda uppistaða mannlífs og mönnum því eiginlegt að lifa í fjölskyldu. Eitt einkenni fjölskyldu eru sameiginleg markmið og hagsmunir, sem fjöl- skyldumeðlimir beygja sig undir af fúsum og fijálsum vilja. Og það, sem heldur fjölskyldu saman, er ekki blóðbönd, heldur ást mann- anna hver á öðrum, sem þeir láta í ljósi í verkum sínum með ýmsum hætti. Ef þessi hugsun er skpðuð í þessu ljósi, verður hún mun geð- felldari, og það verður skiljanlegt, af hveiju menn halda því fram, að félag sé jafnmikilvægt og einstakl- ingurinn. Nú ætla ég mér ekki þá dul að reyna að svara því, hvaða skoðun sé réttust í þessu efni. Hafi það tekist að varpa ofurlitlu ljósi á aðra leið að sama viðfangsefni og Locke fæst við, þá er það nægilegt. Mér er það stundum til efs, að hægt sé að tala um framfarir í mannlífínu; við séum ekkert betur sett í rauninni heldur en íbúar grísku borgríkjanna til dæmis. En þó er rétt að gleyma því aldrei, að í okkar hluta heimsins hefur tekizt á þessari öld þrátt fyrir allt að tryggja nokkuð, sem kalla má með réttu mannréttindi. Hvort sem menn fallast á það með Locke, að þau sé i raunverulegum skilningi til, eða ekki, þá er það ótvíræð stað- reynd, að í hinum vestræna heimi eru þau í aðalatriðum virt í verki. Það eigum við meðal annars að þakka Locke. Þegar allt kemur til alls, er það ekki svo lítið. Allar þær kenningar og skoðanir, sem reyna að taka Locke fram, verða að virða þá staðreynd. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 13 Okkar menn Békmenntir Súsanna Svavarsdóttir GOÐ OG HETJUR í HEIÐNUM SIÐ Höf.: Anders Bæksted Þýð.: Eysteinn Þorvaldsson Útg.: Örn og Örlygur Goð og hetjur eru þeir menn sem við íslendingar kjósum að rekja ættir okkar til, oftast nær. Bók- menntir okkar byggja fremur á sögum af svoleiðis mönnum en ein- hveijum venjulegum aulum, sem rekast á eftir baulurössum um mis- vel heppnaða haga og engi, eða eru að drepast drottni sínum á gamla íslandi, undirlögðu af farsóttum, óáran og vesöld. En þótt við sjáum kannski ekki í fljótu bragði hvernig goðin og hetjurnar koma heim og saman við raunveruleikann er víst, þetta eru okkar menn. Það er því undarlegt að ekki skuli hafa verið til þessa hægt að finna handhæga bók sem gefur okkur skýringu á þessum körlum. Við lesum, frá blautu bamsbeini, um Siguð Fáfnisbana, Ragnar loð- brók og aðra sem tengjast ætt Völsunga. Við fáum líka snemma frásagnir af goðunum Óðni, Þór, Frey og Baldri, en af þeim er í raun- inni afskaplega fátt að frétta, utan það sem stendur í Eddukvæðum og er bágt' ungu fólki að skilja þann fróðleik allan eða sjá hvaða hlut- verk goðin hafa. Og ef við skiljum það aldrei til fulls, er ólíklegt að við getum svarað bömum okkar þegar þau spyija. Ekki ætla ég að segja að „Goð og hetjur“ sé bók mjög aðgengileg fólki á öllum aldri. Síður en svo, en hún er afbragðsgott uppsláttar- rit fýrir heimili og að því er virðist nauðsynlegt hjálpartæki við kennslu. Hún hefur að geyma geysi- mikinn fróðleik um fombókmenntir okkar og þeim fróðleik er einkar vel og skipulega niðurraðað. Það sem þó ætti að verða aug- ljóst öllum sem lesa bókina er að nútímahetjur bamanna okkar eins og allir þessir „Hímenn" og þeirra kújónar em ekkert nýir. Þeir upp- fundust nú í norrænunni fyrir 10—15 öldum. Það er því umhugs- unarefni hvort við eigum ekki frekar að vinna sögur úr þessum ódauðlegu bókmenntum handa börnunum okkar, en að flytja þær inn endurskrifaðar með þynni. Goð og hetjur er skemmtilega myndskreytt bók. í henni em bæði myndir af gripum frá miðöldum og myndverk sem hafa verið gerð á seinni tímum eftir goða- og hetju- sögunum. Allt í allt er bókin fræðandi og skemmtileg, þótt hún sé á köflum þurr fræðimennska, og ánægjuleg eign. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! ' asifev: Philips VR 6542 er hið fullkomna myndbandstæki framleitt af fagmönnum Philips í V-Evrópu. VR 6542 er uppfullt af tækninýjungum sem prýða aðeins úrvalstæki. Engin útborgun. Kreditkortaþjónusta pHiims HAFNARSTRÆTI 3, SÍMI 20455, SÆTÚNI 8, SÍMI 27500. IIUPS KUM)) ■■■ VfSA CUnOCARO “ — WOBSm, í A T* ! . PHiUPS —J . • J ■ j - j ! f |j 1 ~ . ! * j •• 1 : ** • j é
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.